Morgunblaðið - 17.09.2020, Síða 60
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Betri svefn
Melissa Dream er
hannað til að stuðla
að djúpri slökun og
værum svefni.
Þessi blanda inniheldur ekki efni
sem hafa sljóvgandi áhrif.
Valið besta
bætiefni við streituhjá National Nutrition
í Kanada
„Þvílíkur munur!
Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og
vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að
vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“
Elsa M. Víðis.
50 ára Guðlaug
fæddist í Keflavík og
er fædd þar og upp-
alin. Hún er með
meistaragráðu í
menningarstjórnun og
er menningarfulltrúi
Reykjanesbæjar.
Maki: Halldór Sigurðsson, f. 1961, við-
skiptafræðingur og starfar í áhættu-
stýringardeild Landsbanka Íslands.
Börn: Arnar Geir, f. 2001 og Sóley, f.
2006. Fóstursynir Guðlaugar eru Elv-
ar, f. 1981 og Róbert, f. 1986.
Foreldrar: Erna Guðlaugsdóttir, f.
1948 og Neil Lewis, f. 1947. Fóstur-
faðir Guðlaugar er Hjörtur Krist-
jánsson, f. 1952.
Guðlaug María
Lewis
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er svo margt sem manni getur
dottið í hug en á samt enga möguleika í
heimi raunveruleikans. Virtu skoðanir ann-
arra ef þú vilt sjálfur að aðrir taki þig alvar-
lega.
20. apríl - 20. maí
Naut Hvort sem þú ætlar þér það eða ekki
þá muntu vekja athygli annarra í dag. Var-
astu að láta hugmyndaflugið hlaupa með
þig í gönur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sköpunargáfa þín er einstaklega
mikil í dag. Ef umhverfið er eilítið óþægi-
legt, áttu það til að bíða með að tjá þig þar
til aðstæður breytast.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fólk hlustar þegar þú talar, en í dag
læturðu meira gott af þér leiða með því að
hlusta. Vandaðu þig í samskiptum við sam-
starfsfélagana í dag.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að athuga vel hvernig þú set-
ur hlutina fram því það skiptir sköpum að
allir skilji hvert þú ert að fara. Aðgát skal
höfð í nærveru sálar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú kemur auga á veikleika þína
muntu forða þér frá því að gera sömu mis-
tökin aftur og aftur. Þá veistu hvað hlutirnir
eru erfiðir og munt afreka miklu meira.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fyrst þú ert að nálgast það sem þú vilt,
er kominn tími til þess að hugsa lengra.
Treystu því og íhugaðu stöðu þína.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það getur kostað málamiðlanir
að leita til annarra um framkvæmd hluta.
Skoðaðu málin frá öllum hliðum áður en þú
tekur ákvörðun.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Lítið bros getur dimmu í dags-
ljós breytt. Notaðu skipulagshæfileikana til
þess að sýna ást þína á skapandi hátt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert tilbúinn til að taka stórt
skref fram á við. Reyndu að nýta þér hæfi-
leika þína til fullnustu og trúðu á sannfær-
ingu þína.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú stendur frammi fyrir flóknu
vandamáli og þarft aðstoð við úrlausn þess.
Brjóttu odd af oflæti þínu og biddu um að-
stoð, þú munt ekki sjá eftir því.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þetta er góður dagur til að ræða
málin í einlægni við vinkonu þína. Hrein-
skilni og vinátta munu skila málum í höfn.
að vera sá erlendi nemandi sem gaf
mest af sér til fræðastarfs og starfs
lagadeildarinnar í heild.
Í janúar 2006 fluttist Ingibjörg
Ólöf til Genfar í Sviss þar sem hún
starfaði fyrst hjá EFTA-skrifstof-
unni í fríverslunarsamningadeildinni
og tók m.a. þátt í að semja við Kól-
umbíu, Perú, Indland og Mið-
Austurlöndin í Flóaráðinu. Síðan hóf
hún störf hjá áhættufjárfestingar-
sjóði og starfaði þar sem lögfræði-
ráðgjafi þar til hún flutti til Íslands
árið 2012 og setti upp ásamt nokkr-
lagadeild Háskóla Íslands 1998 með
embættispróf í lögfræði. Eftir það
starfaði hún hjá sýslumanninum á
Seyðisfirði í eitt ár en var síðan ráðin
til þáverandi landbúnaðarráðuneytis
og starfaði þar til áramóta 2005/2006.
Hún tók þó tæplega árs frí til að
nema alþjóða- og samanburð-
arlögfræði við George Washington
University í Washington DC þar sem
hún útskrifaðist vorið 2003. Þar vann
hún málflutningskeppni ásamt þrem-
ur öðrum erlendum kvenstúdínum og
hlaut auk þess viðurkenningu fyrir
I
ngibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir
fæddist 17. september 1970 í
Reykjavík en ólst upp á
Kollsá II í Hrútafirði.
