Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020
Eitt af vinsælli íslenskum
fótboltamyndskeiðum á verald-
arvefnum er upptaka af leik ÍA
og Vals á Íslandsmóti karla
sem fram fór á Akranesi sum-
arið 1992. Dómari leiksins var
Bragi Bergmann, ritstjóri og
limrusmiður með meiru, en án
þess að leikmenn vissu var
hann með upptökutæki á sér.
Upptakan var síðan spiluð
í ríkissjónvarpinu þar sem
heyra mátti vel hve mikill æs-
ingurinn var í leikmönnum og
hvað þeir létu út úr sér við
dómarann í hita leiksins.
Óhætt er að segja að sumum
hafi verið brugðið.
Einn af yngri kynslóðinni
hér á Mogganum, sem var
tveggja ára þegar leikurinn fór
fram, er í hópi þeirra fjölmörgu
sem hafa skoðað myndskeiðið
og haft gaman af.
En hann tók eftir öðru.
„Mér finnst alveg magnað að
heyra hversu kjarnyrt íslenska
var töluð á vellinum á þessum
tíma,“ sagði hann.
Mikið rétt. Þegar hlustað er
á Sigga Jóns, Sævar Jóns og
fleiri fara á kostum í „spjalli“
sínu við Braga er ljóst að töluð
var tæpitungulaus íslenska.
Meira að segja Izudin Daði Der-
vic, eftir aðeins tvö ár á Ís-
landi, bað dómarann afsökunar
á fínni íslensku í leikslok.
Leikmenn og aðrir sem
koma að íþróttunum í dag
mættu vera á svipaðri braut. Í
viðtölum eftir leiki og ekki síst
í umræðum sérfræðinga í sjón-
varpi eru til dæmis enskuslett-
urnar ansi áberandi.
Góðir íslenskumenn eiga
það til að grípa til enskra frasa
á ótrúlegustu stöðum í um-
ræðuþáttum um fótbolta,
körfubolta og handbolta þar
sem íslensku orðin yfir viðkom-
andi hugtök eða hluti ættu að
vera þeim tamari á tungu.
„Nú verður hann að
delivera.“ „Okkar aim hefur
breyst.“ Þetta eru bara handa-
hófskennd dæmi. Ágætu sér-
fræðingar. Horfið og hlustið á
ÍA – Valur 1992 fyrir næsta
þátt og setjið íslenskuna í
fyrsta sæti!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
FRJÁLSAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eitt elsta Íslandsmetið í frjálsum
íþróttum var slegið í gær þegar
Guðni Valur Guðnason úr ÍR sló Ís-
landsmet Vésteins Hafsteinssonar í
kringlukasti. Guðni Valur þeytti
kringlunni 69,35 metra og stórbætti
bæði metið og eigin árangur. Vé-
steinn kastaði 67,74 metra árið 1989
og hafði metið því staðið í þrjátíu og
eitt ár. Vésteinn keppti fjórum sinn-
um á Ólympíuleikum á sínum tíma
og hefur síðar haslað sér völl sem
þjálfari sem kunnugt er.
Metið setti Guðni Valur á Haust-
kastmóti ÍR sem fram fór í Laug-
ardalnum en fram kemur hjá Frjáls-
íþróttasambandinu að tíðindin séu
háð hefðbundnu samþykktarferli Ís-
landsmeta venju samkvæmt.
Guðni átti best 65,53 metra í
greininni og tekur því út geysilega
miklar framfarir á einu bretti með
þessu risakasti.
Ekki er einungis Íslandsmetið
loks slegið heldur á Guðni fimmta
lengsta kast í heiminum í ár. Skipaði
sér því á svipstundu í hóp öflugustu
kringlukastara heims en Guðni þótti
hafa burði til að ná langt í greinni.
Meiðsli hafa hins vegar gert honum
erfitt fyrir síðustu tvö árin.
Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í
Tókýó á næsta ári er 66 metrar en
tímabilið þar sem hægt verður að
vinna sér keppnisrétt á leikunum
hefst 1. desember.
