Morgunblaðið - 06.10.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.10.2020, Qupperneq 32
Tónleikaröðin „Beethoven í 250 ár“ heldur áfram í Salnum í Kópavogi í kvöld, klukkan 19.30, og verða þá fluttar fimm af píanósónötum meistarans. Thomas Higgerson flytur sónötu nr. 7 í D-dúr, Peter Máté són- ötu nr. 11 í B-dúr, Mathias Halvorsen sónötu nr. 19 í g-moll og Nr. 20 í G-dúr, og þá mun Aladár Rácz flytja sónötur nr. 13 í Es-dúr. Á undan hverri sónötu les Arnar Jónasson leik- ari úr bókinni „Beethoven – í bréfum og brotum“ sem Árni Kristjánsson tók saman. Tak- markaður sætafjöldi er í boði á tónleikana vegna fjarlægðar- og fjöldatak- markana en farið er eftir öllum sóttvarnareglum í hvívetna. Fimm píanósónötur Ludwigs van Beethoven fluttar í Salnum í kvöld Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Samsöngur eldri borgara í sam- félagshúsinu Aflagranda í Reykja- vík er aftur byrjaður að óma eftir hádegi á miðvikudögum eftir að hafa legið niðri í samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins. „Við köllum þetta söngstund við píanóið og hérna syngur hver með sínu nefi með það að markmiði að njóta söngsins og samverunnar sem best,“ segir Helga Gunnarsdóttir, stjórnandi hópsöngsins og undir- leikari undanfarinn áratug. „Svo fáum við okkur kaffi saman á eftir.“ Helga var tónmenntakennari í rúma þrjá áratugi, lengst af í Mela- skólanum, og eftir að hún hætti að kenna 2010 var hún beðin að stjórna samsöng á Aflagranda. „Ég taldi mig hafa lokið ævistarfinu en sló til vegna þrýstings og er hér enn ára- tug síðar. Þetta var strax svo gam- an, allir skemmtu sér vel og ekki síst ég. Það hefur ekki breyst.“ Gleðin fyrir öllu Lagavalið hefur alla tíð verið í höndum Helgu. Hún segist hafa tínt til texta af ýmsum toga, jólalög, sumarsöngva og svo framvegis, stækkað letrið, prentað og ljósritað. „Ég spurði fólkið hvort það vildi syngja önnur lög en svörin voru öll á sömu lund, „þetta er fínt hjá þér“, svo ég hélt mig við planið. Smám saman ákvað ég að blanda öllum lögunum saman með skemmtana- gildið í huga frekar en að binda þau við árstíðir.“ Leggur samt áherslu á að jólalögin séu eingöngu sungin á aðventunni. Að sögn Helgu falla gömlu dægurlögin og ættjarðarlögin alltaf vel í kramið og hún haldi sig við þau enda sé gleðin aðalatriðið. „Ég kann heldur ekki nýjustu lögin,“ segir hún. Helga segir að öðruvísi sé að skipuleggja tímana og syngja með fólkinu á Aflagranda en þegar hún hafi verið í kennslu. Þá hafi áhersla verið á að fylgja ákveðinni námskrá og sérstakar kröfur verið gerðar til þeirra sem voru í skólakórnum. „Hérna er ég bara ein af hópnum en munurinn á mér og hinum er sá að ég vel lögin og spila undir.“ Fjöldasöngurinn hefur verið viku- lega frá miðjum september og út maí en kórónuveirufarldurinn hefur sett strik í reikninginn í ár og því byrjaði Helga seinna þetta haustið, en fjórði tíminn verður á morgun. Söngvararnir þurfa ekki að búa í húsinu heldur geta allir verið með. Helga segir að tímarnir hafi spurst út og til dæmis hafi fólk, sem hún hafi verið með í sundleikfimi í Vest- urbæjarlauginni, látið sjá sig. „Ég byrjaði með tíu manns og mest hafa verið yfir þrjátíu,“ segir hún. Bætir við að veiran hafi áhrif og fjölda- söngurinn sé öðruvísi þegar fólkið sé dreift um salinn vegna tveggja metra reglunnar. „Við finnum fyrir aukinni samkennd þegar við sitjum þétt saman og þá styrkist fólkið í tóninum, en við verðum að þreyja þorrann og góuna og vona að ástandið verði fljótlega eðlilegt. Enn er von.“ Söngvararnir syngja hver með sínu nefi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Aflagranda Helga Gunnarsdóttir stjórnar samsöng og spilar á píanó.  Vikuleg söngstund við píanóið með Helgu fyrir eldri borgara Reglur Söngvararnir dreifa sér um salinn vegna tveggja metra reglunnar. STAN model 3035 L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- DUCA model 2959 L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- L 241 cm Leður ct. 10 Verð 549.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- GOLF model 2945 L 176 cm Áklæði ct. 70 Verð 239.000,- L 216 cm Áklæði ct. 70 Verð 259.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla AVANA model 2570 L 224 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,- L 244 cm Leður ct. 10 Verð 489.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Eftir að ellefta umferðin í Pepsi Max-deild karla var loks leikin á sunnudaginn er 18 umferðum lokið (mínus einn leikur) og þá blasa við tvær stórar spurningar: Hvenær verður Valur Íslandsmeistari? Verður það í næstu eða þarnæstu umferð? Verður Steven Lennon fyrstur í sögunni til að skora 20 mörk í efstu deild karla? Lennon hefur rokið upp markalista efstu deildar og þá eru hann og Atli Sigurjónsson nú efstir í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins. »26 Efstur í markaskorun og í M-gjöf ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.