Morgunblaðið - 06.10.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020
Landsins mesta úrval af
settum
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Bitasett 54 stk.
Vörunr. BHS54BC
Bitasett 35 stk.
Vörunr. BHS35BC
Árið 2017 flutti ég
búferlum og seldi eign
og keypti aðra og átti í
afgang þrjár milljónir
króna, sem ég lagði í
bundna verðtryggða
bók til þriggja ára hinn
16.9. 2017. Um daginn
vitjaði ég höfuðstóls-
ins, sem þá var laus.
Niðurstöður þessarar
ávöxtunar fylgja hér á
eftir og er miðað við verðtryggingu,
bankainnistæðu 16.6. 2020 og gengi
bandaríkjadollara og svissnesks
franka:
(tafla og mynd)
Þarna sést að ef ég
hefði keypt svissneska
franka og geymt undir
koddanum í þrjú ár
hefði ég hagnast um 885
þús. kr. umfram það
sem ég fékk frá bank-
anum en 656 þús. kr. ef
ég hefði geymt dollara
undir sama kodda.
Ástæða þessarar herfi-
legu útreiðar íslenskrar
innistæðu er tvíþætt. Í
fyrsta lagi miðast ís-
lensk verðtrygging ekki
við gengi gjaldmiðla heldur
meðaleinkaneysluútgjöld sem end-
urspegla seint og illa verðmæti pen-
inga. Samt er fjármagnstekjuskatt-
urinn verri sökudólgur og hefur
vinur minn Vilhjálmur Bjarnason
gert honum góð skil hér í blaðinu.
Þar verð ég að játa syndir mínar:
Fyrir um 25 árum var ég skipaður í
nefnd til þess að koma á fjármagns-
tekjuskatti. Þar var sjálfur ráðu-
neytisstjórinn Indriði Þorláksson og
urðum við fljótt sammála um að
þessar tekjur bæri að skattleggja
eins og aðrar tekjur. Forystumenn
verkafólks í nefndinni töldu það frá-
leitt og skipti nú engum togum að
Indriða var vikið úr nefndinni og inn
kom hlýðnari maður. Forystumenn
verkafólks töldu einnig ófært annað
en að skattleggja verðbætur eins og
vexti saman, því ógjörningur væri að
greina í sundur verðbætur og vexti.
Þetta varð ofan á. Sagt var að skatt-
urinn yrði einungis 10%, en verka-
lýðsflokkur hækkaði þetta síðan í
22%.
Þetta er vitlausasti gerningur sem
ég hef staðið að og bið ég Guð og
þjóðina að fyrirgefa mér að hafa ekki
reynt að gera allt vitlaust á þessum
tíma.
Játning
Eftir Guðmund
Ólafsson
Guðmundur
Ólafsson
»Um verðrýrnun
bankainnistæðna
Höfundur er lektor emeritus.
Örlög verð tryggðrar innistæðu
Mismunandi ávöxtun 3 m.kr. í 3 ár frá 16.9. 2017
Bandaríkjadalir Svissneskir
frankar
Hækkun m.v.
verðbótavísitölu
Verðtryggð
bankainnistæða
3,942
m.kr.
4,171
m.kr.
3,241
m.kr.
3,286
m.kr.
4,5
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
Eins og margir hafa
tekið eftir stendur yfir
átak undir yfirskriftinni
„Láttu það ganga“,
átak sem atvinnurek-
endasamtökin og hið
opinbera standa að. Til-
gangur átaksins er að
fá neytendur á Íslandi
til að kaupa íslenskar
vörur og þjónustu,
framleiddar og fram-
reidda á Íslandi, og með því stuðli
neytendur að bættum sameiginlegum
hag þjóðarinnar og þá ekki síst sjóðs
okkar allra, ríkissjóðs. Ekki það ein-
asta að fleiri krónur verði eftir í rík-
issjóði við slíkt heldur veitir það fleir-
um störf sem síðan aftur skapar ríkinu
tekjur. Þannig hefur hið opinbera, ríki
og sveitarfélög, mörgum sinnum
tekjur af þessari hringrás, aftur og
aftur, árum saman. Þetta er svo auð-
velt reiknisdæmi að það þarf ekki að
eyða tíma í að reikna það, hið opinbera
fær alltaf meira af þeirri verðmæta-
sköpun sem á sér stað á Íslandi en í
öðrum löndum. Margir einstaklingar
hafa ekkert annað val en að kaupa það
ódýrasta, en hið opinbera er í þeirri
stöðu að taka hlut allan
hringinn, fá meira út úr
virðiskeðjunni, ekki ein-
staklingarnir. Því er
ábyrgð þess meiri. Ekki
skal gera lítið úr því að-
haldi sem samkeppni við
íslenskar vörur og þjón-
ustu frá útlöndum veitir.
