Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 62

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Guðrún Brá Björgvinsdóttir at- vinnukylfingur er í toppbaráttunni á móti á áskorendamótaröð kvenna í golfi, Amundi Czech Ladies Chal- lenge, sem hófst í Prag í Tékklandi í gær. Guðrún lék fyrsta hringinn á einu höggi undir pari vallarins, 71 höggi, og deilir áttunda sætinu með fjórum öðrum kylfingum. Guðrún sýndi mikinn stöðugleika en hún fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum. Á seinni hringnum lék hún átta holur af níu á pari. Annar hringur er leikinn í dag og loka- hringur á morgun. Guðrún í topp- baráttu í Prag Ljósmynd/GSÍ Prag Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum. Afturelding vann mikilvægan sigur á Þrótti í spennuleik í Laug- ardalnum í gærkvöldi í næstefstu deild karla í knattspyrnu. Þrótt- arar voru 1:0 með marki frá Oliver Hreiðarssyni á 66. mínútu. Mosfell- ingar sneru taflinu við með mörk- um Elvars Vignissonar og Hafliða Sigurðarsonar á 79. og 85. mínútu. Afturelding er nú með 18 stig en Þróttur með 12 stig í 10. sæti. Þar á milli er Víkingur frá Ólafsvík með 16 stig en Þór vann Víking 1:0 á Ak- ureyri í gær. Ólafur Aron Pét- ursson skoraði eina mark leiksins. Mikilvæg stig Mosfellinga Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sigurmark Ólafur Aron Pétursson skoraði mark Þórsara í gær. EM KVENNA Víðir Sigurðsson Bjarni Helgason Undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta heldur loksins áfram í kvöld þegar Ísland tekur á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum klukkan 18.45. Þessi leikur átti að fara fram snemma í sumar, á eftir útileikjum gegn Ungverjalandi og Slóvakíu, sem var hinsvegar frestað fram til mán- aðamótanna nóvember/desember. Þá á riðlakeppninni að ljúka og Ís- land mætir Svíþjóð tvívegis í millitíð- inni. Á Laugardalsvellinum næsta þriðjudag og aftur ytra í lok október. Útbreiðsla kórónuveirunnar setti stórt strik í undankeppnina og ekki síður í lokakeppnina sjálfa sem fram átti að fara á Englandi næsta sumar, 2021, en var frestað um eitt ár og verður haldin þar í landi sumarið 2022. Ísland og Svíþjóð hafa bæði unnið alla sína leiki gegn Ungverjalandi, Sló- vakíu og Lettlandi og báðar þjóðir eru með níu stig að loknum þremur um- ferðum. Ísland vann heimaleikina gegn Ungverjalandi, 4:1, og Slóvakíu, 1:0, í byrjun september síðasta haust. Svíar unnu Letta 4:1 og Ungverja 5:1 á útivöllum og Slóvaka 7:0 á heimavelli. Einvígi við Svía Ljóst er að Ísland og Svíþjóð heyja einvígi um sigur í riðlinum og sæti í lokakeppninni á Englandi. Sigurlið riðlanna níu fara beint í lokakeppnina. Þá komast þrjár þær þjóðir sem ná bestum árangri í öðru sæti beint í lokakeppnina. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir íslenska liðið að vinna alla leikina þrjá sem eftir eru gegn Lettlandi, Ungverjalandi og Sló- vakíu því það gæti mögulega nægt til að fara áfram, jafnvel þótt Svíarnir myndu reynast of sterkir. Eins gæti skipt öllu máli að fá eitt stig, hvað þá þrjú, í leikjunum tveim- ur við Svía. Í þremur öðrum riðlum undankeppninnar eru tvö lið í sér- flokki þannig að hvert mark getur ráðið úrslitum í innbyrðis baráttu um bestan árangur í öðru sæti. Þannig eru Ítalir og Danir að slást í B-riðli, Frakkar og Austurríkiskonur í G-riðli og Belgar og Svisslendingar í H-riðli. Annars umspil á næsta ári Hafni Ísland í öðru sæti riðilsins og nái ekki nógu góðum árangri til að fara beint á EM bíða liðsins tveir um- spilsleikir á næsta ári. Þar eru tals- verðar líkur á að andstæðingurinn yrði úr hópi Belga, Rússa, Walesbúa, Úkraínukvenna, Finna og Tékka. Íslensku landsliðskonurnar eru því einfaldlega á leið í leik í kvöld þar sem um „skyldusigur“ er að ræða. Þær