Morgunblaðið - 17.09.2020, Síða 43

Morgunblaðið - 17.09.2020, Síða 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið GLOBL VIKTOR Hvíldarstóll KRAGELUND Aya K 129 KRAGELUND K371 Casö 701 langborð Stólar Sófasett Borðstofuborð Skenkar/skápar Hvíldarstólar o.m.fl. Borstofuhúsgön frá Casö Mikið úrval af hvíldarstólum með og án rafmagns. KRAGELUND Handrup Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveit- arfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klár- lega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyr- irsögnin er bara til að ná athygli eins og vef- miðlarnir gera. Því hefur oft verið haldið fram að samein- ingar sveitarfélaga séu bara nauð- vörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira, og á að vera það og það er ekki markmið okkar að standa vörð, held- ur sækja fram. Við setjum okkur há- leit og skýr markmið, um fólks- fjölgun, fjölgun starfa, eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta skrefið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón á veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulags- gerð hefur til dæmis verið til allt of skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði endalaust að vinna upp sömu hlutina. Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni og sköpunarkraft þessa frábæra fólks, að ég tali nú ekki um fjármuni íbúa. Aðalskipulag á að túlka meg- inlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breyt- ingu aðalskipulags, eða hvort breyt- ingin er lítils háttar. Núna er aðalskipulag, sem að lágmarki á að gilda til 12 ára, nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll fram- boð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leið- arljósi að innan u.þ.b. 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóð- flutningar á næstu árum og þá verð- um við að vera tilbúin. Þetta skiptir svo miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meg- inlínur, svo sem uppbyggingu vega- kerfis, flugvalla og hafna ásamt íbúð- ar- og atvinnusvæðum, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu! Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild: Sam- vinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis. Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afrískur skemmtigarður í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarður of- an Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest ógnvekj- andi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara! Þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mann- anna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úr- eltum lögum sem beinlínis hamla dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreif- býlið sérstakan taxta á dreifingu raf- magns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla. Það er augljóst að slík lög voru hugs- uð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letj- andi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggð- inni fá framlög í samræmi við eitt- hvert landsmeðaltal, sem end- urspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársveltar, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu Ex- cel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hætt- ir að nota skynsemina. Lesa ekki á milli línanna og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt miklu meiri kostnað í þeim næsta. Alltof mikil og nákvæm deildaskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun, með hjálp þings- ins, hlýtur að vilja stoppa ýmiss kon- ar mismunun gagnvart landsbyggð- inni, sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. Allir þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Eftir Sigurð Ragnarsson » Byggðastofnun, með hjálp þingsins, hlýtur að vilja stoppa ýmiss konar mismunun gagnvart lands- byggðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri á Egilsstöðum. sigurdur@manatolvur.is Sigurður Ragnarsson Austurland – heimsyfirráð eða dauði… ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Það er oft naggað í heilbrigðiskerf- inu okkar, en þegar við þurfum á því að halda stendur það með sínu fólki, þjóðinni. Það er kannski dýrt, því neitar enginn, og gangarnir á spítöl- unum langir, en starfsfólkið ynd- islegar manneskjur, og tækjabún- aður hreint ekki svo slæmur, ef við berum „nýrri“ tækin saman við sýn- ishornin í glerskápunum frá árdög- um Lansans um 1930. Komir þú á göngudeild eða bráða- deild sérðu mannlífsflóruna og sjúk- dómsflóruna og undrast hvað margir þurfa að leita sér hjálpar og hve mörgum er veitt hjálp. Og þú ferð jafnvel að umla innan í þér „The band played waltzing Matilda“ þar sem lýst er særðum og veikum sem koma heim úr fyrra stríði til Ástralíu og fólkið á kajanum horfir á her- mennina setta í land. Hjá okkur og núna eru allar hendur á lofti til hjálpar og það er unnið í hverjum kima við þessa löngu ganga, og í há- deginu má sjá þekktan umhverf- ismann og fjallatoppara skáskjóta sér í lúgu Rauða krossins og fá sér prins póló og kók í gleri. Ekkert stíl- brot í gangi þar. Sunnlendingur. Heilbrigt kerfi og kók í gleri Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.