Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 29
– Þið hafi væntanlega lært margt á þessum fyrsta vetri? „Ekki spurning. Það er auðvitað snúið að fara af stað með þjóðar- sportið á nýjum stað. Það tekur áhorfendur alltaf tíma að venjast nýju fólki og nýjum röddum. Á heildina litið held ég hins vegar að þetta hafi bara gengið ljómandi vel hjá okkur í fyrra; alla vega fengum við meira lof en last. Okk- ur tókst að koma Enska boltanum inn á 50 þúsund heimili á Íslandi, sem eru tölur sem aldrei hafa sést áður, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af okkar framlagi.“ Sjálfur segist hann kunna ágæt- lega við sig í sjónvarpi. „Ég kann ekkert annað en að tala, hvort sem það er gegnum sjónvarp eða lykla- borð, þannig að ekki stendur á minni þjónustu meðan einhver nennir að hlusta á mig.“ Spennan á toppi deildarinnar var engin á liðnu tímabili; Liver- pool stakk öll önnur lið af fyrir áramót. „Ég veit að Púlarar vilja ekki heyra það en ég verð samt að vona að það verði meiri spenna í þessu í vetur. Það er ómögulegt að vera ár eftir ár með lið sem ber höfuð og herðar yfir önnur. Ég trúi ekki öðru en að Manchester City, Manchester United og Chelsea ætli að gera eitthvað í því. Alla vega hlýtur City að ætla sér að elta Liverpool.“ – Hverjir verða meistarar í vet- ur, ef ég þrýsti þér upp við vegg? „Ef þú þrýstir mér upp við vegg þá verð ég að segja Liverpool. Ég er gríðarlegur aðdáandi Jürgens Klopps og hef fylgst með honum lengi. Hann gerði mig til dæmis að Dortmund-aðdáanda á sínum tíma. Klopp er stórkostlegur þjálfari og takist honum að halda hungrinu í þessum hópi leikmanna, án þess að kaupa nánast neitt, fer hann í sögubækur sem varla nokkur mað- ur þorir að skrifa.“ Pressa á Lampard Að sögn Tómasar Þórs verður gríðarleg pressa á Frank Lamp- ard hjá Chelsea í vetur. „Hann fékk algjöran vinnufrið með ungt lið í fyrra og gerði vel en eftir að hafa verið stórtækur á leik- mannamarkaði í sumar verður hann að skila árangri. Roman Abramovich er nákvæmlega sama hvort þú heitir Frank Lampard eða Guðjón Þórðarson, ef þú skilar ekki árangri þá er þér bara spark- að.“ Hann segir þetta af slíkri sann- færingu að ég er sjálfur hér um bil staðinn upp og genginn út með pokann minn. „Að því sögðu þá er ég mjög spenntur fyrir Chelsea-liðinu í vet- ur, sérstaklega fram á við. Ég hef áfram áhyggjur af vörn og mark- vörslu en fram á við verða þeir rosalega flottir og hafa burði til að skora mörg mörk í leik.“ Tómas Þór spáir Manchester United líka góðu gengi en sér þó hættumerki í þeim herbúðum. „Fyrstu ellefu hjá Manchester United eru á pari við fyrstu ellefu hjá Liverpool og City en menn eru komnir fram á bjargbrúnina í gæðum þegar komið er að fjór- tánda og fimmtánda manni. Þegar Ole Gunnar þarf að gera miklar breytingar á liðinu þá er hann í vandræðum.“ Ég lauma Arsenal bakdyra- megin að Tómasi Þór en hann stendur fast í ístaðið. „Arsenal verður hvorki í toppbaráttu né baráttu um meistaradeildarsæti í vetur. Arteta er hins vegar „the real deal“, svo maður sletti aðeins, maður sem veit hvað hann vill og þarf. Þessi uppbygging frá grunni sem Arsenal er komin af stað í er líka ótrúlega spennandi en hún kemur til með að taka tíma og allt umfram Evrópudeildarsæti í vetur yrði bónus.“ Loks ber Leeds United á góma en það fornfræga félag leikur nú í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í sextán ár. „Leeds þarf fleiri leik- menn. Rodrigo mun styrkja þá til muna en betur má ef duga skal. Samt held ég að þeir verði ekki í fallströggli; sigli frekar lygnan sjó. Marcelo Bielsa er auðvitað snar- ruglaður en fyrst Pep Guardiola segir að hann sé besti þjálfari sem hann hefur kynnst þá hlýtur hann að kunna eitthvað. Annars er Leeds flottur klúbbur og gaman að hafa þá í úrvalsdeildinni.“ Undir það taka ugglaust margir. AFP Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, lyftir Englandsbik- arnum 22. júlí síðastliðinn. Ver Rauði herinn titilinn? 13.