Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— 30 ára Thereza Alísa ólst upp í Reykjavík og býr þar enn. Hún er leikskólakennari á Leik- skólanum Klömbrum í Reykjavík og sál- fræðinemi í Háskól- anum í Reykjavík. Helstu áhugamál hennar eru kvikmyndir, sálfræði, hjólreiðar, kraftlyftingar, dans og krosssaumur. Síðan á hún með eig- inmanninum köttinn Krúsilíus sem þau dekra óspart við. Maki: Gunnar Cortes Heimisson, f. 1984, tölvunarfræðingur. Foreldrar: Tatiana Dimitrova, f. 1969, líkamsræktarþjálfari í Kópavogi og Borislav Petkov, f. 1962, doktor í hag- fræði. Hann býr í Úkraínu. Thereza Alísa Petkova Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir laðað að þér einhvern í dag sem er staðráðinn í að gera þig að betri manni. Einbeittu þér að því sem þú átt að gera. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu tilfinningarnar ekki hlaupa með þig í gönur því þér er nauðsynlegt að sjá lífið og tilveruna í réttu ljósi. Aðeins með því að gera hreint í eigin ranni getur þú haldið áfram. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Notaðu hluta úr deginum til þess að taka til og bæta skipulagið á heimilinu. Taktu fordómalaust á hlutunum og leystu þá. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Lokaðu þig ekki af frá umheim- inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Dómharka þín endurspeglar í raun efa- semdir þínar um sjálfan þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki er allt sem sýnist og það er þitt verk að komast að hinu sanna. Vertu bara eðlilegur og láttu verkin tala. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er af og frá að þú þurfir að vera sammála öllum bara til þess að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu. Gefðu þér góðan tíma til þess að meta aðstæður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að finna þér lausar stundir til þess að eyða í friði og ró. Kannski færðu yndislegt hrós en þarft samt að vera á varðbergi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samstarfsmenn þínir munu koma þér á óvart. Ekki svara í sömu mynt. Dressaðu þig upp, stórkostlegt tækifæri bíður þín. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Allir segja að þú verðir að leggja hart að þér til að fá það sem þú vilt, en kannski á það ekki við þig núna. Fólk leyfir þér að ráða ferðinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski inn á heimili þínu í dag. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er hart sótt að starfsemi þinni svo þú þarft að verja hana með kjafti og klóm. Sýndu því þolinmæði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur lagt mjög hart að þér og sérð nú fram á árangurinn af öllu erfiði þínu. Samlyndi eykst þegar líður á daginn. Árið 2006 lenti Ásgeir í slysi og slasaðist lífshættulega. Hann hafði verið með félaga sínum með svokall- aðan dreka (kite) sem er notaður til að draga fólk áfram á skíðum bæði á sjó og jöklum. „Við vorum að æfa Við höfum samt líka grínast með að við séum hin fjölskyldan í fyrir- tækinu því Eiríkur, bróðir minn, er framkvæmdastjóri og þar til í sumar var Bjarni bróðir minn líka að vinna þar, og sonur hans vinnur þar líka.“ Á sgeir Sæmundsson fæddist í Reykjavík 7. október 1970 en flutti þriggja ára í Borgarnes með foreldrum sínum. Átta ára flutti hann með móður sinni og Bjarna bróður sínum til Húsavík- ur, þar sem hann bjó fram að 16 ára aldri. Móðir Ásgeirs giftist heima- manni, Sigurgeiri Ólafssyni, en á sumrin var Ásgeir alltaf í Borg- arnesi hjá föður sínum, fyrir utan tvö sumur þegar hann var í sveit á Hnjóti í Örlygshöfn hjá föðursystur sinni. „Það var mjög gott að búa á Húsa- vík og mikil samheldni meðal okkar krakkanna.“ Ásgeir var mikið í íþróttum, spilaði blak og fór á skíði. „Maður var á skíðum alla daga og það var hægt að heyra í skólabjöll- unni upp í lyftuna og þá gat maður bara skíðað í skólann.