Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020
Leikhópurinn Reykjavík ensemble
tekur aftur upp í Tjarnarbíói í
kvöld, fimmtudagskvöld, leiksýn-
inguna Polishing Iceland eða Ísland
pólerað. Sýningin hefst kl. 20.30.
Sýningin var frumsýnd 11. mars
síðastliðinn og hlaut góðar viðtökur
gagnrýnenda og áhorfenda en var
lokað strax að lokinni frumsýningu
vegna kórónuveirufaraldursins.
Verkið byggist á sjálfsævisögu-
legu smásagnasafni Ewu Marcinek
í leikgerð og er í leikstjórn Pálínu
Jónsdóttur. Um er að ræða, eins og
segir í tilkynningu, „sögu pólsks
innflytjanda og þær áskoranir sem
felast í því að samlagast íslensku
samfélagi. Sýningin er skynörvandi
líkamsleikhús sem leikur á mærum
gamans og alvöru í ringulreið leit-
arinnar að mannlegum tengslum og
skilningi, umfram orðin ein“.
Skynörvandi Leikverkið segir athyglis-
verða sögu innflytjanda til Íslands.
Polishing Iceland sýnt að nýju
Út er komin bókin Hamir eftir
myndlistarmanninn Önnu Jóa. Í
dag, fimmtudag, kl. 17 býður Anna
til útgáfuhófs samhliða opnun sýn-
ingarinnar „Fjörufundir“ í Nes-
stofu á Seltjarnarnesi.
Verkin í bókinni Hamir fjalla um
klæði og hami hvers konar og
tengsl þeirra við híbýli og tímans
rás. Hugsanir listamannsins um
tímann og staði fléttast saman við
gerð myndanna og rata á blað sem
ljóðrænir textar. Textarnir birtast
einnig í enskri þýðingu Söruh
Brownsberger og í bókinni er eftir-
máli eftir Jóhannes Dagsson á báð-
um málunum. Verk úr bókinni
verða til sýnis í Nesstofu ásamt ný-
legum verkum Önnu sem innblásin
eru af ströndinni og ummerkjum
um sérstök tengsl menningar og
náttúru sem finna má í fjöru. Sýn-
ingin verður opin nú föstudag til
sunnudags, kl. 13 til 17 alla daga.
Hamskipti IV Blýantsteikning frá 2004
eftir Önnu Jóa, höfund bókarinnar.
Hamir Önnu Jóa – bók og sýning
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tæring nefnist nýtt sviðslistaverk
sem frumsýnt verður á Hælinu, setri
um sögu berklanna á Kristnesi í
Eyjafjarðarsveit, laugardaginn 19.
september kl. 19. „María átti hug-
myndina að verkefninu og fékk mig
til að leikstýra og Vilhjálm til að
skrifa,“ segir Vala Ómarsdóttir leik-
stjóri Tæringar
og vísar þar til
Maríu Páls-
dóttur, leik- og
athafnakonu og
stofnanda Hæl-
isins. Verkið er
sett upp í sam-
starfi við Leik-
félag Akureyrar.
„Verkið er inn-
blásið af sögu
berklasjúklinga
sem dvöldu á Hælinu á árunum
1930-60,“ segir Vala og bendir á að
leikhópurinn hafi sem efnivið nýtt
dagbækur fyrrum sjúklinga og bréf
sem skrifuð voru til ástvina utan
Hælisins og Maríu hafi áskotnast á
umliðnum árum. „Þannig eru öll at-
riðin byggð á raunverulegum at-
burðum þótt verkið í heild sinni sé
skáldskapur,“ segir Vala og tekur
fram að sýningin sé unnin sér-
staklega inn í sýningarrýmið sem
María og Auður Ösp Guðmunds-
dóttir, leikmynda- og búningahönn-
uður sýningarinnar, hafa útbúið.
„Þar er leiknum senum blandað við
vídeóverk og hljóðverk og einnig
fara einhver atriði fram utandyra
sem áhorfendur sjá út um glugga,“
segir Vala, en María Kjartansdóttir
vídeólistakona og ljósmyndari og
Biggi Hilmars tónlistarmaður eru
meðal listrænna stjórnenda sýning-
arinnar.
Sterkari upplifun með fáum
Til að virða eins metra regluna
sem gildir vegna yfirstandandi kófs
komast einungis tíu áhorfendur á
hverja sýningu og aðstandendur
árétta að öllum reglum um sótt-
varnir verði framfylgt. „Við lögðum
upp með að hafa 20 áhorfendur á
hverri sýningu til að tryggja þá nánd
sem verkið krefst. Vegna kófsins
þurftum við að fækka áhorfendum
niður í tíu, en það kemur alls ekki að
sök. Fyrir vikið verður upplifun
áhorfenda enn sterkari og okkur
gefst tækifæri til að sýna oftar, sem
er bara skemmtilegt. Sýningin er
„site-specific“ sem þýðir að áhorf-
endur eru leiddir milli ólíkra rýma
þar sem ólíkar minningar og myndir
birtast sem á endanum skapa eina
heild,“ segir Vala og tekur fram að
verkið sé unnið sem samsköpunar-
sýning, en leikhópinn skipa þau Árni
Beinteinn, Birna Pétursdóttir, Kol-
brún Lilja Guðnadóttir, Sjöfn
Snorradóttir, Stefán Guðlaugsson,
Ronja Sif Björk og Sigríður Birna
Ólafsdóttir. Að auki leika Karítas
Auðunsdóttir, Theódór Árnason og
aðstandendur verksins í víd-
eóverkum.
