Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Side 17
En árásin á tvíburaturnana (og Pentagon, að ógleymdri vélinni sem stefnt var á Hvíta húsið) hafði engan sjáanlegan óvin sem hægt var að leggja strax til atlögu við og endurgjalda þúsundfalt. Hinar stórbrotnu árásir á New York og Wash- ington virtust eiga rót í einum karli, sem húkti í hellum í Afganistan með eina vélbyssu í fanginu! Honum þyrfti auðvitað að ná sem fyrst en það var eiginlega ómögulegt að viðurkenna að hellisbúinn gæti borið einn og persónulega ábyrgð á verstu árás sem gerð hefur verið á meginland Norður-Ameríku og á Bandaríkin sérstaklega. Það bætti ekki úr skák að það tók öflugustu leyni- þjónustur tæpan áratug að fá færi á honum, og átti hann þó ekki létt með að leynast, tæplega tveggja metra langur maðurinn. Heldur en ekkert Innrásirnar í Afganistan og Írak eru augljóslega að hluta til útrásar og „fyrirbyggjandi hefndaraðgerð,“ ef það hugtak er til, öðrum til viðvörunar, þótt örð- ugra sé að tengja Saddam Hussein og Írak beint við 11. september 2001 en má þó gera gagnvart Afgan- istan. Rækilega var undirstrikað, að á Bandaríkin og bandamenn þeirra ráðast ríki eða menn ekki án ógnarlegs endurgjalds. En á hinn bóginn verður ekki fram hjá því horft að hvorug innrásin í þessi lönd virðist hafa skilað varanlegum árangri, þótt miklu hafi verið kostað til og þáverandi stjórnvöld þeirra hafi verið hreinsuð út. Írak hefur í framhaldinu bæst í leppstjórnarsafn Írans ásamt Jemen, Hamaz á Gasaströnd og Hez- bolla í Líbanon. Þá hefur samband Írans og Kína orðið þéttara í framhaldinu. Og vafalaust er orðið að talibanar munu tölta inn í Kabúl fyrr en síðar. Árása minnst Hinn 11. september 2016 fór fram minningarathöfn um árásirnar 15 árum fyrr. Obama forseti var þar í öndvegi og frambjóðendurnir tveir til forseta, Hillary og Trump, gættu þess að vera vel sjáanleg. Það er auðvitað svo að það er ekki hægt að hengja eina allsherjarskýringu á því óvænta að Trump skyldi vinna Hillary tveimur mánuðum síðar, þrátt fyrir að kannanir væru henni hagstæðari allan tím- ann, þótt ekki hafi munað eins miklu og á Biden og Trump nú, þótt munurinn hafi minnkað nokkuð síð- ustu vikur. En það varð mikilvægur atburður við lok minningarathafnarinnar um 11. september. Þá gerð- ist það að almennur borgari náði því óvænt inn á síma sinn þegar frú Hillary virtist búin að missa mátt í fótunum og lífverðir hennar neyddust til að lyfta undir hana síðustu metrana inn í bifreiðina. Þessi mynd var sýnd og það jafnvel í „main- stream“-stöðvunum, sem fyrir kosningar minna mest á fréttir Tass gagnvart spírum kommúnista á gullöld þeirra eystra. Það tók allt of langan tíma að gefa frambærilegar skýringar á því sem hefði gerst. Eftir fáeina klukkutíma kom Hillary þó út úr skrifstofubyggingu og gekk hressilega og hjálp- arlaust út í bíl sinn. En skaðinn var skeður. Þeir eru til sem telja að eftir þetta hafi Trump eygt von um sigur. Biden datt ekki við minningarathöfnina í gær og þeir Pence varaforseti, báðir grímuklæddir, gáfu hvor öðrum olnbogaskot í mannþrönginni sam- kvæmt nýjum skikk og sið. Það seinasta fréttnæma af Biden er að blaðamað- ur (vinsamlegur mjög) fékk að taka við hann viðtal. Þar byrjar Biden að hiksta og virðist biðja einhvern að lyfta spjaldinu aðeins! Einn af kosningastjórum demókrata var spurður um það hvort Biden hefði virkilega þurft að hafa svör á spjaldi til að svara spurningum frá sérvöldum og vinsamlegum frétta- manni. Stjórinn svaraði því til í löngu máli og vandræða- legu að þessi spurning væri augljóslega ættuð frá stuðningsmönnum Trumps. Hann var þá spurður aftur, já eða nei, hvort frambjóðandinn hefði virki- lega þurft að lesa svör sín af spjaldi og kom hinn þá aftur með hina löngu ræðu. Einu viðbrögðin voru þau að kosningastjórinn hefði svo sem komist hjá því að ljúga beint, en hann hefði svo sannarlega ekki hjálpað Biden hætishót með eigin vandræðagangi sem hefði staðfest já- kvætt svar við spurningunni. Ef svarið hefði verið nei þá hefði það komið. Nú er rúmt ár síðan Biden svaraði spurningum varðandi Bretland með því að hann hefði nýlega rætt mál sem þau varðaði við Thatcher. En hann virtist átta sig sjálfur og sagðist hafa átt við May en virtist svo segja að hann hefði raunar rætt við þær báðar, en þá voru ein 6 ár síðan járnfrúin lést. En hún er svo sem til alls vís. Kappræðurnar Nú er stutt í fyrstu kappræður Bidens og Trumps. Þeir sitja fyrir svörum hjá Chris Wallace. Hann er stjórnandi fréttaþátta hjá Fox-sjónvarpsstöðinni og er flokksbundinn demókrati. Faðir hans, Mike Wal- lace, var enn frægari fréttahaukur hjá CBS um langa hríð. Svo merkilegt sem það hljómar þá kvíða repúblik- anar þessum þætti nokkuð. Þeir segja að sláin (samanber hástökk) sé mjög lág hjá Joe Biden. Ef hann sleppur við að delera með áberandi hætti þá væri hægt að kalla hann sigurvegara kappræð- unnar. Að vísu er deilt um það, hversu mikla þýð- ingu þessar kappræður hafa. Eitt lítið atriði sem engu hefði átt að skipta er talið hafa skaðað George Bush eldri í kappræðu hans við Bill Cinton og Ross Perot. Forsetinn var þá staðinn að því að vera að líta á armbandsúr sitt eins og honum þætti kapp- ræðan tímasóun fyrir sig, og það hefði farið illa í áhorfendur. Í kappræðu Geralds Fords forseta og andstæð- ingsins Jimmy Carters svaraði forsetinn spurningu um Pólland og sagði ákeðið að yrði hann áfram for- seti myndi hann aldrei líða að Sovétríkin drægju Pólland inn fyrir járntjald sitt. Landið hafði þá ver- ið þar frá stríðslokum. Dukakis, frambjóðandi demókrata, þótti koma mjög illa frá kappræðum sínum við Georg H.W. Bush, varaforseta Reagans, og tapaði kosningunum illa. Þessi dæmi og fleiri færa menn fram til að sýna að kappræðurnar þrjár geti vissulega skipt máli. Þá er að bíða og sjá. Morgunblaðið/Ásdís 13.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.