Heppilegar aðstæður
„Þegar maður hefur strögglað
svona mikið við að kasta langt, og
allt smellur loksins saman í frábær-
um aðstæðum, þá fer það langt,“
sagði Guðni Valur Guðnason þegar
mbl.is hafði samband við hann í gær
„Það var hliðarvindur og aðeins á
móti sem gerir kringlunni kleift að
svífa betur. Í Laugardalnum er einn-
ig mikill trjágróður og skýldi mér
fyrir vindinum á meðan ég var að
kasta. Mér leið í kasthringnum eins
og það væri logn en þegar maður
sleppti kringlunni sá maður að vind-
urinn hafði góð áhrif,“ sagði Guðni
um aðstæðurnar en veður var ansi
haustlegt í höfuðborginni.
„Þetta er bara frábært og er
miklu lengra en maður bjóst við að
kasta í dag,“ sagði Guðni sem
skyndilega er orðinn líklegur til að
komast á Ólympíuleikana á næsta
ári. „Já það er skrítið að ég virðist
geta komið úr meiðslum og kastað
langt. Það hefur gerst áður þótt ég
væri ekki í keppnisformi.“
Skömmu fyrir jól árið 2018 var
botnlanginn fjarlægður úr Guðna.
Þeir eftirmálar urðu af aðgerðinni
að hann fékk lífhimnubólgu. Miklar
framfarir voru því ekki í kortunum
hjá Guðna í fyrra. Eftir það sem á
undan er gengið er sérstaklega ljúft
fyrir Guðna að ná þessum árangri.
„Þetta er rosalega þægileg tilfinn-
ing. Ég fékk botnlangakast sem ætti
ekki að vera alvarlegt en það endaði
með því að maður hefur verið í hálf-
gerðu rugli í tvö ár. Það var alveg
glatað. Í rauninni hef ég ekki verið
vel á mig kominn í sumar. Ég meidd-
ist snemma árs og aftur í apríl. Ég
byrjaði að kasta aftur fyrir sjö vik-
um og hef hugsað mikið um tæknina
síðan þá. Á meðan ég var meiddur
var ég mikið í bekkpressunni og get
ýtt vel á eftir kringlunni. Ég var
einnig duglegur að borða og er orð-
inn svolítið þungur,“ sagði Guðni.
Sló 31 árs gamalt met
Risakast Guðna Vals er það fimmta
lengsta í heiminum í ár í kringlukasti
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Methafi Guðni Valur Guðnason sprakk út með látum í gær.
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins í handknattleik,
hefur valið 19 leikmenn til æfinga
en hópurinn mun hittast og æfa
saman í Vestmannaeyjum dagana
28. september – 3. október. Næsta
landsliðsverkefni hjá kvennalands-
liðinu er 4.-6. desember næstkom-
andi þegar liðið leikur gegn Norð-
ur-Makedóníu, Litháen og
Grikklandi í undankeppni HM.
Vegna kórónuveirunnar var ekki
hægt að velja leikmenn sem spila
erlendis í landsliðshópinn. Hópinn
má sjá á mbl.is/sport/handbolti.
Undirbúningur
fyrir næstu leiki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsliðskona Birna Berg Har-
aldsdóttir leikmaður ÍBV.
Knattspyrnukonan Hólmfríður
Magnúsdóttir er gengin til liðs við
norska úrvalsdeildarfélagið
Avaldsnes frá Selfossi en Sunn-
lenska.is greindi frá þessu.
Hólmfríður hefur leikið sinn síð-
asta leik fyrir Selfoss í bili. Hún
þekkir vel til hjá norska félaginu en
hún lék með liðinu á árunum 2012
til ársins 2016 í efstu deild Noregs.
„Mér finnst þetta mjög spennandi
tækifæri fyrir mig og stór við-
urkenning eftir góða frammistöðu
með Selfossi,“ sagði Hólmfríður
m.a. við Sunnlenska.is.
Hólmfríður fer
aftur til Noregs
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Noregur Hólmfríður leikur ekki
fleiri leiki með Selfossi í sumar.
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM kvenna:
Laugardalsvöllur: Ísland – Lettland .. 18.45
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Kaplakriki: FH – Víkingur R .............. 16.30
Norðurálsvöllur: ÍA – Valur ................ 16.30
1. deild karla, Lengjudeildin:
Grindavík: Grindavík – Leiknir R....... 16.30
Nettóvöllur: Keflavík – Fram.............. 16.30
Leikirnir í 1. deild áttu að fara fram í gær
en var frestað vegna veðurs.