Aðspurð segir Vala að vinnan við
Tæringu hafi verið vel á veg komin
þegar kófið brast á snemma árs, en
merkilegt hafi verið að sjá hliðstæð-
urnar birtast milli sjúkdómanna
tveggja, þ.e. berklanna og kórónu-
veirunnar, með tilheyrandi ótta við
smit og einangrun þeirra sem smit-
ast í sóttvarnaskyni. „Við drögum
samtímann markvisst inn í sýn-
inguna. Það hefur verið mjög lær-
dómsríkt að skoða hvernig berkla-
sjúklingar tókust á við veikindi sín
og óvissuna sem þeim fylgdu,“ segir
Vala og bendir á að einangrun sjúk-
linga frá ástvinum hafi tekið mikið á.
Líf tímabundið sett á pásu
„Við lestur dagbóka og bréfa sjúk-
linga má samt sjá hversu æðruleysið
var sterkt,“ segir Vala og rifjar upp
að í sumum tilvikum hafi sjúklingar
þurft að dvelja á Hælinu í nokkur ár
meðan þeir voru að ná bata. „Mér
hefur fundist áhugavert að skoða fé-
lagslegu og andlegu hlið sjúklinga,
en ekki bara veikindi þeirra. Bréfin
eru uppfull af rómantík, lífsvilja og
minningum, en segja má að veik-
indin setji líf sjúklinga tímabundið á
pásu,“ segir Vala.
Undirtitill Tæringar er „Með lífið
í augunum og dauðann í brjóstinu“
og segir Vala það vísa til þess að allir
sjúklingar báru þá von að lifa þrátt
fyrir veikindi sín. „Þótt umfjöllunar-
efnið sé á köflum þungt, einkennist
verkið líka af fegurð og rómantík og
jafnvel húmor. Við skoðum hvernig
manneskjan lifir í voninni. Það er
von okkar að sýningin snerti við
áhorfendum, enda unnum við þessa
sýningu fyrst og fremst út frá hjart-
anu,“ segir Vala. Allar nánari upp-
lýsingar um verkið og sýningardaga
má sjá á vefnum mak.is. „Við mun-
um sýna verkið eins lengi og eftir-
spurn gefur tilefni til.“
Ljósmynd/María Kjartansdóttir
Blanda „Þar er leiknum senum blandað við vídeóverk og hljóðverk,“ segir Vala Ómarsdóttir, leikstjóri Tæringar.
Innblásið af sögu sjúklinga
Sviðslistaverkið Tæring frumsýnt á Hælinu Dagbækur og bréf berkla-
sjúklinga veittu innblástur Aðeins tíu áhorfendur komast á hverja sýningu
Vala
Ómarsdóttir
Taflmenn – sögumenn – misindis-
menn er yfirskrift kvöldgöngu á
vegum Borgarbókasafnsins sem
verður farin í kvöld um slóðir sagna
Braga Ólafssonar rithöfundar.
Lagt verður upp við Loftskeyta-
stöðina á Brynjólfsgötu 5 kl. 20 og
lýkur göngunni um kl. 21.30.
Kristín Svava Tómasdóttir sagn-
fræðingur og Guðrún Lára Péturs-
dóttir bókmenntafræðingur ganga
með gestum um söguslóðir í
Vesturbænum og staldra við hús,
glugga, götur og undirgöng sem
leika mikilvægt hlutverk í skáld-
sögum, smásögum og ljóðum en
flest skáldverk Braga Ólafssonar
eiga það sameiginlegt að gerast á
kunnuglegum slóðum í Reykjavík.
Morgunblaðið/Einar Falur
Skáldið Sögur Braga Ólafssonar gerast á
kunnuglegum slóðum í Reykjavík.
Gengið um sögu-
slóðir verka Braga
Píanóleikarinn
Ingi Bjarni
stendur á næst-
unni fyrir sex
viðburða tón-
leikaröð í menn-
ingarhúsinu
Hannesarholti
við Grundarstíg
og kallar þá „In
duo with“. Ingi
Bjarni fær þessi
kvöld til sín gesti og í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20 er það
trommarinn Magnús Trygvason
Eliassen. Magnús hefur komið víða
við og gert margt á sínum ferli.
Hann hefur leikið með ADHD, ami-
inu, Moses Hightower, K-tríó og
fleirum. Eftir spjall um tónlistina
og ferilinn leika þeir Ingi Bjarni og
Magnús saman.
Magnús gestur
Inga Bjarna
Magnús Trygvason
Eliassen