Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020
✝ Úlla Bettý RiisKnudsen fædd-
ist í Kaupmanna-
höfn 15. ágúst 1940.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 28. september
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Elimar
Martin Riis Knud-
sen, sjóðliðsforingi í
danska hernum, f.
21.10. 1913, d. 13.4. 1964, og
Unnur Sigríður Malmquist, fata-
hönnuður og saumakona, f. 29.9.
1922, d. 4.5. 2007. Fósturfaðir
Úllu var Bergsteinn Sigurð-
arson, f. 11.5. 1919, d. 11.9. 2003.
Bróðir Úllu er Hilmar Knud-
sen, f. 5.10. 1941. Hálfbræður
hennar eru Sigurður Jóhann
Bergsteinsson, f. 3.1. 1956, og
Bóas Dagbjartur Bergsteinsson,
f. 23.3. 1959.
Úlla bjó í Danmörku til 1952
þegar hún fluttist með móður
sinni og bróður til Reykjavíkur.
14.1. 1966. Börn þeirra eru Sól-
veig, f. 12.11. 1988, maki Guð-
mundur Kári Skúlason, f. 20.6.
1987 og eiga þau tvær dætur,
Heimir, f. 23.7. 1992, maki Stef-
anía Ósk Sigurjónsdóttir, f. 9.2.
1993, Ragnheiður, f. 24.9. 2001,
unnusti Eggert Geir Axelsson, f.
18.11. 1999.
Úlla var heimavinnandi hús-
móðir á meðan börn hennar og
Sæmundar uxu úr grasi. Eftir
það vann hún um nokkurra ára
skeið á skrifstofu Félags eldri
borgara og í um 20 ár sem
læknaritari á Barnaspítala
Hringsins. Úlla og Sæmundur
nýttu öll sumur í sínum búskap
við að byggja upp æðarvarp og
stunda skógrækt á jörðinni Ysta-
bæ í Hrísey í Eyjafirði. Þar
breyttu þau auðn í sannkallaðan
sælureit. Eftir fráfall Sæmundar
hélt Úlla verkinu ótrauð áfram
með börnum sínum og fjöl-
skyldum þeirra.
Úlla verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju í dag, 7. októ-
ber, kl. 13. Vegna fjöldatakmark-
ana verður athöfninni streymt á
slóðinni:
www.sonik.is/ulla
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Að loknu grunn-
skólanámi hélt hún
til enskunáms í
Englandi. Eftir það
starfaði hún við
skrifstofustörf í
nokkur ár. 1962
giftist hún Sæmundi
Stefánssyni, f. 16.8.
1905, d. 1.11. 1996.
Þau eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1)
Sæmundur, f. 22.8.
1962, maki Margrét Vala Krist-
jánsdóttir, f. 15.4. 1962. Synir
þeirra eru Kristján Pétur, f. 30.6.
1988, maki Birta Ísólfsdóttir, f.
12.7. 1988 og eiga þau tvö börn,
Arnar Geir, f. 17.5. 1991, maki
Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 26.8.
1991, og Þröstur, f. 5.8. 1998,
unnusta Eva Karen Björnsdóttir,
f. 4.3. 1998. 2) Unnur, f. 2.5. 1964,
maki Sveinn Þór Stefánsson, f.
17.3. 1964. Synir þeirra eru Stef-
án Geir, f. 22.7. 1991 og Tryggvi
Jarl, f. 1.7. 1993. 3) Geir, f. 13.6.
1965, maki Erna Torfadóttir, f.
Amma okkar lifði ótrúlega
tíma og andstæður. Hún fæddist í
stríði og lést í heimsfaraldri, ólst
upp í evrópskri borg en eyddi
stórum hluta fullorðinsáranna af-
skekkt í Hrísey, bjó með afa
framan af sinni fullorðinsævi en
ein síðustu 24 árin. Það sem þó
einkenndi ömmu, sama við hvaða
aðstæður eða hvað gekk á, var
mikil gleði, hlýja og umfram allt
óbilandi dugnaður. Hún bjó að
skapgerð sem gerði manni ein-
hvern veginn ljóst að þetta líf
hafði ekki alltaf verið auðvelt, tók
engu sem sjálfsögðum hlut en
vildi alltaf allt fyrir fjölskylduna
sína og vini gera.
