Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Qupperneq 15
Afvegaleiðir lesendur
Upp á trúverðugleika bókanna er mikilvægt að
halda staðreyndum vel til haga og sannreyna
upplýsingar, rétt eins og í blaðamennskunni.
„Það er hins vegar ólíkt með þessu tvennu að í
glæpasögunum þarf að vera visst af fölskum
upplýsingum til að afvegaleiða lesandann. Til
að byrja með hafði ég samviskubit yfir þessu
en hef vanist því núna og afvegaleiði því mína
lesendur kinnroðalaust núorðið.“
Aftur hlær hún.
Hugmyndir knýja dyra á öllum tímum, ekki
bara á milli 9 og 17 á daginn. Það á bæði við um
rithöfunda og blaðamenn. „Stundum er maður
í miðjum samtölum og þarf að biðjast forláts
og fara afsíðis til að punkta niður. Svo er und-
irmeðvitundin auðvitað sífellt að störfum og
fyrir kemur að maður sefur ekki vel – meðan
hugmyndirnar krauma í manni. Meðan það er
samvinna að taka viðtal þá má helst ekki segja
neinum neitt meðan verið er að skrifa bók.
Maður dregur tennurnar úr bókinni ef maður
talar of mikið um hana.“
Og þegar bók er búin og komin út er hún
einmitt það – búin og komin út. „Þá minnkar
áhugi höfundarins strax á henni. Hann getur
ekkert meira gert, nú verður bókin bara að
spjara sig sjálf.“
– Hvað með framhaldið? Eigum við von á
fleiri bókum um Ölmu Jónsdóttur blaðamann?
„Eftir Barnsránið, sem kom út í fyrra, velti
ég fyrir mér hvort Alma mætti ekki fara að
hvíla sig. Hún togar hins vegar alltaf í mig,
þannig að það er alveg raunhæfur möguleiki
að við eigum eftir að heyra meira af henni. Ég
kann vel við þessar þriðjupersónufrásagnir og
raunar betur en að skrifa í fyrstu persónu,
eins og ég gerði í tveimur fyrstu skáldsög-
unum mínum sem eru ástar- og lífsreynslu-
sögur. Ég reikna því með að halda áfram á
sömu nótum. Hafa skal það sem skemmtilegra
reynist!“Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
13.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Heyrnarþjónusta í alfaraleið
Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum.
Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki.
Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs.