Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Guðrún Brá Björgvinsdóttir at- vinnukylfingur er í toppbaráttunni á móti á áskorendamótaröð kvenna í golfi, Amundi Czech Ladies Chal- lenge, sem hófst í Prag í Tékklandi í gær. Guðrún lék fyrsta hringinn á einu höggi undir pari vallarins, 71 höggi, og deilir áttunda sætinu með fjórum öðrum kylfingum. Guðrún sýndi mikinn stöðugleika en hún fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum. Á seinni hringnum lék hún átta holur af níu á pari. Annar hringur er leikinn í dag og loka- hringur á morgun. Guðrún í topp- baráttu í Prag Ljósmynd/GSÍ Prag Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum. Afturelding vann mikilvægan sigur á Þrótti í spennuleik í Laug- ardalnum í gærkvöldi í næstefstu deild karla í knattspyrnu. Þrótt- arar voru 1:0 með marki frá Oliver Hreiðarssyni á 66. mínútu. Mosfell- ingar sneru taflinu við með mörk- um Elvars Vignissonar og Hafliða Sigurðarsonar á 79. og 85. mínútu. Afturelding er nú með 18 stig en Þróttur með 12 stig í 10. sæti. Þar á milli er Víkingur frá Ólafsvík með 16 stig en Þór vann Víking 1:0 á Ak- ureyri í gær. Ólafur Aron Pét- ursson skoraði eina mark leiksins. Mikilvæg stig Mosfellinga Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sigurmark Ólafur Aron Pétursson skoraði mark Þórsara í gær. EM KVENNA Víðir Sigurðsson Bjarni Helgason Undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta heldur loksins áfram í kvöld þegar Ísland tekur á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum klukkan 18.45. Þessi leikur átti að fara fram snemma í sumar, á eftir útileikjum gegn Ungverjalandi og Slóvakíu, sem var hinsvegar frestað fram til mán- aðamótanna nóvember/desember. Þá á riðlakeppninni að ljúka og Ís- land mætir Svíþjóð tvívegis í millitíð- inni. Á Laugardalsvellinum næsta þriðjudag og aftur ytra í lok október. Útbreiðsla kórónuveirunnar setti stórt strik í undankeppnina og ekki síður í lokakeppnina sjálfa sem fram átti að fara á Englandi næsta sumar, 2021, en var frestað um eitt ár og verður haldin þar í landi sumarið 2022. Ísland og Svíþjóð hafa bæði unnið alla sína leiki gegn Ungverjalandi, Sló- vakíu og Lettlandi og báðar þjóðir eru með níu stig að loknum þremur um- ferðum. Ísland vann heimaleikina gegn Ungverjalandi, 4:1, og Slóvakíu, 1:0, í byrjun september síðasta haust. Svíar unnu Letta 4:1 og Ungverja 5:1 á útivöllum og Slóvaka 7:0 á heimavelli. Einvígi við Svía Ljóst er að Ísland og Svíþjóð heyja einvígi um sigur í riðlinum og sæti í lokakeppninni á Englandi. Sigurlið riðlanna níu fara beint í lokakeppnina. Þá komast þrjár þær þjóðir sem ná bestum árangri í öðru sæti beint í lokakeppnina. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir íslenska liðið að vinna alla leikina þrjá sem eftir eru gegn Lettlandi, Ungverjalandi og Sló- vakíu því það gæti mögulega nægt til að fara áfram, jafnvel þótt Svíarnir myndu reynast of sterkir. Eins gæti skipt öllu máli að fá eitt stig, hvað þá þrjú, í leikjunum tveim- ur við Svía. Í þremur öðrum riðlum undankeppninnar eru tvö lið í sér- flokki þannig að hvert mark getur ráðið úrslitum í innbyrðis baráttu um bestan árangur í öðru sæti. Þannig eru Ítalir og Danir að slást í B-riðli, Frakkar og Austurríkiskonur í G-riðli og Belgar og Svisslendingar í H-riðli. Annars umspil á næsta ári Hafni Ísland í öðru sæti riðilsins og nái ekki nógu góðum árangri til að fara beint á EM bíða liðsins tveir um- spilsleikir á næsta ári. Þar eru tals- verðar líkur á að andstæðingurinn yrði úr hópi Belga, Rússa, Walesbúa, Úkraínukvenna, Finna og Tékka. Íslensku landsliðskonurnar eru því einfaldlega á leið í leik í kvöld þar sem um „skyldusigur“ er að ræða. Þær sigruðu Lettland á sannfærandi hátt í