Morgunblaðið - 13.10.2020, Page 8

Morgunblaðið - 13.10.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Byggmjólk Eina íslenska jurtamjólkin Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi Sigmundur Davíðbirti snjalla grein hér í blaðinu um Ybba og nýskírð- ir oflátungar réðu ekki við sig og ýttu undir tíðindin sem í greininni fólust. Páll Vilhjálmsson skrifar:    Ybbar á félags-miðlum keppast við að hafa áhrif á dagskrá fjölmiðla. Eftir opinberan at- burð, s.s. ræðu Sig- mundar Davíðs á þingi, ráðstafanir í efnahagsmálum, frétt af hælisleitanda, drífa ybbarnir sig af stað að selja sitt sjónarhorn.    Færslur frá þekktum ybbum rataeinatt í fjölmiðla og þar með er komin hlutdeild í dagskrárvaldi.    Pólitískur ávinningur er töluverð-ur. Á hverjum tíma er takmörk- uð dagskrá, þótt hún sé ekki afmörk- uð við fyrirframgefin atriði.    Fólk kemst einfaldlega ekki yfirnema takmarkað magn af upp- lýsingum. Sjónarhornið er afgerandi.    Ef tekst að setja rasískan stimpil ástjórnmálamann er sá kominn í veika stöðu.    Ef einhver þarf að verjast ásök-unum um spillingu er viðkom- andi fastur í vörninni og getur ekki sótt fram með sinn málflutning.    Flestir ybbar eru vinstrimenn.    Enda er vinstrislagsíða á pólitískriumræðu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ybbar stimpla inn STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms- málaráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í gær, þar sem gerðar eru rót- tækar breytingar á mannanafnalög- um sem meðal annars fela í sér að mannanafnanefnd verði lögð niður. Verði frumvarpið að lögum segir Áslaug að fólk muni hafa frelsi til að bera það nafn sem það kýs, að taka upp nýtt ættarnafn og að engin há- mörk verði á fjölda nafna fólks. Hugmyndir á borð við þær sem fram koma í frumvarpinu hafa lengi verið til umræðu en frumvarpið eins og það er lagt fram núna er ólíkt öðr- um sem fram hafa komið. Ýmsir að- ilar hafa veitt umsögn um efni þess nú, þar á meðal Ármann Jakobsson, prófessor og formaður Íslenskrar málnefndar. Í umsögn sinni segir Ármann til- efni til að endurskoða lögin en legg- ur til að þrátt fyrir að það verði gert, haldi mannanafnanefnd velli, enda sé mikilvægt að slík nefnd sé til staðar til að veita ráðgjöf um þessi efni. Eiríkur Rögn- valdsson mál- fræðingur segir í sinni umsögn að engin ástæða sé til að óttast þess- ar lagabreytingar og vill að lagðar séu sem minnstar hömlur á form og eðli mannanafna. Breytingar í þá átt skaði ekki ís- lenska tungu. „Það eru mismunandi skoðanir á málinu innan míns þingflokks og stjórnarflokkanna, en ég tel að með þessu frumvarpi sé litið til ólíkra sjónarmiða og gengið ákveðinn milli- veg í nauðsynlegum breytingum,“ segir Áslaug spurð um stuðning við frumvarpið. Mannanafnanefnd verði lögð niður  Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu á þingi um mannanafnalög Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dr. Pétur Mikkel Jón- asson, vatnavistfræð- ingur og prófessor em- erítus við Kaupmanna- hafnarháskóla, er látinn, 100 ára gamall. Pétur fæddist í Reykjavík 18. júní 1920. Foreldrar hans voru Jónas Halldór Guðmundsson skipa- smiður og Margrét Guðmundsdóttir Otte- sen húsfreyja. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1939 og las líffræði við Hafnar- háskóla. Að loknu almennu þriggja ára námi lagði hann stund á vatna- líffræði og lauk magistersprófi í dýrafræði 1952. Hann rannsakaði vistfræði stöðuvatna og varði dokt- orsritgerð um Esrom-vatn á Sjá- landi við Hafnarháskóla 1972. Pétur varð kennari við Hafnarhá- skóla 1956, skipaður forstöðumaður Vatnalíffræðistofnunar skólans 1977 og prófessor í vatnalíffræði 1979. Þeirri stöðu gegndi hann til ársins 1990 en starfaði sem prófessor em- erítus til ársins 2017. Pétur hóf að rannsaka vistkerfi Mývatns 1971 og sneri sér svo að rannsóknum á vistkerfi Þingvalla- vatns. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót og lagði Pétur mikið af mörkum til náttúruverndar. Náttúrufræðing- urinn sem kom út á liðnu sumri var gefinn út til heiðurs Pétri í tilefni af 100 ára af- mæli hans. Þingvalla- vatn og rannsóknir á því voru þema heft- isins. Pétur ritaði þar grein, Þingvallavatn og Mývatn – gróð- urvinjar á flekaskilum. Hann skrifaði meira en 100 vísindagreinar auk bókarkafla og bóka um vatnavist- fræði og náttúruvernd. Pétur var félagi í ýmsum vísinda- félögum og m.a. forseti Alþjóða- samtaka vatnalíffræðinga um skeið og lengi varaforseti Norræna vist- fræðiráðsins. Hann hlaut margar viðurkenningar, m.a. Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2012, riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, ridd- arakross af Dannebrog og æðsta heiðursmerki vatnalíffræðinga. Pét- ur var heiðursdoktor við Hafnarhá- skóla og Háskóla Íslands og heið- ursfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags. Pétur kvæntist Dóru Kristínu Gunnarsdóttur (f. 1926, d. 2018) árið 1964. Þau eignuðust tvær dætur, Margréti hagfræðing (f. 1964) og Kristínu lögfræðing (f. 1967). Þær eru báðar búsettar í Danmörku. Andlát Dr. Pétur M. Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.