Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Harry Potter
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* The Secret :
Dare to dream
* The New Mutants
* Unhinged
* A Hidden Life
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Frábær ný teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna.
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
★ ★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★ ★
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
MÖGNUÐ MYND SEM
GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI :
★ ★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★ ★
Roger Ebert.com
San Fransisco Cronicle
The Playlist
88%
Leikhópurinn Perlan hefur þurft að
takast á við áskoranir kórónuveiru-
faraldursins eins og allir aðrir leik-
hópar. Liðsmenn eru í áhættuhópi
enda búa allir Perluleikarar við
fötlun. Þau láta þó ekki deigan síga
og mæta á æfingar í hvert sinn sem
hægt er og í vikunni kynntu þau
starfsemi vetrarins fyrir fjöl-
miðlum, klædd í leikbúninga.
Að sögn Bergljótar Arnalds leik-
stjóra Perlunnar er mikilvægasta
verkefnið fyrir hópinn að komast í
gegnum þennan erfiða tíma við
góða andlega og líkamlega heilsu.
„Ég mun reyna að sníða starfsem-
ina að reglum hverju sinni. Leik-
ararnir eru 10 og í hópnum eru pör
og hjálpar það mikið. Ég sem leik-
stjóri mun leggja meiri áherslu á að
efla sviðsframkomu einstaklinga og
persónusköpun í verkum á meðan
staðan er svona. Þá notum við
grímu á æfingum. Við gerum grín
að því að nú fái allir leikarar grím-
una í ár,“ segir Bergljót. Næsta
sýning Perlunnar ber nafnið
„Draumasýningin okkar“. Vegna
samkomutakmarkana er frumsýn-
ingu frestað fram á næsta ár.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leikhópurinn Perlan hefur þurft að takast á við áskoranir Covid eins og allir aðrir leikhópar. Liðsmenn hópsins
hittu fulltrúa fjölmiðla, kynntu verkefni vetrarins og útskýrðu að þau létu ekki deigan síga og mættu á æfingar.
Segja alla fá grímuna í ár
Bókaútgáfan
Hólar gefur á
þessu ári út á
annan tug bóka.
Nokkrar þeirra
eru komnar út,
þar á meðal
Spurningabókin
2020, eftir Guðjón
Inga Eiríksson,
Fótboltaspurn-
ingar 2020, eftir
Bjarna Þór Guðjónsson og Guðjón
Inga Eiríksson, og annað hefti
Fimmaurabrandara frá Fimmaura-
brandarafélaginu.
Meðal þeirra bóka sem eru vænt-
anlegar er Látra-Björg eftir Helga
Jónsson frá Þverá í Dalsmynni
(1890-1969). Þetta er endurútgáfa
bókarinnar sem kom fyrst út 1949
með umtalsverðum viðbótum. Í bók-
inni eru öll helstu kvæði Látra-
Bjargar með
skýringum Helga
og samantekt
hans á æviferli
hennar. Í viðauka
er svo að finna
Látrabréfð sem
líkur eru á að sé
eini varðveitti
prósatextinn eftir
Látra-Björgu,
sagður hafa fund-
ist á skemmuvegg á Látrum árið
1740.
Einnig er væntanleg bókin Ís-
lensku fuglarnir og þjóðtrúin eftir
Sigurð Ægisson, sem er afrakstur 25
ára heimildasöfnunar. Í bókinni eru
teknir til skoðunar allir íslenskir,
reglubundnir varpfuglar og greint
frá hérlendri og erlendri þjóðtrú
sem snýst um þá.
arnim@mbl.is
Guðjón Ingi
Eiríksson
Sigurður
Ægisson
Látra-Björg
og fuglasögur
Íslandsstofa hef-
ur fyrir hönd
markaðs-
verkefnisins Ís-
land saman í sókn
gert samkomulag
við Iceland
Airwaves um
framkvæmd tón-
listarhátíðarinnar
Live from
Reykjavík, í sam-
starfi við RÚV, Reykjavíkurborg,
Icelandair og Landsbankann, að því
er fram kemur í frétt á heimasíðu
Stjórnarráðs Íslands.
