Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020
Tilboð/útboð
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Kæru gestir, félagsstarfið okkar er enn opið en vegna
fjöldatakmarkana verður að skrá fyrirfram á viðburði til að tryggja að
ekki séu fleiri en 20 manns í rými. Við munum halda áfram að passa
upp á 1-2 metra regluna. Nánari upplýsingar og skráning í síma
4112701 / 4112702. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á face-
booksíðu okkar; Samfélagshúsið Aflagranda.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund og Opið hús, félagsstarf fullorðinna,
fellur niður í dag og út október vegna sóttvarnareglna. Förum vel
með okkur og tökum stöðuna í nóvember.
Árskógar Opin vinnustofa kl. 9 -12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Stóla-
dans með Þóreyju kl. 10.30. Spænskukennsla kl. 14. Bónusbíllinn, fer
frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt Skógarmanna kl. 13 -14. Kennsla í
s kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni, allir velkomnir. S. 411-2600.
Boðinn Hádegismatur kl. 11.20-12.30. Handavinnustofa opnar kl.
12.30. Miðdagskaffi kl. 14.30-15.30. Alltaf heitt á könnunni og allir
velkomnir í Boðann.
Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara í Breiðholtskirkju ,,Maður
er manns gaman" er alla miðvikudaga kl. 13.15. Byrjum kl. 12 með
kyrrðarstund, eftir hana er súpa og brauð. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf fyrir eldri borgara verður í Bústaða-
kirkju í október vegna covid-19. Guð blessi ykkur öll og við sjáumst
hress þegar að öllu er óhætt. Hólmfríður djákni.
Bústaðakirkja Hádegistónleikar í kirkju kl. 12.05, Tenórar í blíðu og
stríðu, Jóhann Friðgeir og vinir syngja við undirleik Jónasar Þóris,
súpa í safnaðarsal á eftir. Félgasstarfið heldur áfram og Halldóra
kemur og kynnir Avon snyrtivörur kl. 14, kaffi og gúmmulaði frá
Sigurbjörgu, allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Línudans kl. 10. Upplestrarhópur Soffíu kl. 10-12. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-
15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari uppl. i s. 411-2790.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti
með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jóns-
húsi kl. 11, grímuskylda. Leir í Smiðju kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl.
16.30 og 17.15.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 postulínsmálun.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun og silfursmíði kl. 13. Línu-
dans kl. 14.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn
og allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30–12:30. Dansleikfimi með
Auði Hörpu kl. 13– 13.45.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinnuhópur kl. 13-16.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu í Borgum kl. 9, þátttöku-
skráning, Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum og inni í Egilshöll.
Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10 í Borgum. Gaman saman í
Borgum kl. 13. og kvikmyndasýning í umsjón Ísidórs. Myndin Land
og synir eftir Indriða G. kl. 13. í Borgum með virðingu fyrir öllum
sóttvarnareglum. Qigong með Þóru kl. 16.30 í Borgum. Velkomin.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er postulínsmálun kl. 9-12. Bók-
band verður á sínum stað fyrir og eftir hádegi kl. 9-13 og 13-17. Eftir
hádegi, kl. 13.30, hlustum við á hlaðvarp í handverksstofu 2. hæðar.
Athugið að dagskrá fer fram með hertari sóttvörnum um þessar
mundir, við minnum gesti því á að gæta sóttvarna og hvetjum til
grímunotkunar í félagsstarfi. Hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59!
Seltjarnarnes Gler kl. 9 og 13 á neðri hæð félagsheimilisins og leir á
Skólabraut kl. 9. Námskeiðin eru í samráði við leiðbeinendur sem
hópaskipta nemendum ef á þarf að halda.Kaffispjall í króknum kl.
10.30 og handavinna í salnum kl. 13. Botsía á Skólabraut og Timbur-
menn í Valhúsaskóla fellur niður. Athugið að nú er grímuskylda bæði
hjá gestum og starfsfólki. Virðum reglur um almennar sóttvarnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Velkomin.
Síminn í Selinu er 568-2586.
Hlíðarbær - deiliskipulag
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi
sínum þann 22. september að auglýsa nýtt deili-
skipulag Hlíðarbæjar samkvæmt 40. og 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Deiliskipulag fyrir Hlíðarbæ var unnið árið 2006
og var þá gert ráð fyrir 29 lóðum fyrir utan þær 9
íbúðahúsalóðir sem nú þegar eru byggðar. Hér er
því sett fram nýtt deiliskipulag sem fellir eldra
skipulag úr gildi. Í nýju deiliskipulagi er svæðið
töluvert minna og ekki gert ráð fyrir frekari upp-
byggingu á svæðinu.