sigruðu Lettland á sannfærandi hátt í útileiknum síðasta haust, 6:0 í moldar- flagi í Liepaja, þar sem kraftmikill fótbolti við aðstæður sem gerðu ekki kleift að spila á eðlilegan hátt færði ís- lenska liðinu þessi afgerandi úrslit. Sá leikur fór fram 8. október 2019 og frá þeim degi hefur íslenska liðið ekki spilað í undankeppninni. Það lék hinsvegar þrjá leiki á alþjóðlega Pi- natar-mótinu á Spáni í mars, rétt áður en allt stöðvaðist vegna kórónuveir- unnar. Ísland vann þá 1:0-sigra á Norður-Írlandi og Úkraínu en tapaði 0:1 fyrir Skotlandi. Dagný Brynj- arsdóttir skoraði sigurmarkið gegn Norður-Írum og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sigurmarkið gegn Úkra- ínukonum. Jeffs stjórnar íslenska liðinu Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var rekinn upp í stúku á leiknum í Lettlandi og þarf fyrir vikið að taka út leikbann í dag. Vegna áhorfenda- banns má hann ekki sitja í stúkunni og þarf því að fylgjast með leiknum einhvers staðar úr húsakynnum KSÍ á Laugardalsvellinum. Það mun því koma í hlut Ians Jeffs aðstoðarþjálfara að stýra íslenska lið- inu í leiknum. „Sem betur fer erum við með mjög öflugt þjálfarateymi og liðið er vel und- irbúið fyrir leikinn. Það eru þrjú stig í boði á morgun og við ætlum okkur að taka þau enda skýrt markmið frá upp- hafi að við ætlum okkur til Englands í lokakeppnina. Við erum á heimavelli á morgun og þar er krafan alltaf að sækja til sigurs,“ sagði Jón Þór á fréttamannafundi landsliðsins í gær. Spennandi nýliðar Tveir nýliðar eru í íslenska lands- liðshópnum fyrir leikina við Letta og Svía, hinar 19 ára gömlu Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir frá Selfossi. Sveindís hefur verið langbesti leik- maður Pepsi Max-deildarinnar í sum- ar, samkvæmt M-einkunnagjöf Morg- unblaðsins, og umræða hefur verið um að Barbára henti vel til að leysa stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en Jón Þór tefldi aldrei fram sama leikmanninum í þeirri stöðu í fyrstu þremur leikjunum í keppninni. Heimaleikur gegn neðsta liðinu í riðlinum ætti einmitt að vera kjörið tækifæri fyrir nýliða til að fá að spreyta sig og öðlast mikilvæga reynslu og því er líklegt að báðar stúlkurnar fái tækifæri í leiknum. „Það er alltaf gaman að sjá svona ungar stelpur koma inn. Þær eru full- ar af sjálfstrausti og vilja spila, sem er frábært. Ég er ótrúlega spennt að sjá þær á morgun og það er virkilega já- kvætt að fá þær inn því við þurfum á þeim að halda,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði á fundinum í gær. Sjálf leikur Sara sinn 132. landsleik í kvöld og verður þá aðeins einum leik frá því að jafna landsleikjamet Katr- ínar Jónsdóttur. Líklegt byrjunarlið? Ekki er ólíklegt að byrjunarlið Ís- lands verði þannig skipað: Sandra Sigurðardóttir – Barbára Sól Gísladóttir, Glódís Perla Viggós- dóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hall- bera Guðný Gísladóttir – Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Dagný Brynj- arsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir – Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen, Agla María Albertsdóttir. Raunar eru þeir Jón og Ian með tvær firnasterkar sóknarlínur til um- ráða því þær Svava Rós Guðmunds- dóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu al- veg eins hafið leikinn sem framherjar íslenska liðsins. Fá nýliðarnir að spreyta sig gegn Lettum í kvöld?  Langþráður leikur íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvellinum Morgunblaðið/Eggert Á Laugardalsvelli Íslensku landsliðskonurnar á æfingu í Laugardalnum í haustlegu veðri í gær. Þær ætla sér sigur í kvöld. Lengjudeild karla Þór – Víkingur Ó ...................................... 1:0 Þróttur R. – Afturelding.......................... 