„Hátíðin verður send út beint á
RÚV og Rás 2 hér á Íslandi, en að-
gengileg í gegnum streymisþjónustu
á vefnum erlendis,“ segir þar og að
tilgangurinn sé að styðja við sköpun
íslenskra tónlistarmanna, þróa
tækni til streymis sem nýtast muni
íslenskum hátíðum til framtíðar og
einnig að efla markaðs- og kynning-
arstarf íslenskrar tónlistar á erlend-
um vettvangi í samstarfi við Útflutn-
ingsmiðstöð tónlistar, ÚTÓN.
25 milljónir króna
„Hægt verður að kaupa aðgang að
hátíðinni utan landsteinanna í gegn-
um vefinn Dice.fm og munu 60% af
öllum tekjum renna beint til þeirra
listamanna sem spila á hátíðinni.
Samhliða Live from Reykjavík mun
ÚTÓN standa fyrir rafrænni ráð-
stefnu fyrir áhrifafólk úr tónlistar-
geiranum til að kynna íslenska tón-
list og listamenn. Íslensk tónlist er
einn af þremur áhersluþáttum í
markaðsaðgerðum Ísland saman í
sókn sem koma til framkvæmda á
næstu vikum. Efni sem framleitt
verður í tengslum við hátíðina verð-
ur nýtt til kynningar á íslenskri tón-
list og tónlistarstarfsemi og Íslandi
sem áfangastað. Samkomulagið er
einnig hluti af aðgerðapakka stjórn-
valda til að styðja við menningu og
listir á tímum COVID-19, sem
mennta- og menningarmálaráðherra
mun kynna á næstu dögum. Alls
hljóðar samningurinn upp á 25 millj-
ónir kr,“ segir í fréttinni en mark-
aðsverkefnið Ísland saman í sókn er
hluti af efnahagsaðgerðum stjórn-
valda vegna COVID-19, fjármagnað
af atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu, og er ferðamála-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kol-
brún Reykfjörð Gylfadóttir, formað-
ur stýrihóps átaksins.
Íslandsstofa semur við Airwaves
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir
Fyrirtækið Cineworld Group, sem
rekur Regal-kvikmyndahúsin, hefur
ákveðið að loka öllum kvikmynda-
húsum sínum í Bandaríkjunum og
Bretlandi frá og með morgundeg-
inum. Lokanirnar munu hafa áhrif á
um 45 þúsund starfsmenn fyrir-
tækisins en ástæðan er útbreiðsla
kórónuveirunnar og enn ein frestun
frumsýningar á nýjustu kvikmynd-
inni um James Bond, No Time to Die.
Verður hún næsta vor, um ári eftir
að upphaflega átti að frumsýna.
Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, sem
send var út á mánudag, kemur fram
að það geti ekki boðið upp á kvik-
myndir af þeirri gerð sem laði fólk
að kvikmyndahúsum á tímum Co-
vid-19. Fyrirtækið rekur 127 kvik-
myndahús í Bretlandi, m.a. Picture-
house-kvikmyndahúsin, og 536
kvikmyndahús í Bandaríkjunum. Í
frétt á vef CNN kemur fram að
hlutabréf í Cineworld Group hafi
stórlækkað í verði við tíðindin og að
fréttirnar hafi komið mörgum
starfsmönnum fyrirtækisins í opna
skjöldu. Í september tilkynnti fyrir-
tækið að það hefði tapað 1,6 millj-
örðum bandaríkjadala á fyrri helm-
ingi ársins.
Frumsýningum á fjölmörgum
kvikmyndum hefur verið frestað á
árinu, kvikmyndum sem hefðu í eðli-
legu árferði skilað bíóhúsum mikilli
aðsókn og tekjum. Má þar nefna
ofurhetjumyndirnar Black Widow
og Wonder Woman 1984.
Beðið Frestun Bond-myndarinnar No Time
To Die er kornið sem fyllti mælinn hjá fyrir-
tækinu Cineworld.
Loka hundruðum
kvikmyndahúsa