Þau störf og þjónusta
sem skapast í landinu við
innflutning eru vissulega
til staðar en klárlega í
minna umfangi og eðli
málsins samkvæmt enda færri krónur
í ríkissjóði þeirra vegna.
Slæm fordæmi hins opinbera
Því miður er það svo að þegar átak
sem þetta í gangi að þá er hið op-
inbera með allt niður um sig. Ekki
vantar það að ráðherrar mæti og
mæri íslenska framleiðslu og mik-
ilvægi hennar og ég geri ráð fyrir að
stuðningur þeirra sé einlægur en í
honum er engu að síður holur hljóm-
ur. Þessir sömu ráðherrar hafa undir
sér aragrúa opinbers rekstrar, stofn-
un eftir stofnun. Í flestum þessara
stofnana eru mötuneyti þar sem
keypt er inn frosin erlend framleiðsla
í tonnavís í hverjum mánuði. Hið
sama ríkisvald og styður það heils-
hugar að fólk kaupi íslenskt ætlar
ekki að gera það sjálft f.h. ríkisins.
Og tvöfeldnin er víða. Þannig bauð
hið opinbera út annað sambærilegt
átak til kynningar á íslenskum vörum
og þjónustu, nú fyrir útlendinga.
Kynningarátak í útlöndum til að
lokka hingað ferðamenn. Milljarður
var undir og erlendu tilboði var tekið
fegins hendi og reiddur fram stabbi
af gjaldeyri fyrir, enda nóg til eftir
margra ára söfnun, þökk sé einmitt
íslenskum fyrirtækjum sem sköpuðu
tekjur fyrir hið opinbera. Það sér
hver maður að meirihluti þessara við-
skipta hins opinbera endar í annars
lands ríkiskassa. Og áfram skal hald-
ið. Sjálft forsetaembættið tók sig
saman í andlitinu og mublaði sig upp
með „íslenskum“ húsgögnum. Eðli-
legt og sjálfsagt það. Við nánari skoð-
un kom svo í ljós að mublurnar góðu
voru bara hannaðar á Íslandi en ekki
smíðaðar. Því ekki að ganga alla leið í
því? Er það skrýtið að um mann
hríslist aulahrollur þegar maður
horfir á ríkið „láta það ganga“ …aft-
urábak.
Láttu það ganga –
bara ekki afturábak
Eftir Steinþór
Jónsson
Steinþór Jónsson
» Því miður er það svo
að þegar átak sem
þetta í gangi að þá er hið
opinbera með allt niður
um sig.
Höfundur rekur fyrirtæki.
steinthorj@hotmail.com
Undanfarin 25 ár
hafa fjölmargir útlend-
ingar flutt til Íslands
til að lifa, starfa og
nema, eins og allir vita.
Sumir hafa dvalist hér
í skamman tíma, aðrir
ílengst og sest hér að
til frambúðar. Hin
hraða uppbygging
ferðaþjónustunnar
hefði aldrei orðið nema
fyrir vinnuframlag
þessa góða fólks. En ferðaþjónustan
er ekki eina atvinnugreinin sem not-
ið hefur góðs af þessari þróun, það
hafa margar grunnatvinnugreinar
einnig gert. Mikið hefur verið að
gera hjá þeim hópi fólks sem hefur
unnið við ferðaþjónustu. Þrátt fyrir
góðan ásetning margra um að læra
íslensku hefur minna orðið úr hjá
mörgum, einkum vegna anna. En nú
er lag.
Nú á haustönn er gríðarleg eftir-
spurn eftir íslenskunámi hjá
Fræðslunetinu – símenntun á Suð-
urlandi. Svo mikil að mörgum um-
sækjendum þarf að vísa frá. Því
miður hafa stjórnvöld ekki séð
ástæðu til þess að bæta við fjár-
munum vegna íslenskunáms útlend-
inga á þessum sérstöku tímum. Nú
hafa margir bæði góðan tíma og
vilja til að læra og styrkja þannig
stöðu sína á vinnumarkaði og í ís-
lensku samfélagi. Í raun er þetta
óskiljanlegt og mikið vanþakklæti til
alls þess góða fólks sem hefur lagt
okkur lið á tímum uppgangs í at-
vinnulífinu. Á Suðurlandi eru um
þessar mundir 1.200 manns í at-
vinnuleit og er helmingurinn fólk
með erlent ríkisfang.
