Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Side 12
V
estast í Vesturbænum, í fallegu
hvítu steinhúsi, býr sjónvarps-
konan Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir ásamt manni sínum
Hauki Inga Guðnasyni og fjórum
börnum á aldrinum eins til tíu ára. Ragnhildur
býður upp á dásemdarkaffi við borðstofu-
borðið en húsið er afar smekklega innréttað og
allt er á sínum stað. Blaðamaður undrar sig á
því hvernig hægt sé að halda heimilinu svona
hreinu og fínu með öll þessi börn. Það virðist
ekki vera mikið mál, enda viðurkennir Ragn-
hildur að hún þoli ekki drasl. Það kemur svo í
ljós þegar líður á viðtalið að Ragnhildi er mikið
í mun að gera allt vel sem hún tekur sér fyrir
hendur; hvort sem það tengist vinnu hjá RÚV,
leik í bíómyndum, að skrifa bók eða því sem
henni finnst mikilvægast; uppeldi á börnum
sínum. Hún gefur sig alla í verkin, stóru og
smáu.
Tveir drengir bættust í hópinn
Það var í mars á síðasta ári sem fjölskyldan
stækkaði heldur betur þegar tvíburadrengir
bættust í hópinn. „Þótt oft hafi nú verið líf og
fjör á heimliinu þá má segja að frá þessum
tíma höfum við ekkert verið í vandræðum með
dauða tímann,“ segir Ragnhildur sem hefur
nýlega hafið aftur störf hjá RÚV eftir fæðing-
arorlof.
„Fyrsta árið í lífi tvíburaforeldra er skilj-
anlega strembið. Lítill svefn og að nægu að
huga. Þetta hefur þó gengið framar vonum en
það hefur verið mikil áskorun að samþætta
vinnu og fjölskyldulífið eftir orlof. Eins og
flestir foreldrar vita getur reynst þrautinni
þyngra að fá dagvistun að loknu orlofi. Hér í
Vesturbænum eru allir leikskólar fullir og bið-
listinn langur hjá dagmömmum. Í níu mánuði
höfum við, eins og margir aðrir, þurft að stilla
upp vaktaplani á sunnudagskvöldum til að
redda pössun fyrir vikuna,“ segir Ragnhildur,
sem segir drengina nú loks hafa fengið pláss
hjá dagmömmu og eru þeir í aðlögun.
„Þetta hefur valdið mestu streitunni; að hafa
ekki vistun fyrir börnin á vinnutíma. Það vant-
ar betri úrræði í dagvistunarmálum í Reykja-
vík, það er á hreinu. Það bjargaði hins vegar
öllu að mæta mikilli velvild hjá mínum vinnu-
veitanda eftir að tveir drengir bættust í systk-
inahópinn.“
Man ekkert eftir heilu ári
Ragnhildur er fædd og uppalin í Keflavík, með
viðkomu í Danmörku í fjögur ár, þar sem móð-
ir hennar og nafna, Ragnhildur Steinunn, var í
námi ásamt föður hennar.
„Mamma var menntaður tækniteiknari og
pabbi, Jón Þór Harðarson, er véltæknifræð-
ingur og meistari í bifvélavirkjun. Hann starf-
aði lengst af hjá ÍSAL í Straumsvík. Ég var
lengi einbirni en eignaðist svo hálfsystur,
Telmu Karen, sem er þrettán ára. Hún er stór
hluti af okkar fjölskyldu, það má eiginlega
segja að hún sé eins og okkar fimmta barn.“
Ragnhildur var aðeins sjö ára þegar móðir
hennar lést eftir baráttu við krabbamein.
„Mamma var bara 27 ára þegar hún lést, og
pabbi orðinn ekkill 28 ára. Hún fékk Hodkins-
krabbamein, en nú orðið er hægt að með-
höndla sjúkdóminn með góðum árangri og því
hefði hún líklega lifað ef þetta hefði gerst í
dag,“ segir hún.
Hvað manstu frá þessum tíma?
„Það er erfitt að vita hvað er raunveruleg
minning en ég man eftir ótrúlega góðri
mömmu og þó að langt sé um liðið þá finnst
mér ennþá svolítið erfitt að tala um þetta, sér-
staklega eftir að ég eignaðist sjálf börn,“ segir
Ragnhildur.
„Þrátt fyrir að vera ung áttaði ég mig að ein-
hverju leyti á veikindum hennar. Minningin
um það þegar mér var tilkynnt að hún væri dá-
in er enn ljóslifandi. Ég man þéttingsfast
faðmlag en eftir það ekkert. Ég man ekki eftir
jarðarförinni né neinu öðru næsta árið. Mér
finnst ekki ólíklegt að ég hafi fengið áfall,“ seg-
ir hún og segir tímana vissulega hafi verið
öðruvísi í þá daga og minna talað við börn um
sorg og missi.
