Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  236. tölublað  108. árgangur  ENN LANGT Í LAND Í ÞÁTT- TÖKU KVENNA ÞORSKELDI DREGIST SAMAN AGNES JOY OG HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR ÓNÝTT TÆKIFÆRI 12 EDDUVERÐLAUNIN AFHENT 24VIÐSKIPTI 12 SÍÐUR Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2 Viðar Guðjónsson Freyr Bjarnason Oddur Þórðarson Hallur Már Hallsson Stjórnvöld hafa boðað hertar að- gerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú herjar á Íslendinga. Tveggja metra reglan verður aftur tekin í gildi, auk þess sem samkomutakmarkanir miðast áfram við 20 manns. Þá verð- ur sundlaugum lokað og afgreiðslu- tími veitingahúsa verður til 21 í stað 23 áður. Þá verður hvers konar þjónusta sem krefst snertinga óheimil. Meðal annars ber hár- greiðslustofum að hætta starfsemi sinni. Íþróttakappleikir innandyra eru ekki leyfðir og leikir utandyra verða heimilaðir, en áhorfendur mega ekki vera fleiri en 20 og skulu þeir vera í merktum sætum. Svip- aðar reglur verða í leik- og kvik- myndahúsum þar sem hámarks- fjöldi gesta verður 20. Þá verður grímuskylda í verslunum þar sem ekki tekst að tryggja tveggja metra regluna. Eru aðgerðirnar til komnar eftir að 99 smit greindust á mánudag. Ekki má mikið út af bregða Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is að mikill viðbúnaður vegna flutninga á smit- uðum sjúklingum gerði það að verk- um að álag á sjúkraflutningamönn- um hefur aukist. Ekki megi mikið út af bregða svo röskun verði á þjón- ustu. „Það er klárlega mikið álag. Sérstaklega vegna Covid-flutning- anna. Þeir eru flóknari og umfangs- meiri en aðrir flutningar,“ segir Jón Viðar. „Það þarf meiri viðbúnað. Þú þarft að klæða þig í viðeigandi bún- að og svo þarf að sótthreinsa bílana áður en þeir eru notaðir aftur,“ seg- ir hann. Hann segir að sjúkraflutninga- menn þurfi einnig að skipta um hlífðarfatnað eftir hvern flutning. „Allt verður umfangsmeira, hver flutningur tekur lengri tíma en venjulega, undirbúningur er meiri og eftirvinnan líka,“ segir Jón Við- ar. Óttast var í gær að hætta þyrfti leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu næstu tvær vikurnar hið minnsta, auk þess sem þrír landsleikir karla- landsliðsins voru í hættu. Í tillögum sóttvarnalæknis er þó tekið fram að íþróttir utandyra verði áfram leyfð- ar, en án áhorfenda, og því eru allar líkur á því að landsleikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM, sem fara á fram á morgun, verði spilaður. Morgunblaðið/Kristján H. Johannessen Sjúkraflutningar 99 smit greindust við skimun í fyrradag, þar af voru 95 á höfuðborgarsvæðinu. Mikið álag er á sjúkraflutningum núna vegna faraldursins. 99 smit greindust 5. október 3.571 er í sóttkví 747 með virk smit 15 eru á súkrahúsi 4 eru á gjörgæslu FARALDUR Á FLEYGIFERÐ 96 börn eru í einangrun 1 í einangrun áAusturlandi Veiran breiðist hratt út  Hertar aðgerðir stjórnvalda eftir að 99 smit greindust á mánudag  Tveggja metra reglan tekin upp, grímuskylda og sundlaugum lokað  Landsleikur Íslands við Rúmeníu fer líklega fram án áhorfenda MHertar aðgerðir »4, 8 og 23 Ákaflega mikill munur er milli ein- stakra grunnskóla Reykjavíkur þegar litið er til lesskilnings barna við lok 2. bekkjar. Í Hamraskóla í Grafarvogi voru 85% nemenda í les- skimun með viðunandi lesskilning, en í Selásskóla í Árbæ reyndust ein- ungis 30% með nægan lesskilning. Þetta kemur fram í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu í dag, en þar eru birtar, eftir skólum, nið- urstöður lesskimunar í 34 grunn- skólum borgarinnar, sem gerð var vorið 2019 fyrir skóla- og frí- stundasvið Reykjavíkurborgar. Þær niðurstöður voru aldrei birtar opinberlega og síðan ákveðið að hætta þessari samræmdu les- skimun. Niðurstöður lesskimunarinnar voru í heildina þær, að aðeins rúm 60% nemenda í 2. bekk bjuggu yfir nægilegum lesskilningi. Það er næstlélegasti árangur frá því les- skimun hófst í grunnskólum borg- arinnar árið 2002. Reykjavíkur- borg var meðal aðila að þjóðar- sáttmála um læsi, sem undirritaður var 2015, en lestrarkunnáttu í 2. bekk hefur hrakað síðan. » 6 Gríðarmikill munur á læsi eftir skólum Morgunblaðið/Árni Sæberg Lestur Þessi á ekki í vandræðum með lesturinn líkt og fjöldi barna í Reykjavík. Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis hefur margfaldað sölu sína á milli ára og á nýliðnu rekstrarári, sem lauk 30. september síðastliðinn, seldi fyrirtækið vörur fyrir 2,5 milljarða króna. Guðmundur Fertram Sig- urjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir í ítarlegu viðtali við Við- skiptaMoggann í dag að vonir standi til þess að velta fyrirtækisins muni margfaldast milli ára, rétt eins og raunin hefur verið á síðustu árum. Hann tjáir sig ekki um mögulegt verðmat á fyrirtækinu en miðað við algenga margfaldara í tæknigeir- anum gæti verðmæti þess í dag stappað nærri 30 milljörðum króna. Guðmundur segir að spurn eftir vörum fyrirtækisins, sem er svokall- að sáraroð, unnið úr þorskroði og hefur sannað sig sem öflug leið til að græða sár, m.a. hjá þeim sem misst hafa útlimi, hafi aukist eftir að kór- ónuveiran setti allt úr skorðum víð- ast hvar um heiminn. Hin aukna eft- irspurn og sókn inn á markaði í Mið-Austurlöndum með fulltingi Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrver- andi forseta Íslands, geri það að verkum að framtíð fyrirtækisins sé afar björt. Ólafur Ragnar tók sæti í stjórn fyrirtækisins um mitt ár í fyrra. Kerecis allt að 30 milljarða króna virði Vöxtur Kerecis hefur vaxið ört og enn stefnir í mikinn vöxt á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.