Í tillögum Sam-hópsins, samhæf-
ingarhóps um atvinnu- og mennta-
úrræði, dagsettum 3. júlí 2020, er
ekki að finna tillögu um að efla og
styrkja íslenskunám útlendinga með
beinum fjármunum í kjölfar CO-
VID-19. Þar stendur orðrétt:
„Það er álit SAM hópsins að end-
urskoða beri allt íslenskunám fyrir
útlendinga og leggur hópurinn til að
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið hafi forgöngu um slíka endur-
skoðun þar sem byggt verði á stöðu-
mati í íslensku en nauðsynlegt er að
samræma það og byggja á hæfni-
kröfum A-C í evrópska tungumál-
arammanum.“
Það er því eðlilegt að spyrja:
Hver er tímarammi þessarar endur-
skoðunar? Það er vissulega þörf á
endurskoðun og þróun í þessum efn-
um, en hvenær má vænta þess að
þeirri vinnu verði lokið? Mun þetta
nýtast þeim mikla fjölda útlendinga
sem nú leita sér að nýrri vinnu og
vilja um leið læra íslensku?
Sam-hópurinn leggur til að að-
ferðir í raunfærnimati, bæði á ensku
og pólsku, verði þróað-
ar, sem er góðra gjalda
vert. Einnig er lögð
áhersla á að vottaðar
námsleiðir FA geti
nýst sem vinnumark-
aðsúrræði, m.a. fyrir
þennan hóp. Er þá ekki
ástæða til að ætla, að
til þess að fólk af er-
lendum uppruna geti
stundað slíkt nám, sé
grunnurinn góð ís-
lenskukunnátta?
Símenntunar-
miðstöðvar standa
frammi fyrir þeim raunveruleika að
vaxandi fjöldi útlendinga óskar þess
að sækja ýmiskonar nám sem þær
bjóða upp á og þá koma tungu-
málaörðugleikar oft við sögu. Ekki
er raunhæfur möguleiki að bjóða
upp á nám á erlendum tungumálum
úti á landi, einkum vegna fámennis
og mikils kostnaðar við slíkt.
Í apríl 2020 voru tæp 14% lands-
manna af erlendum uppruna eða ríf-
lega 50.000 manns. Um 8.000 þeirra
eru nú án atvinnu eða að hluta til og
því má gera ráð fyrir yfir 20% at-
vinnuleysi meðal þeirra. Margir í
þessum hópi vilja nú nýta tímann til
að læra íslensku eins og áður hefur
komið fram. Rannís, í umboði
mennta- og menningarmálaráðu-
neytis, veitir árlega styrki til ís-
lenskukennslu til viðurkenndra
fræðsluaðila. Síðastliðin ár hefur
eftirspurn verið nokkurn veginn í
takt við þá styrki sem veittir hafa
verið, en svo er ekki nú.
Íslenskukennsla fyrir fullorðna
útlendinga virðist því miður vera al-
gerlega munaðarlaus málaflokkur í
mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu. Námskrár-, námsefnisgerð
og öll þróun hefur setið á hakanum í
fjölda ára. Það er gott að nú eigi að
endurskoða þetta kerfi. Slíkt getur
tekið tímann sinn. Það er samt sem
áður gríðarlega mikilvægt að strax
verði sett aukið fé til íslensku-
kennslu svo hægt verði að bregðast
við þeirri eftirspurn sem nú hefur
skapast. Sé vilji til þess að skapa
fjölmenningarsamfélag hér á landi
sem sómi er að þarf að sinna þeim
hópi sem hefur íslensku sem annað
tungumál miklu betur. Nú er lag.
Eftir Steinunni Ósk
Kolbeinsdóttur
» Því miður hafa
stjórnvöld ekki séð
ástæðu til þess að bæta
við fjármunum vegna ís-
lenskunáms útlendinga
á þessum sérstöku tím-
um.
Steinunn Ósk
Kolbeinsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri
íslenskukennslu hjá Fræðslunetinu –
símenntun á Suðurlandi.
steinunnosk@fraedslunet.is
Fálæti stjórnvalda
í garð útlendinga
á tímum covid