„Við vorum því bara tvö eftir, ég og pabbi,
og hann elur mig einn upp. Ég var fljótt mjög
sjálfstæð enda gerði ég mér grein fyrir því að
við pabbi þyrftum að standa saman til að kom-
ast í gegnum þetta. Eitt af því dýrmætasta
sem pabbi kenndi mér er að maður uppsker
eins og maður sáir og það hafa svo oft reynst
orð að sönnu,“ segir hún.
„Það er svo nokkuð mörgum árum seinna
sem pabbi eignast systur mína. Þau búa hér
rétt hjá þannig að það er mikill samgangur á
milli húsa og mjög kært samband, enda á ég
alveg frábæran pabba.“
Skoraði fyrir mig mark
Ástin kviknaði strax á unglingsárum og hafa
þau Haukur Ingi og Ragnhildur verið saman
síðan þá.
„Ég æfði bæði fimleika og körfubolta og
valdi svo fimleikana sem ég æfði alveg til tví-
tugs,“ segir Ragnhildur en það voru einmitt
íþróttirnar sem leiddu táningana saman.
„Ég var bara fimmtán og hann að verða
átján þegar við kynntumst. Það var auðvitað í
íþróttahúsinu þar sem hann var á fótboltaæf-
ingu en ég á fimleikaæfingu,“ segir hún og
upplýsir að þau hafi þá fylgst með hvort öðru
úr fjarlægð í einhvern tíma.
„Svo fékk ég skilaboð frá vini hans um að ég
ætti að mæta á næsta úrvalsdeildarleik því
hann ætlaði að skora fyrir mig. Hann stóð við
stóru orðin og þá var þetta bara komið,“ segir
Ragnhildur og brosir.
Haukur var efnilegur fótboltamaður og
fljótlega eftir að þau kynntust fór hann til
Englands, á samning hjá Liverpool.
„Ég fór þá út til hans af og til og flutti svo til
Englands þegar ég átti ár eftir af framhalds-
skólanunum. Við fluttum svo heim og fórum
bæði í háskólanám,“ segir hún.
Ragnhildur segist fljótt hafa vitað að Hauk-
ur væri maðurinn í lífi hennar.
„Hann er einstakur. Við erum ólík en samt
lík og ég gæti ekki hugsað mér betri lífs-
förunaut.“
Eldey kom í draumi
Ragnhildur ber nafn móður sinnar, en fleiri
konur í ættinni bera þetta mikla og sterka
nafn.
„Amma mín og langalangamma hétu líka
Ragnhildur Steinunn,“ segir hún og brosir.
Sjálf á hún eina stúlku sem fékk nafnið Eld-
ey. Mögulega „neyðast“ þau hjón til að eignast
eina stúlku í viðbót til þess að rjúfa ekki hefð-
ina, en Ragnhildur segir góða ástæðu fyrir
nafngiftinni á dótturinni.
„Eldey var eina nafnið sem ég var búin að
viðra við manninn minn þegar ég var ólétt.
Mér fannst nafnið sterkt og fallegt en súlu-
byggðin Eldey blasir við frá Reykjanesinu.
Svo hringir mágkona mín einn daginn og seg-
ist hafa dreymt að ég gengi með stúlku og ég
hafi skírt hana nafni sem hún hafði aldrei áður
heyrt, Eldey. Það leið næstum yfir mig. Ég
hafði engum sagt frá þessum hugleiðingum
mínum, nema manninum mínum. Ég þorði
ekki annað en að hlusta á draum mágkonu
minnar. Þannig að það kom aldrei neitt annað
til greina en að skíra hana Eldeyju, ef það yrði
stelpa.“
Tvíburar í felum
Ragnhildur og Haukur giftu sig árið 2018 á fal-
legum stað á Ítalíu en þau hafði lengi dreymt
um brúðkaup á erlendri grundu, innan um
blóm og falleg tré.
„Við fundum stað í hæðunum rétt fyrir utan
Verona. Í brúðkaupinu voru aðeins nánustu
vinir og ættingjar. Ég er algjör blóma- og
trjáaunnandi og þarna fann ég garð sem meðal
annars er notaður við kennslu í garðyrk-
jufræðum. Umhverfið heillaði okkur undir eins
Að taka þátt í eigin tilveru
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er á réttri hillu sem aðstoðardag-
skrárstjóri sjónvarps hjá RÚV en hún á að baki langan og fjöl-
breyttan feril í sjónvarpi. Dugnaður og þrjóska einkennir Ragn-
hildi, en hún segir mikilvægt að drekkja sér ekki í vinnu.
Hamingja fjölskyldunnar er nefnilega ávallt í fyrsta sæti.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Ragnhildur Steinunn missti móður
sína aðeins sjö ára gömul og segist
ekki muna neitt í heilt ár eftir and-
lát hennar. Hún fékk ástríkt og gott
uppeldi hjá föður sínum en finnst
enn erfitt að tala um missinn.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020