Fyrsta launaða vinna Ingi-
bjargar Ólafar var í sláturhúsinu á
Borðeyri og hún dvaldi öll sumur og
vann í Hrútafirðinum ýmis störf.
„Það var dásamlegt að alast upp í
sveit. Ég byrjaði að keyra dráttarvél
sex ára gömul, vegna þess að Atli
bróðir minn var að gera við drátt-
arvél sem hann þurfti aðstoð við að
draga í gang. Svo ég var sett í öku-
mannssætið og eftir það varð ekki
aftur snúið. Þetta myndi þykja
fjarstæðukennt í dag en fyrir 44 ár-
um þótti þetta ekki tiltökumál.“
Ingibjörg Ólöf gekk í barnaskól-
ann á Borðeyri og fór síðan í heima-
vistina við Héraðsskólann á Reykj-
um í Hrútafirði, en fór þaðan í
Verzlunarskóla Íslands þar sem hún
kláraði verslunarpróf vorið 1987. Þá
tók við Menntaskólinn við Hamra-
hlíð og útskrifaðist hún þaðan árið
1990. Eftir menntaskólann ákvað
Ingibjörg Ólöf að taka sér smáhlé á
námi og lagði land undir fót og fór til
Lúxemborgar þar sem hún starfaði í
gallabuxnabúð og á bar. Eftir dvöl-
ina erlendis lá leiðin í Háskóla Ís-
lands þar sem hún nam lögfræði.
Hún vann með skólanum m.a. hjá
flugfélaginu Atlanta og tók hlé á
náminu að hluta til á meðan. Hún
vann hjá Atlanta í þrjú ár og bjó og
starfaði m.a. í Sádi-Arabíu, á Eng-
landi og á Spáni. „Það var mjög
áhugavert að flytja til Sádi-Arabíu.
1996. Við bjuggum í litlu þorpi sem
kallast Rose Village og vorum nokk-
uð frjáls þar en um leið og við fórum
út fyrir þorpið þurftum við konurnar
að vera huldar frá hvirfli til ilja. Mað-
ur gat átt á hættu að trúarlögreglan
stoppaði okkur og skipaði okkur t.d.
að hylja hárið betur. Svo voru búðir
sem bönnuðu aðgang hunda og
kvenna. Allt frekar óraunverulegt
fyrir ungar íslenskar konur sem
voru aldar upp við jafnrétti
kynjanna,“ segir Ingibjörg Ólöf en
bætir við að þegar hún kom til lands-
ins aftur 2008 hafi hún séð miklar
breytingar til aukins frelsis.
Ingibjörg Ólöf útskrifaðist frá
um öðrum lögmannsstofuna Land
lögmenn. Á meðan Ingibjörg Ólöf bjó
á Íslandi starfaði hún einnig sem
stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs og
sat auk þess í stjórnum ýmissa fyr-
irtækja. Árið 2017 flutti hún til
Brussel og hóf störf í lagadeild Eft-
irlitsstofnunar EFTA þar sem hún
starfar enn í dag.
Ingibjörg Ólöf vann um tíma við
kvennahjálpina sem er ókeypis lög-
fræðiaðstoð fyrir konur og hún hefur
einnig skrifað nokkrar greinar í
Morgunblaðið. Þá hefur Ingibjörg
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá eftirlitsstofnun EFTA – 50 ára
Ljósmyndir/úr einkasafni.
Útivist Ingibjörg Ólöf á góðri stundu með fósturdóttur sinni Charlotte Julia Nielssen í kajakferð.
Hvergi betra en í firðinum fagra
EFTA Ingibjörg að störfum í Brussel. Heimaslóðirnar Það var gott að alast upp í Hrútafirðinum fallega.
40 ára Ásgeir fæddist
í Reykjavík en býr í
Reykjanesbæ í dag.
Hann er málarameist-
ari. Ásgeir hefur mikinn
áhuga á íþróttum og
þá sérstaklega fótbolta
og í enska boltanum er
það Liverpool sem á hug hans allan. Einn-
ig hefur hann áhuga á utanlandsferðum.
Maki: Lára Ágústsdóttir, f. 1986, leikskóla-
kennari.
Börn: Matthildur, f. 2002, Elísabeth, f.
2007, Ari Freyr, f. 2016 og Aría Líf, f.
2020.
Foreldrar: Björgvin Andri Guðjónsson
pípulagningameistari, f. 1954, og Sigrún
Alda Júlíusdóttir ræstitæknir, f. 1956.
Ásgeir Freyr
Björgvinsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Jökull Logi Hafþórs-
son fæddist í Reykjavík 19. októ-
ber 2019 á Landspítalanum í
Reykjavík. Hann vó 4.030 g og
var 54 cm á lengd. Móðir hans er
Elísa Elínardóttir.
Nýr borgari