1:2 Staðan: Fram 15 9 5 1 34:20 32 Keflavík 14 9 3 2 44:21 30 Leiknir R. 15 9 2 4 35:20 29 ÍBV 16 6 8 2 26:19 26 Þór 16 8 2 6 30:27 26 Vestri 16 6 5 5 22:22 23 Grindavík 14 5 7 2 29:25 22 Afturelding 16 5 3 8 32:27 18 Víkingur Ó. 16 4 4 8 21:35 16 Þróttur R. 16 3 3 10 13:30 12 Leiknir F. 16 3 3 10 16:34 12 Magni 16 2 3 11 17:39 9 Meistaradeild Evrópu 3. umferð: Midtjylland – Young Boys ...................... 3:0  Mikael Anderson var ónotaður varamað- ur hjá Midtjylland. Omonia Nikósía – Rauða stjarnan.......... 1:1  Nikósóa áfram eftir vítakeppni, 4:2 Ferencváros – Dinamo Zagreb............... 2:1 Maccabi Tel Aviv – Brest......................... 1:0 Qarabag – Molde ...................................... 0:0  Molde áfram eftir vítakeppni, 6:5.  Sigurliðin eru komin í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tap- liðin í umspil um sæti í riðlakeppni Evr- ópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA 2. umferð: Hammarby – Lech Poznan..................... 0:3  Aron Jóhannsson lék allan leikinn með Hammarby. Progres Niederkorn – Willem II ............ 0:5 B36 Þórshöfn – The New Saints ............. 2:2  Þórshöfn áfram eftir vítakeppni, 5:4.  Sigurliðin eru komin í 3. umferð Evrópu- deildar en tapliðin eru úr leik. England Deildabikarinn, 2. umferð: Everton – Salford .................................... 3:0  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton og skoraði. WBA – Harrogate .................................... 3:0 Ipswich – Fulham..................................... 0:1 Bristol City – Northampton .................... 4:0 Leeds – Hull.............................................. 1:1  Hull áfram eftir vítakeppni, 9:8. Southampton – Brentford ....................... 0:2 Danmörk B-deild: Esbjerg – HB Köge.................................. 1:0  Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Esbjerg. Ólaf- ur H. Kristjánsson þjálfar liðið. Viborg – Kolding ..................................... 4:2  Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki með Viborg vegna veikinda. Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Damsø – Nordsjælland............................ 1:5  Amanda Andradóttir lék allan leikinn með Nordsjælland og skoraði. Svíþjóð B-deild: Brage – GAIS ........................................... 2:1  Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Brage. Slóvakía Bikarkeppnin, 3. umferð: Zvoncin – Spartak Trnava ................... 1:10  Birkir Valur Jónsson byrjaði á vara- mannabekk Spartak Trnava.  Meistaradeild karla A-RIÐILL: Flensburg – Kielce .............................. 31:30  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kielce. Haukur Þrastarson var á leikskýrslu. B-RIÐILL: Celje Lasko – Aalborg ........................ 29:31  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Danmörk Aarhus United – Randers................... 22:17  Thea Imani Sturludóttir komst ekki á blað hjá Aarhus United. Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: SønderjyskE – Skjern......................... 27:33  Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir SønderjyskE.  Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk fyr- ir Skjern. Noregur Drammen – Fyllingen......................... 29:29  Óskar Ólafsson skoraði fjögur mörk fyr- ir Drammen. Kristiansand – Oppsal ........................ 35:23  Birta Rún Grétarsdóttir skoraði eitt mark fyrir Oppsal.   Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: LA Clippers – Denver........................ 89:104  Denver sigraði 4:3 og mætir LA Lakers í úrslitum. Austurdeild, úrslit: Boston – Miami................................. 114:117  Staðan er 1:0 fyrir Miami.  

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.