Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær gátu aðeins 60,7% nemenda í 2. bekk grunnskóla í Reykjavík lesið sér til gagns í lesskimunarprófi, sem skóla-og frístundasvið Reykjavíkur- borgar gekkst fyrir vorið 2019. Það er næstversti árangur í árlegri les- skimun, sem fram hefur farið frá árinu 2002. Að sögn Helga Gríms- sonar, sviðsstjóra skóla- og frí- stundasviðs, var ekki framkvæmd slík lesskimun síðastliðið vor, þar sem prófið hefði ekki þótt nægilega í takt við tímann. Það er því ekki ljóst hver þróunin hefur orðið síðan, en þrátt fyrir að stakir skólar hafi áfram lagt slík próf fyrir nemendur í 2. bekk hefur skólasvið borgarinnar ekki fengið niðurstöðurnar og eng- inn með yfirsýn yfir ástandið. Áhersla á lestrarkennslu litlu sem engu skilað Skýrslan hlýtur að vekja ugg um lestrarkennslu barna, en af henni blasir við að þrátt fyrir verulega áherslu á aukna lestrarkennslu á síð- astliðnum árum hefur árangurinn látið á sér standa. Raunar beinlínis um afturför að ræða. Í samtali við Morgunblaðið segir Helgi Grímsson að kennslan hefði þó ekki allt að segja í þessum efnum, það væri margsannað mál að heim- ilin skiptu miklu máli, árangur í próf- um sem þessum gætu endurspeglað félagslegan bakgrunn, menntun og efnastöðu foreldra, auk uppruna. Í fyrrgreindri skýrslu skóla- og frístundasviðs, sem hefur ekki verið gerð opinber en Morgunblaðið hefur undir höndum, er greint frá niður- stöðum lesskimunar í apríl 2019 úr 34 grunnskólum borgarinnar af þeim 36, sem eru með 2. bekk. Í niðurstöðunum kom fram munur á lesskilningi kynjanna, en um 62% telpna og 59% drengja gátu lesið sér til gagns. Sá munur er í minna lagi miðað við niðurstöður fyrri ára. Ástæðan er þó ekki sú að drengirnir hafi bætt sig frá fyrri árum, heldur var hlutfall telpna, sem gátu lesið sér til gagns, hið lægsta í sögu lesskim- unarinnar. Lestrarstríðið um lestr- arkennsluaðferðir Hljóðlestraraðferðin ruddi sér þannig mjög rúms upp úr miðbiki liðinnar aldar, en þar var leitast við að tengja lestrarnám eðlislægum málþroska. Er leið á öldina öðlaðist umdeild stefna, sem á íslensku hefur verið nefnd byrjendalæsi (e. whole language reading), töluverðar vin- sældir, en þar er lögð áhersla á merkingu texta og heildrænan mál- skilning, fremur en hljóð bókstafa. Aukinna efasemda tók þó að gæta um byrjendalæsi um aldamótin eftir að út kom bandarísk þingskýrsla (NPR) um lestrarkennslu árið 2000. Síðan hafa verið dregnar saman fjöl- margar rannsóknir, sem benda ein- dregið til þess að hljóðlestraraðferð- in sé árangursríkari aðferð, einkum á fyrstu stigum. Á öllu þessu hafa menn ríkar skoðanir, svo heitar að vestanhafs er deilan nefnd Lestrar- stríðin. Í grunnskólum Reykjavíkurborg- ar var fyrir rúmum áratug tekið að innleiða byrjendalæsi, starfsþróun- arverkefni í umsjón Skólaþróunar- sviðs Háskólans á Akureyri, og hefur það víða verið tekið í gagnið síðan. Helgi Grímsson kvaðst ekki hafa á takteinum hvaða skólar notuðust við þá aðferð, en taldi að það ætti við um meirihluta skóla borgarinnar. Ótrúlega misjöfn lestrar- kunnátta eftir skólum Það er því erfitt að átta sig á hvort fylgni er milli kennsluaðferða í lestri og lesskilningi samkvæmt lesskim- uninni. Það hlýtur að koma til álita í ljósi ákaflega mismunandi frammi- stöðu skólanna. Á því má glöggva sig af handritinu hér til hægri. Munurinn er ótrúlega mikill, en eins má greina eins konar deilda- skiptingu. Þannig skara fimm skólar fram úr, Hamraskóli, Háteigsskóli, Mela- skóli, Austurbæjarskóli og Granda- skóli, en þar gátu um og yfir 75% nemenda lesið sér til gagns. Hins vegar voru Fellaskóli, Lang- holtsskóli og Selásskóli í sérflokki á hinn veginn, en þar gátu aðeins um 30% barna lesið sér til gagns í lok 2. bekkjar. Megnið af skólum liggur þar á milli, en má gróflega skipta í tvo flokka, frá 60-70% og 48-59%. Líkt og Helgi Grímsson benti á geta félagslegar aðstæður og bak- grunnur ráðið miklu um námsárang- ur og sennilega má draga einhverjar slíkar línur milli skólahverfa. Eftir sem áður er það vitaskuld hlutverk skólanna að koma öllum til þroska, óháð efnum eða öðrum aðstæðum, en þar er þá greinilega verulegur mis- brestur á. Ekki þá síður þar sem hér ræðir um lestur, sem heita má lykill- inn að nær öllu námi öðru. Lestur í ólestri í borginni  Lestrarkunnáttu barna í Reykjavík hrakar enn  Mikill munur á skólum Dreifing nemenda eftir árangri og skólumLesskimun 34 grunnskóla í Reykjavík 2019 0% 20% 40% 60% 80% 100% Selásskóli Langholtsskóli Fellaskóli Dalskóli Klébergsskóli Húsaskóli Norðlingaskóli Vogaskóli Ártúnsskóli Hólabrekkuskóli Fossvogsskóli Sæmundarskóli Breiðholtsskóli Rimaskóli Ölduselsskóli Vættaskóli Hlíðaskóli Seljaskóli Kelduskóli ◊ Hjallastefnan Breiðagerðisskóli Laugarnesskóli Ingunnarskóli Árbæjarskóli ◊ Landakotsskóli Háaleitisskóli Vesturbæjarskóli Foldaskóli ◊ Ísaksskóli Grandaskóli Austurbæjarskóli Melaskóli Háteigsskóli Hamraskóli 65-100% 50-64% 0-49% 85% 83% 82% 79% 76% 70% 69% 69% 68% 67% 67% 67% 66% 65% 65% 63% 59% 58% 57% 57% 56% 55% 55% 53% 53% 52% 52% 51% 50% 50% 48% 32% 31% 30% 11% 8% 10% 10% 13% 13% 10% 13% 10% 14% 15% 13% 13% 16% 23% 17% 21% 18% 19% 23% 27% 29% 23% 16% 22% 24% 19% 26% 31% 17% 37% 48% 35% 35% Heimild: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur ◊ Sjálfstætt starfandi skólar. Þróun í lesskilningi frá 2002 til 2019 Lesskimun grunnskóla í Reykjavík 2019 Heimild: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur 60% 71% 61% 58% 60% 62% 64% 66% 68% 70% 72% 2019’18’17’162015’14’13’12’112010’09’08’07’062005’04’03’02 Miðgildi „Þetta lesskimunarpróf í 2. bekk hef- ur fyrst og fremst verið notað til þess að finna þá nemendur, sem þurfa sér- stakan stuðning og veita þeim hann. Við lítum ekki á það sem einhvern stóradóm yfir námsárangri barna í borginni,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Samkvæmt PISA-könnunum stendur borgin og nágrannasveitarfélög marktækt bet- ur en aðrir landshlutar og hefur frek- ar verið að lyftast og stendur hæst af þessum landshlutum öllum. En svo er þessi munur á námsárangri kynjanna, misjafn eftir námsgreinum raunar, sem við þurfum að athuga betur og ekki síður hvernig við get- um stutt enn betur við bakið á börn- um með annað móðurmál en ís- lensku.“ Morgunblaðið/Hari Ekki stóridómur Skúli segir niðurstöð- urnar engan stóradóm yfir námsárangri. Enginn stóridómur „Þessi útkoma er óviðunandi,“ seg- ir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn Reykjavík- ur. „Við áttum að vera að bæta okkur frá árinu 2015, þegar Reykjavíkurborg gerðist aðili að sáttmála um betra læsi, en síðan hefur okkur hrakað. Það er óvið- unandi. Það þarf bæði að hafa betri mælingar og vinna með þeim, sem dragast aftur úr, svo þessi hlutföll sjáist ekki framar. Þessi mikli mun- ur á skólum vekur síðan athygli og sjálfstæðar spurningar. Þar að baki búa stórir hópar, sem þurfa meiri aðstoð, svo mikið er víst. Ég vil hins vegar ekki tjá mig um einstaka skóla. Það geta verið ýmsar mál- efnalegar skýringar á þeim mun, en þessi þróun og þessi staða er óþol- andi. Morgunblaðið/Eggert Óviðunandi Eyþór segir óviðunandi að lestri hafi hrakað eftir sáttmála um bætt læsi. Óviðunandi staða Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Fæddur árið 1936 Ranghermt var í frétt í Morgun- blaðinu í gær, þriðjudag, að Heiðar Ástvaldsson danskennari, sem lést sl. sunnudag, 4. október, hefði fæðst árið 1940. Heiðar Róbert, eins og hann var skírður, fæddist 1936 og lést á 84. afmælisdegi sínum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Þjóðskrá Íslands hefur tekið í notk- un snjallmenni í netspjalli á vef stofnunarinnar www.skra.is. Snjall- mennið getur svarað ýmsum spurn- ingum um starfsemi Þjóðskrár Ís- lands og bent viðskiptavinum á gagnlegar slóðir. Hægt er að fá samband við ráð- gjafa í þjónustuveri milli klukkan 9 og 15 alla virka daga ef snjallmennið getur ekki svarað spurningum við- skiptavina, segir í tilkynningu. Utan afgreiðslutíma tekur snjallmennið við fyrirspurnum og svarar eftir fremstu getu en annars tekur það við skilaboðum sem bíða afgreiðslu næsta virka dag. Snjallmenni svarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.