Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 2. deild karla Víðir – Kári ............................................... 3:1 Staðan: Kórdrengir 20 14 4 2 45:13 46 Selfoss 20 14 1 5 36:25 43 Þróttur V. 20 12 5 3 39:19 41 Njarðvík 20 12 4 4 39:26 40 Haukar 20 12 0 8 43:28 36 KF 20 8 2 10 33:39 26 Kári 20 7 4 9 33:31 25 Fjarðabyggð 20 7 3 10 30:36 24 ÍR 20 6 1 13 31:39 19 Völsungur 20 5 2 13 25:49 17 Víðir 20 5 1 14 24:52 16 Dalvík/Reynir 20 2 5 13 25:46 11 2. deild kvenna Grindavík – Fram..................................... 4:0 Staðan: HK 16 11 2 3 49:14 35 Grindavík 15 10 3 2 37:11 33 FHL 14 9 2 3 35:22 29 Álftanes 14 7 2 5 24:32 23 Hamrarnir 14 5 3 6 18:24 18 Hamar 15 4 2 9 20:36 14 Fram 15 3 4 8 28:47 13 Sindri 14 3 2 9 19:33 11 ÍR 15 2 4 9 25:36 10  Coca Cola bikar karla 32-liða úrslit: Haukar – Selfoss ............................... frestað Þýskaland Ludswigshafen – RN Löwen.............. 24:26  Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyr- ir Löwen og Ýmir Örn Gíslason 1. Füchse Berlín – Magdeburg .............. 22:32  Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson ekkert. Göppingen – Balingen ........................ 28:23  Janus Daði Smárason skoraði 1 mark fyrir Göppingen.  Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk fyrir Balingen. Melsungen – Lemgo ............................ 27:21  Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr- ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds- son er þjálfari liðsins.  Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyrir Lemgo. Spánn Barcelona – Puerto Sagundo............. 43:25  Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona. Frakkland Istres – Aix ........................................... 21:27  Kristján Örn Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Aix. Danmörk Fredericia – Aalborg .......................... 33:36  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Skjern – Lemvig .................................. 29:26  Elvar Örn Jónsson skoraði 6 mörk fyrir Skjern. Bjerringbro/Silkeborg – Holstebro.. 28:23  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr- ir Tvis Holstebro.   Dominos-deild karla Þór Ak. – Keflavík ................................ 74:94 Staðan: Keflavík 1 1 0 0 94:74 2 Njarðvík 1 1 0 0 92:80 2 Þór Þorlákshöfn 1 1 0 0 105:97 2 Grindavík 1 1 0 0 101:94 2 Stjarnan 1 1 0 0 91:86 2 ÍR 1 1 0 0 87:83 2 Tindastóll 1 0 0 1 83:87 0 Valur 1 0 0 1 86:91 0 Höttur 1 0 0 1 94:101 0 Haukar 1 0 0 1 97:105 0 KR 1 0 0 1 80:92 0 Þór Akureyri 1 0 0 1 74:94 0 Evrópubikarinn Antwerp Giants – Andorra ................ 60:71  Haukur Helgi Pálsson lék ekki með An- dorra vegna meiðsla.   KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Würth-völlur: Fylkir – KR ...................19:15 2. deild kvenna: Hertz-völlur: ÍR – Álftanes ..................19:15 HANDKNATTLEIKUR Coca Cola bikar karla, 32ja liða úrslit: Eyjar: ÍBV2 – Vængir Júpíters ...........18:30 Höllin Akureyri: Þór – KA ...................19:30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Smárinn: Breiðablik – Keflavík ...........19:15 Dalhús: Fjölnir – Haukar .....................19:15 Stykkishólmur: Snæfell – KR ..............19:15 Origo-höll: Valur – Skallagrímur.........19:15 Í KVÖLD! Keflvíkingar fara vel af stað í Dom- inos-deild karla í körfuknattleik og unnu Þórsara á Akureyri í gær- kvöldi 94:74. Litháinn Dominykas Milka lék af- ar vel með Keflavík síðasta vetur og tók upp þráðinn þar sem hann skildi við í mars. Skoraði hann 28 stig og tók 16 fráköst. Júlíus Orri Ágústsson átti stór- leik fyrir Þór og skoraði 28 stig og stal boltanum sex sinnum. Keflvík- ingar höfðu yfirburði í baráttunni um fráköstin en liðið tók 54 fráköst en Þórsarar 21 frákast. Keflvíkingar tóku 54 fráköst Ljósmynd/Þórir Tryggvason Góður Dominykas Milka er einn besti leikmaður deildarinnar. Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við danska knatt- spyrnufélagið Horsens en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Kjartan fékk samningi sínum við Vejle rift í gær og var ekki lengi að finna sér nýtt lið. Framherjinn þekkir vel til hjá fé- laginu eftir að hafa leikið með því frá 2014 til ársins 2018 en hann var meðal annars gerður að fyrirliða á tíma sínum þar. Hann skoraði 54 mörk í 130 leikjum með Horsens áð- ur en hann gekk til liðs við ung- verska stórliðið Ferencváros 2018. Kjartan á gamlar slóðir Ljósmynd/Horsens Endurkoma Kjartan Henry er kominn aftur til Horsens. sem óbreyttur fyrstu tvö tímabilin hans. Árið 2018 mætum við svo til leiks með frekar mikið breytt lið og marga unga leikmenn í bland við nokkra reynslubolta. Heilt yfir þá hafa átt sér stað miklar breytingar á liðinu og hópnum undanfarin fimm ár. Það er erfitt að bera liðið í ár saman við önnur lið Breiðabliks á und- anförnum árum. Þegar allt kemur til alls höfum verið með geggjaða leik- mannahópa undanfarin ár og það eru þvílík forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu með Breiðabliki. Ég er stolt af því að hafa verið leikmaður Breiðabliks á þessum tíma og að hafa fengið að hjálpa félaginu.