Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 ✝ Sveinn Þ. Guð-bjartsson fæddist í „Kassa- húsinu“ við Lækj- argötu í Hafnar- firði 28. janúar 1938. Hann lést á Hrafnistu Hafnar- firði 1. september 2020. Foreldrar hans voru Herdís Guð- mundsdóttir ljós- myndari, f. 30.5. 1898, d. 8.1. 1990, frá Skarði í Lundar- reykjadal, og Guðbjartur Vig- fús Ólafur Ásgeirsson, mat- sveinn og ljósmyndari, f. 23.12. 1889, d. 18.10. 1965, frá Ísafirði. Systkini Sveins voru: Sveindís Ásgerður, f. 1918, d. 1937, Guð- munda Gíslína Elka, f. 1920, d. 2010, Magnús Óskar, f. 1921, d. 1994, Katrín Guðmundína, f. 1922, d. 2005, Guðný, f. 1923, d. 2010, Hallfríður, f. 1925, d. 1926, Ásgeir Halldór f. 1927, d. 2012, Sólveig Jóhanna, f. 1929, d. 2014, Þórarinn, f. 1931, d. 1933, Jón Ásgeir, f. 1934, d. 1935. og hjá ýmsum innlendum og er- lendum útskurðarmeisturum. Hann stundaði síðan nám í stjórnun heilbrigðisstofnana við Nordiska Helsevard-háskólann í Gautaborg og sótti ýmis sér- námskeið við sama skóla. Hann var rafeindavirki með eigið fyrirtæki, Vélar og við- tæki. Í 35 ár var hann stjórn- andi á heilbrigðissviði, heil- brigðisfulltrúi Hafnarfjarðar, framkvæmdastjóri Heilsugæslu Hafnarfjarðar og forstjóri Sól- vangs. Sveinn var varaformaður SUS um skeið, sat í stjórn full- trúaráðs sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði, var stofnfélagi Golfklúbbsins Keilis í Hafn- arfirði, formaður Íþróttabanda- lags Hafnarfjarðar, landsforseti JC á Íslandi og stofnandi JC- félaga. Hann var einn af stofn- endum Kiwanis á Íslandi og tók þátt í stofnum fleiri Kiwanis- klúbba, var formaður safn- aðarstjórnar Hafnarfjarðar- kirkju. Sveinn sat líka í mörg- um nefndum og stjórnum á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Útför Sveins verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17. september 2020, og hefst at- höfnin kl. 15. Útförinni verður jafnframt streymt á skjái í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Sveinn kvæntist 12. febrúar 1959 Svanhildi Ingv- arsdóttur, f. 11. október 1937, d. 4. mars á þessu ári. Foreldrar hennar voru hjónin Ingvar Jónsson frá Loft- sstöðum í Flóa, f. 4. júní 1903, d. 3. júní 1979 og Guðrún Sigríður Guð- mundsdóttir frá Grænanesi, Norðfirði, f. 25. desember 1902, d. 28. október 1992. Barn Sveins og Svanhildar er Katrín Sveinsdóttir, fædd 12. október 1962, gift Kristjáni Rúnari Kristjánssyni, dætur þeirra eru: Hildur Dís, í sambúð með Þorgeiri Albert Elíesers- syni, þeirra sonur er Sveinn Rúnar. Svana Lovísa, í sambúð með Andrési Garðari Andr- éssyni, þeirra börn eru Bjartur Elías og Birta Katrín. Sveinn lauk prófum í raf- eindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík, stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann Stundin deyr og dvínar burt sem dropi í straumaniðinn. Öll var sæla er ann að hvurt óséð - eða liðinn. (E. Ben.) Þegar hugurinn reikar til baka birtast ljúfar minningar um hjartahlýjan pabba. Pabba sem ferðaðist mikið þegar ég var lítil og var svo spenntur þegar hann kom heim að þó það væri nótt þá vakti hann mig til að færa mér pakka frá útlönd- um. Pabbi minn, hjá þér var mikið af öllu, þú varst venjulega með tvær til þrjár myndavélar á þér, ljósmyndari af Guðs náð og tókst óhemju mikið af myndum. Ferðaðist mikið, varst í mörgum félögum, nefndum og ráðum. Safnaðir öllu mögulegu, frí- merkjum, myndavélum, verk- færum, listmunum stórum og smáum, o.fl. o.fl. En þú áttir líka mikið af kær- leika og máttir ekkert aumt sjá, varst mikill mannvinur og alltaf að gauka að þeim sem þurftu á að halda en það mátti helst eng- inn vita af því. Þú hafðir séð margt á langri ævi og hafðir það að leiðarljósi að sælla er að gefa en þiggja. Þú varst orðheppinn maður, hafðir ávallt svar á reiðum höndum, kunnir vísur og brand- ara sem þú notaðir á viðeigandi