“ Ásgeir segist alltaf hafa kunnað best við sig í litlum bæjarfélögum og þegar móðir hans og stjúpi fluttu í Kópavoginn þegar hann var 16 ára sagðist hann aldrei myndu flytja á höfuðborgar- svæðið og stóð við það, þótt síðar breyttist viðhorfið örlítið. Ásgeir flutti til Borgarness til föður síns og konu hans, Steinunnar Jóhanns- dóttur. „Þar byrjaði ég á fullu í skátastarfinu og 17 ára gamall byrj- aði ég í björgunarsveit og hef verið þar síðan. Ég hef verið formaður í björgunarsveitinni Brák tvisvar sinnum og hef farið í óteljandi ferðir, bæði útköll og skemmtiferðir, og alltaf er það jafn gott að vera úti í náttúrunni.“ Ásgeir lauk prófi í rafvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og raf- iðnfræði frá Háskólanum í Reykja- vík. Hann vann í tíu ár hjá rafvéla- verkstæðinu Glitni í Borgarnesi, en breytti síðan um og var í nokkur ár að keyra rútur hjá Sæmundi Sig- mundssyni í fjallaferðum. Síðan fór Ásgeir að vinna hjá Rarik í Borg- arnesi í vinnuflokki og var síðan sjúkraflutningamaður hjá Heil- brigðisstofnun Vesturlands. Núna vinnur Ásgeir hjá Rafal ehf. í Hafn- arfirði. „Þetta er fjölskyldufyrir- tæki, því eigendurnir og afkom- endur vinna margir í fyrirtækinu. okkur, og það fór ekki vel. Ég braut öll rifbeinin vinstra megin, lunga féll saman og ég fékk ósæðarrof, svo eitthvað sé nefnt, og mér var ekki hugað líf lengi vel og var í mánuð í gjörgæslu.“ Fjölskyldan var tvisvar kölluð til að kveðja Ásgeir, en hann segir að þarna hafi þrjóskan haldið í sér lífinu. Hann var á sjúkrahúsi frá október fram í mars og sótti um að fara á Reykjalund, þar sem líf hans átti aldeilis eftir að breytast, því þar kom ástin inn í líf hans. „Ég segi stundum að ég hafi verið búinn að skoða alla hjúkrunarfræðinga á öll- um deildum og loks fundið Berg- lindi, sem var hjúkrunarfræðing- urinn minn í endurhæfingunni.“ Berglind var sama sinnis og gaman að segja frá því að áður en hún hitti Ásgeir, en var með umsókn hans um endurhæfingu í höndunum, hafi þeirri hugsun skotið niður í hug hennar að þetta yrði maðurinn henn- ar. Þessi nýja staða breytti afstöðu Ásgeirs til höfuðborgarsvæðisins, en hann segist hafa elt konuna en þó hafa spyrnt við og sagst ekki fara Ásgeir Sæmundsson rafiðnfræðingur – 50 ára Hjónin Ásgeir er útivistarmaður af lífi og sál og hér sjást þau Berglindivið eldgosið á Fimmvörðuhálsi árið 2010. Bakar pönnukökur á toppnum Fjölskyldan Sonurinn Ari Ásberg er fremstur á myndinni, svo Berglind, dóttirin Agnes Aðalbjörg og Ásgeir, en myndin var tekin í fríi í Danmörku. Til hamingju með daginn Platínubrúðkaup Guðbjörg Jónsdóttir og Sigurbjartur Sigurðsson eiga 70 ára brúð- kaupsafmæli í dag. Þau voru gefin saman 7. okt. 1950 í Hallgrímskirkju af séra Árel- íusi Níelssyni. Sigurbjartur er fæddur 25. júní 1924. Hann vann mest- allan sinn starfsaldur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, nú Orkuveitan. Guðbjörg er fædd 29. desember 1927. Hún starfaði sem saumakona en lengst af hjá Borgarbókasafninu. Þau byggðu sér hús í Langagerði í Reykjavík, fluttu þangað 1951 og hafa búið þar síðan. 70 ára brúðkaupsafmæli 30 ára Íris ólst upp á Granastöðum í Útkinn við Skjálfandaflóa. Íris er vélstjóri hjá Lands- virkjun og býr við Lax- árvirkjun í Aðaldal. Pabbi hennar er vél- virki og á verkstæði og Íris ólst upp við vélar og fékk snemma áhuga á þeim. Helstu áhugamál hennar fyrir utan vinnuna eru ferðalög og bílar. Hún heldur mikið upp á Bandaríkin og segir að sinn uppáhaldsbíll sé Land Rover. Dóttir: Karítas Ýr, f. 2016. Foreldrar: Svanhildur Kristjánsdóttir, f. 1967, matartæknir og Arngrímur Páll Jónsson, f. 1967, vélvirki. Þau búa á Granastöðum í Útkinn. Íris Arngrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.