Morgunblaðið - 06.10.2020, Side 12

Morgunblaðið - 06.10.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 6. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.28 Sterlingspund 178.89 Kanadadalur 103.95 Dönsk króna 21.798 Norsk króna 14.872 Sænsk króna 15.559 Svissn. franki 150.3 Japanskt jen 1.3144 SDR 195.01 Evra 162.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.8161 Hrávöruverð Gull 1906.4 ($/únsa) Ál 1705.0 ($/tonn) LME Hráolía 40.65 ($/fatið) Brent BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ein af þeim íslensku auglýsinga- stofum sem kepptu um að fá að gera kynningarherferðina „Ísland saman í sókn“, en fékk ekki, er nú með lögsókn í undirbúningi vegna málsins. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Telur stofan að um brot á lögum um opinber innkaup sé að ræða. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í vor hlaut alþjóð- lega auglýsingastofan M&C Saatchi hæstu einkunn valnefndar fyrir verkefnið, en það var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu og bár- ust fimmtán tilboð. Samstarfsaðili M&C Saatchi hér á Íslandi er aug- lýsingastofan Peel. 1.500 milljónum var varið í verkefnið, en stærstur hluti fjárins fer í auglýsingabirting- ar á erlendum vettvangi. Markmiðið var að kynna áfangastaðinn Ísland á völdum erlendum mörkuðum. Ekki raunverulegir hátalarar Fyrsta verkefni „Ísland saman í sókn“ sem kom fyrir sjónir manna, hér á landi og víða um heim, var hin svonefnda „öskurherferð“ en hún gekk út á að fá erlenda ferðamenn til að öskra frá sér streitu. Yfirskrift herferðarinnar var „Let it Out“ eða Losaðu þig við það, í lauslegri ís- lenskri snörun. Hægt var að taka upp öskur í gegnum tölvu eða síma á heimasíðu átaksins, og var sjö gul- um hátölurum komið fyrir víðs veg- ar um landið til að öskrin fengju að njóta sín úti í náttúrunni. 50 þúsund öskur bárust á heimasíðu átaksins. Margir hér á Íslandi gagnrýndu herferðina, meðal annars á þeim forsendum að ekki ætti að raska ró fólks úti í náttúrunni. Eins og Magnús Magnússon hjá Peel segir í samtali við Morgunblaðið voru hátalararnir í kynningarefni her- ferðarinnar ekki raunverulegir, heldur einungis myndskreyting. Öll öskur, sem fólk tók upp í gegn- um netið, voru spiluð í mun minni hátölurum sem staðsettir voru töluvert aftan við þá gulu. Þá var hljóðstyrkur mjög hófstilltur. Enn fremur segir Magnús að staðirnir sem hátalararnir voru settir upp á, hafi ekki verið í alfaraleið, til að tryggja að enginn yrði fyrir ónæði. Sá hátalari sem hafi fengið flestar heimsóknir hafi verið sá sem var á Rauðasandi. Vakti mikla athygli Magnús segir að herferðin hafi vakið mikla athygli. Um hana hafi verið fjallað í 900 erlendum frétta- miðlum, þar á meðal stórum og þekktum sjónvarpsstöðvum og stór- blöðum. Magnús segir, spurður um stöð- una á „Ísland saman í sókn“, að þessa dagana sé aðallega verið að vinna í almannatengslum erlendis í samstarfi við Íslandsstofu, ásamt því að undirbúa næsta auglýsinga- verkefni sem hrinda á í framkvæmd um leið og landamærin opnast á ný. Markmiðið nú sé að halda vöru- merkinu Íslandi að fólki, svo það haldi áfram að „dreyma um að koma hingað“, eins og Magnús orðar það. „Markmiðið er að fólk langi að koma hingað um leið og landamærin opn- ast.“ Langt umfram væntingar Magnús segir að í dag sé sam- keppnin um athygli ferðamanna mikil. Kórónuveirufaraldurinn sé alþjóðlegt fyrirbæri, og allir vilji laða að ferðamenn þegar faraldrin- um ljúki. Þegar Inspired by Ice- land-herferð Íslandsstofu hafi farið í gang árið 2010 hafi Ísland notið mikillar alþjóðlegrar athygli vegna gossins í Eyjafjallajökli. Magnús segir að markmiðið með Öskurherferðinni hafi verið að fá umfjöllun í 50 erlendum fréttamiðl- um. Það að ná til 900 miðla hafi ver- ið langt umfram væntingar. „Við teljum að þetta sé umfjöllun sem sé 2,5 milljarða króna virði.