Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Eitt af vinsælli íslenskum fótboltamyndskeiðum á verald- arvefnum er upptaka af leik ÍA og Vals á Íslandsmóti karla sem fram fór á Akranesi sum- arið 1992. Dómari leiksins var Bragi Bergmann, ritstjóri og limrusmiður með meiru, en án þess að leikmenn vissu var hann með upptökutæki á sér. Upptakan var síðan spiluð í ríkissjónvarpinu þar sem heyra mátti vel hve mikill æs- ingurinn var í leikmönnum og hvað þeir létu út úr sér við dómarann í hita leiksins. Óhætt er að segja að sumum hafi verið brugðið. Einn af yngri kynslóðinni hér á Mogganum, sem var tveggja ára þegar leikurinn fór fram, er í hópi þeirra fjölmörgu sem hafa skoðað myndskeiðið og haft gaman af. En hann tók eftir öðru. „Mér finnst alveg magnað að heyra hversu kjarnyrt íslenska var töluð á vellinum á þessum tíma,“ sagði hann. Mikið rétt. Þegar hlustað er á Sigga Jóns, Sævar Jóns og fleiri fara á kostum í „spjalli“ sínu við Braga er ljóst að töluð var tæpitungulaus íslenska. Meira að segja Izudin Daði Der- vic, eftir aðeins tvö ár á Ís- landi, bað dómarann afsökunar á fínni íslensku í leikslok. Leikmenn og aðrir sem koma að íþróttunum í dag mættu vera á svipaðri braut. Í viðtölum eftir leiki og ekki síst í umræðum sérfræðinga í sjón- varpi eru til dæmis enskuslett- urnar ansi áberandi. Góðir íslenskumenn eiga það til að grípa til enskra frasa á ótrúlegustu stöðum í um- ræðuþáttum um fótbolta, körfubolta og handbolta þar sem íslensku orðin yfir viðkom- andi hugtök eða hluti ættu að vera þeim tamari á tungu. „Nú verður hann að delivera.“ „Okkar aim hefur breyst.“ Þetta eru bara handa- hófskennd dæmi. Ágætu sér- fræðingar. Horfið og hlustið á ÍA – Valur 1992 fyrir næsta þátt og setjið íslenskuna í fyrsta sæti! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Eitt elsta Íslandsmetið í frjálsum íþróttum var slegið í gær þegar Guðni Valur Guðnason úr ÍR sló Ís- landsmet Vésteins Hafsteinssonar í kringlukasti. Guðni Valur þeytti kringlunni 69,35 metra og stórbætti bæði metið og eigin árangur. Vé- steinn kastaði 67,74 metra árið 1989 og hafði metið því staðið í þrjátíu og eitt ár. Vésteinn keppti fjórum sinn- um á Ólympíuleikum á sínum tíma og hefur síðar haslað sér völl sem þjálfari sem kunnugt er. Metið setti Guðni Valur á Haust- kastmóti ÍR sem fram fór í Laug- ardalnum en fram kemur hjá Frjáls- íþróttasambandinu að tíðindin séu háð hefðbundnu samþykktarferli Ís- landsmeta venju samkvæmt. Guðni átti best 65,53 metra í greininni og tekur því út geysilega miklar framfarir á einu bretti með þessu risakasti. Ekki er einungis Íslandsmetið loks slegið heldur á Guðni fimmta lengsta kast í heiminum í ár. Skipaði sér því á svipstundu í hóp öflugustu kringlukastara heims en Guðni þótti hafa burði til að ná langt í greinni. Meiðsli hafa hins vegar gert honum erfitt fyrir síðustu tvö árin. