Morgunblaðið - 13.10.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 13.10.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 Hörður Bergmann, kennari og rithöfundur, lést á Landspítalanum að morgni 10. október, 87 ára að aldri. Hörður fæddist 24. apríl 1933 í Keflavík, sonur hjónana Hall- dóru Árnadóttur hús- móður og Jóhanns Bergmanns bifvéla- virkja. Hann lauk stúd- entsprófi frá ML 1954, BA-prófi í dönsku, sögu og uppeldisfræði frá HÍ 1956, stundaði nám í kennslufræði, uppeldis- sálarfræði og dönsku við Kenn- araháskólann í Kaupmannahöfn 1971-72 og sótti auk þess ýmis nám- skeið í dönsku, málakennslu og kennslu- og uppeldisfræðum hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Eng- landi. Hörður var kennari við Gagn- fræðaskólann við Hringbraut 1956- 58 og við Hagaskóla 1958-74, var námstjóri í dönsku við skólarann- sóknadeild menntamálaráðuneytis 1972-82 og endurskoðandi námskrár fyrir grunnskóla við sama ráðuneyti 1982-84 og annaðist endurmennt- unarnámskeið fyrir dönskukennara á vegum KHÍ 1973-79, var deildar- stjóri fræðsludeildar Vinnueftirlits ríkisins 1984-93 og framkvæmda- stjóri Hagþenkis 1993-2001. Hörður sat í Stúd- entaráði HÍ 1955-56, var formaður Félags róttækra stúdenta 1956-57, sat í stjórn Æskulýðsfylking- arinnar 1958-60 og Fé- lags háskólamennt- aðra kennara 1968-71, var í fræðsluráði Reykjavíkur 1978-82 og fulltrúi Íslands í nefnd sem stjórnaði norrænu grannmála- áætluninni 1976-77. Hörður var fyrsti for- maður Hagþenkis 1983-89 og sat í stjórn Fjölís, sam- taka rétthafa, frá 1986 til 2002. Hörður ritaði margt um mennta- og þjóðmál og birti í blöðum og tíma- ritum. Þrjár bækur um þróun þjóð- félags- og lífshátta liggja eftir hann. Þá samdi hann, ýmist einn eða í sam- starfi við aðra, fjölda kennslubóka í dönsku og íslensku. Einnig var hann höfundur bóka og fræðsluefnis um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað. Hann þýddi ritið Inn- gangur að félagsfræði eftir Peter Berger, ásamt Lofti Guttormssyni. Eiginkona Harðar var Dórothea Sveina Einarsdóttir leiðbeinandi en hún lést 2011. Börn þeirra eru Hall- dóra Björk, Atli, Jóhanna og Helga Lilja. Barnabörnin eru níu og barna- barnabörnin ellefu. Andlát Hörður Bergmann Guðni Einarsson gudni@mbl.is Töluvert hefur sést af flækingsfuglum á Suðausturlandi og Austurlandi í þessum mánuði. Þeir hafa flestir kom- ið í suðaustlægum áttum frá Evrópu- löndum. Brynjúlfur Brynjólfsson, fugla- áhugamaður á Höfn í Hornafirði, set- ur fréttir af flækingsfuglum á vefinn fuglar.is. Í fyrradag voru þar m.a. skráðir þrír gráhegrar í Nesjum, tveir fjöruspóar og gulllóa í Garði, hettu- söngvari í Kjós og elrigreipur á Hvals- nesi. Að undanförnu hefur græningi haldið sig á Höfn og 14 fjöruspóar voru í Nesjum. Þá sást gráhegri í Garðabæ, nánar tiltekið við Vífilsstaði. Listinn var óvenju langur um þar síðustu helgi og taldi um 20 flækings- fuglategundir. Þá höfðu margir fugla- skoðarar lagt leið sína austur til að leita að flækingsfuglum eftir hag- stæðar vindáttir. Brynjúlfur fann garðaskottu í Hvalnesi í Lóni á fimmtudaginn var og önd sem heitir krummönd við Þvottárskriður í Álftafirði. Hún hefur sést á vorin og haustin. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá hana í haust. Þetta er amerísk hrafnsönd og gæti mögulega verið eina eintakið sem hef- ur fundist hér á landi. Þær gætu þó hafa verið tvær. Ég fann þessa teg- und fyrst fyrir 2-3 árum. Þetta gæti mögulega verið sami fuglinn að koma aftur á sama svæði,“ sagði Brynjúlfur. Grátrana sást á Mýrum en par af þeirri tegund hafa orpið fyrir austan. Þessi gæti mögulega tengst því varpi. Brynjúlfur segir að grátrönur hafi verið að færa sig norður eftir Evrópu og séu orðnar mjög algengar í Svíþjóð og þeim hafi líka fjölgað í Noregi. Margar tegundir söngvara Margar tegundir af söngvaraætt hafa sést á landinu í haust. Þar má nefna hettusöngvara, hnoðrasöngv- ara, gransöngvara, laufsöngvara og netlusöngvara. Talsverður hópur af hnoðrasöngvurum, frá Síberíu, og gransöngvurum, skandinavískum eða rússneskum, virðist hafa komið til landsins. Brynjúlfur segir að gran- söngvararnir séu harðgerir þrátt fyr- ir smæðina. Þá sáust hér dvalsöngv- ari og elrisöngvari í haust en þeir eru sjaldgæf sjón. Hnoðrasöngvari er minnstur söngvara, um níu senti- metra langur, en hauksöngvarinn stærstur, 15-16 sentimetrar, eða svip- að og þúfutittlingur. Um leið og koma suðvestan- eða norðanáttir tekur fyrir komur flæk- inga frá Evrópu. Gæsirnar láta hins vegar norðanáttina létta sér flugið á vetrarstöðvarnar. Í síðustu viku fóru stórir hópar af helsingjum frá Horna- firði. Fimm íslenskir helsingjar bera GPS/GSM senda og er því hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum þeirra. Þeir voru allir komnir til Skot- lands um síðustu helgi. Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Hnoðrasöngvari Hann er einn af minnstu fuglunum sem flækjast hingað og koma þeir stundum í hópum. Margar tegundir flækingsfugla BHM hefur sent forstjóra Sjúkra- trygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skor- ar á stofnunina að draga uppsagn- irnar til baka. Nýlega var tilkynnt um skipulags- breytingar hjá SÍ sem taka gildi frá og með næstu áramótum. Í tengslum við þær var 22 stjórnendum sagt upp en sumum þeirra boðnar nýjar stjórnunarstöður innan stofnunar- innar. Öðrum voru boðin lægra laun- uð störf sérfræðinga. Fram kemur í bréfi BHM, sem lögmaður bandalagsins undirritar, að ekki liggi fyrir hvaða verkefnum fyrrverandi stjórnendum sé ætlað að sinna kjósi þeir að þiggja lægra laun- uð störf sérfræðinga. Að mati banda- lagsins er þetta gagnrýnivert. Einn- ig er bent á að einhverjum stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni þar sem þau uppfylltu ekki hæfnisskil- yrði, að því er fram kemur í tilkynn- ingu sem BHM sendi frá sér í gær. Draga lögmæti uppsagna í efa  BHM mótmælir uppsögnum hjá SÍ Sjúkratryggingar BHM mótmælir uppsögnum þar harðlega. Barnakuldaskór Verð 11.995 Stærðir 25-36 SMÁRALIND www.skornir.is Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.