Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020 SÉRSMÍÐI Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins. Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika með vandaðri sérsmíði og flottri hönnun. Síðustu viku lauk með tapi ís-lenska landsliðsins í fótboltakarla gegn Englendingum, sem var hálfu sárara fyrir það að leiknum hefði allt eins getað lyktað með jafntefli. Aðrar fréttir tengdar leiknum reyndust þó fyrirferðarmeiri, en þær greindu frá heimsókn tveggja íslenskra stúlkna, áhrifavalda, inn á hótelherbergi tveggja ensku leik- mannanna. Það þótti ekki nógu gott í ljósi þess að fótboltamennirnir áttu að vera í sóttkví. Af þessu spannst talsverð fjölmiðlaumfjöllun í bresku götupressunni, en enn frekar þó í hinum íslenska afkima félagsmiðla, þar sem farísear af ýmsum stærð- um og gerðum býsnuðust yfir ástandinu og spöruðu ekki fúkyrðin. Á sunnudag greindi svo Halldór Björnsson veðurfræðingur frá því að skaflinn í Esjunni hyrfi ekki þetta sumarið. Ekki seinna vænna að það komi fram á þessu annars snjólétta sumri. Víða erlendis gætti óþreyju gagn- vart sóttvarnaráðstöfunum stjórn- valda og þeim mótmælt á götum úti í mörgum borgum Evrópu. Áhrif á þjóðlíf og efnahag enda mikil og lítil bjartsýni á að veirunni verði útrýmt í bráð. Smitum hefur fjölgað tölu- vert í mörgum löndum síðustu daga og vikur og harðari aðgerðir kynnt- ar til þess að mæta því, en í sama mund kom fram að tilraunum með eitt af bóluefnunum væri slegið á frest. Á Íslandi létu menn sér hins veg- ar nægja að malda í móinn, en þrátt fyrir að sumum þyki tvöföld skimun og sóttkví komufarþega fullmikið af því góða, þá sýnir alþjóðlegur sam- anburður að á Íslandi eru aðgerð- irnar fremur hófstilltar og virðast til þessa hafa skilað ágætum árangri. Eilítið var slakað á klónni af hálfu stjórnvalda, þegar hámarksfjöldi á samkomum var hækkaður úr 100 í 200 og tekin upp 1 metra regla í stað 2 metra. Þetta er talið koma sér sérstaklega vel fyrir menningar- lífið, sem hefur verið miklum tak- mörkunum háð.    Vinnumálastofnun bárust um 1.200 umsóknir um atvinnuleysis- bætur í fyrstu viku september, en þar á bænum er búist við um 3.000 umsóknum í mánuði fram að ára- mótum. Atvinnuleysi í ágúst er talið hafa verið 8,6% og búist er við að það aukist ögn í þessum mánuði. Við uppgjör við þinglok kom á daginn að Birgir Þórarinsson, þing- maður Miðflokksins, var ræðukóng- ur á liðnu þingi, talaði í 1.840 mín- útur eða nær 31 klukkustund. Sem er hálfu meira afrek í ljósi þess að enginn man eftir að hann hafi flutt neina ræðu. Þrátt fyrir allt tal stjórnmála- manna um að nú ríði á að atvinnu- lífið herði sig í verðmætasköpun til þess að vinna upp kórónutjónið virð- ist sem þær fyrirbænir hreyfi lítið við embættismönnum. Þannig hefur Kalkþörungaverksmiðjan ekki get- að ráðist í fjárfestingar og atvinnu- sköpun á Bíldudal og í Súðavík vegna ótrúlega langs leyfisveitinga- ferlis, án þess þó að séð verði að ein- hverjar málefnalegar ástæður séu fyrir því. Þá kom fram að mikill fjöldi um- sókna um alls kyns atvinnu- starfsemi liggur óafgreiddur hjá Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Jón Gunnars- son þingmaður lagði fram fyrir- spurn fyrir nokkra ráðherra um það í vor, en samt náði aðeins einn ráð- herra að svara á dögunum, löngu eftir tilskilda fresti. Það er þetta með orðið og borðið.    Það hélaði í morgunkaffi lesenda Morgunblaðsins í vikunni, þegar þar stóð með stríðsletri að skulda- kreppa væri í aðsigi. Það var haft eftir Íslandsvininum Lee Buchheit, en við nánari lestur ítarlegs viðtals við hann kom í ljós að þar var hann að fjalla um heimsbyggðina al- mennt. Gat þess hins vegar að Ís- land skæri sig blessunarlega úr að þessu leyti. Önnur glæta birtist í því að er- lend kvikmyndaver eru aftur farin að leita til Íslands í kvikmyndatök- ur. Sjónvarpsáhorf í heiminum hef- ur aukist í faraldrinum og aukin eft- irspurn er eftir slíku efni. Lækkandi gengi krónunnar sé svo farið að heilla á ný. Mörgum brá í brún við frétt þess efnis að kirkjugarðar ættu líka að vera fyrir lifandi fólk. Þar var þó hvorki átt við kviksetningar né upp- risu hinna lifandi dauðu, heldur var þar verið að vitna í Smára Sigurðs- son, framkvæmdastjóra Kirkju- garða Akureyrar, sem vill að meiri áhersla verði lögð á að kirkjugarð- arnir nýtist til útivistar og kyrrlátra stunda hinna lifandi gesta þeirra. Kórónuveiran hefur ekki aðeins áhrif á ferðalög fólks, því í ljós kom að póstsendingar hafa riðlast mikið af hennar völdum, pakkasendingar alveg sérstaklega. Þannig geta pakkar héðan verið lengi á leið úr landi og mjög misjafnt hvað tekur við úti í heimi. Sömuleiðis hafa pakkasendingar að utan verið í miklu ólagi og dæmi um margra vikna bið eftir þeim. Alls er óvíst hvenær ástandið lagast, en varla fyrr en veiran er að mestu gengin hjá. Ísland skíttapaði fyrir Belgíu í fótbolta, en engum sögum fór af hótelheimsóknum.    