Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 ✝ Helgi SigurjónÓlafsson fæddist í Keflavík 15. júlí 1943. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 31. ágúst 2020 eftir stutt en erfið veikindi. Foreldrar hans voru Ólafur Þór- arinn Sigurjónsson verkamaður, f. 28.8. 1902, d. 23.11. 1992, og Unnur Sigurðardóttir hús- freyja, f. 18.7. 1916, d. 5.7. 1958. Helgi var yngstur fjögurra systkina. Elstur var Ingimundur Óskarsson, f. 4.12. 1934, d. 2.11. 2013, Sigríður Björnsdóttir, f. 8.9. 1940, d. 21.1. 2008 og Sig- urður Björnsson, f. 11.11. 1941. Sonur Helga er Ólafur Freyr, f. 8.9. 1974 . Móðir hans var Finn- fríður B. Hjartardóttir, f. 2.2. 1933, d. 15.7. 2020. Maki Ólafs Freys er Katrín Ágústa Thor- arensen, f. 28.4. 1980. Börn þeirra eru: Bríet Ósk, f. 20.6. félags Hólmavíkur sem undir forystu hans frá árinu 1982 tók virkan þátt í samningagerð Al- þýðusambands Vestfjarða (ASV). Í kjölfarið óx virkni félagsins á Hólmavík; haldið var upp á 1. maí ár hvert, félagið stóð fyrir námskeiðum af ýmsu tagi og þjónusta við félagsmenn jókst. Verkalýðsfélag Hólmavíkur var eitt af stofnfélögum Verkalýðs- félags Vestfirðinga árið 2000 og var Helgi varaformaður til ársins 2007 ásamt því að sinna fjöldan- um öllum af trúnaðarstörfum fyrir félagið. Helgi starfaði hjá Verk Vest allt til ársins 2017 en þá lét hann af störfum sökum aldurs. Helgi var mikill skákmaður og keppti í nokkrum af skáksveitum landsins. Helgi varð landsliðs- maður í skák 19 ára gamall og varð Íslandsmeistari stuttu seinna árið 1964. Útförin fer fram frá Keflavík- urkirkju 17. september 2020 klukkan 13. 1998 og Helgi Sig- urjón, f. 31.8. 2010. Helgi ólst upp á Litla-Hólmi í Leiru á Suðurnesjunum og gekk í Barna- skóla Keflavíkur. Helgi bjó í Keflavík og stundaði þaðan sjómennsku, flutt- ist síðar til Hafn- arfjarðar og starf- aði sem prentari hjá Þjóðviljanum. Þaðan lá leiðin til Hólmavíkur þar sem hann starfaði sem sjómaður, verkstjóri hjá Hólmavíkurhreppi og síðar hjá Verkalýðsfélagi Hólmavíkur. Hann fluttist síðan til Ísafjarðar þar sem hann bjó til dánardags. Helgi var alla tíð ötull bar- áttumaður fyrir réttinda- og fræðslumálum innflytjenda og beitti sér ötullega fyrir mál- efnum þeirra á vettvangi verka- lýðshreyfingarinnar. Fyrir stofn- un Verkalýðsfélags Vestfirðinga var Helgi formaður Verkalýðs- Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég var kynnt fyrir tengdapabba mínum, síðan þá eru þó liðin fjölmörg ár. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú munir ekki koma til okkar á jól- unum framar, að ég og Óli þurfum ekki að kaupa jólagjafirnar fyrir þig. Að það verði ekki fleiri sum- arbústaðarferðir með þér. Að Óli keyri ekki til Ísafjarðar til þess að ná í þig svo þú getir eytt tíma með okkur. Að við fjölskyldan setjumst ekki framar niður fyrir framan tölvuna og spjöllum við þig í gegn- um myndsímtöl. Líf okkar er svo breytt, svo tómlegt. Þegar elsku tengdamamma lést á afmælisdag- inn þinn, þann 15. júlí síðastliðinn, þá hringdi ég í þig og við áttum mjög einlægt samtal. Fréttirnar snertu þig djúpt, þú áttir þó aldrei auðvelt með að tjá tilfinningar þín- ar en ég skildi þig. Þú varst orðinn mjög lasinn á þessum tíma og við Óli vorum búin að ferðast mikið á milli Ísafjarðar og Hólmavíkur í allt sumar. Við þurftum svo að byrja að vinna aftur en vorum þó alltaf í miklu sambandi við þig. Þegar þér fór að versna og þú varst fluttur aftur á sjúkrahúsið á Ísafirði leist okkur ekkert á blik- una og Óli brunaði af stað til þín. Ég varð eftir á Akureyri því Helgi Sigurjón, litli afastrákurinn þinn, átti afmæli 31. ágúst. Ég ætlaði svo að koma til ykkar daginn eftir afmælið. Ég veit að þú varst svo glaður að fá son þinn til þín og þú hresstist allur við á sunnudags- kvöldið. Þið feðgar áttuð góða stund og gátuð spjallað um heima og geima. En á mánudeginum var orkan búin og líkaminn þinn gafst upp. Þú lést á afmælisdaginn hjá litla afastráknum þínum, við sögð- um honum að þú hefðir valið besta daginn til þess að fara og að við munum alltaf minnast Helga afa sérstaklega vel á ykkar degi. Ég er svo fegin að Óli hafi getað verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Ég vildi þó óska að ég hefði getað verið hjá þér líka, að þú hefðir beðið í einn dag til viðbótar. Þú hefur verið tengdapabbi minn í 24 ár og ég er svo þakklát fyrir tímann sem við höfum öll átt sam- an. Við gátum talað lengi saman í síma og mikið sem ég vildi að við hefðum gert það oftar. Við leituð- um oft til þín í gegnum árin með ýmis mál tengd vinnu eða launum. Það eru bara rúmir tveir mánuðir síðan Bríet var óviss með skatt- kortið sitt og leiðbeindir þú henni í þeim málum. Þú elskaðir að spjalla og fræða okkur í leiðinni um sögu og menningu. Í gegnum þig, þína vinnu hjá Verkalýðfélagi Vest- fjarða og áhuga á fjölmenningu þá höfum við kynnst góðu fólki frá Ísafirði, Ítalíu og Póllandi. Hvíl í friði, elsku tengdapabbi minn, ég mun passa litlu fjölskyld- una okkar. Við elskum þig alla tíð. Þín tengdadóttir, Katrín (Katý). Elsku afi minn ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur, þetta gerðist allt svo fljótt. Ég vildi að ég hefði fengið tæki- færi til þess að kveðja þig í síðasta sinn. Þú varst alltaf svo góður við alla í kringum þig og þú varst allt- af tilbúinn til þess að hjálpa öllum þeim sem þurftu. Þú hafðir svo mikinn áhuga á fólki og menningu. Það var svo gaman að hlusta á þig segja frá ævintýrum þínum og ferðum til Póllands og Ítalíu. Við vorum búin að plana að fara öll saman til Ítalíu en vegna ástands- ins í heiminum þurftum við að fresta því. Við fjölskyldan munum fara seinna þegar það er orðið öruggt að ferðast og þá veit ég að þú munt vera með okkur í anda. Elsku afi minn, við áttum sér- stakt samband og þú sagðir alltaf að við værum alveg eins. Ég kvaddi þig alltaf með því að segja ég elska þig afi og þá brostir þú svo fallega til mín og sagðir ég elska þig líka. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Ég elska þig. Þín Bríet Ósk. Við hittumst, urðum vinir og úr vináttu varð væntumþykja og ást. Helgi hjálpaði mér eins og enginn annar og ég reyndi að hjálpa hon- um. Það eru fimm ár síðan við sameinuðum okkar einmanalegu líf, okkar heima. Jafnvel þegar ég var á Ítalíu var ég með honum, við hliðina á honum. Við skrifuðumst á tíu, tuttugu sinnum eða oftar á dag og hittumst á kvöldin á skype. Helgi kom oft heim til okkar til Ítalíu og ég var oft heima hjá hon- um. Við héldum hvort öðru fé- lagsskap, fórum í ferðir, skrupp- um inn í Vigur eða til Grímseyjar á Steingrímsfirði til að sjá fuglana þar, hvað margar ferðir! Og við fórum í Litlabæ eða til Þingeyrar að borða vöfflur, við gerðum það saman og líkaði það svo vel. Og yfir vöfflum og rjóma töl- uðum við saman, ég á skólaensku minni og á þeim fáu setningum sem ég gat sagt á íslensku, en við skildum hvort annað fullkomlega. Að kvöldi dags horfðum við á veðurfréttir og Poirot í sjónvarpi en það var eins og í paradís fyrir mig. Ekki má gleyma Tobba, litla hundinum okkar, allar gönguferð- irnar með honum, meðan hann lifði. Eitt vetrarkvöld sátum við þrjú í sófanum, horfðum á sjón- varpið og Helgi sagði „happy fa- mily“ - og það var einmitt það sem við vorum. Við virtum þarfir hvort annars, Helgi gat teflt við tölvu klukku- stundum saman, hann var skák- meistari, meðan ég reyndi að læra íslensku eða koma skikki á ljós- myndirnar í tölvunni, og svo var lagaður matur. Helgi kunni vel við að fá minestrone, pizzu og risotto. Helgi aðstoðaði mig líka við að koma af stað ljósmyndasýningu minni á Íslandi og hann kom að sjálfsögðu á sýningaropnunina. Ég tileinkaði honum sýninguna, enda var það hann sem kynnti mér sína unaðsreiti á Íslandi, þótt hann hafi stundum átt erfitt með að keyra. Ég veit að Helgi gerði sam- félagi sínu mikið gagn, ég veit að hann er dáður af öllum sem hann þekktu. Jafnvel á Ítalíu elskuðu þeir hann, enda elskulegur. Til er facebookhópurinn Vinir Íslands. Helgi tók þátt í tveimur samkom- um og hinir þátttakendurnir þekktu hann og dáðust að honum og allir sitja þeir nú agndofa eftir. Ég gæti skrifað bók um Helga, en niðurstaðan væri sú að fyrir mig var hann sólin og þessi sól er nú gengin til viðar. „Þetta var önd- vegis kvöld. Vindurinn svaf bak við fjöllin, stjörnurnar smám sam- an að snúa aftur eftir ofríki sum- arbirtunnar, við fáum söng far- fuglanna á vorin en missum ljós stjarnanna, á haustin snýst það við. Hvort er betra?“ Þessi texti eftir Jón Kalman Stefánsson minnir mig á sérstakt kvöld, við fórum til Flateyrar um miðnætti, til að geta séð norðurljósin ómenguð af öðrum ljósum, þessa mögnuðu himnalýsingu sem breytir heiminum. Helgi minn, þú gafst mér þína daga, ljósin yfir Ís- landi, þú gerðir líf mitt bjart. Þú komst inn í líf mitt eins og norður- ljós fyrirvaralaust og fallega, og eins og norðurljós ertu farinn. Ég er eins og í skugga, hjarta mitt er hjá þér. Paola Civetta. Elsku Helgi frændi minn er farinn frá okkur eftir stutt en erfið veikindi. Ég hélt alltaf í vonina að hann myndi ná sér og fannst himn- arnir hrynja þegar það brást. Helgi hefur alltaf verið partur af minni tilveru. Hann missti móður sína þegar hann var aðeins 15 ára gamall og þá flutti hann til móður minnar sem var þá nýbúin að eign- ast mig. Mamma mín var aðeins þremur árum eldri en Helgi og samband þeirra var alltaf svo fal- legt og sterkt. Þau voru mjög sam- rýnd systkin og var missir hans mikill þegar hún féll frá árið 2008. Fyrstu minningar mínar tengjast Helga og þegar ég var lítil þá sótti ég mikið í að vera