Hjá ömmu var alltaf pláss fyrir
alla, pláss fyrir 20 manns á Ysta-
bæ ef þörf var á, svo mikið pláss
fyrir okkur barnabörnin að hún
vissi alltaf upp á hár hvað var í
gangi í lífi hvers og eins okkar og
var alltaf tilbúin að hjálpa okkur,
kenna eða segja okkur til. Hún
hélt veislur fyrir stórfjölskylduna
án þess að blása úr nös og úr
þessum veislum eigum við marg-
ar góðar minningar. Amma sat
við enda borðsins, með rauðvín í
glasi og bros á vör. Oftar en ekki
leiddust samræður okkar hinna
út í einhverja vitleysu og það var
alltaf mikið hlegið. Amma fylgd-
ist með og þegar henni þótti við
komin út fyrir velsæmismörk lét
hún okkur vita með hnitmiðuðum
einkennisorðum sínum: „Nei
halló sko!“ Það kallaði oftar en
ekki á enn eina hláturrokuna.
Í Hrísey var hún einskonar
verkstjóri og passaði upp á að öll-
um liði vel, að allir fengju köku
með kaffinu og að allir legðu sitt
af mörkum í þeim fjölmörgu
verkefnum sem eyjan krefst af
okkur. Á meðan skúffukakan var
í ofninum stóð hún í dúnhúsinu,
að hrista og hreinsa dúninn sjálf.
Þegar dagur var að kveldi kom-
inn skiluðum við svo skýrslu um
dagsverkin til ömmu sem hélt
vandaðar bækur um allar mæl-
anlegar gjörðir. Minningarnar úr
Hrísey eru sérstaklega góðar.
Staðurinn er algjör paradís og
það fór ömmu svo vel að vera þar.
Með gleðinni, hlýjunni og dugn-
aðinum sem allir sem stíga þang-
að fæti finna fyrir mun minningin
hennar ömmu Úllu lifa.
Nýliðið sumar varpaði skíru
ljósi á þann karakter sem amma
okkar hafði að geyma. Hún fylgd-
ist vel með öllu starfi í eyjunni og
þó hún gæti ekki gengið í verkin
sjálf hélt hún ennþá utan um
hvernig gengi í varpinu og pass-
aði upp á að allir væru saddir og
sælir. Undir það síðasta var það
hennar helsta markmið að nýta
þá orku sem eftir var til þess að
halda eitt gott partí. Í ágúst fögn-
uðum við 80 ára afmæli hennar á
besta mögulega hátt, öll saman í
frábæru veðri í Hrísey. Amma
tók sig til, söng með og brosti
hringinn. Við munum um ókomna
tíð muna eftir henni þannig. Við
munum sakna þín, elsku amma
Úlla.
Kristján Pétur,
Arnar Geir og Þröstur.
Mín kæra mágkona Úlla er dá-
in eftir þungbær veikindi.
Krabbameinið var henni erfitt,
en með hjálp sinna góðu barna,
tengdabarna og barnabarna fékk
hún að eyða sumrinu í paradís-
inni sinni Hrísey. Öll börnin um-
vöfðu hana kærleik og dvöldu hjá
henni, hvert og eitt eftir sinni
bestu getu. Vel var þess gætt að
hún væri aldrei ein.
Árið 1962 hitti ég Úllu í fyrsta
sinn. Mikið fannst mér hún flott.
Hún var með rauðlakkaðar negl-
ur, rauðan varalit og í rauðum
tækifæriskjól, eins og sá klæðn-
aður hét þá. Hún átti von á sínu
fyrsta barni.
Kjólinn þann fékk ég svo að
nota árið eftir, síðan Úlla aftur og
þannig gekk það næstu fimm árin
að við notuðum kjólinn góða til
skiptis, hún gekk með þrjú börn í
honum og ég tvö.
Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og höfum við fylgst að í
lífinu í 58 ár og aldrei borið
skugga á.
Ég kynntist því fljótt að Úlla
var ekki þessi puntudama eins og
þegar ég sá hana fyrst, heldur
miklu fremur sportleg útilífs-
kona.
Okkar tengsl urðu góð og
sterk fyrst og fremst við það að á
bernskuárum barna okkar dvöld-
um við flest sumur í vikutíma úti í
Hrísey hjá henni, Sæmundi
manni hennar og börnunum
þrem.
Hjá dætrum okkar Hilmars
var ekkert sumar án smátíma á
Ystabæ í Hrísey.
Hrísey var sælureitur þeirra
Úllu og Sæmundar. Þau fóru
þangað snemma á vorin og komu
heim seint á haustin. Í Hrísey var
aldrei setið auðum höndum. Þau
hjón hófu æðarrækt með tilheyr-
andi dúntekju sem er mikil
vinna.