“ Nokkur skref eftir Sonný verður 34 ára gömul í desem- ber en þrátt fyrir það er engan bilbug á henni að finna. „Ég hugsaði í fyrra að ég hefði átt að hætta eftir tímabilið 2018 þegar við unnum tvöfalt! Að öllu gríni slepptu þá hef ég alltaf bara tekið eitt ár í einu og fyrst þegar ég gekk til liðs við Breiða- blik frá Fjölni árið 2014 var planið bara að taka eitt ár með Breiðabliki og hætta svo. Þetta hefur hins vegar gengið framar vonum og eins og stað- an er í dag er þetta alltaf jafn skemmtilegt. Tímabilið í fyrra var mikil vonbrigði því við fórum í gegnum heilt Íslands- mót án þess að tapa en unnum samt ekki neitt. Að sama skapi hristi þetta líka vel upp í okkur og við mættum all- ar klárar með markmiðin á hreinu þegar tímabilið hófst í sumar. Við eig- um nokkur skref eftir í átt að mark- miðum okkar en þetta kemur allt sam- an í ljós.“ Vonbrigði síðasta árs hristu vel upp í okkur  Sonný Lára Þráinsdóttir fór fyrir liði Blika í sigrinum gegn Val á Hlíðarenda Morgunblaðið/Íris Úrslitaleikur Elín Metta Jensen (t.v.) og Sonný Lára (t.h.) eigast við í vítateig Breiðabliks á Hlíðarenda. 16. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Blikinn og markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir var besti maður vallarins þegar Breiðablik heimsótti Val í stór- leik úrvalsdeildar kvenna í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Origo- völlinn á Hlíðarenda í 16. umferð deild- arinnar. Sonný varði frábærlega í leiknum sem lauk með 1:0-sigri Breiðabliks en liðið er í efsta sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum meira en Valur, og þá eiga Blikar leik til góða á Val. Sonný er uppalin hjá Fjölni í Graf- arvogi en gekk til liðs við Breiðablik ár- ið 2014 og hefur tvívegis orðið bik- armeistari með liðinu og tvívegis Íslandsmeistari. Við undirbjuggum okkur ekkert öðruvísi fyrir þennan leik, þetta var bara eins og hver annar leikur,“ sagði Sonný í samtali við Morgunblaðið. „Ég er fyrst og fremst ánægð með sigur gegn mjög sterku liði Vals. Við vorum mjög flottar í fyrri hálfleik, mjög skipu- lagðar og ógnandi í sóknarleiknum. Við lentum í smá brasi í síðari hálfleik, án þess þó að þær væru að opna okkur að einhverju ráði eða sundurspila okkur. Við vörðumst hins vegar mjög vel allan leikinn, nýttum okkar færi og inn- byrtum afar mikilvægan sigur í leiks- lok,“ sagði Sonný sem á að baki 197 leiki í efstu deild. Loksins sigur á Hlíðarenda Fyrir leik helgarinnar hafði Breiða- blik ekki unnið deildarleik á Hlíð- arenda frá því í júní 2015 þegar liðið vann 6:0-sigur en Sonný varði mark Breiðabliks í leiknum. „Reynslan nýtist manni alltaf, sama hvar, og ég reyndi að sjálfsögðu að gefa af mér í aðdraganda leiksins ef ég skynjaði stress hjá einhverjum. Vissu- lega var þetta bara einn leikur af átján en við þurfum ekki að fara neitt leynt með það að það var mikið undir í þess- um leik. Það er mikilvægt fyrir svona leik að fínna einhvern gullinn meðalveg á milli stress og spennu og okkur tókst það að mínu mati. Þrátt fyrir að við séum með ungt lið eru margar stelpur í liðinu van- ar því að spila þessa stærstu leiki og þær hafa nú þegar gert það nokkrum sinnum. Ég man að ég hugsaði það fyrir leik- inn að það væri löngu kominn tími á að við myndum vinna alvörumótsleik á Hlíðarenda og það kom loksins á laug- ardaginn.“ Þorsteinn Halldórsson tók við þjálf- un Breiðabliks 2015 en liðið stefnir hraðbyr á sinn þriðja Íslandsmeist- aratitil undir stjórn hans. „Steini tekur við liðinu 2015 og leik- mannahópurinn helst í raun svo gott Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki er í sjötta sinn í liði umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta á þessu tímabili en úrvalslið 16. umferð- arinnar, sem leikin var um síðustu helgi, má sjá hér fyrir ofan. Aðeins liðs- félagi hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, hefur verið valin oftar, eða sjö sinnum. Þær eru einmitt efstar í M-einkunnagjöfinni sem fyrr, Sveindís er nú með 21 M í efsta sætinu og Agla María með 17 M í öðru sæti. Hlín Eiríksdóttir úr Val og Berglind Rós Ágústsdóttir úr Fylki koma næstar í M-gjöfinni með 13 M hvor. Stephanie Ribeiro úr Þrótti, Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki, Karitas Tómasdóttir úr Selfossi og Elín Metta Jensen úr Val koma þar á eftir með 12 M hver. vs@mbl.is 16. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 4-3-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðabliki Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór/KA Anna María Baldursdóttir Stjörnunni Berglind Rós Ágústsdóttir Fylki Andrea Mist Pálsdóttir FH Andrea Rut Bjarnadóttir Þrótti Agla María Albertsdóttir Breiðabliki Madeline Gotta Þór/KA Ólöf Sigríður Kristinsdóttir Þrótti Phoenetia Browne FH 6 4 5 3 3 3 55 2 Agla María valin í sjötta sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.