Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 38

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 38
Breyting grunnlauna eftir vinnumörkuðum og starfsstéttum Hlutfallsleg breyting frá mars 2019 hjá þeim hópum sem sömdu á tímabilinu mars 2019 til maí 2020 20% 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% ASÍ BSRB BHM KÍ Önnur félög Utan félaga Almenni vinnumarkaðurinn Hjá ríkinu Reykjavíkurborg Hjá sveitarfélögum Opinberi vinnumarkaðurinn Heimild: Skýrsla Kjaratölfræðinefndar, Samningalotan 2019-202 inga sýna mjög mismikla þátttöku á almenna markaðinum og hjá opin- beru félögunum. Þar kemur m.a. fram að 19% félagsmanna á kjörskrá í aðildarfélögum ASÍ tóku að jafnaði þátt í atkvæðagreiðslum um Lífs- kjarasamninginn. Þátttaka í fé- lögum verkafólks var að meðaltali 12%, hún var 21% hjá verslunar- og skrifstofufólki og 32% meðal iðn- aðarmanna. Þátttaka í fyrirtækjasamn- ingum sem SA gerðu var mun meiri en í öðrum kjarasamningum, eða 69% að meðaltali. Þátttaka í at- kvæðagreiðslum um samninga sem Samtök sveitarfélaga gerðu við stéttarfélög var 51%. Kosningaþátt- taka um samninga við Reykjavíkur- borg voru samtals 40% og þátttaka um samninga við ríkið var samtals 56%. Þar var þátttakan 20% um samninga ASÍ-félaga en 63% um samninga BSRB-félaga og 70% um samninga BHM-félaga. Ólíkar hækkanir grunnlauna Byggt er á miklu magni upplýs- inga um launabreytingar og kjör í skýrslunni, m.a. úr sérvinnslu hjá Hagstofunni, sem ná yfir samn- ingalotuna fram á fyrstu mánuði veirufaraldursins í vor og byrjun sumars. Markmið Lífskjarasamn- ingsins var að hækka sérstaklega lægstu launin með krónutölusamn- ingum og virðist það markmið hafa náðst. „Hækkanirnar mælast mest- ar hjá þeim sem eru með lægstu launin. Þess vegna treysti ég mér til að segja að krónutöluhækkunin kom út eins og til var ætlast, hækk- anirnar í prósentum eru mestar þar sem launin eru lægst skv. mæl- ingum,“ sagði Edda Rós Karlsdóttir, formaður nefndarinnar, í gær. Fram kemur að grunnlaun félagsmanna í ASÍ hækkuðu um 10,5-18% á tímabilinu, mest hjá Reykjavíkurborg en minnst á al- mennum vinnumarkaði. Frá mars í fyrra til maí sl. hækkuðu grunnlaun félaga í BSRB-félögunum mest hjá borginni um 15,3% og minnst hjá ríkinu, 9,4%. Grunnlaun félaga í BHM-félögunum hækkuðu um 8,3% hjá ríkinu en 1,5% hjá borginni en þar var samningum ekki lokið í maí sl. Grunnlaun félagsmanna í KÍ í framhaldsskólum hækkuðu um 8,3%. Samdrátturinn vegna kórónu- veirunnar er gríðarmikill en frá upp- hafi árs 2019 og út maí sl. hefur kaupmáttur launa aukist mikið. Á samningstímabilinu 2015 til 2018 jókst kaupmáttur launa um tæp 23%. „Tímabil kaupmáttaraukn- ingar hefur verið óvenju langt hér á landi og hafa laun tvöfaldast frá upphafi ársins 2010 fram á mitt ár 2020 og kaupmáttur aukist um tæp 50%,“ segir í skýrslunni. Bent er þó á að hjá þeim sem misst hafa vinn- una hefur kaupmáttur lækkað um tugi prósenta. Þannig hafa ráðstöfunartekjur einstaklings sem var með meðaltekjur árið 2019, en hefur misst vinnuna og fær hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta, nú lækkað um tæp 40% á milli ára. Kaupmáttur jókst um 50% á tíu árum SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Íyfirstandandi lotu kjara-viðræðna á vinnumarkaði,sem hófst í ársbyrjun 2019,höfðu nú í byrjun september alls verið undirritaðir 285 kjara- samningar. 45 samningum var ólok- ið. Á þessu tímabili hefur 79 kjara- deilum verið vísað til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemj- ara og hefur sátt náðst í 64 málum. 