Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurð- ardóttir, hefur ritað bréf til starfs- manna kirkjunnar. Þar mælist hún til þess að kirkjustarfi verði hagað með vissum hætti í ljósi hertra að- gerða stjórnvalda við heimsfaraldr- inum, sem miðast við 20 manna sam- komutakmörk. Þetta kemur fram á vefnum kirkjan.is. Mælst er til þess að opið helgihald falli niður í október en jafnframt er hvatt til þess að hugað verði að boð- un fagnaðarerindisins í gegnum streymi. Þá óskar biskup þess að all- ar kóræfingar falli niður í október og hvetur organista og kórstjóra til að halda æfingum upp í gegnum fjar- fundabúnað. Biskup minnir á að 50 manna fjöldatakmörkun er við útfarir. Þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóm vísi frá sér athöfnum. Tuttugu manna fjöldatakmörkun gildir við kirkjulegar athafnir eins og skírn og hjónavígslur. Áfram heldur barna- og æskulýðs- starf þeirra sem fædd eru árið 2005 og sömuleiðis fermingarstarf í sam- ræmi við sóttvarnareglur. Allt eldriborgarastarf fellur niður í október og eru prestar og djáknar hvattir til að huga að þeim hópi með símtölum og sálgæslu, segir biskup. sisi@mbl.is Helgihald fellur niður næstu vikur  Mikil röskun verður á kirkjustarfi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Morgunblaðið/Ómar Biskupsbréf Séra Agnes hvetur til að helgihald falli niður tímabundið. Umferðin á hringvegi í september dróst saman um heil 16,3 prósent frá sama mánuði í fyrra. Þetta er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. „Hér stýrir kórónufaraldurinn för og fækkun ferðamanna enda hefur umferð á ferðamannaleiðum dregist saman um t.d. 75 prósent á hring- vegi í Lóni. Þar munar væntanlega mest um ferðamennina,“ segir í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útlit er fyrir 11-12 prósenta samdrátt í ár, sem hefur ekki áður mælst svo mik- ill. Þetta er langmesti samdráttur sem orðið hefur milli september- mánaða á 16 lykilteljurum Vega- gerðarinnar á hringvegi. Áður hafði mest mælst 2,6% samdráttur milli áranna 2007 og 2008. Leita þarf aft- ur til ársins 2015 til að finna minni umferð í september á hringvegi. Samdráttur varð í öllum land- svæðum en mest dróst umferð sam- an um mælisnið á Austurlandi eða um tæp 49% en minnst við höf- uðborgarsvæðið eða tæp 4%. Af einstaka mælisniðum er það að frétta að 75% samdráttur varð um hringveg í Lóni en minnst dróst um- ferð saman á hringvegi við Úlfarsfell eða um rétt rúmlega 1%. Nú stefnir í metsamdrátt milli ára á hringvegi eða 11-12%. Mesti sam- dráttur á umræddum mælisniðum hefur fram til þessa verið milli ár- anna 2010 og 2011 eða 5,3%. Þannig að nú stefnir í rúmlega tvöfalt meiri samdrátt á hringvegi en áður hefur mælst. Umferðin í umræddum 16 mælisniðum hefur dregist saman um 12,5% frá áramótum frá sama tíma- bili á síðasta ári. Þetta er sömuleiðis nýtt met. sisi@mbl.is Mesti samdráttur sem mælst hefur  Umferðin á hring- vegi í september minnkaði um 16,3% Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hringvegurinn Umferðin hefur aldrei dregist jafn mikið saman. Samtök iðnaðarins, SI, teljareglulega íbúðir í byggingu, sem gefur góða vísbendingu um væntanlegt fram- boð íbúða á markaði. Veru- legur samdráttur kom fram í nýj- ustu talningunni á höfuðborg- arsvæðinu sem Morgunblaðið sagði frá í gær og í umfjöllun SI kemur fram að leita þurfi „aftur til eftirhrunsáranna 2010-2011 til að finna viðlíka samdrátt í byggingu íbúðarhúsnæðis á umræddu svæði.“ Þetta er vísbending um að umtals- vert færri fullgerðar íbúðir komi inn á íbúðamarkaðinn á næstu ár- um sem er verulegt áhyggjuefni því landsmönnum fer fjölgandi og framboðið sem tölurnar nú benda til er mun minna en talið var áður að það yrði og mun minna en það þyrfti að vera.    Eftirspurn á húsnæðismarkaðihefur verið töluverð þrátt fyr- ir efnahagssamdrátt og skýrist það að sögn aðalhagfræðings SI af fjölgun fólks, lækkun vaxta og vax- andi kaupmætti. Fækkun nýbygg- inga skýrist þá ekki af því að eft- irspurn hafi dottið niður. Vandinn er þvert á móti væntanlega sá að skortur er á tækifærum til að byggja og þá má leiða líkum að því að hann sé að verulegu leyti heima- tilbúinn.    Í gegnum tíðina hefur Reykjavík-urborg til að mynda verið dug- leg við að brjóta nýtt land undir byggingar og bjóða þannig hag- stæðar lóðir. Á liðnum árum hefur verið breytt um stefnu og allt kapp verið lagt á þéttingu byggðar með dýrum íbúðum og mun hægari framkvæmdum. Það skyldi þó ekki vera að borgarbúar standi brátt frammi fyrir alvarlegum íbúða- skorti af þessum sökum? Heimatilbúinn íbúðaskortur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.