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári er 66 metrar en tímabilið þar sem hægt verður að vinna sér keppnisrétt á leikunum hefst 1. desember. Heppilegar aðstæður „Þegar maður hefur strögglað svona mikið við að kasta langt, og allt smellur loksins saman í frábær- um aðstæðum, þá fer það langt,“ sagði Guðni Valur Guðnason þegar mbl.is hafði samband við hann í gær „Það var hliðarvindur og aðeins á móti sem gerir kringlunni kleift að svífa betur. Í Laugardalnum er einn- ig mikill trjágróður og skýldi mér fyrir vindinum á meðan ég var að kasta. Mér leið í kasthringnum eins og það væri logn en þegar maður sleppti kringlunni sá maður að vind- urinn hafði góð áhrif,“ sagði Guðni um aðstæðurnar en veður var ansi haustlegt í höfuðborginni. „Þetta er bara frábært og er miklu lengra en maður bjóst við að kasta í dag,“ sagði Guðni sem skyndilega er orðinn líklegur til að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. „Já það er skrítið að ég virðist geta komið úr meiðslum og kastað langt. Það hefur gerst áður þótt ég væri ekki í keppnisformi.“ Skömmu fyrir jól árið 2018 var botnlanginn fjarlægður úr Guðna. Þeir eftirmálar urðu af aðgerðinni að hann fékk lífhimnubólgu. Miklar framfarir voru því ekki í kortunum hjá Guðna í fyrra. Eftir það sem á undan er gengið er sérstaklega ljúft fyrir Guðna að ná þessum árangri. „Þetta er rosalega þægileg tilfinn- ing. Ég fékk botnlangakast sem ætti ekki að vera alvarlegt en það endaði með því að maður hefur verið í hálf- gerðu rugli í tvö ár. Það var alveg glatað. Í rauninni hef ég ekki verið vel á mig kominn í sumar. Ég meidd- ist snemma árs og aftur í apríl. Ég byrjaði að kasta aftur fyrir sjö vik- um og hef hugsað mikið um tæknina síðan þá. Á meðan ég var meiddur var ég mikið í bekkpressunni og get ýtt vel á eftir kringlunni. Ég var einnig duglegur að borða og er orð- inn svolítið þungur,“ sagði Guðni. Sló 31 árs gamalt met  Risakast Guðna Vals er það fimmta lengsta í heiminum í ár í kringlukasti Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Methafi Guðni Valur Guðnason sprakk út með látum í gær. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið 19 leikmenn til æfinga en hópurinn mun hittast og æfa saman í Vestmannaeyjum dagana 28. september – 3. október. Næsta landsliðsverkefni hjá kvennalands- liðinu er 4.-6. desember næstkom- andi þegar liðið leikur gegn Norð- ur-Makedóníu, Litháen og Grikklandi í undankeppni HM. Vegna kórónuveirunnar var ekki hægt að velja leikmenn sem spila erlendis í landsliðshópinn. Hópinn má sjá á mbl.is/sport/handbolti. Undirbúningur fyrir næstu leiki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðskona Birna Berg Har- aldsdóttir leikmaður ÍBV. Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir er gengin til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Avaldsnes frá Selfossi en Sunn- lenska.is greindi frá þessu. Hólmfríður hefur leikið sinn síð- asta leik fyrir Selfoss í bili. Hún þekkir vel til hjá norska félaginu en hún lék með liðinu á árunum 2012 til ársins 2016 í efstu deild Noregs. „Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri fyrir mig og stór við- urkenning eftir góða frammistöðu með Selfossi,“ sagði Hólmfríður m.a. við Sunnlenska.is. Hólmfríður fer aftur til Noregs Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Noregur Hólmfríður leikur ekki fleiri leiki með Selfossi í sumar. KNATTSPYRNA Undankeppni EM kvenna: Laugardalsvöllur: Ísland – Lettland .. 18.45 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – Víkingur R .............. 16.30 Norðurálsvöllur: ÍA – Valur ................ 16.30 1. deild karla, Lengjudeildin: Grindavík: Grindavík – Leiknir R....... 16.30 Nettóvöllur: Keflavík – Fram.............. 16.30  Leikirnir í 1. deild áttu að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. 2. deild kvenna: Bessastaðavöllur: Álftanes – Hamar ..16:45 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Höllin Ak.: Þór Ak. – FH .......................... 19 Hertz-höllin: Grótta – Stjarnan .......... 19.30 Framhús: Fram – Afturelding ............ 19.30 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Víðavangshlaup ÍR verður haldið 105. skipti í kvöld en því var frestað á sumar- daginn fyrsta í lok apríl. Ræst verður frá Sæbraut við Hörpu frá klukkan 20.15. Vegalengdin í hlaupinu er 5 kílómetrar og er um leið Íslandsmót í 5 km götuhlaupi. Enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn langa samfellda sögu hér á landi. Í KVÖLD!EVRÓPUDEILDINKristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmeistarar karla í knatt- spyrnu, KR-ingar, leika í dag gegn Flora í 2. umferð Evrópudeild- arinnar og fer leikurinn fram í Tall- inn í Eistlandi. Eins og íþrótta- áhugamenn þekkja eru miklir hagsmunir í húfi í Evrópukeppnum í knattspyrnunni. Liðið sem hefur betur í þessari viðureign á mjög góða möguleika á að komast áfram í gegnum næstu umferð einnig. Sigurvegarinn mæt- ir annaðhvort Linfield frá Norður- Írlandi eða Floriana frá Möltu. Ís- lensku félagsliðin hafa nokkuð oft slegið út lið frá þessum löndum í gegnum árin. Ljóst er þó að KR- ingar þurfa að spila vel gegn Flora en nái KR-ingar sér á strik þá eiga þeir væntanlega ágæta möguleika. Flora er á mikilli siglingu í deild- inni í Eistlandi. Liðið hefur unnið átján leiki af tuttugu í deildinni og aðeins tapað einum leik. Liðið fór í 1. umferð Meistaradeildarinnar eins og KR en KR var slegið út af Cel- tic. Flora féll úr þeirri keppni eftir framlengdan leik og vítaspyrnu- keppni gegn Süduva frá Litháen. Fleira virðist vera í húfi vegna leiksins hjá KR í Eistlandi. Á síð- asta ári hafa íslensku félagsliðin í karlaflokki fallið um fjögur sæti á styrkleikalistanum fyrir félagslið í Evrópu og um ellefu sæti á síðustu tveimur árum. Eins og fram hefur komið er sú hætta fyrir hendi að Ísland fái þrjú sæti í Evr- ópukeppnum karlaliða vegna þessa en Ísland hefur síðustu árin átt fjögur sæti. Staða Íslands á listan- um eftir Evrópukeppnirnar 2020- 2021 mun ráða því. Fari svo að Ís- land fái þrjú sæti en ekki fjögur mun sú breyting koma til þegar Evrópukeppnirnar 2022-2023 hefj- ast sumarið 2022. Eistland getur til dæmis komist upp fyrir Ísland fari svo að Flora vinni KR. En fleiri þjóðir eins og Svartfjallaland og Wales geta kom- ist upp fyrir Ísland. Fari svo að KR tapi í Eistlandi hangir Ísland á hor- riminni hvað þetta varðar en fari svo að KR vinni Flora er þessi hætta væntanlega úr sögunni í bili. KR-ingar hafa nóg fyrir stafni á næstunni en þeir ætla að fljúga heim að leiknum loknum í kvöld. Þeirra bíður leikur gegn Breiðabliki í Pepsí Max-deildinni á sunnudag- inn og sá leikur er enn á áætlun. Takist KR að slá út Flora þá fer liðið aftur utan og leikur ann- aðhvort á Möltu eða á Norður- Írland hinn 24. september eða viku eftir leikinn í kvöld. Morgunblaðið/Eggert KR Atli Sigurjónsson hefur verið einn besti maður liðsins í sumar. Miklir hagsmunir í húfi í Tallinn  KR leikur gegn Flora í dag  Fækkar sætum Íslands í Evrópukeppnum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.