Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 39

Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Úti Veður getur oft ráðið útliti fjalla, sem geta sýnst ljós einn daginn og dökk þann næsta. Hér er horft að Hestfjalli, einu þeirra fjalla sem einkenna Árnessýslu, en það er fornt eldfjall frá ísöld. Kristinn Magnússon Með öryggi sjúk- linga er átt við að sjúk- lingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu og auka lífs- gæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja það öryggi. Ástæðan er að heil- brigðisþjónusta er gríðarlega flókin og flækjustig hefur vaxið hraðar en geta mannsins til að að- lagast þeim breytingum sem því fylgja. Áætlað er að um 10% sjúk- linga á sjúkrahúsum verði fyrir ein- hvers konar atviki. Með atviki er átt við að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort sem það veldur honum skaða eður ei. Algengustu atvikin eru byltur, lyfjatengd atvik, sýkingar og legusár. Talið er að það megi fyrirbyggja fjölda atvika og spara þannig þjáningu þeirra sem fyrir verða auk fjármuna fyrir sam- félagið. Unnið er með markvissum hætti til að fyrir- byggja atvik og efla öryggi, m.a. sam- kvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigð- isþjónustu 2019-2030 og Heilbrigðisstefnu. Brýnt er að rann- saka og læra af hverju einasta atviki. Áhersl- an er ekki að finna blóraböggul heldur á úrbætur sem hindra að sambærilegt atvik endurtaki sig. Til þess ber okkur siðferðileg og lagaleg skylda auk þess sem sjúklingar og aðstandendur eiga rétt á skýringum og viðeigandi viðbrögðum. Mikil- vægt er að opna umræðu um alvar- leg atvik en hún þarf á sama tíma að verða yfirveguð, nærgætin og byggð á staðreyndum máls. Öryggi heilbrigðisstarfsmanna Í ár hefur Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin ákveðið að helga daginn öryggi heilbrigðisstarfs- manna. Þeir geta orðið fyrir skaða við störf sín, t.d. stunguóhöppum, sýkingum, stoðkerfisvandamálum, ofbeldi og streitu. Þá getur heil- brigðisstarfsmaður orðið fyrir því hörmulega áfalli að eiga þátt í að skaða sjúkling. Rannsóknir sýna að þegar alvar- leg atvik verða er sjaldan einhverju einu um að kenna heldur leggst margt á eitt, jafnan bæði mannlegir og kerfislægir þættir. Orsakir at- vika eru í flestum tilfellum ágallar í skipulagi en ekki sök einstaklinga sem vinna verkin. Dæmi eru ófull- nægjandi mönnun miðað við um- fang og eðli verkefna, samskipta- og skráningarvandamál, tungu- málaörðugleikar, ófullnægjandi tækjabúnaður og skortur á nauð- synlegum leiðbeiningum. Vissulega getur komið fyrir að starfsmaður valdi atviki með ásetningi eða stór- kostlegri vanrækslu, en það er afar sjaldgæft. Í flóknu umhverfi heilbrigðis- þjónustu er því brýnt að gera allt sem hægt er til að gera starfsmanni kleift að sinna starfi sínu þannig að fyllsta öryggis sé gætt og að hann skaðist ekki við störf sín. Mönnun, menntun, endurmenntun og starfs- þjálfun þarf að vera í takti við um- fang og eðli starfseminnar. Örygg- ismenning og sálfélagslegt vinnuumhverfi þarf að styðja vel við þessi flóknu störf. Vinnuskipulag, verkferlar, viðeigandi leiðbeiningar og rafræn kerfi þurfa að stuðla að öryggi. Hitt fórnarlambið Alvarlegt atvik snertir mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúk- ling og ástvini. En alvarleg atvik hafa einnig mikil áhrif á þá heil- brigðisstarfsmenn sem næstir standa, fólk sem mætir til krefjandi vinnu og ætlar að gera sitt besta. Það er ekki hægt að setja sig í spor þess heilbrigðisstarfsmanns sem á hlut að alvarlegu atviki en slíkt get- ur haft miklar afleiðingar varðandi heilsu, mannorð og starfsferil. Rætt er um „hitt fórnarlambið“ (second victim) í því samhengi. Þetta hefur orðið mönnum æ ljósara og sýnt nauðsyn þess að hafa ferla og úr- ræði til að styðja við bæði sjúkling og starfsmenn í kjölfar alvarlegs at- viks. Þá er unnið að endurskoðun á lagalegu umhverfi heilbrigðisstarfs- manna í tengslum við alvarleg at- vik. Mikilvægt er að opna umræðu um alvarleg atvik en hún þarf á sama tíma að vera yfirveguð, nær- gætin og byggð á staðreyndum máls. Að lokum skal minnst á mikil- vægi öryggismenningar og vinnu- umhverfis. Þar gegna stjórnendur stóru hlutverki, bæði er varðar formleg og óformleg áhrif. Brýnt er að við öll skiljum og fjárfestum í ör- yggi starfsmanna. Þannig stuðlum við jafnframt að öryggi