2. deild kvenna:
Bessastaðavöllur: Álftanes – Hamar ..16:45
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Höllin Ak.: Þór Ak. – FH .......................... 19
Hertz-höllin: Grótta – Stjarnan .......... 19.30
Framhús: Fram – Afturelding ............ 19.30
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Víðavangshlaup ÍR verður haldið 105.
skipti í kvöld en því var frestað á sumar-
daginn fyrsta í lok apríl. Ræst verður frá
Sæbraut við Hörpu frá klukkan 20.15.
Vegalengdin í hlaupinu er 5 kílómetrar og
er um leið Íslandsmót í 5 km götuhlaupi.
Enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn
langa samfellda sögu hér á landi.
Í KVÖLD!EVRÓPUDEILDINKristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslandsmeistarar karla í knatt-
spyrnu, KR-ingar, leika í dag gegn
Flora í 2. umferð Evrópudeild-
arinnar og fer leikurinn fram í Tall-
inn í Eistlandi. Eins og íþrótta-
áhugamenn þekkja eru miklir
hagsmunir í húfi í Evrópukeppnum
í knattspyrnunni.
Liðið sem hefur betur í þessari
viðureign á mjög góða möguleika á
að komast áfram í gegnum næstu
umferð einnig. Sigurvegarinn mæt-
ir annaðhvort Linfield frá Norður-
Írlandi eða Floriana frá Möltu. Ís-
lensku félagsliðin hafa nokkuð oft
slegið út lið frá þessum löndum í
gegnum árin. Ljóst er þó að KR-
ingar þurfa að spila vel gegn Flora
en nái KR-ingar sér á strik þá eiga
þeir væntanlega ágæta möguleika.
Flora er á mikilli siglingu í deild-
inni í Eistlandi. Liðið hefur unnið
átján leiki af tuttugu í deildinni og
aðeins tapað einum leik. Liðið fór í
1. umferð Meistaradeildarinnar eins
og KR en KR var slegið út af Cel-
tic. Flora féll úr þeirri keppni eftir
framlengdan leik og vítaspyrnu-
keppni gegn Süduva frá Litháen.
Fleira virðist vera í húfi vegna
leiksins hjá KR í Eistlandi. Á síð-
asta ári hafa íslensku félagsliðin í
karlaflokki fallið um fjögur sæti á
styrkleikalistanum fyrir félagslið í
Evrópu og um ellefu sæti á síðustu
tveimur árum. Eins og fram hefur
komið er sú hætta fyrir hendi að
Ísland fái þrjú sæti í Evr-
ópukeppnum karlaliða vegna þessa
en Ísland hefur síðustu árin átt
fjögur sæti. Staða Íslands á listan-
um eftir Evrópukeppnirnar 2020-
2021 mun ráða því. Fari svo að Ís-
land fái þrjú sæti en ekki fjögur
mun sú breyting koma til þegar
Evrópukeppnirnar 2022-2023 hefj-
ast sumarið 2022.
Eistland getur til dæmis komist
upp fyrir Ísland fari svo að Flora
vinni KR. En fleiri þjóðir eins og
Svartfjallaland og Wales geta kom-
ist upp fyrir Ísland. Fari svo að KR
tapi í Eistlandi hangir Ísland á hor-
riminni hvað þetta varðar en fari
svo að KR vinni Flora er þessi
hætta væntanlega úr sögunni í bili.
KR-ingar hafa nóg fyrir stafni á
næstunni en þeir ætla að fljúga
heim að leiknum loknum í kvöld.
Þeirra bíður leikur gegn Breiðabliki
í Pepsí Max-deildinni á sunnudag-
inn og sá leikur er enn á áætlun.
Takist KR að slá út Flora þá fer
liðið aftur utan og leikur ann-
aðhvort á Möltu eða á Norður-
Írland hinn 24. september eða viku
eftir leikinn í kvöld.
Morgunblaðið/Eggert
KR Atli Sigurjónsson hefur verið einn besti maður liðsins í sumar.
Miklir hagsmunir í húfi í Tallinn
KR leikur gegn Flora í dag Fækkar sætum Íslands í Evrópukeppnum?