Melahverfi II – br. deiliskipulag
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi
sínum þann 22. september að auglýsa deiliskipu-
lagsbreytingar á Melahverfi II samkvæmt 1. mgr.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin felst í meginatriðum að
breyta skipulagsmörkum með hliðsjón af skóg-
ræktarsvæðinu og draga úr umfangi íbúðarbyggðar
þar. Innan breyttra deiliskipulagsmarka Melahverfis
II er fyrirkomulagi lóða og skilmálum um íbúðalóðir
breytt.
Helstu markmið deiliskipulagsins eru:
- að mæta eftirspurn fyrir nýjar íbúðahúsalóðir í
Hvalfjarðarsveit.
- að fella fyrirhugaða byggð að núverandi byggð í
Melahverfi og mynda sterka bæjarheild.
- að bjóða upp á fjölbreytni í búsetuformi og skapa
búsetuskilyrði fyrir breiðan og ólíkan samfélags-
hóp.
Krossland – deiliskipulag
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi
sínu þann 22.september að auglýsa deiliskipu-
lagstillögu Krosslands samkvæmt 40. og 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Í gildandi deiliskipulagi sem fellur úr gildi við
samþykkt nýs deiliskipulags eru nokkrar breytingar
sem hafa verið gerðar á því og talin er þörf á að
taka saman þær breytingar og gera fyrirhugaðar
breytingar í nýju endurskoðuðu skipulagi.
Tillagan gerir ráð fyrir frekari uppbyggingu á
svæðinu með mismunandi húsagerðum til að
mæta auknum kröfum varðandi uppbyggingu og
stækkun í kringum þéttbýlið í nálægð við Akranes
og höfuðborgarsvæði. Gert er ráð fyrir allt að 126
íbúðum á 31 lóð.
Deiliskipulagstillögurnar eru til sýnis á skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins
www.hvalfjardarsveit.is.
Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar fö-
studaginn 9. október á milli kl. 10:00 og 12:00.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi,
eða netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is fyrir 20.
nóvember 2020.
Virðingarfyllst,
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
skipulag@hvalfjardarsveit.is
Rað- og smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
fasteignir
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Svanur Bjark-ar Auðunsson
fæddist 17. júní
1944 á Dverga-
steini, Álftafirði í
Ísafjarðardjúpi.
Hann ólst þar upp
með foreldrum sín-
um Sigríði Guð-
mundsdóttur frá
Byrgissvík Strönd-
um og Auðuni Guð-
mundi Árnasyni,
fæddum að Folafæti í Seyð-
isfirði, Ísafjarðardjúpi. Svanur
lést 22. september 2020.
Svanur átti þrjú systkini þau:
Hjalta Sigurð, Sigríði Guð-
mundu og Erling Steinar – þau
eru öll látin.
Svanur lauk gagnfræðaprófi
frá Héraðsskólanum á Laug-
arvatni 1961. Svanur flutti til
Reykjavíkur 1967 og lauk far-
mannaprófi frá Stýrimannaskól-
anum 1971. Svanur giftist Stein-
unni Arnórsdóttur
28. desember 1968
og fékk með henni
soninn Karl sem
fæddist í febrúar
1967. Svanur og
Steinunn fluttu í
Vesturberg og
eignuðust þar dæt-
urnar Eyrúnu
Björk 1971 og Ólaf-
íu Erlu 1977. Karl
er giftur Michelle
Garnado og búa þau í Moss í
Noregi. Eyrún Björk er gift
Gunnari Gylfasyni og eiga þau
börnin Glódísi Björt, f. 1991,
Martein Úlf, f. 2001, Hugrúnu
Erlu, f. 2006, og Steinunni Mar-
íu, f. 2007. Þau búa í Kópavogi.
Ólafía á börnin Svan Áskel, f.
2007 og Anniku, f. 2009, með
Ólafi Jónssyni.
Útför hans fer fram frá Fella-
og Hólakirkju í dag, 7. október
2020, klukkan 13.
Pabbi minn; prins Álftafjarð-
ar, landnemi í Breiðholti, unn-
andi gömlu dansanna, frænd-
rækni frændinn og áhugasami
afinn, lést 22. september 2020.
Dánardagurinn er vissulega mun
lágstemmdari dagsetning en
fæðingardagurinn hans, en samt
sem áður þýðingarmikill því þar
er settur punktur við ævi manns.
Þegar ég fæddist var pabbi ný-
hættur á sjó og byrjaður að vinna
í landi.
Það þýddi að ég fékk – að mati
systkina minna – mun meiri at-
hygli en ég hafði gott af. En það
þýddi líka að hann var alltaf til
staðar, þegar hann var ekki að
vinna, þá var hann heima að
hlusta á fréttir, allar fréttir, á
hæsta styrk, vaska upp eða að
dytta að einhverju. Hann sýndi
öllu því sem ég tók mér fyrir
hendur áhuga og reyndi aldrei að
hafa áhrif á ákvarðanir mínar. Öll
samskipti voru hrein og bein og
eins Vestfirðingum sæmir þá
kunni hann að blóta. Hann gat
hljómað höstugur en sjaldan lá
alvara að baki og eftir blótið kom
yfirleitt bros.
