Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
mánudaga - sunnudaga 12-18
COMO LOFTJÓS.
Glær skermur.
Ø30 cm. 9.995 kr.
NÚ 7.496 kr.
VENICE VEGGLJÓS. Svart eða hvítt.
H28,5 x B13,5 cm. 12.995 kr.NÚ 9.746 kr.
RICO GÓLFLAMPI H210 x Ø42 cm.
24.995 kr. NÚ 17.497 kr.
SPAraðu 7.498
Nú17.497
SPAraðu 3.249
Nú9.746
SPAraðu 2.499
Nú7.496
25-50%
Sparadu-
af öllum ljósum
10. - 28. september
25% af perum
Sparadu-
20% af kertum
Sparadu-
LYSS BORÐLAMPI.
H50 x B18 cm.
34.995 kr. NÚ 24.497 kr.
GRACE LOFTLJÓS. Ø23 cm.
29.995 kr. NÚ 22.496 kr.
SPAraðu 10.498
Nú24.497
SPAraðu 7.499
Nú22.496
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson mun í kvöld kl.
20 leika píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborgarsal
Hörpu. Víkingur mun einnig leika stutt verk eftir Philip
Glass, Opening úr Glassworks fyrir píanó og strengi.
Upptaktur tónleikanna er lokaþáttur úr fyrstu sinfóníu
Ludwigs van Beethoven en í ár eru liðin 250 ár frá fæð-
ingu tónskáldsins og heldur hljómsveitin upp á tíma-
mótin með þrennum tónleikum í september. Hljóm-
sveitarstjóri er Eva Ollikainen,
aðalhljómsveitarstjóri SÍ. Tónleik-
arnir verða í beinni sjónvarps-
útsendingu á RÚV og útvarpað á
Rás 1 en miðasala fer fram á sin-
fonia.is og í miðasölu Hörpu. Vík-
ingur mun einnig halda tón-
leika í Menningarhúsinu Hofi
sunnudaginn 25. október kl.
20 en tilefnið er 10 ára af-
mæli Hofs og 50 ára afmæli
Listahátíðar í Reykjavík.
Víkingur Heiðar leikur með SÍ
í kvöld og í Hofi 25. október
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 261. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Það er skrítið að ég virðist geta komið úr meiðslum og
kastað langt. Það hefur gerst áður þótt ég væri ekki í
keppnisformi,“ segir Guðni Valur Guðnason, kringlu-
kastari úr ÍR, í samtali við Morgunblaðið í dag en í gær
náði hann fimmta lengsta kasti í í greininni í heiminum
í ár. Guðni Valur kastaði kringlunni 69,35 metra og
stórbætti Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar sem
staðið hafði frá árinu 1989. Vésteinn kastaði þá 67,74
metra. Frá 1. desember verður hægt að reyna við ól-
ympíulágmarkið en það er 66 metrar. »63
Stórbætti eitt elsta Íslandsmetið í
frjálsum íþróttum í Laugardalnum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fimm sýningar eru í Safnahúsi
Borgarfjarðar í Borgarnesi og hafa
þær dregið marga að í sumar. „Ís-
lendingar hafa verið duglegir að
koma og hafa komið okkur skemmti-
lega á óvart,“ segir Guðrún Jóns-
dóttir, forstöðumaður safnsins frá
2007.
Grunnsýningarnar, „Börn í 100
ár“ og „Ævintýri fuglanna“, eru sér-
staklega hannaðar. „Vegna sam-
vinnu við hönnuðinn Snorra Frey
Hilmarsson hafa þær unnið sig
áfram inn í framtíðina,“ segir Guð-
rún og vísar til þess að þær tali
sterkt til allra vegna jafnræðis og al-
þjóðahyggju.
Á Barnasýningunni eru myndir af
fólki frá öllu landinu. Guðrún segir
að hugmyndin með sýningunni hafi
verið að höfða til alþjóðlegrar hug-
sjónar, sameiginlegs menningararfs
og sameiginlegs eðlis mannsins. Því
hafi verið ákveðið að hafa myndirnar,
sem bera uppi sýninguna, frá öllu
landinu. Það hafi vakið athygli, ekki
síst útlendinga. Þeir skilji ekki hvers
vegna fólk gefi svona persónulegar
myndir á söfn og eins furði þeir sig á
fjölda mynda af alþýðu fólks. „Út-
lendingar eru mjög hrifnir af þessu,
sjá hérna daprar og glaðar stundir,
nærfærna mynd af þjóðinni.“ Þeir
finni samkennd með myndunum.
„Með því að segja frá börnum sér-
staklega er eiginlega verið að segja
að börn eru alls staðar eins.“
Guðrún segir að aðkoma Snorra
Freys að sýningunum, djúp hugsun
hans um sameiginlega hætti og mikl-
ar breytingar á lífi okkar skili sér vel
til gesta. „Fólk frá öllum heiminum
finnur samsvörun í sýningunum.“
Guðrún segir að þegar til dæmis
skólahópar komi staldri hún jafnvel
við eina mynd og segi krökkunum frá
lífinu á bak við hana.
Athygli vekur að engin rafræn
leiðsögn er í boði. Guðrún segir það
vísvitandi gert. „Okkur fannst tækn-
in ekki eiga við þegar verið er að lýsa
20. öldinni á Íslandi. Við vildum
skapa kyrrlátt andrúmsloft, þar sem
væru gesturinn, sýningargripir og
myndir. Ekkert sem truflaði. Friður
frá erlinum.“
Tvær skammtímasýningar voru
settar upp í sumar. Ljósmyndasýn-
ing Borgfirðingsins Helga Bjarna-
sonar, blaðamanns á Morgunblaðinu,
„353 andlit“, sem verður tekin niður
22. september, og „Saga úr sam-
félagi“, myndir af Eygló Lind Egils-
dóttur í Borgarnesi í ýmsum bún-
ingum, sem hún fór í til að létta lund
barna og barnabarna í samkomu-
banninu í vor. Sýning um harmleik-
inn 1936, þegar franska rannsókn-
arskipið Pourquoi pas strandaði við
Straumfjörð hefur verið uppi und-
anfarin fjögur ár. Auk þess eru
reglulega listsýningar í svonefndum
Hallsteinssal. „Við reynum að vinna
þétt með samfélaginu í sýningarhaldi
tímabundinna sýninga,“ útskýrir
Guðrún. „Okkar starfsheimur er
stór.“
Íslendingar hafa lítið farið til út-
landa vegna kórónuveirufaraldursins
og ferðuðust innanlands í sumar.
Safnið naut góðs af því. Guðrún telur
að fólk hafi jafnframt haft meiri tíma
en áður, verið rórra. „Þegar skapast
meiri ró skapast meiri þörf fyrir
menningu og andlega næringu sem
felst í því að auka við þekkinguna og
skoða sögu lands og þjóðar.“
Börn alls staðar eins
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Sögur Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður segir frá því sem fyrir augu ber.
Áhugaverðar sýningar í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgar-
nesi Saga á bak við hverja mynd Friður, ró og menning
Staðan Mynd segir margt, jafnvel möguleika á taflborðinu.