útileiknum síðasta haust, 6:0 í moldar- flagi í Liepaja, þar sem kraftmikill fótbolti við aðstæður sem gerðu ekki kleift að spila á eðlilegan hátt færði ís- lenska liðinu þessi afgerandi úrslit. Sá leikur fór fram 8. október 2019 og frá þeim degi hefur íslenska liðið ekki spilað í undankeppninni. Það lék hinsvegar þrjá leiki á alþjóðlega Pi- natar-mótinu á Spáni í mars, rétt áður en allt stöðvaðist vegna kórónuveir- unnar. Ísland vann þá 1:0-sigra á Norður-Írlandi og Úkraínu en tapaði 0:1 fyrir Skotlandi. Dagný Brynj- arsdóttir skoraði sigurmarkið gegn Norður-Írum og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sigurmarkið gegn Úkra- ínukonum. Jeffs stjórnar íslenska liðinu Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var rekinn upp í stúku á leiknum í Lettlandi og þarf fyrir vikið að taka út leikbann í dag. Vegna áhorfenda- banns má hann ekki sitja í stúkunni og þarf því að fylgjast með leiknum einhvers staðar úr húsakynnum KSÍ á Laugardalsvellinum. Það mun því koma í hlut Ians Jeffs aðstoðarþjálfara að stýra íslenska lið- inu í leiknum. „Sem betur fer erum við með mjög öflugt þjálfarateymi og liðið er vel und- irbúið fyrir leikinn. Það eru þrjú stig í boði á morgun og við ætlum okkur að taka þau enda skýrt markmið frá upp- hafi að við ætlum okkur til Englands í lokakeppnina. Við erum á heimavelli á morgun og þar er krafan alltaf að sækja til sigurs,“ sagði Jón Þór á fréttamannafundi landsliðsins í gær. Spennandi nýliðar Tveir nýliðar eru í íslenska lands- liðshópnum fyrir leikina við Letta og Svía, hinar 19 ára gömlu Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir frá Selfossi. Sveindís hefur verið langbesti leik- maður Pepsi Max-deildarinnar í sum- ar, samkvæmt M-einkunnagjöf Morg- unblaðsins, og umræða hefur verið um að Barbára henti vel til að leysa stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en Jón Þór tefldi aldrei fram sama leikmanninum í þeirri stöðu í fyrstu þremur leikjunum í keppninni. Heimaleikur gegn neðsta liðinu í riðlinum ætti einmitt að vera kjörið tækifæri fyrir nýliða til að fá að spreyta sig og öðlast mikilvæga reynslu og því er líklegt að báðar stúlkurnar fái tækifæri í leiknum. „Það er alltaf gaman að sjá svona ungar stelpur koma inn. Þær eru full- ar af sjálfstrausti og vilja spila, sem er frábært. Ég er ótrúlega spennt að sjá þær á morgun og það er virkilega já- kvætt að fá þær inn því við þurfum á þeim að halda,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði á fundinum í gær. Sjálf leikur Sara sinn 132. landsleik í kvöld og verður þá aðeins einum leik frá því að jafna landsleikjamet Katr- ínar Jónsdóttur. Líklegt byrjunarlið? Ekki er ólíklegt að byrjunarlið Ís- lands verði þannig skipað: Sandra Sigurðardóttir – Barbára Sól Gísladóttir, Glódís Perla Viggós- dóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hall- bera Guðný Gísladóttir – Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Dagný Brynj- arsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir – Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen, Agla María Albertsdóttir. Raunar eru þeir Jón og Ian með tvær firnasterkar sóknarlínur til um- ráða því þær Svava Rós Guðmunds- dóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu al- veg eins hafið leikinn sem framherjar íslenska liðsins. Fá nýliðarnir að spreyta sig gegn Lettum í kvöld?  Langþráður leikur íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvellinum Morgunblaðið/Eggert Á Laugardalsvelli Íslensku landsliðskonurnar á æfingu í Laugardalnum í haustlegu veðri í gær. Þær ætla sér sigur í kvöld. Lengjudeild karla Þór – Víkingur Ó ...................................... 1:0 Þróttur R. – Afturelding.......................... 