Morgunblaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Starfsfólk og börn á Drafnarborg
minnast þess í dag að 70 ár eru frá
því leikskólinn var tekinn í notkun.
Húsnæðið var hannað og byggt
sérstaklega sem leikskóli og hafði
slíkt ekki verið gert áður í Reykja-
vík. „Við ætlum að hafa gaman
með litlu börnunum, syngja, dansa,
baka vöfflur og blása í blöðrur,“
segir Halldóra Guðmundsdóttir
leikskólastjóri um afmælisveisluna.
Leikskólarnir Drafnarborg á
Drafnarstíg og Dvergasteinn á
Seljavegi sameinuðust 2011 og eru
sex deildir í þremur húsum. Fjórar
deildir elstu barnanna eru á Selja-
vegi en eins og tveggja ára börnin
á Drafnarstíg.
Bryndís fyrst
Bryndís Zoëga var fyrst Íslend-
inga til þess að útskrifast sem leik-
skólakennari og veitti Drafnarborg
forstöðu frá 1950 til 1991. Halldóra
tók við fyrir tveimur árum og er
fimmti leikskólastjórinn. Hún seg-
ir að fjölskyldur barnanna tengist
gjarnan skólanum því foreldrar
margra þeirra hafi verið þar og
jafnvel afar og ömmur. Vegna
kórónuveirufaraldursins geti þetta
fólk samt ekki tekið þátt í veislu
dagsins. „Þetta er fjórða vikan
sem bara starfsfólk og börn skól-
ans fá að koma inn,“ bendir hún á
og vísar í samkomubannið.
Þar til í fyrra voru allir aldurs-
flokkar á Drafnarborg. „Þá ákvað
ég að þar yrðu aðeins yngstu
skjólstæðingar okkar og því tókum
við garðinn alfarið í gegn með hlið-
sjón af því og breyttum líka innan-
húss með yngstu börnin í huga.
Við ætlum líka að halda upp á
það.“
Morgunblaðið/Eggert
Drafnarborg Krakkarnir á leikskólanum fagna 70 ára afmæli skólans í dag. Hér viðra þau sig í blíðunni í gær.
Sungið, dansað, bakaðar
vöfflur og blásið í blöðrur
Starfsfólk og börn á Drafnarborg halda upp á 70 ára
afmælið Forráðamenn barnanna fá ekki að mæta
Freyr Bjarnason
Sigurður Bogi Sævarsson
Hjá Neyðarlínunni og fjarskiptamið-
stöð ríkislögreglustjóra er nú rann-
sakað hvers vegna boð um eld í hús-
bíl í Grafningi síðastliðið
föstudagskvöld bárust ekki lögregl-
unni á Selfossi. Frá Neyðarlínunni
áframsendu neyðarverðir á vakt
símtal frá innhringjanda, sem sá eld-
inn, til lögreglunnar sem svaraði
ekki, hvað sem olli. Allir þættir í at-
burðarás þessari eru skoðaðir, svo
sem hvort símtalið hafi lent í „tækni-
legu svartholi símkerfisins“, eins og
Tómas Gíslason, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar,
komst að orði í samtali við mbl.is í
gær.
Tvær tilkynningar
Það var um klukkan hálftólf á
föstudagskvöldið sem tilkynning um
eldsvoða barst Neyðarlínunni. Til-
kynnandi, sem var nærri Búrfelli í
Grímsnesi, sagði eldinn vera í ann-
aðhvort bíl eða húsi í Grafningi, það
er handan Sogsins, í um fimm kíló-
metra fjarlægð.
Að sögn Tómasar liðu 56 sekúndur
frá því viðkomandi var gefið sam-
band við lögreglu uns símtalið rofn-
aði. „Það á ekki að geta verið ákvörð-
un símkerfisins,“ segir Tómas um að
símtalið hafi slitnað og telur að við-
komandi hafi gefist upp á biðinni.
Daginn eftir barst lögreglu svo önn-
ur tilkynning. Þá var húsbíllinn
fundinn mikið brunninn og var þá í
malargryfju nærri Torfastöðum.
Átti athvarf í bílnum
„Við erum að velta við hverjum
steini til að átta okkur á hvort þetta
var tæknilegt vandamál eða ekki,“
segir Tómas. Hann útilokar ekki að
Neyðarlínan hafi gert mistök, sem
hafi þá verið tæknilegt klúður.
