Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 STOFNAÐ 1956 Mark30 plus skrifstofustóll 7.418 kr. án arma 5.706 kr. með örmum TILBOÐ % afsláttur 6 7 0 Verð Verð 3 Mjúk hjól Hæðarstilling á baki Armar hæða- og dýptarstillanlegir, fæst með og án arma Pumpa í baki, stillir stuðning við mjóhrygg Hallastilling á baki Hæðarstilling setu og baks Samhæfð stilling setu og baks fylgir hreyfingu notandans Dýptarstilling á setu Hægt að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Einnig til í bláu Kvintett Ara Braga Kárasonar trompetleikara kemur fram ásamt franska píanóleikaranum Romain Collin í Jazzklúbbnum Múlanum í kvöld, miðvikudag, kl. 20 í Flóa á jarðhæð Hörpu. Á dagskrá sveitarinnar eru lög úr ýmsum áttum djassheimsins en auk þess lög eftir þá Collin og Ara Braga en þeir mættust líka á dúett- tónleikum í Hannesarholti á dög- unum. Ásamt Ara Braga og Collin koma fram þeir Ingimar Andersen sem leikur á saxófón, bassaleik- arinn Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson og Einar Scheving sem leikur á trommur. Gestur Ara Braga, Romain Coll- in, hefur notið sívaxandi athygli í bandaríska djassheiminum en þar er hann búsettur. Í umsögn um hann í National Public Radio sagði meðal annars: „Romain Collin er framsýnt tónskáld, stórkostlegur jazzpíanisti og rísandi stjarna sem skín sannarlega skært í jazzheim- inum.“ Hann hefur meðal annars leikið með Wayne Shorter, Marcus Miller, Jimmy Heath og Terence Blanchard. Kvartett Ara Braga og Collin í Múlanum Samspil Romain Collin og Ari Bragi. Vegna hertra samkomureglna hef- ur tónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu verið frestað einu sinni enn. Tón- leikarnir, þar sem Víkingur hugðist flytja tónlistina af plötu sinni, Ra- meau Debussy, auk Mynda á sýn- ingu eftir Mussorgsky, áttu að vera opnunarviðburður Listahátíðar í júní. Vegna veirufaraldursins var þeim fyrst frestað þar til í sept- ember, þá þar til í október og voru þrennir tónleikar fyrirhugaðir um næstu helgi og nær uppselt á alla. Í tilkynningu Víkings Heiðars á samfélags- miðlum kemur fram að tónleik- unum hafi nú verið frestað til 5., 7. og 9. mars. Hann segist mögulega hafa getað haft fáa í salnum um næstu helgi, haldið til að mynda sjö tónleika, „en ég er ekki viss um að ég hefði getað það, líkamlega eða listrænt,“ segir hann. Tónleikum Víkings frestað þar til í mars Víkingur Heiðar Ólafsson Kvikmynd Agnes Joy Leikstjórn Hlynur Pálmason fyrir Hvítur, hvítur dagur Handrit Silja Hauksdóttir, Gagga Jónsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmunds- dóttir fyrir Agnes Joy Leikari í aðalhlutverki Ingvar E. Sigurðsson fyrir Hvítur, hvítur dagur Leikkona í aðalhlutverki Katla Margrét Þorgeirsdóttir fyrir Agnes Joy Leikari í aukahlutverki Björn Hlynur Haraldsson fyrir Agnes Joy Leikkona í aukahlutverki Ída Mekkín Hlynsdóttir fyrir Hvítur, hvítur dagur Barnaefni Goðheimar Heimildarmynd Vasulka-áhrifin Stuttmynd Blaðberinn Sjónvarpsmaður ársins Helgi Seljan fyrir Kveik Frétta- eða viðtalsþáttur Kveikur Íþróttaefni HM-stofan Leikið sjónvarpsefni Pabbahelgar Mannlífsþáttur Svona fólk Menningarþáttur Kiljan Skemmtiþáttur Áramótaskaup 2019 Upptöku- eða útsendingarstjórn Salóme Þorkelsdóttir og Gísli Berg fyrir Söngvakeppnina 2019 Kvikmyndataka Maria von Hausswolff fyrir Hvítur, hvítur dagur Klipping Kristján Loðmfjörð og Lína Thoroddsen fyrir Agnes Joy Leikmynd Hulda Helgadóttir fyrir Hvítur, hvítur dagur Búningar Margrét Einarsdóttir fyrir Goðheimar Tónlist Edmund Finnis fyrir Hvítur, hvítur dagur Hljóð Gunnar Árnason fyrir Agnes Joy Gervi Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Ófærð 2 Brellur Pétur Karlsson, Eva Sólveig Þórðar- dóttir og Haukur Karlsson fyrir Ófærð 2 Heiðursverðlaun Spaugstofan Sigursæl Katla Margrét Þorgeirs- dóttir var verðlaunuð fyrir leik sinn í kvikmyndinni í Agnes Joy. Sex Eddur hvor mynd  Agnes Joy og Hvítur, hvítur dagur hlutu flest Edduverðlaun árið 2020 Von Ída Mekkín Hlynsdóttir og Ingv- ar E. Sigurðsson voru bæði verðlaun- uð fyrir leik í Hvítur, hvítur dagur. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi viðurkenning kemur skemmti- lega á óvart og yljar manni aðallega um hjartað,“ segir Karl Ágúst Úlfs- son, einn höfunda, leikstjóra og leik- ara í Spaugstofunni sem hann stofn- aði árið 1985 ásamt fjórum félögum sínum. Spaugstofan hlaut í gærkvöldi heiðursverðlaun Eddunnar 2020 fyrir ævistarf sitt, en það er Íslenska sjón- varps- og kvikmyndaakademían (ÍKSA) sem stendur fyrir verðlaun- unum. Auk heiðursverðlaunanna voru verðlaun veitt í 26 flokkum og má sjá heildarlista verðlaunahafa hér til hliðar. „Mér finnst það mikils virði að ævi- starf okkar skuli vera metið á þennan hátt af kollegum okkar og jafningjum í bransanum. Mér finnst þetta líka vera mikilvæg viðurkenning á menn- ingarlegu gildi efnisins sem við fram- leiddum, það er gamanefnis og sam- félagsádeilu,“ segir Karl Ágúst og viðurkennir fúslega að þeir Spaug- stofufélagar hafi vafalítið komið við kaunin á mörgum í gegnum tíðina. „Fólk kunni auðvitað misvel að taka gríninu, en ég hef alltaf haldið því fram að maður verði að hafa húmor fyrir sjálfum sér til að vera hamingju- samur í þessu lífi.“ Fullkomið fólk leiðinlegt Klæjar þig ekki stundum í puttana að fá að gera grín að því sem efst er á baugi í samfélaginu? „Jú, það gerist næstum því viku- lega að ég hugsa að það hefði verið gaman að taka á einhverju málefni líðandi stundar,“ segir Karl Ágúst. Hann rifjar upp að fyrstu verkefni Spaugstofunnar hafi verið tvö ára- mótaskaupa RÚV árin 1985 og 1986 og útvarpsþættir af ýmsu tagi. Á þessum tíma skipuðu hópinn auk hans þeir Randver Þorláksson, Sig- urður Sigurjónsson, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi. Stuttu seinna kom Pálmi Gestsson í stað Ladda og þannig hélst hópurinn lengst af. Árið 1989 hófu Spaugstofufélagar að senda út viku- lega sjónvarpsþætti, sem fljótlega urðu vinsælasta sjónvarpsefni íslenskrar sjónvarpssögu. Í nafni Spaugstofunnar voru framleiddir hátt í 500 þættir auk þess sem þeir fé- lagar gerðu mikið af útvarpsefni. „Haustið 2015 frumsýndum við í Þjóðleikhúsinu sýninguna Yfir til þín í tilefni af 30 ára starfsafmæli okkar sem formlega séð var hugsuð sem kveðjusýning hópsins,“ segir Karl Ágúst og tekur fram að hópurinn hittist þó alltaf reglulega yfir kaffi- bolla. „Þannig varð hlaðvarpið Móðir menn í kví kví til í kófinu í vor sem við unnum í samstarfi við RÚV og Þjóð- leikhúsið.“ Áttu þér einhverja uppáhalds- persónu í litskrúðugu persónugalleríi Spaugstofunnar? „Það elska allir Boga og Örvar, Ragnar Reykás og Kristján Ólafsson. Af mínum eigin persónum þykir mér nú alltaf vænt um leigubílstjórann og nirfilinn, sem gat alltaf kríað út af- slátt og endurgreiðslur fyrir allt sem hann keypti eða leigði,“ segir Karl Ágúst og jánkar því að skemmtilegra sé að leika breyska menn. „Fullkomið fólk er ofboðslega leiðinlegt og það er ekki efni í gamanleik. Ég held að lyk- illinn að því að skrifa gamanefni sé að fjalla um gallað fólk.“ Alltaf með margs konar húmor En kanntu skýringu á vinsældum Spaugstofunnar í gegnum tíðina? „Það er oft talað um Spaugstofu- húmor eins og það sé eitthvert ákveð- ið fyrirbæri. Ég held að það sé ekki rétt. Ég held að ástæða þess að við héldum svona miklum vinsældum all- an þennan tíma hafi verið að við vor- um alltaf með margs konar húmor í gangi. Við vorum með ádeilu, eftir- hermur, gamanvísur, orðaleiki og slap-stick eða ærslafenginn gaman- leik. Við höfum oft fengið að heyra það í gegnum tíðina að við höfum ver- ið svo mikið sameiginingarafl, því fjölskyldur horfðu saman á Spaug- stofuna. Það var ekki af því að börnin kynnu svona vel að meta pólitískt grín. Það var vegna þess að við vorum líka með húmor sem hæfði öðrum hópum en þeim sem höfðu mestan áhuga á þjóðfélagsmálum,“ segir Karl Ágúst að lokum. „Yljar um hjartað“ Gleði Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson árið 1995 þegar Spaugstofan var 10 ára.  Spaugstofan hlýtur heiðursverðlaun Eddunnar 2020  Verðlaun veitt í 26 flokkum auk heiðursverðlauna Eddan 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.