hátt og á réttum tíma. Frásagnargleðin var þvílík að þú gast haldið mörgum sögum í gangi í einu án þess að rugla þeim saman og var ég iðulega löngu búin að týna þræðinum þegar þú allt í einu endaðir aft- ur á réttum stað. En pabbi minn, mér fannst þú ekki alltaf svona frábær, á ung- lingsárunum hefði ég gefið mik- ið fyrir það að þú talaðir ekki svona mikið og við hvern sem var eða á ferðalögum okkar til Kaupmannahafnar þegar þú byrjaðir yfirleitt á því að heim- sækja ostameistarann á Købma- gergade, þú elskaðir osta og ostalyktina og eftir að heim var komið þá gaus úr ísskápnum hrikalegur fnykur. Þá var mér ekki skemmt og vinkonur mínar minnast þess með orði sem er ekki birtingarhæft. Það keyrði þó um þverbak þegar þú á mannamótum tókst þig til og söngst hástöfum „Svantes lykkelige dag“ og oft- ar en ekki kominn upp á stól. Það fór svo að ég þroskaðist og lærði að meta þessi uppátæki þín og sem betur fer hafði mamma oftast húmor fyrir þeim enda ekki vanþörf á. Ég á ómetanlegar minningar um okkur sem tengjast veiði- ferðum í Borgarfjörðinn þar sem keyrt var um í óþéttum bíl- um á rykugum vegum yfir ár og læki og þótti ekki tiltökumál þótt spryngi á dekki eða gat kæmi á hljóðkút. Þið voruð stór- huga félagarnir og tókuð Gljúf- urá á leigu sumar eftir sumar og seinna Urriðaá. Þú varst áhugamaður á mörgum sviðum lífsins, stúder- aðir matseld og varst mikið með mömmu í eldhúsinu og vissir fátt skemmtilegra en að halda veislur. Það var alla tíð gest- kvæmt hjá ykkur á Kletta- hrauninu þar sem þið höfðuð bú- ið ykkur fallegt heimili sem var stútfullt af list og góðum önd- um. Þið voruð fagurkerar og nutuð þess að sitja saman í stof- unni að spjalla og hlusta á góða tónlist. Þú varst alla tíð listelskur, teiknaðir, málaðir og síðustu ár- in varstu duglegur að skera út og tálga, áttir fallegan skáp með verkum eftir þig og nú er skáp- urinn kominn aftur heim á Klettahraunið þar sem áfram verður hægt að njóta listmuna þinna og hnífarnir eru á sínum stað fyrir strákana að skoða. Við stöndum á tímamótum, nýbúin að kveðja elsku mömmu og nú kveðjum við pabba sem var og verður órjúfandi hlekkur í lítilli en samhentri fjölskyldu. Þín ástkæra dóttir, Katrín. Elsku afi minn. Mikið sem það er sárt að kveðja þig, en ljúfar minningar streyma fram í hugann þar sem þú og amma voruð svo stór part- ur af mínu lífi. Það er alltof stutt síðan við kvöddum ömmu en þið áttuð einstaklega ástríkt sam- band og hafið ekki getað verið hvort án annars lengur. Það eru varla til nógu falleg lýsingarorð sem geta lýst þér sem manneskju og varst þú gæddur öllum þeim góðu mann- kostum sem hægt er að búa yfir. Þú varst einstaklega góður við allt og alla svo eftir var tek- ið, og sérstaklega við fjölskyld- una þína sem þú vildir allt fyrir gera, í hverri heimsókn, sem voru á tíðum oft í viku, fengum við að heyra hvað þú værir þakklátur að eiga okkur að og vorum við alltaf í bænum þínum. Það lýsir þér vel að það síð- asta sem þú ræddir við mig var að segja mér hvað mamma hefði komið inn sem ljósgeisli í lífið ykkar ömmu og fært því birtu og fannst þér því nafnið á nýja langafabarninu svo vel við hæfi, en þú hafðir þann hæfileika að tala svo fallega um allt og alla. Ég er þakklát að þú hafir fengið að hitta langafastelpuna þína og strjúka henni um vanga, lang- afadrengirnir þínir Bjartur Elí- as og Sveinn Rúnar fá að segja Birtu Katrínu sögur af þér og mun minning þín lifa um ókomna tíð hjá þeim. Þú kaust að sjá allt það góða í lífinu og varst brosmildur og léttur í lund, jafnvel dálítið stríðinn á góðum degi. Þú varst mikill listunnandi og skapandi og á ég góðar minningar úr æsku þegar ég fékk að vera hjá þér í bílskúrnum að teikna og skoða allt dótið sem þú áttir. Þú lagðir grunninn að minni sköp- un og varst ákaflega stoltur þegar ég lagði stund á listnám, og varst að sjálfsögðu sá fyrsti sem keypti af mér verk. Þú hafðir alveg einstaklega ljúfa nærveru, hjá ykkur ömmu var yndislegt að vera og skiljið þið eftir stórt skarð í mínu hjarta og lífi. Það er erfitt að trúa því þó að þú sért raunverulega farinn, svo friðsæll varstu í kistunni að það var sem þú svæfir værum svefni og ef ég loka augunum finnst mér þú enn vera hér hjá okkur. Þú og amma áttuð dásamlegt líf og hugga ég mig við þá til- hugsun að nú eruð þið amma sameinuð á ný, með Tinnu ykk- ar og vakið yfir okkur. Ég mun reyna mitt besta að tileinka mér þína kosti og æðru- leysi í mínu lífi og aldrei munum við gleyma þér og ömmu. Þú gerðir líf okkar ríkara. Takk fyrir lífið og yndislegar minningar, ég er stolt að hafa átt þig sem afa. Hvíldu í friði og megi guð geyma þig og ömmu. Þín, Svana Lovísa. Elsku afi. Þú varst langlangbesti langafi minn. Þú varst bestur í heimi að tálga kalla sem var gaman að skoða og alla hnífana þína. Ég sakna þín, afi minn. Bjartur Elías langaf- astrákur. Elsku afi Svenni. Ef Guð lofar að lifa hittumst við á morgun, var setning sem þú hefur sagt við mig í mörg ár og var þetta líka það síðasta sem ég sagði við þig á mánudegi þegar ég kyssti þig bless. Ekki grunaði mig að þetta yrði í síð- asta sinn. Þú sofnaðir svefnin- um eilífa um nóttina. Þú varst einstakur maður á svo margan hátt. Þú sást það góða í öllum og þoldir ekki óréttlæti og kenndir okkur að það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið er fólkið sem mað- ur hefur í kringum sig. Það eru óteljandi minningar sem koma upp í hugann á stundu sem þessari. Ég er þakk- lát fyrir allan þann tíma sem þú fékkst hér á jörðinni en á sama tíma er söknuðurinn svo mikill. Við erum lítil fjölskylda og því hefur stórt skarð verið höggvið í hópinn. Minningar um ferðalög, Hveragerði, veiðiferðir og gist- ingar á Klettahrauninu eru margar. Ég fékk að vinna hjá þér á Sólvangi sem unglingur, bæði við að hirða um garðinn og einn- ig í þvottahúsinu. Ég man svo vel að í þvottahúsinu fannst mér vera óbærilega heitt og fannst ekki hægt að vinna við þessar aðstæður. Ég fór upp á skrifstofu til afa og sagði að hann yrði að laga þetta. Viti menn, eins og hendi væri veifað var þetta lagað. Afi gerði hvað sem er fyrir mig og Svönu systir enda vorum við augasteinarnir hans eins og hann svo oft sagði. Afi talaði alveg ótrúlega mik- ið og endalaust sem hann gat sagt frá og þekki ég engan mann sem var með jafn gott minni og afi. Það var mikil gæfa þegar Toggi kom inn í líf mitt og eignaðist afi nýjan félaga og var samband þeirra einstakt, enda margir sem héldu hreinlega að Toggi væri barnabarn hans. Sveinn Rúnar ber nafnið vel og lítur allt út fyrir að hann muni tala jafn mikið og þú gerðir. Ég veit það hafa verið miklir fagnaðarfundir á himnum og amma Svana hefur tekið vel á móti Svenna sínum. Það verður skrítið að hafa þig ekki hér lengur enda hittumst við oftast nokkrum sinnum í viku. Minningarnar lifa með okkur og ef Guð lofar þá hittumst við aftur. Hildur Dís. Elsku afi Svenni. Ég sakna þín svakalega mikið og ég bið að heilsa ömmu Svönu. Þinn Sveinn Rúnar langafastrákur. Genginn er góður maður, ást- kær ömmubróðir minn Sveinn Guðbjartsson. Hann var yngst- ur í stórum hópi systkinanna í Kassahúsinu svokallaða við Lækjargötuna í Hafnarfirði og er síðastur þeirra til að kveðja. Svenni frændi var mikill fjöl- skyldumaður. Hann hafði ein- lægan áhuga á stórfjölskyldunni allri og var stoltur af sínu fólki; fylgdist af áhuga með öllum, gladdist yfir góðum árangri og var fyrstur að veita stuðning þegar eitthvað bjátaði á. Fé- lagslyndari mann var erfitt að finna og tók hann virkan þátt í ýmis konar félagsstarfi í gegn- um árin og var oftar en ekki kominn í forystuhlutverk. Hann gerði stundum grín að því vafstri öllu og sagðist hafa um tíma verið „formaður formanna- félagsins“. Svenni var fagurkeri sem unni menningu, sögu og listum. Bar heimili hans og Svönu þess glöggt merki. Hann var áhuga- samur um myndlist og bækur og var hann jafnan eitthvað að grúska í gömlum tímaritum og bókum. Það er vart hægt að nefna Svenna nema nefna Svönu hans í sömu andrá, svo samhent sem þau voru alla sína tíð. Svo geislandi glöð og falleg hjón. Örlögin höguðu því þannig að Svenni var ekki lengi án Svönu sinnar nú þegar aðeins fáeinir mánuðir eru á milli andláta þeirra. Einstök gestrisni þeirra og hlýlegt viðmót laðaði marga að þeim og til þeirra var alltaf gott að koma. Svenni sagði skemmtilega frá og átti ætíð áhugaverðar sögur af mönnum og málefnum í handraðanum. Hann lagði jafnan gott eitt til. Svenni hafði sérstaklega gaman af því að ræða pólitíkina og rifja upp fyrir mér atvik og baráttur fyrri tíma þegar hann tók virk- an þátt í bæjarmálunum í Hafn- arfirði. Ekki get ég sagt að hann hafi hvatt mig til að fara í pólitíkina, raunar varaði hann mig við. „Mundu Rósa mín að í pólitík- inni eru ekki allir viðhlæjendur vinir,“ sagði hann og brosti. Síðan studdi hann mig alltaf með ráðum og dáð. Það eru margar ljúfar minn- ingar sem hægt er að ylja sér við þegar komið er að kveðju- stund. Ég minnist þess með sér- stakri hlýju hve þau Svenni og Svana tóku jafnan vel á móti föður mínum og Bjartmari litla þegar heimsóknir þeirra á Klettahraunið urðu fastur liður er afinn stytti drengnum stund- ir á milli sjúkrameðferða. Bjart- mari fannst eftirsóknarvert að koma til þeirra og fallegt sam- band varð til. Nú eru þau öll far- in til austursins eilífa. Mestur er missir Katrínar, sólargeislans í lífi Svenna og Svönu, Rúna, og fjölskyldu þeirra. Hugur minn er hjá ykk- ur elsku Katrín og fjölskylda. Megi dýrmætu minningarnar um ástríka foreldra veita ykkur styrk. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku frændi. Rósa Guðbjartsdóttir. Því er lokið. Vinur minn Sveinn Guðbjartsson hefur hvatt jarðlífið og horfið til aust- ursins eilífa. Sigldi yfir móðuna miklu í kjölfarið á eiginkonu sinni, Svönu, sem lést 4. mars 2020 og var jarðsungin 25. júní 2020 Stuttu eftir að ég flutti til Hafnarfjarðar árið 1975 var mér boðin þátttaka í einkagufu- klúbbi þar sem Sveinn var að- almaðurinn. Klúbburinn hét Gufuklúbburinn Sér allt og heyrir allt (se og hør på dansk). Sveinn Þ. Guðbjartsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI HALLDÓRSSON skipstjóri og útgerðarmaður á Eskifirði, lést miðvikudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 19. september klukkan 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristín A. Árnadóttir Halldór Árnason Björn Árnason Sigrún Árnadóttir Guðmundur Árnason Auður Sigrúnardóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, SR. ELÍNAR SALÓME GUÐMUNDSDÓTTUR, Þrastarhöfða 2, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og heimaþjónustu Heru fyrir hlýhug og góða umönnun. Soffía Kristín Þórðardóttir Þórdís Ögn Þórðardóttir Þorvaldur Finnbogason Sölvi Þórðarson Sara Þórunn Óladóttir Houe og barnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og kærleik vegna andláts SIGURÐAR EMILS ÓLAFSSONAR húsasmiðs. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar Reykjavíkur, deildar 11E og Líknardeildar LSH fyrir einstakan hlýhug og ómetanlegan stuðning. Guðný Ásta Ottesen Hildigunnur J. Sigurðardóttir Jón Grétar Hafsteinsson Ólafur Már Sigurðsson Hekla Hannibalsdóttir Oddgeir Reynisson Lilja Rut Grätz Christopher Grätz og afabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST ALFREÐSSON, Skipasundi 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 3. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Pétursdóttir Haraldur Ágústsson Helga Vala Ágústsdóttir Pétur Magni Pétursson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.