Úlla og Sæmundur ræktuðu
einnig af kappi upp eyjuna. Svo
var róið til fiskjar og alltaf nýr
fiskur í matinn á hverjum degi.
Ef maður kom til Hríseyjar í
ágúst, þá var það berjatínslan
sem heillaði. Þarna var líf og fjör
og dásamlegt fyrir borgarbörnin
okkar að koma í heimsókn.
Kaupmannahafnarstúlkan
Úlla varð hinn duglegasti æðar-
bóndi.
Eftir lát Sæmundar hélt Úlla
áfram starfinu í Hrísey ásamt
börnunum.
Afkomendur þeirra hafa nú
tekið við æðarbúskapnum og
unna eyjunni eins og foreldrar
þeirra gerðu.
Úlla varð áttræð þann 15.
ágúst sl. Þó að hún væri orðin
mikið veik, hlakkaði hún mjög til
afmælisdagsins, af því að „öll
börnin geta komið“, eins og hún
sagði. Hún bað læknana að koma
sér einhvern veginn á fætur
þennan dag. Það tókst, keyptur
var á hana nýr rauður kjóll og
skartaði hún honum á afmælis-
deginum. Ljósmynd var tekin
þennan dag úti á túni við Ystabæ.
Þar situr Úlla fyrir miðri mynd,
glæsileg eins og drottning og all-
ur barnahópurinn í kringum
hana. Þetta var síðasta myndin
af henni og ómetanleg minning.
Ég kveð mína kæru mágkonu
og þakka öll árin með henni og
hennar fólki.
Við Hilmar sendum börnunum
hennar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Minningin um yndislega konu
mun lifa með okkur öllum.
Ólöf.
Úlla Bettý Riis
Knudsen
Nú hef ég kvatt
Júlla frænda minn í
síðasta sinn. Júlli
var ekki bara
frændi minn heldur voru þau
Ragnheiður einnig kærir fjöl-
skylduvinir á uppvaxtarárum
mínum á Dalvík. Júlli hafði sér-
stakt aðdráttarafl sem virkaði
ekki bara á mig heldur einnig
marga krakka á Dalvík. Seinna
áttaði ég mig á því að það var
sambland af áhuga hans á fólki
og glettni sem við löðuðumst að.
Hann hafði afar gaman af því að
tala við fólk á öllum aldri, fá að
vita hvað á daga þess dreif og
svo kunni hann frá mörgu að
segja. Það var alltaf gaman að
koma við á netaverkstæðinu á
Dalvík hjá afa Hjalta, Skafta og
honum. Þá var það yfirleitt Júlli
sem spjallaði við mann og gerði
að gamni sínu.
Júlli kenndi mér siglingafræði
í Dalvíkurskóla sem þá var hluti
af 30 tonna skipstjórnarréttind-
um sem boðið var upp á í 10.
bekk skólans. Held að þeir tímar
séu okkur strákunum sem þá
sóttum sérstaklega minnisstæð-
ir. Hann var eini kennarinn í
skólanum sem ekki bara leyfði
tóbaksnotkun í tímum heldur
beinlínis hvatti til hennar.
„Svona strákar! Fáið ykkur í nef-
ið og hressið ykkur við,“ sagði
hann stundum þegar dauft var
yfir okkur. Það þurfti ekkert að
segja okkur það tvisvar og doll-
um af „snusi“ kastað á milli
borða í kennslustofunni. Hló
hann þá dátt og skemmti sér vel
yfir aðförunum. Þegar ræstinga-
starfsmenn skólans voru svo að
býsnast yfir snýtubréfunum í
rusladallinum þóttist hann ekk-
ert kannast við þetta og skildi
ekkert í þessu. En Júlli náði vel
Júlíus Kristjánsson
✝ Júlíus Krist-jánsson fæddist
16. september
1930. Hann lést 17.
september 2020.
Útför hans var
gerð 3. október
2020.
til okkar strákanna
sem þessa tíma
sóttum og man ég
ekki eftir að við
legðum okkur harð-
ar fram í nokkru
öðru fagi en sigl-
ingafræðinni.
