Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Síða 32
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2020
Söngvaskáldið Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem
Ingó Veðurguð, hefur ekki gert það endasleppt á þessu
undarlega ári en tvö af vinsælustu lögum ársins, Í kvöld
er gigg og Takk fyrir mig, hafa verið á flestra vörum í
sumar. Föstudagskvöldið 18. september hefst á Stöð 2
nýr skemmtiþáttur í umsjá Ingós sem ber einfaldlega
nafnið Í kvöld er gigg. Áhorfendur heima í stofu fá þar
tækifæri til að læðast baksviðs og upplifa stemninguna
þegar skemmtikraftar koma saman og telja í gleðina. Í
hverjum þætti syngur Ingó sig í gegnum íslenska tónlist-
arsögu með skemmtilegasta fólki landsins, að því er fram
kemur í kynningu Stöðvar 2, og er fjölskyldum landsins
ráðlagt að koma sér vel fyrir í sófanum heima og taka
undir.
Ingó hefur stýrt brekku-
söngnum á Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum undanfarin ár.
Morgunblaðið/Ófeigur
Giggið heim í stofu
Nýr skemmtiþáttur, Í kvöld er gigg, hefur göngu sína á Stöð 2 á föstudag-
inn kemur. Eins og nafnið gefur til kynna verður Ingó þar í fararbroddi.
„Riddaramennska“ var yfirskrift
myndatexta sem birtist á bak-
síðu Morgunblaðsins fyrir hálfri
öld, sunnudaginn 13. september
1970.
Þar sagði: „Frúin varð bensín-
laus á Hringbrautinni, eins og
alltaf getur komið fyrir hús-
mæður, sem mikið hafa um að
hugsa. Ekki er það þó þægilegt,
þegar bíllinn stanzar allt í einu á
umferðargötu eins og Hring-
brautinni.
En það er ekki bara í mið-
aldasögum, að riddarar koma
þeysandi, þegar konur lenda í
vandræðum. Nú á dögum er
riddarinn lögregluþjónn á mót-
orhjóli. Þessi þeysti umsvifalaust
eftir bensínsbrúsa og bjargaði
frúnni, svo hún komst heilu og
höldnu til síns heima.“
Blaðið hafði einnig á orði að
ljósmyndarar væru líka alla
jafna nærstaddir til að mynda
dáðir nútímariddara. Að þessu
sinni var það Sveinn Þormóðs-
son.
Tímarnir breytast og frétt-
irnar með.
Á baksíðunni þennan dag mátti
líka lesa um það að Jón Helgason
prófessor leiddi að því líkum í af-
mælisriti Einars Ól. Sveinssonar
að Egill Skallagrímsson hefði ekki
ort kvæðið fræga Höfuðlausn.
GAMLA FRÉTTIN
Riddara-
mennska
Frúin fylgist hin ánægðasta með laganna verði kippa málunum í liðinn.
Morgunblaðið/Sv. Þorm.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Gillian Welch
bandarísk söngkona
Rúnar Pálmason
upplýsingafulltrúi Landsbankans
Hugo Weaving
breskur leikari
... stærsti
uppskriftarvefur
landsins!