“ Lögsókn í undirbúningi Náttúra Gulu hátalarnir í Öskurherferðinni voru ekki raunverulegir hátalarar. Þeir hafa nú verið fjarlægðir.  Íslensk auglýsingastofa hyggst leita réttar síns vegna „Ísland saman í sókn“  900 fréttamiðlar sögðu frá öskurherferðinni, sem er metfjöldi  Verðmæti umfjöllunarinnar 2,5 milljarðar króna Ljósmynd/InspiredByIceland Auglýs- ingastofan M&C Saatchi viðurkenndi í lok síðasta árs bókhalds- misferli og er til rann- sóknar hjá breska fjár- málaeftirlit- inu. Viðskipti með bréf félagsins hafa nú verið stöðvuð þar sem fé- lagið hefur ekki enn skilað árs- reikningi fyrir síðasta ár. M&C Sa- atchi segir að tafirnar stafi af villu í bókhaldi félagsins. Spurður að því hvort það hafi einhver áhrif á „Ísland saman í sókn“ að við- skipti með bréfin hafi verið stöðv- uð, segir Magnús svo ekki vera. „Viðskiptin verða stopp í tvær til þrjár vikur á meðan endurskoð- unarfyrirtækið PwC fer aftur yfir ársreikninga fyrirtækisins til að tryggja að það lendi ekki aftur í vandræðum, líkt og fjallað var um í vor. Það má segja að M&C Sa- atchi séu að tryggja sig, og vilja vera með bæði belti og axlabönd í þessum efnum. Þeir vilja tryggja að ekkert misjafnt megi finna í ársreikningnum. Vegna kór- ónuveirunnar hefur það tekið lengri tíma en ella að skila inn gögnum, og því eru viðskipti með bréfin stöðvuð. Þetta hefur engin áhrif á okkur, eða samstarfið við M&C Saatchi.“ Viðskipti stöðvuð BÓKHALD M&C SAATCHI RANNSAKAÐ Í BRETLANDI Magnús Magnússon. STUTT ● IATA, alþjóða- samtök flugfélaga, hafa fært niður fyrri spá sína um umsvif í farþega- flugi á heimsvísu á þessu ári. Fyrri spá gerði ráð fyrir að samdráttur upp á 63% yrði miðað við fyrra ár. Nú telja samtökin hins vegar að hann verði töluvert meiri eða 66%. „Innanlandsmarkaðir bentu í rétta átt – þeir voru á ákveðnum tímapunkti u.þ.b. 50% niður miðað við fyrra ár. Aðalvandamálið er sem fyrr millilanda- flugið,“ sagði Brian Pearce, aðal- hagfræðingur IATA, á blaðamannafundi í gær. Benti hann á að hægst hefði á upptakti sem vart hefði orðið við á mörgum mörkuðum. Þá hefði komið í ljós í september að á sumum mörk- uðum hefði ekki aðeins hægt á þróun- inni í rétta átt heldur hefði staðan snú- ist flugfélögunum í óhag. IATA bendir á að þótt enn sé alvar- legt hökt á markaðnum þá geri sam- tökin enn ráð fyrir að fluggeirinn verði búinn að ná fyrri vopnum sínum 2024. Sú spá byggir hins vegar á því að á öðrum árshelmingi næsta árs verði komið fram bóluefni gegn kór- ónuveirunni.„Áhyggjur okkar lúta meira að næstu 12 mánuðum – og við vonum klárlega að skilvirkari og ódýr- ari leiðir til skimunar geti bætt stöð- una.“ IATA færir niður far- þegaspá fyrir árið 2020 ● Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 39,3 milljörðum króna í september. Jafngildir það 1.786 milljónum á dag. Jukust viðskiptin um 24,2% frá ágústmánuði. Hins vegar nemur hækkunin aðeins 0,8% sé litið til septembermánaðar 2019. Mest voru viðskipti með bréf Marels eða 6,9 milljarðar, Arion banka, 5,7 milljarðar og Símans, 3,7 milljarðar. Heildarfjöldi viðskipta var 3.546 eða að jafnaði 161 á dag. Milli ára fjölg- aði þeim um 57% en þau voru 2.257 í septembermánuði 2019. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,86% í mánuðinum. Hefur hún nú, eftir lok við- skipta í gær, lækkað um 2,66% frá ára- mótum. Veltan í Kauphöll í sept- ember svipuð og í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.