Þótt Júlli hafi
haft netagerð að
ævistarfi er ég ekki
í nokkrum vafa um
að af kennslunni
hafði hann mest gaman. Hann
kenndi lengi við stýrimannaskól-
ann á Dalvík og vil ég meina að
hann hafi verið hjartað í þeim
skóla. Hann hafði mikinn metnað
fyrir skólann og nemendur frá
stýrimannaskólanum á Dalvík
áttu sannarlega að standa jafn-
fætis nemendum frá öðrum skól-
um á landinu. Seinna þegar ég
var til sjós á sumrin á skólaárum
mínum komst ég að því að sér-
stakt samband tókst á milli hans
og margra nemenda hans.
Undantekningarlítið minntust
fyrrverandi nemendur Júlla hans
með hlýhug og gátu sagt
skemmtilegar sögur af karlinum.
Óskaplega þótti honum líka gam-
an þegar ég heimsótti hann og
skilaði kveðju frá gömlum nem-
endum og gat sagt honum hvern-
ig gengi hjá þeim.
Ég hafði alltaf gaman af því að
heimsækja Júlla og Ragnheiði í
Hólaveginn. Samheldnin og ást-
úðin á milli þeirra leyndi sér
aldrei og alltaf svo létt og
skemmtilegt andrúmsloft á
heimili þeirra. Af Júlla geislaði
gleði og hlýja sem ég laðaðist að.
Hann var alltaf svo þakklátur
fyrir að maður kom í heimsókn
rétt eins og ég er þakklátur fyrir
að eiga svona margar skemmti-
legar minningar um Júlla frænda
minn.
Júlli var sérstaklega stoltur af
afkomendum sínum og sagði oft
sögur af ýmsum afrekum Silla,
Kristjáns, Ásgeirs og barna-
barnanna. Vil ég senda þeim og
elsku Ragnheiði innilegar sam-
úðakveðjur.
Valur Traustason.
✝ Ísak Þorbjarn-arson fæddist í
Mel í Þykkvabæ í
Rangárvallasýslu
þann 16. júní 1933.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Grund
21. september
2020.
Foreldrar hans
voru Þorbjörn Ottó
Magnússon frá
Efri-Hömrum,
Rang. (1897-1968), og Arnfríður
Gestsdóttir frá Mel í Þykkvabæ,
Rang. (1907-1990). Systkini Ís-
aks eru Lilja, f. 12.11. 1930, lát-
in, Skarphéðinn, f. 4.8. 1941,
Guðmundur, f. 30.11. 1945, og
tvíburarnir Rannveig og Kol-
brún, f. 2.2. 1949.
Ísak ólst upp í
Mel til 8 ára aldurs,
en flutti þá til
Reykjavíkur með
móður sinni og
stjúpföður en var
þó áfram á sumrin í
Þykkvabænum. Á
yngri árum var
hann til sjós á ýms-
um skipum en
keypti sér síðan
trillu og var með
eigin útgerð. Þegar hann hætti
til sjós fór hann að starfa við af-
greiðslu og verkun á fiski í fisk-
búð á Víðimel og síðar á Hring-
braut.
Útför Ísaks fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 7.
október 2020, klukkan 13.
Langt er liðið frá því að kunn-
ingsskapur okkar Ísaks hófst.
Fyrst man ég eftir honum við af-
greiðslu í fiskbúðinni á Víðimel,
sú verzlun var þekkt fyrir að
selja eingöngu úrvalsfisk. Í þessa
verzlun kom ég oft með móður
mína, og hafði Ísak síðar meir oft
gaman af að segja frá því að
mamma treysti engum betur en
honum að velja fyrir sig þorláks-
messuskötuna. Ekki var Ísak
margmáll þarna, enda komst
hann lítt að fyrir verzlunareig-
andanum, Jóni Björnssyni. Síðar
kynntist ég Ísak betur á ferða-
lögum með Ferðafélagi Íslands,
og þar var hann skrafhreifinn og
var fróður um margt, einkum
ættfræði. Ísak grúskaði mikið í
ættfræði og tók saman mikið
verk um sínar framættir, sem
hann lifði ekki að kæmi út. Við
Ísak vorum saman í mörgum
ferðum innanlands og síðar fór-
um við saman í nokkrar utan-
landsferðir og þótti Ísak öryggi í
því að vera með öðrum, því sjálf-
ur talaði hann eingöngu móður-
málið. Ísak bjó alla tíð einn, en
hann var samt mikil félagsvera
og hafði gaman af að vera með
öðrum. Á ferðalagi kynntist hann
fólki í svipaðri stöðu, er svo
myndaði hóp sem fékk nafnið
Grautargengið og var sá hópur
Ísak afar kær og mikilvægur, ég
held að hann hafi litið á hann sem
hluta af fjölskyldu sinni. Ísak var
sparsamur gagnvart sjálfum sér,
en örlátur öðrum, eins og ljóst
var í utanlandsferðum okkar en
þá átti hann það til að þakka sínu
samferðafólki fyrir samfylgdina
með kampavínsveizlu undir lok
ferðar. Nú er komið að ferðalok-
um Ísaks og kveð ég hér minn
gamla samferðamann með þakk-
læti fyrir samfylgdina og fjöl-
skyldu hans sendi ég samúðar-
kveðjur.