1. september sl. voru enn 15 mál í sáttameðferð. Að baki liggja í þess- ari samningalotu 428 formlegir sáttafundir með aðkomu sáttasemj- ara og að auki hafa 111 samn- ingafundir verið haldnir í húsnæði hans í öðrum kjaradeilum. Þessar upplýsingar koma fram í viðamikilli skýrslu kjaratölfræði- nefndar heildarsamtaka á vinnu- markaði, ríkisins og sveitarfélaga, sem kynnt var á fjarfundi í gær. Samtals ná þeir 285 kjarasamn- ingar sem þegar höfðu verið gerðir í septemberbyrjun til tæplega 158 þúsund launamanna. Í skýrslunni er að finna mikið magn upplýsinga sem aflað hefur verið m.a. hjá Hagstofunni um launabreytingar, stöðuna á vinnu- markaði og stöðu efnahagsmála og er auk þess birt nákvæm kortlagn- ing á umfangi kjarasamningsgerðar. Upplýsingar um þátttöku í atkvæðagreiðslum um kjarasamn- 38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það fór vel áþví í gær aðsjávar- útvegsdagurinn skyldi haldinn á Degi íslenskrar náttúru. Íslensk náttúra er landsmönnum kær og náttúruauðlindirnar afar þýðingarmiklar fyrir þjóðina. Þegar rætt er um náttúruna beinist athyglin yfirleitt að því sem fólk sér en undir yfirborði sjávar er einnig fjölbreytt náttúra og gríðarlegar nátt- úruauðlindir. Íslendingar hafa borið gæfu til þess á und- anförnum áratugum að nýta þessar auðlindir með skyn- samlegum hætti, bæði með til- liti til þess að ganga vel um náttúruna og að tryggja að auðlindir hafsins skili þjóðinni sem mestum ávinningi. Grunnurinn að þessu er aflamarkskerfið, með varan- legum og framseljanlegum aflaheimildum, sem innleitt var hér á landi fyrir þremur til fjórum áratugum. Fram að þeim tíma gengu Íslendingar, líkt og flestar þjóðir gera enn, ekki vel um auðlindir hafsins. Ofveiði var vandamál og með- ferð afla sömuleiðis, en eftir að aflamarkskerfið, kvótakerf- ið eins og það er kallað í dag- legu tali, var tekið upp, hefur þetta gjörbreyst. Íslendingar eru orðnir til fyrirmyndar flestum þjóðum í umgengni við sjávarauðlindina og erlendar þjóðir leita fyrirmyndar hér og þekkingar héðan til að byggja upp sjávarútveg sinn. Þær eiga flestar enn langt í land en vonandi tekst sem flestum að innleiða það farsæla kerfi í sjávarútvegi sem Íslendingar búa við. Það yrði til að bæta umgengni við auðlindir hafsins og styrkja fiskistofna sem víða eru bágbornir eftir áralanga ofveiði. Ekki þarf að leita lengra en til ríkja Evr- ópusambandsins til að sjá hvernig fer þegar illa er á þessum málum haldið. Það eru ekki aðeins fiski- stofnarnir, náttúran, sem líða fyrir þetta, heldur einnig efna- hagurinn. Sjávarútvegur er víðast hvar, þar með talið í ríkjum Evrópusambandsins, rekinn með stuðningi ríkisins á sama tíma og sjávarútvegur- inn hér á landi greiðir háa skatta til þjóðarbúsins og er jafnvel látinn greiða sérstakan auðlindaskatt, svokallað veiði- gjald, ofan á þá skatta sem önnur fyrirtæki greiða. Þrátt fyrir þessar ósann- gjörnu aðstæður sem íslensk- um sjávarútvegi, sem keppir við erlendan niðurgreiddan sjávarútveg, eru búnar, hefur hann gengið vel eftir að afla- markskerfið var tekið upp og hefur verið þjóðinni gríðar- lega mikilvæg efnahagsleg undirstaða. Þetta skiptir miklu hvernig sem árar í efna- hagslífinu, en er sérstaklega þýðingarmikið þegar efnahag- urinn verður fyrir áföllum á borð við það sem efnahagur Íslands og heimsins alls geng- ur nú í gegnum. Fátt hefur orðið til að vernda íslenska náttúru jafn vel og aflamarkskerfið} Dagur sjávarútvegs og íslenskrar náttúru SamningatækniTrumps Bandaríkjaforseta hefur ekki skilað árangri í sam- skiptum við Kim Jong-Un, einræðisherra Norð- ur-Kóreu, og ef til vill var ekki við því að búast. Kim var aldrei líklegur til að semja og ólíklegt að samningar takist við stjórn- endur í fangelsinu Norður- Kóreu. En það má líka segja að ólík- legt hafi verið að samn- ingaumleitanir vegna Mið- Austurlanda gætu skilað frið- samlegri sambúð Ísraels og nágranna þess og þó hefur það tekist. Sameinuðu arabísku furstadæmin tóku fyrir mánuði upp stjórnmálasamband við Ísrael og það sama gerði Bar- ein á föstudag. Í þessu samkomulagi felst líka ákveðin sátt