1:2 Staðan: Fram 15 9 5 1 34:20 32 Keflavík 14 9 3 2 44:21 30 Leiknir R. 15 9 2 4 35:20 29 ÍBV 16 6 8 2 26:19 26 Þór 16 8 2 6 30:27 26 Vestri 16 6 5 5 22:22 23 Grindavík 14 5 7 2 29:25 22 Afturelding 16 5 3 8 32:27 18 Víkingur Ó. 16 4 4 8 21:35 16 Þróttur R. 16 3 3 10 13:30 12 Leiknir F. 16 3 3 10 16:34 12 Magni 16 2 3 11 17:39 9 Meistaradeild Evrópu 3. umferð: Midtjylland – Young Boys ...................... 3:0  Mikael Anderson var ónotaður varamað- ur hjá Midtjylland. Omonia Nikósía – Rauða stjarnan.......... 1:1  Nikósóa áfram eftir vítakeppni, 4:2 Ferencváros – Dinamo Zagreb............... 2:1 Maccabi Tel Aviv – Brest......................... 1:0 Qarabag – Molde ...................................... 0:0  Molde áfram eftir vítakeppni, 6:5.  Sigurliðin eru komin í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tap- liðin í umspil um sæti í riðlakeppni Evr- ópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA 2. umferð: Hammarby – Lech Poznan..................... 0:3  Aron Jóhannsson lék allan leikinn með Hammarby. Progres Niederkorn – Willem II ............ 0:5 B36 Þórshöfn – The New Saints ............. 2:2  Þórshöfn áfram eftir vítakeppni, 5:4.  Sigurliðin eru komin í 3. umferð Evrópu- deildar en tapliðin eru úr leik. England Deildabikarinn, 2. umferð: Everton – Salford .................................... 3:0  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton og skoraði. WBA – Harrogate .................................... 3:0 Ipswich – Fulham..................................... 0:1 Bristol City – Northampton .................... 4:0 Leeds – Hull.............................................. 1:1  Hull áfram eftir vítakeppni, 9:8. Southampton – Brentford ....................... 0:2 Danmörk B-deild: Esbjerg – HB Köge.................................. 1:0  Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Esbjerg. Ólaf- ur H. Kristjánsson þjálfar liðið. Viborg – Kolding ..................................... 4:2  Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki með Viborg vegna veikinda. Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Damsø – Nordsjælland............................ 1:5  Amanda Andradóttir lék allan leikinn með Nordsjælland og skoraði. Svíþjóð B-deild: Brage – GAIS ........................................... 2:1  Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Brage. Slóvakía Bikarkeppnin, 3. umferð: Zvoncin – Spartak Trnava ................... 1:10  Birkir Valur Jónsson byrjaði á vara- mannabekk Spartak Trnava.  Meistaradeild karla A-RIÐILL: Flensburg – Kielce .............................. 31:30  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kielce. Haukur Þrastarson var á leikskýrslu. B-RIÐILL: Celje Lasko – Aalborg ........................ 29:31  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Danmörk Aarhus United – Randers................... 22:17  Thea Imani Sturludóttir komst ekki á blað hjá Aarhus United. Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: SønderjyskE – Skjern......................... 27:33  Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir SønderjyskE.  Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk fyr- ir Skjern. Noregur Drammen – Fyllingen......................... 29:29  Óskar Ólafsson skoraði fjögur mörk fyr- ir Drammen. Kristiansand – Oppsal ........................ 35:23  Birta Rún Grétarsdóttir skoraði eitt mark fyrir Oppsal.   Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: LA Clippers – Denver........................ 89:104  Denver sigraði 4:3 og mætir LA Lakers í úrslitum. Austurdeild, úrslit: Boston – Miami................................. 114:117  Staðan er 1:0 fyrir Miami.  
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.