Tryggvi Ólafsson.
Matur er mannsins megin.
Framangreint máltæki á vel við
genginn vin okkar, Ísak Þor-
bjarnarson, sem nú hefur leyst
landfestar frá okkar tilverustigi.
Við félagar í Grautargenginu
söknum hans og í huganum
hrannast upp gamlar minningar.
Gönguhópur þessi var stofnaður í
sumarbústað í Grímsnesinu
haustið 1996. Lítil skyldleika-
tengsl voru innan hópsins en við
höfðum kynnst í ferðum með
Ferðafélagi Íslands og Útivist.
Eina forsenda valsins var þó
hafragrautur sem Bryndís eldaði
í byrjun fyrir sig eina en hafði
þróast yfir í sameiginlega máltíð.
Stefnuskráin var ekki merkileg
en við ákváðum að ferðast sam-
an, borða hafragraut í morgun-
mat, vaða ár og læki og ganga
um fjöll og dali. Borða saman
góðan mat og stunda leikhús eða
í fáum orðum sagt njóta líðandi
stundar. Ísak var höfðingi heim
að sækja og mikill áhugamaður
um mat. Fiskisúpan hans var
lostæti. Við höfum til allmargra
ára haft það fyrir sið að sækja
hann heim á nýársdag. Þar beið
okkar veisluborð, matarmiklar
rjómapönnukökur, tertur, smá-
kökur og nýlagað súkkulaði. Við
minnumst einnig afmælis hans í
Austurríki en þar bauð hann til
veislu. Klæddi sig upp á og heill-
aði þjónaliðið sem dáðist að þess-
um aldna göngumanni. Ísak var
kröftugur göngumaður. Átti það
til að fara sínar eigin leiðir og
heyrði þá ekki í fararstjóranum.
Hann vissi betur og alltaf skilaði
hann sér á áfangastað og stund-
um á undan okkur hinum.
Honum var umhugað um að
eiga alltaf nægan mat. Ræktaði
sínar eigin kartöflur og margs
konar grænmeti. Lengi vel smal-
aði hann hópnum saman og eydd-
um við deginum við eggjatínslu á
Miðnesheiðinni. Örugglega hefur
þessi matarfyrirhyggja hans átt
rætur í fátækt uppeldisáranna.
Hann sagði okkur margar sögur
af því hvernig hann komst af.
Eitt egg gat verið mikilvæg nær-
ing fyrir fátæka fjölskyldu. Ein-
hverju sinni hafði hann drýgt
tekjur sínar sem barn við að búa
til blóm úr kreppappír. Hann
hafði ekki gleymt handtökunum
en sérstakt var að sjá hann með
sínar grófu hendur handfjatla
fíngert efnið. Hann hafði ein-
staka ánægju af því að segja frá.
Þá varð ákafinn oftar en ekki svo
mikill að hann gleymdi gjörsam-
lega að aðra í hópnum langaði að
skjóta inn orði. Hann var á marg-
an hátt sérstakur. Gat virkað
grófur og fráhrindandi en undir
yfirborðinu umhyggjusamur fé-
lagi. Hafði lifað tímana tvenna og
fór ekki alltaf vel með sig. Síð-
ustu mánuðir voru erfiðir. Það
var erfitt fyrir mann sem alltaf
hafði bjargað sér sjálfur að vera
upp á aðra kominn.
Við í Grautargenginu sendum
fjölskyldu Ísaks innilegar samúð-
arkveðjur. Við þökkum forsjón-
inni fyrir að vegir okkar skör-
uðust í þessu lífi. Við höfum svo
sannarlega notið þess að arka
lífsveginn saman. Minningar um
góðan dreng munu lifa með okk-
ur.
Grautargengið,
Bryndís, Sigurbjörg,
Kristbjörg, Erla,
Svafar og Jón.
Ísak
Þorbjarnarson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar