Morgunblaðið - 06.10.2020, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020
Happdrætti vikulega
út október
ára
Afmælishátíð
28. október
„ER ÞETTA NAUÐSYNLEGT? ÉG ER ÞEGAR
BÚINN AÐ SJÚGA ALLA ÁNÆGJU ÚR ÞVÍ
AÐ VINNA HÉRNA AÐ MARGRA SÖGN.”
„hvenær var þessi passamynd
tekin?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum togstreita.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞEF
ÞEF
ÞEF
ÞEF
ÞEF
NÆSTA „SPYRÐU
HUNDINN” KEMUR FRÁ
RAUNVERULEGUM HUNDI
EINHVER SEM
ÞÚ ÞEKKIR?
PLÖNUM FRÍ! HELDURÐU
AÐ ÞRJÁR VIKUR Í
FENEYJUM VÆRU EKKI
GÓÐ SKEMMTUN?
KANNSKI … ÉG SKAL SENDA ÞÉR PÓSTKORT OG LÁTA ÞIG
VITA!
leikið mér mikið með olíuliti og vatns-
liti.“ Guðmundur og Bergdís hafa allt-
af verið mikið fyrir útvist og þekkja
landið vel í gegnum fjölmargar göngu-
ferðir um fjöll og firnindi. Auk þess
hafa þau mikið spilað golf í gegnum
tíðina og búa nánast á golfvellinum í
Grafarvogi.
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar er Bergdís
Helga Kristjánsdóttir, f 6.5. 1943,
hjúkrunarfræðingur. Foreldrar henn-
ar voru Elín Þórðardóttir, f. 18.12.
1914, d. 2002 og Kristján Hermann
Jónatansson, f. 14.9. 1914, d. 1992.
Fósturfaðir hennar var Hreggviður
Guðmundsson, f. 28.5. 1914, d. 2001.
Fyrri eiginkona Guðmundar var Erla
Jónsdóttir, f. 22.10. 1929, bókasafns-
fræðingur. Börn Guðmundar eru
Bjarni, f. 15.5. 1955, fv. lögreglumaður;
Hallur, f. 5.1. 1957, vélvirkjameistari;
Snorri, f. 16.9. 1962, fiskeldisfræðingur
og verktaki. Stjúpdóttir Guðmundar
er Elín Arna Þorgeirsdóttir, f. 13.5.
1967, félagsfræðingur. Systur Guð-
mundar eru tvíburarnir Sigríður (d.
8.12. 2013) og Hildur f. 15.3. 1929 (d.
1.9. 2009) og Þóra, f. 2.3. 1940.
Foreldrar Guðmundar voru Bjarni
Valdimar Guðmundsson læknir, f.
11.6. 1898, d. 8.12. 1973 og Ásta Magn-
úsdóttir, f. 2.8. 1902, d. 27.1. 1997. Þau
bjuggu á Brekku í Fljótsdal, Flateyri,
Patreksfirði og Selfossi.
Guðmundur
Bjarnason
Ásta Antonsdóttir
húsfreyja áArnarnesi, Ytri-
Haga, Árgerði og Akureyri
Sigurður Sigurðsson
Draupnisformaður, bóndi og
hákarlaskipstjóri íArnarnesi á
Galmaströnd, síðarAkureyri
Margrét Sigríður Sigurðardóttir
húsfreyja í Hamarskoti áAkureyri
Magnús Jónsson
bóndi í Hamarskoti áAkureyri og síðar
ökumaður og bóndi í Garði,Akureyri
Ásta Magnúsdóttir
húsfreyja á Brekku í Fljótsdal,
Norður-Múlasýslu,Ólafsfirði,
Patreksfirði og Selfossi
Anna Þorláksdóttir
húsfr. í Hamarskoti áAkureyri
Jón Jónsson
bóndi í Hamarkoti áAkureyri
Jósep Jónsson
er faðir Jóhannesar Jósepssonar
hótelhaldara á Hótel Borg og glímukappa
Þuríður Magnúsdóttir
húsfreyja í Króki,
Villingaholtssókn, Árn.
Fluttist síðar tilAmeríku
Björn Snæbjarnarson
b íKróki,Villingaholtssókn, Árn.
Hildur Björnsdóttir
húsfreyja í Önundarholti,
Villingaholtshrepp, Árn.
Guðmundur Bjarnason
bóndi í Önundarolti í
Villingaholtshrepp, Árn.
Valgerður Eiríksdóttir
húsfreyja í Önundarholti
Bjarni Guðmundsson
bóndi í Önundarholti Villingasókn, Árn.
Úr frændgarði Guðmundar Bjarnasonar
Bjarni Valdimar
Guðmundsson
læknir á Brekku í Fljótsdal,
Norður-Múlasýslu,Ólafsfirði,
Patreksfirði og Selfossi
Ádögunum birtist hér í Vísna-horni lítið ljóð um Akureyr-
arlistann eftir Helga R. Einarsson.
Nú hefur hann ort ögn meira og
kallar „Meira að norðan“:
Á óvildinni nú ala
engir lengur en hjala
um snjómokstur gatna
og greiðsluþol skatna.
Ei minnast á horn eða hala.
Ef tekst því að fara með friði
þessu framsýna norðanliði,
kannski þau brenna
suður og kenna
kurteisi’ og mannasiði.
Ólafur Stefánsson sendi mér póst,
þar sem hann segir: „Samgöngu-
ráðherra mótmælti fullyrðingum
stjórnarandstöðunnar, sem ýmist
sagði stefnu stjórnarinnar helbláa
sjálfstæðisstefnu eða sósíalisma“:
Sigurð Inga sígur í
sært er hans næma geð.
Hann færir rökin fyrir því
að Framsókn sé líka með.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir spyr
á Boðnarmiði: „Hvað er klám?“
Hve oft er spurt er umhugsunar vert
en alltaf finnst mér nægja þetta svar.
„Klám er eitthvað illa og vitlaust gert
og óviturlegt tal um kvennafar.“
Sigurlín Hermannsdóttir segir að
nú sé farið að dimma og þá fari
ýmsir svipir á kreik:
Drauginn hann Desmýrar-Jón
dreymdi um alt-saxófón.
Var hræddur við myrkur
því horfinn var styrkur.
Hann var ekki svipur hjá sjón.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir að
gefnu tilefni:
Ég vorkenni mjög henni Veiru
Vagnsdóttur bónda á Leiru
sem nú hrakin og hædd er á fundum
og hugleiði oft á þeim stundum
hvort öll hennar erfiða vera
hafi eitthvað með nafnið að gera.
Indriði á Skjaldfönn rifjar upp
að Sighvatur Björgvinsson sagði
eitt sinn á þingmennskuárum sín-
um að dilkar á Grænlandi væru
miklu vænni en þeir íslensku. Her-
mann Jóhannesson þingritari
horfði af svölum yfir þingbekki og
kvað.
Hér er sægur af sællegum föllum
en Sighvatur ber af þeim öllum.
Mér sýnist ei vafi
að sauðurinn hafi
gengið á grænlenskum fjöllum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af snjómokstri og
Desmýrar-Jóni