við Sádi-Arabíu, sem meðal annars felst í því að ríkið veitir yfirflugsheimildir og gerir Ísrael þannig kleift að hefja beint flug til ríkjanna tveggja. Þó að Trump geti þakkað sér þennan árangur – það virðast fáir aðrir aðrir ætla að verða til þess – á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels þó ekki minni þátt í hon- um. Honum tókst með þraut- seigju og stefnufestu að ýta til hliðar ágreiningi um Palestínu, sem talið var ómögulegt, og semja um aðra sameiginlega hagsmuni. Eftir þennan merki- lega áfanga í flókinni og erfiðri samskiptasögu Mið-Austur- landa hljóta allir að binda vonir við að frekari skref verði stigin og sá tími muni koma að ríkin og íbúarnir á þessu svæði geti lifað í sátt og samlyndi og byggt upp réttlátari samfélög með auknu öryggi og aukinni vel- ferð fyrir íbúana. Mið-Austurlönd eru friðvænlegri eftir nýgerða samninga} Óvæntur árangur Í Bandaríkjunum er það kallað að „am- eríski draumurinn“ hafi ræst þegar fátækt fólk brýtur af sér hlekki fá- tæktar og tryggir sér og sínum góða afkomu, menntun og bætta stöðu í samfélaginu. Rannsóknir sýna hins vegar að sá draumur er mun líklegri til að rætast á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Eftir fund Baracks Obama, forseta Banda- ríkjanna, með forsætisráðherrum Norður- landanna vorið 2016 sagði hann þetta: „Heimurinn væri öruggari og farsælli ef fleiri bandamenn væru eins og Norð- urlöndin.“ Norræna módelið sem Obama vildi líta til féll ekki af himnum ofan. Það byggist á jöfn- uði, samhjálp og félagslegu öryggi og hefur skotið norrænu ríkjunum á topp allra lista yfir ríki þar sem best er að búa. Grunn norræna módelsins og stoðirnar sem undir því standa byggðu jafnaðarmenn í samstarfi við sterka verkalýðshreyfingu og stéttarfélög og hafa staðist ágang frjálshyggjunnar. Stoðirnar þrjár, góð hagstjórn, velferð fyrir alla og skipulagður vinnumarkaður, standa saman eins og fætur undir þrífættum stól: ef ein stoðin brotnar fellur allt. Á Íslandi, einu ríkasta ríki heims, þrífst fátækt. Þús- undir barna búa hér við sárafátækt eins og greiningar hafa því miður ítrekað sýnt. Öryrkjar og aldraðir með litl- ar tekjur eru fastir í fátæktargildru. Þau eiga allt sitt undir stjórnvöldum, að greiðslurnar sem þau fá frá hinu opinbera dugi fyrir mannsæmandi lífi. Svo er ekki nú um stundir. Og nú í heimsfaraldri bætast við öll þau sem misst hafa vinnuna. Grunnatvinnuleysisbætur eru langt undir lágmarkslaunum og þeir fjölmörgu sem nú þurfa að framfleyta sér og sínum á slíkri hungurlús ná ekki lágmarkstekjutryggingu nema þau séu með þrjú börn eða fleiri á fram- færi. Við þeim blasir fátækt og í kjölfarið minnka möguleikarnir sem fólk hefur í lífinu – fátæktin er í sjálfu sér frelsisskerðing. Þetta þarf ekki að vera svona en er það vegna rangra pólitískra ákvarðana. Vegna þess að stjórnarþingmenn hafa ítrekað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um hærri líf- eyrisgreiðslur, hærri greiðslur til barnafjöl- skyldna og hærri atvinnuleysisbætur. Hættan á að verða atvinnulaus eða lenda í veikindum og örorku vegna starfsins er mest meðal verkafólks og lágtekjuhópa. Til þess að allir njóti frelsis er ekki nóg að opna einum og einum einstaklingi leið til að brjótast út úr fátækt. Það þarf að sjá til þess að enginn þurfi að búa við fátækt. Til þess að útrýma henni þarf einbeittan pólitískan vilja og aðgerðir sem beinast gegn því sem skapar fátæktina. Við eigum að horfa til norræna módelsins og vinna af heilum hug að því að jafna leikinn. Við í Samfylkingunni stöndum fyrir mannúð, jafnrétti og samhjálp af því að við getum ekki annað, af því að það er það sem jafnaðarmenn gera. Oddný G. Harðardóttir Pistill Frelsi eða fátækt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. oddnyh@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.