Skv. heimildum Morgunblaðsins
hafði bíllinn, sem var gömul Benz-
rúta innréttuð sem húsbíll, verið í
gryfjunum við Torfastaði í Grafningi
síðustu vikur og maðurinn, sem tal-
inn er hafa farist, átt athvarf sitt í
ökutækinu. Maðurinn var tæplega
fertugur og hafði m.a. haldið til í
bílnum um nokkurt skeið. Var meðal
annars í Hveragerði síðasta vetur.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á
Suðurlandi, segir rannsókn lögreglu
í héraði nú munu beinast að því hver
upptök eldsins í bílnum voru og ekki
sé gengið að neinu gefnu í málinu.
Sömuleiðis þurfi að staðfesta auð-
kenni mannsins með allri vissu, enda
þótt vísbendingarnar um hver hinn
látni sé hnígi allar í sömu átt. Þá er
leitað upplýsinga um mögulega um-
ferð ökutækis við brunavettvanginn
þegar eldurinn var hvað mestur og
óskar lögreglan eftir upplýsingum
frá þeim sem þar hafi mögulega ver-
ið á ferð.
Breytingar hjá
Neyðarlínu í undirbúningi
Tómas Gíslason greinir frá því að
nú sé verið í samvinnu við lögregluna
að breyta fyrirkomulagi innhring-
inga í Neyðarlínuna og taki það gildi
um næstkomandi áramót. Eftir það
mun sá eða sú sem hringir í 112 að-
eins tala við einn neyðarvörð allt
símtalið, í stað þess að vera færður
yfir til lögreglu, slökkviliðs eða ann-
ars. Þess í stað getur lögreglan eða
aðrir eftir atvikum haft samband við
innhringjanda strax í kjölfarið til að
fá frekari upplýsingar um aðstæður
eða málavöxtu. Í langflestum tilvik-
um mun símtalinu því ljúka eftir
samtal við neyðarvörð.
Öll atburðarásin er í rannsókn
Rannsókn á bílbruna í Grafningi sl. föstudagskvöld í fullum gangi Lögregla fékk ekki boð um eld
Tæknilegt svarthol í símkerfi er hugsanleg skýring, segir Neyðarlínan Átti athvarf í húsbílnum
Malargryfjan
þar sem
bíllinn fannst
sl. laugardag
Álftavatn
Tunguá
Hlíðará
So
gi
ð
Torfastaðir ■
Þ
ingvallavegur
G R A F N I N G U R
G R Í M S -
N E S
Búrfellsland
Sjón arvottar hringdu
kl. 23:30 á föstudagskvöld
Bruni í húsbíl
í Grafningi
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Búrfell
Lyngdals-
heiði
Ingólfs-
fjall
Hvítá
Ölfusá
Stækkað svæði
Þingvalla-
vatn
Selfoss
GRAFNINGUR
GRÍMS-
NES
Grafningsvegur
neðri
36
350
Loftmyndir ehf.
Oddur
Árnason
Tómas
Gíslason
Átta landvörðum og einum verkefn-
isstjóra Þingvallaþjóðgarðs var sagt
upp störfum í gærmorgun. Upp-
sagnirnar taka gildi 1. nóvember, en
þjóðgarðsvörður segist vona að hægt
verði að endurráða starfsmennina
með vorinu.
„Við þurftum að grípa til þessara
uppsagna vegna þess að það hefur
verið mikið tekjufall á þessu ári og
það er fyrirséð áfram á næsta ári.
Tekjugrunnur þjóðgarðsins hefur að
miklu leyti verið byggður upp á sér-
tekjum, það er að segja bílastæða-
gjöldum, gjöldum í Silfru og tjald-
svæðum og öðru. Þetta hefur farið
ansi hratt á þessu ári og þjóðgarð-
urinn hefur verið í hálfgerðri gjör-
gæslu þetta árið. Ég hef verið í mikl-
um samskiptum við ráðuneytið til
þess að reyna að fá úr því skorið
hvernig við getum staðið að þessu,“
segir Einar Ásgeir Sæmundsen
þjóðgarðsvörður.
Einar segir að framlag til þjóð-
garðsins sé það sama í fjárlögum fyr-
ir næsta ár og hefur verið undanfar-
in ár. Það hafi því þurft að grípa til
ráðstafana til að stemma stigu við
sértekjutapi sem hefur orðið af völd-
um heimsfaraldurs kórónuveirunn-
ar. liljahrund@mbl.is
Átta landvörðum
sagt upp störfum
Þingvellir „í hálfgerðri gjörgæslu“