Hluthafafundur Icelandair sam- þykkti heimild til þess að hækka hlutafé félagsins í 23 milljarða króna og útgáfu áskriftarréttinda. Hlutafjárútboðið fer fram á mið- vikudag og fimmtudag í vikunni sem nú er að hefjast. Verndað hús við Skólavörðustíg var rifið í óleyfi að sögn Nikulásar Úlfs Mássonar, byggingarfulltrúa í Reykjavík. Húsið naut verndar byggðamynsturs, þó sjálft væri það lítið augnayndi og margsinnis tekið þeim breytingum í áranna rás, að lítið var eftir af hinu upprunalega húsi. Eigandinn bar fyrir sig að hann hefði leyfi til endurbyggingar þess að hluta, en að í ljós hefði kom- ið að húsið væri í mun verra ásig- komulagi en talið var og það því rif- ið en yrði endurreist í upphaflegri mynd. Þrátt fyrir pláguna kom í ljós að dánartíðni hjá fólki yfir sjötugt var lægri fyrstu 33 vikur ársins en á sama tímabili undanfarin ár. Þróun- in var innan tölfræðilegra vikmarka, en þótti athyglisverð samt. Har- aldur Briem taldi að mögulega hefðu bættar smitvarnir haft sín áhrif, en eins hefði inflúensa í ár verið vægari en oftast. Netárásir af ýmsu tagi hafa færst í vöxt að undanförnu, en umfang þeirra er þó sjálfsagt fæstum ljóst. Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur hugsanlegt að á annan tug milljarða króna tapist árlega hér á landi af þeim völdum. Seðlabanki Íslands greip til ráð- stafana vegna fallandi gengis krón- unnar og hyggst fylgja áætlun um sölu á erlendum gjaldeyri fram að áramótum. Sömuleiðis sé skilningur á því að lífeyrissjóðirnir veiki ekki gengið og haldi að sér höndum í gjaldeyriskaupum. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra kynnti „Loftbrúna“ svokölluðu, sem er stuðningsaðgerð við innanlandsflug, sem felst í því að ríkið veitir afsláttarkjör á flug- miðum til fólks með lögheimili úti á landi. Þetta sagði samgöngu- ráðherra, sem sjálfur er með lög- heimili úti á landi, „mikið réttlæt- ismál“. Jú, það er mikið réttlætismál að þeir sem ekki fljúga borgi fyrir þá sem fljúga. Samherji og Seðlabanki Íslands tókust á í dómssal í skaðabóta- málum vegna Seðlabankamálsins svokallaða. Samherji segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna ára- langra misheppnaðra rannsóknar- aðgerða Seðlabankans. Þá hafi hann borið mikinn kostnað af því að bera af sér sakirnar. Seðlabankinn vill ekkert borga. Líkt og lóan kemur á vorin, kem- ur lúsin á haustin. Það er komið haust. Reykjavíkurborg hyggst reisa íþróttamannvirki fyrir rúma 20 milljarða króna í borginni á næsta áratug. Þar verður Laugardalurinn í forgangi, en önnur hverfi verða ekki út undan. Makrílvertíðin hefur verið góð og hefur fiskast fyrir um 25 milljarða króna. Lítið af honum kom hins veg- ar inn fyrir íslenska fiskveiði- lögsögu, svo það þurfti að sigla nokkuð langt eftir honum.    Eftirlaunasjóður atvinnuflug- manna lýsti áhuga á því að fjárfesta í Icelandair, en þar að baki eru um eitt þúsund sjóðfélagar með um 48 milljarða króna hreina eign. Ekkert er ákveðið í þeim efnum, en við blas- ir að fáir hópar þekkja betur til fé- lagsins, fluggeirans og mögulegra tækifæra endurreists félags. Úr fluggeiranum var það annars að frétta að Bogi Guðmundsson, fv. sölu- og markaðsstjóri hins óstofn- aða flugfélags Play, gerði kröfu um gjaldþrotaskipti félagsins vegna vangoldinna launa og láns sem hann veitti félaginu. Samherji sendi útvarpsstjóra bréf, þar sem málsmeðferð kæru fé- lagsins til siðanefndar Ríkisútvarps- ins var mótmælt. Þar reyndist engin siðanefnd vera að störfum, svo út- varpsstjóri þarf að skipa nýja slíka. Það þykir Samherja ekki gefa mikl- ar vonir um óhlutdræga umfjöllun hennar, enda meirihluti nefndar- innar skipaður af innanhúss- mönnum í Efstaleiti. 18 ára gömul stúlka, Kamilla Ív- arsdóttir, greindi frá reynslu sinni af því að vera föst í ofbeldis- sambandi og birti myndir af því hvernig hún hefði verið leikin eftir barsmíðar fyrrverandi unnusta síns. Af spunnust miklar umræður um úrræði vegna slíkra ofstopamanna. Róbert Spanó, forseti Mannrétt- indadómstóls Evrópu, sætti áfram mikilli gagnrýni fyrir heimsókn sína til Tyrklands, þar sem honum var sýndur ýmis sómi af harðstjórn Er- dogans. Fyrir réttinum liggja um tíu þúsund mál vegna mannrétt- indabrota sömu stjórnar. Niðurrif og endurreisn Í fréttum var greint frá misvelheppnuðum tilburðum til efnahagslegrar endur- reisnar en niðurrif þessa húss á Skólavörðustíg heppnaðist fullkomlega. Ljósmynd/Google 6.9.–11.9. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.