Hann var mér og börnum mín-
um mikils virði og var stór hluti
af lífi okkar. Við fórum reglulega
í heimsókn til hans, krakkarnir
löbbuðu beint í frystinn hjá hon-
um og náðu sér í ís, hann hitaði
kaffi fyrir mig og við spjölluðum.
Hann hafði áhuga á öllu sem að
okkur laut og spurði samvisku-
samlega um gamla vini mína og
ættingja, sagði mér frá ferðum
sínum til annarra landa þegar
hann vann á farskipi og býsnaðist
yfir þjóðfélagsmálunum.
Við fórum í bíltúra og útilegur
og m.a. næstsíðasta sumar ferð-
uðumst við með Kalla norður á
Strandir að vitja heimkynna
Siggu ömmu og athuga í leiðinni
hvort litli Byrgisvíkurbærinn
sem afi smíðaði væri ekki örugg-
lega á byggðasafninu þar, en
hann hafði haft milligöngu um að
gripurinn yrði gefinn þangað.
Hann var þar ekki – var víst í við-
gerð.
Pabbi var mjög frændrækinn
og var í stöðugu sambandi við
ættingja sína út um allt land.
Hann skipulagði þorrablót fyrir
Dvergasteinsfólkið og fannst
ekkert skemmtilegra en að sitja
yfir bjór og súrmat með ættingj-
um sínum, syngja samsöng og
dansa svo við gömul dægurlög.
Oftar en ekki dönsuðum við og
hann var alltaf jafn hissa á að ég
kynni ekki sporin.
Í mínum huga er eiginlega
ekki til neinn staður á Íslandi
annar en Dvergasteinn, þannig
var ég alin upp.
Þangað fórum við hvert ein-
asta sumar þegar ég var barn og
með pabba alveg þangað til í
fyrra. Þar var hann eins og
dvergasteinninn – sat svo vel í sér
og var akkúrat þar sem hann átti
að vera. Hann þekkti hverja þúfu
og hvern hól. Við börnin mín
munum alltaf minnast hans með
söknuði við þá iðju sem hann undi
sér best við; sitjandi við eldhús-
borðið, sláandi með fingrunum í
borðið að hlusta á tónlist á meðan
hann spilaði við okkur.
Pabbi minn var pabbi
barnanna sinna, frændi ættingja
sinna og vinur vina sinna. Hávax-
inn, rólegur, stríðinn og elskuleg-
ur. Ég mun sakna hans.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun bezt að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna
(Jóhann Sigurjónsson 1880-1919.)
Ólafía (Olla).
Afi hefur alltaf verið ein af
mínum uppáhaldsmanneskjum.
Þegar ég var lítil leyfði hann mér
að hanga utan í sér á meðan hann
horfði á fréttir eða sneri snú-snú-
bandinu á meðan hann las blöðin.
Allra skemmtilegast var þó þegar
afi lék úlfinn í Rauðhettu vegna
þess að hann var með svo ein-
staklega stór eyru, sem hann
heyrði þó lítið sem ekkert með.
Síðustu daga hef ég verið að
rifja upp stundir sem ég átti með
honum og alltaf leitar á hug minn
hversu þægilega og góða nær-
veru hann hafði. Það var gott að
sitja með honum, en hann sat
mjög mikið.
Við sátum til dæmis oft við eld-
húsborðið og hlustuðum saman á
útvarpið, hann að gera krossgát-
ur á meðan við drukkum upphit-
að örbylgjukaffi. Við sátum líka
mikið saman á Dvergasteini, þar
sem honum fannst best að vera,
drukkum bjór og spjölluðum. Þá
lifnaði hann allur við og gerði
góðlátlegt grín að mér.
Eitt af því skemmtilega við afa
var hvað hann hafði svartan húm-
or. Þegar ég var byrjuð að hafa
áhyggjur af því að hann væri að
eldast sagði hann mér að hafa
engar áhyggjur:
„Þú átt eftir að deyja langt á
undan mér.“ Hann reyndi líka að
sannfæra mig um að ég væri með
alveg eins eyru og hann, sem ég
var ekki alveg til í að sætta mig
við.
Afi var alltaf til í að hjálpa mér,
hann var laghentur og gjafmild-
ur. Hann lánaði mér til dæmis bíl
sem hann gerði síðan við, og sá til
þess að ég kæmist í útskriftar-
ferðina mína eftir menntaskóla.
Ég verð alltaf þakklát fyrir að
hafa átt hann að og fyrir allt sem
hann skilur eftir sig í hjarta mér.
Ég á eftir að sakna hans um
ókomna tíð. Hvíldu í friði og guð
geymi þig afi.
Glódís Björt Eyrúnardóttir
Svanur Bjarkar
Auðunsson