sjúklinga. Eftir Ölmu Möller » Í ár hefur Alþjóða- heilbrigðismála- stofnunin ákveðið að helga Alþjóðadag öryggis sjúklinga, sem er í dag, 17. september, öryggi heilbrigðis- starfsmanna. Alma D. Möller Höfundur er landlæknir. Öryggi starfsmanna og öryggi sjúklinga fer saman Í vikunni skipaði ég verkefnisstjórn um mótun landbún- aðarstefnu fyrir Ís- land. Síðastliðin tvö ár hefur átt sér stað metnaðarfull vinna sem hefur lagt grunn að þessari stefnumót- un, m.a. með sviðs- myndagreiningu KPMG um framtíð landbúnaðarins árið 2040. Af þeirri greiningu er ljóst að íslenskur land- búnaður stendur að mörgu leyti á krossgötum. Því er ég sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að fara í þessa vinnu og skapa sameiginlega sýn og áherslur til framtíðar. Umfangsmikil sviðsmynda- greining KPMG Sumarið 2018 hófst vinna KPMG við að skoða mögulegt starfsum- hverfi íslensks landbúnaðar til árs- ins 2040. Gerð sviðsmynda hófst á sumarmánuðum 2018 og fól í sér breiða að- komu aðila úr landbún- aði og frá neytendum. Vinnuferlið fól í sér gagnaöflun með við- tölum, netkönnun, opn- um fundum á sex land- svæðum og greiningu á opinberum gögnum. Haldnar voru vinnu- stofur þar sem grunn- gerð sviðsmynda um framtíð landbúnaðar var mótuð og í kjölfarið hófst úrvinnsla og samantekt nið- urstaðna. Alls tóku um 400 ein- staklingar þátt í verkefninu. Sviðs- myndagreining KPMG var því umfangsmikið, opið og metnaðar- fullt ferli. Í sviðsmyndagreiningunni var tal- ið nauðsynlegt að móta heildstæða stefnu greinarinnar, landbúnaðar- stefnu fyrir Ísland. Á þessum trausta grunni hefur vinna við mót- un stefnunnar verið sett formlega af stað. Ég er afskaplega ánægður að hafa fengið þau Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmann, og Hlédísi Sveinsdóttur, ráðgjafa og verkefnastjóra, í verkefnisstjórn um mótun stefnunnar. Samvinnuverkefni Mótun landbúnaðarstefnu er sam- vinnuverkefni stjórnvalda, bænda, neytenda og atvinnulífs. Verkefn- isstjórn mun efna til funda með bændum og öðrum hagaðilum í því skyni að virkja þá til þátttöku í stefnumótuninni. Jafnframt verður samráð við þingflokka. Samkvæmt skipunarbréfi verkefnisstjórnar- innar skal við mótun landbúnaðar- stefnu litið til eftirfarandi megin- þátta: 1. Með öflugum landbúnaði verði Ísland leiðandi í framleiðslu á heil- næmum landbúnaðarafurðum – sér- staklega verði hugað að fæðu- og matvælaöryggi og samkeppnis- hæfum rekstrarskilyrðum í sátt við umhverfi og samfélag. 2. Tryggð verði byggðafesta með nýtingu tækifæra í krafti nýsköpun- ar og vöruþróunar sem taki mið af grænum lausnum, matarmenningu og sjálfbærni. 3. Menntun, rannsóknir og þróun mótist af hæfilegri samþættingu fræðilegra viðfangsefna og ráðgjafar í þágu þeirra sem stunda landbúnað og vinnslu landbúnaðarafurða. 4. Með hvötum og stuðningi verði dregið úr umhverfisáhrifum og stuðlað að verndun, endurheimt og nýtingu landvistkerfa í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2016. Tímabær endurskoðun Við mótun landbúnaðarstefnu gefst tækifæri til að takast á við það verkefni að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbún- aðarafurðum, en á sama tíma horfa til þess að íslenskur landbúnaður er ekki aðeins framleiðsluferill á mat- vælum. Íslenskur landbúnaður hvílir á breiðari grunni. Hann er hluti af vitund okkar um náttúruna, lífssýn bóndans og verðmætin sem felast í heiðum og dölum. Landbúnaðar- stefna fyrir Ísland þarf að byggjast á þessari arfleifð en um leið verðum við að horfast í augu við að kröfur, smekkur, viðhorf og lífstíll breytast hratt – nánast dag frá degi. Ég er sannfærður um að með mótun landbúnaðarstefnu fyrir Ís- land gefist kærkomið tækifæri til að skapa sameiginlega sýn og skýrar áherslur til framtíðar. Slík stefnu- mótun getur orðið aflvaki nýrra hug- mynda og lausna. Samhliða gefst tækifæri til að endurskoða landbún- aðarkerfið frá grunni. Við þurfum ekki að óttast endurskoðun. Hún er löngu tímabær og ég er sannfærður um að hún er forsenda frekari framþróunar greinarinnar. Eftir Kristján Þór Júlíusson » „Við þurfum ekki að óttast endurskoðun. Hún er löngu tímabær og ég er sannfærður um að hún er forsenda frek- ari framþróunar grein- arinnar.“ Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Íslenskur landbúnaður árið 2040

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.