hjá honum og vildi alltaf „lúlla Hegga“. Hann sætti sig við það og ég fékk að skríða upp í til hans hvenær sem var. Helgi var einstaklega ljúfur maður og góður við okkur systk- inin eins og alla aðra. Hann þoldi ekki óréttlæti og beitti sér fyrir réttindum innflytjenda á Vest- fjörðum en hann bjó og starfaði á Ísafirði. Hann eignaðist vini fyrir lífstíð meðal þeirra og það var gott að vita að hann var ekki einn fyrir vestan. Það sýndi sig best í veik- indum hans hversu góða vini hann átti en Ela vinkona hans heimsótti hann á hverjum degi og hugsaði vel um hann. Helgi var bráðgreindur og vel lesinn. Hann var alltaf tilbúinn til að upplýsa mann og veita góð ráð enda sóttum við systkinin mikið í hans viskubrunn. Hann var mikill skákmaður og varð Íslandsmeist- ari í íþróttinni árið 1964 og keppti fyrir íslenska landsliðið í nokkur ár. Hann kenndi mér sem lítilli stelpu mannganginn. Við tefldum oft heima og hann var einstaklega þolinmóður við litlu frænku sína. Hans mesta gæfa í lífinu var að eignast son sinn, Ólaf Frey. Helgi, sem alltaf hafði haft hlutina eftir sínu höfði, þurfti nú að breyta ýmsu. Hann var tilbúinn til að gera allt fyrir drenginn sinn. Hann fór í áfengismeðferð og axlaði sína ábyrgð. Hann var svo stoltur af Óla sínum og Katý og þegar barna- börnin, Bríet Ósk og nafni hans Helgi Sigurjón, litu dagsins ljós, minnkaði ekki stoltið. Hann talaði mikið um þau og þótti svo mikið til þeirra koma. Litla fjölskyldan Helgi Sigurjón Ólafsson ✝ Arnbjörg Auð-ur Örnólfsdótt- ir fæddist á Suður- eyri við Súgandafjörð 4. maí 1935. Hún lést á Landakotsspítala 2. september 2020. Foreldrar Arnbjargar voru Örnólfur Valdi- marsson, kaup- maður og útgerð- armaður, f. 1893, d. 1970, og seinni kona hans Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðardóttir, kennari og organisti, f. 1905, d. 1986. Systkini Arnbjargar eru Þor- varður f. 1927, d. 2013, Anna f. 1928, d. 1999, Guðrún, f. 1929, d. 1933, Valdimar, f. 1932, Ingólfur Óttar, f. 1933, d. 2019, Þórunn, f. 1937, d. 2013, Margrét, f. 1941, d. 2017, Guðrún Úlfhildur, f. 1943, og Sigríður Ásta, f. 1946. Hálf- systir Arnbjargar var Finnborg, f. 1918, d. 1993, sem Örnólfur átti með fyrri konu sinni. Arnbjörg, sem yfirleitt var kölluð Adda eða Adda Örnólfs, giftist Þórhalli Helgasyni, fyrr- verandi framkvæmdastjóra, f. 1934, árið 1957. Foreldrar hans voru Helgi Elíasson, f. 1904, d. menna byggingafélaginu. Hún var einnig við nám í Húsmæðra- skólanum að Laugalandi árið 1955-1956. Adda átti glæsilegan söngferil á árunum 1953-1959, sem hófst sumarið 1953 með þátttöku á tónleikum á vegum KK sextetts- ins þar sem ungir og efnilegir söngvarar komu fram í fyrsta skipti. Eftir tónleikana birtust lofsverðar umsagnir um frammi- stöðu hennar og henni spáð glæstri framtíð sem dægurlaga- söngkonu. Adda söng með ýms- um hljómsveitum næstu árin, hún starfaði lengst af með Aage L’orange, sem stjórnaði húss- veitinni í Tjarnarkaffi, hún kom einnig fram með KK sextettinum á böllum víða um land og á veit- ingahúsum hér og þar í Reykja- vík. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum en hún hætti að mestu að syngja op- inberlega 1959. Adda og Þórhallur bjuggu lengst af í Safamýri í Reykjavík. Adda vann við skrifstofustörf ásamt því að sinna fjölskyldu sinni. Hún var virk í félags- störfum. Hún var virkur sjálf- boðaliði hjá Rauða krossi Íslands og sat meðal annars í stjórn kvennadeildarinnar. Adda var einnig í Oddfellow, Rebekk- ustúkunni nr. 4, Sigríði, um ára- tuga skeið. Útför hennar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 17. september 2020, kl. 13. 1995, og Hólm- fríður Davíðsdóttir, f. 1911, d. 1982. Börn Öddu og Þórhalls eru 1) Helgi, f. 1958. Kona hans er Edith Her- mosura. Dóttir þeirra er Tamara Þóra, f. 1989. Mað- ur hennar er Eitan Feinberg. 2) Þóra Björg, f. 1959. Sam- býlismaður hennar er Malcolm Barrett, börn hans eru Matthew og Jane. Fyrri eiginmaður Þóru var Sævar Pétursson, synir þeirra eru 1) Þórhallur Helgi, f. 1979. Kona hans er Berglind Óskarsdóttir, börn þeirra eru Óðinn Styrkár, Sævar Stormur og Sæunn Stella 2) Pétur Darri, f. 1983. Kona hans er Sirrý Svöludóttir, sonur þeirra er Kári og dóttir Sirrýar er Svala Rún. 3) Ragnhildur Dóra, f. 1964. Maður hennar er Örn Alexandersson. Börn þeirra eru 1) Arnbjörg, f. 1992. 2) Bergdís, f. 1995 og 3) Hákon Elliði, f. 2000. Foreldrar Öddu fluttu árið 1945 að Langholtsvegi 20 í Reykjavík. Adda lauk versl- unarprófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1953 og hóf þá störf hjá Al- Þakklæti er orð sem kemur fyrst upp í huga minn þegar ég minnist Öddu. Árið 1991 var ég svo lánsamur að kynnast dóttir Öddu, Ragnhildi Dóru, og seinna eignast með henni þrjú yndisleg börn. En þessu fylgdu líka dásam- legir tengdaforeldrar mínir, Adda og Þórhallur. Adda var einstök. Betri tengda- mömmu var ekki hægt að hugsa sér. Við áttum margar skemmti- legar stundir saman og oft var stutt í hláturinn. Frá Öddu streymdi hlýja og umhyggja sem erfitt er að orða. Þessa einstaka kona gaf þeim sem hana umgeng- ust alltaf sólardropa af hamingju í nesti til taka með sér út í hvers- daginn. Þegar ég var yngri heyrði ég oft í óskalögum í útvarpinu kveðj- ur með lögum Öddu. Seinna þegar ég var svo kominn í fjölskylduna sungum við sum af þessum lögum, því systkini hennar eru söngelsk líkt og Adda. Því fékk ég fljótlega að kynnast eftir að ég kom inn í stórfjölskylduna. Stórfjölskyldan hittist um hver jól. Hittist, dansar og syngur í kringum jólatréð með börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Og alltaf þegar er sungið er gleði. Og gleðin svífur um salinn og hlýjar manni um hjartað. Þessi gleði á sér alltaf upptök sín söng. Í allskonar veislum og fjölskylduboðum þá er sungið. Glaðvær lög eins og Nú er sumar og Blátt lítið blóm eitt er. Lög sem enn eru sungin þegar fjölskyldan kemur saman í gleði og sorg. Fyrir allt ofangreint og miklu, miklu meira sem ekki er hægt að koma í orð er ég þakklátur. En nú er dagur að kvöldi komin hjá Öddu. „Hnigin hennar sól og blómið hún Adda lokar brá.“ En sólin hennar mun áfram skína skært að morgni í gegnum minn- ingar og lögin hennar Öddu. Hlýja okkur um ókomna tíð og gefa okk- ur litla sólardropa af hamingju í nesti. Guð blessi þig, Adda, hvar sem þú ert og alla þá sem þig syrgja. Englar allir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. (Jóna Rúna Kvaran) Örn Alexandersson. Arnbjörg Örnólfsdóttir var amma mín. Ég ólst upp á Hawaii, hálfan hnöttinn í burtu frá Íslandi, svo að ég gat ekki séð hana ömmu mína mjög oft. En þegar ég fór í heim- sókn þá gisti ég alltaf heima hjá afa og ömmu í Safamýri. Og mér þótti vænt um þessar heimsóknir vegna þess að amma fyllti heimilið sitt með ást og hamingju. Amma passaði svo vel upp á mig þegar við vorum saman. Hún sá alltaf til þess að mér væri hlýtt, ég væri ánægð og fengi nóg að borða. Hún var frábær að elda mat og ég á góðar minningar um marga gómsæta rétti, tertur og smákökur. En uppáhaldsmáltíðin var hádegismaturinn sem hún til- reiddi á hverjum degi - með mis- munandi brauði, áleggi, osti, full- komlega harðsoðnum eggjum og öðru tilheyrandi. Ég elskaði að sitja með henni í eldhúsinu á með- an við borðuðum og hlustuðum á fréttir eða tónlist í útvarpinu. Ég á margar yndislegar minn- ingar um samveruna með ömmu eins og að spila á spil langtímum saman, fara saman í göngutúr og fá okkur ís, hjúfra okkur saman í sófanum og horfa á sjónvarp eða að syngja saman lög á kvöldin. Ég elskaði líka að ferðast um íslensku náttúruna með henni. Þegar ég var 15 ára gömul fóru afi og amma með mig í vikulanga útilegu norð- ur í land. Þau voru spennt að sýna mér fallega staði eins of Goðafoss, Dettifoss, Ásbyrgi og Dimmu- borgir og sögðu mér sögur úr lífi þeirra. Ég var nógu gömul til að gera mér grein fyrir því hversu dýrmæt þessi samvera með þeim yrði fyrir mig. Þegar ég lít aftur til þess núna þá sé ég að þetta var þetta ein allra besta vikan í lífi mínu. Ég var að reyna að sofna fyrir nokkrum kvöldum síðan. Ég var sorgbitin og ég saknaði ömmu og óskaði þess að ég gæti átt fleiri samverustundir með henni. Þá allt í einu heyrði ég hláturinn hennar ljóslifandi. Og það minnti mig á það hvernig hún hló stundum svo mikið að hún grét hamingjutár- um. Það gleður mig að muna slík- ar stundir þegar við gátum verið kjánalegar saman. Þrátt fyrir að Ísland væri langt í burtu þegar ég óx úr grasi, þá fannst mér það alltaf vera mitt annað heimili, þökk sé ömmu að miklum hluta til. Ég er þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman og verð ávallt stolt af því að vera ömmubarn hennar. Tamara Þóra Thorberg. Amma Adda. Unga, sæta, hressa og skemmtilega amman. Maður horfði alltaf upp til ömmu og sá hana sem fyrirmynd í lífinu. „Amma mín var fræg söngkona“ er setning sem hefur verið sögð vandræðalega oft af okkur barna- börnunum og alltaf þegar svarið var: „Jáá, Adda Örnólfs, ég hlust- aði mikið á hana!“ eða eitthvað álíka, fylltumst við af stolti og ger- um enn. Amma og afi eru hluti af flest- um okkar æskuminningum enda var Safamýrin okkur sem annað heimili. Þegar við hugsum til baka eru minningar úr hversdagslífinu í Safamýrinni um söng, spil og bakstur okkur alveg jafn hug- leiknar og minningarnar um veisl- urnar, stórhátíðirnar og ferðalög- in. Okkur systkinunum þykir erf- itt að færa í orð hversu óendan- lega mikla umhyggju og ást amma Adda hefur sýnt okkur í gegnum tíðina. Hún var alltaf fyrst til að hringja og senda manni bata- Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.