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu MORÐ Sápurnar okkar eru óðum að rumska aftur eftir heimsfarald- urinn og Bretar fengu þau gleðitíð- indi á dögunum að ný sería af East- Enders væri handan við hornið. Handritshöfundar sitja nú sveittir við að skrifa kórónuveiruna inn í söguþráðinn og lekið hefur út að þessi lífseiga sápa ætli að skoða vöxt heimilisofbeldis í faraldrinum sérstaklega. Fram hefur meira að segja komið að hárgreiðslukonan unga Chantelle Atkins verði myrt af bónda sínum, Gray. Verður myrt af bónda sínum Chantelle greyið Atkins er bráðfeig. BBC/Kieron McCarron BÓKSALA 2.-8. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Lygalíf fullorðinna Elena Ferrante 2 Bekkurinn minn 1 – prumpusamloka Yrsa Þöll Gylfadóttir 3 Bekkurinn minn 2 – geggjað ósangjarnt! Yrsa Þöll Gylfadóttir 4 Glerhús Louise Penny 5 Þín eigin saga – risaeðlur Ævar Þór Benediktsson 6 Þín eigin saga – knúsípons Ævar Þór Benediktsson 7 Verstu kennarar í heimi David Walliams 8 Stormboði Maria Adolfsson 9 Líkkistusmiðirnir Morgan Larsson 10 Drottningin Fritz Már Jörgensson 1 Aldrei nema kona Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir 2 Síðustu dagar Skálholts Bjarni Harðarson 3 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 4 Barn náttúrunnar Halldór Laxness 5 Sjálfstætt fólk Halldór Laxness 6 Kokkáll Dóri DNA 7 Heimsljós Halldór Laxness 8 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 9 Selta Sölvi Björn Sigurðsson 10 Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup Haruki Murakami Allar bækur Skáldverk & hljóðbækur Ég ætla að segja stuttlega frá fjór- um bókum sem eru ofarlega í huga mér þessar vikurnar. Byrjum á Braga. Ég las mína fyrstu bók eftir Braga Ólafsson, Staða pundsins, um síðustu jól. Síðan þá er ég búinn að lesa sex aðrar bækur eftir hann. Ég heill- aðist strax af stíl- brögðum og frá- sagnarmáta Braga og þessum Reykjavíkurheimi sem hann hefur skapað þar sem persónur mis- munandi bóka koma fyrir aftur og aftur og verða þannig eins og góð- kunningjar manns. Bækur Braga eru algjör yndislestur og ég hef ítrekað staðið mig að því að hætta að lesa bara til að klára ekki bæk- urnar of fljótt. Eina af þessum bókum get ég kallað mína uppá- haldsbók en það er bókin Hand- ritið að kvikmynd Arnar Feat- herby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexon. Leiftrandi snilld út í gegn. Skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Ég hef mikinn áhuga á fólki og les því oft bækur um áhugaverða einstaklinga. Ég hef verið að glugga í bókina Og svo tjöllum við okkur á rallið: Bókin um Thor þar sem Guðmundur Andri Thorsson minnist föður síns, Thors Vilhjálmssonar. Skemmti- leg bók um Thor sem var ansi áhugaverður einstaklingur. Bókin veitir einstaka og persónulega inn- sýn í líf Thors, bæði í gegnum rit- mál og myndmál. Á náttborðinu er líka bókin Billie Holiday: The Musician and the Myth um sam- nefnda jazzsöngkonu eftir John Szwed. Bókin fjallar um einstaka hæfileika söngkon- unnar og framlag hennar til jazz- tónlistarinnar. Hún fjallar líka um hvernig óhófleg áfengis- og lyfjamis- notkun fór illa með Holiday – líkt og marga jazzmeistara síðustu aldar – en hún lést langt um aldur fram, 44 ára að aldri. Að lokum verð ég að koma að félagsfræðinni – sem ég starfa við dags daglega – og á yfirleitt hug minn allan. Ég les mikið í kringum félagsfræðina og rýni í flestar bæk- ur með félagsfræðilegum „gler- augum“. Núna síðast hef ég verið að lesa bókina This is Not Just a Painting eftir franska fé- lagsfræðinginn Bernard Lahire sem kom út nýverið. Bókin byggir á um- fjöllun um uppruna tiltekins málverks, The Flight Into Egypt eftir franska málarann Nicolas Poussin frá 1657-58, eftir að meint falsað eintak af verkinu kom fram í dagsljósið. Í bókinni gerir Lahire ítarlega greiningu á þeim félagslegu öflum og töfrum sem málverkið framkallar svo úr verður einstaklega upplýsandi út- tekt á því hvernig samfélög virka í raun og veru. VIÐAR HALLDÓRSSON ER AÐ LESA Bragi algjör yndislestur Dr. Viðar Halldórson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.