Morgunblaðið - 13.10.2020, Side 19

Morgunblaðið - 13.10.2020, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 ✝ StyrmirHreinsson fæddist 17. febrúar 1934 á Hamri í Lax- árdal, Reykdæla- hreppi. Hann lést á Sólvöllum á Eyr- arbakka 4. október 2020. Foreldrar Styrmis voru Ragna Sigurðardóttir, f. 1906, d. 1999, og Hreinn Sigtryggs- son, f. 1898, d. 1985. Eiginkona Styrmis var Ásta Rakel Sæ- mundsdóttir, f. 23. nóvember 1931, d. 28. febrúar 2016. Styrm- ir og Ásta Rakel eignuðust fimm börn: 1) Ásdís, f. 7.12. 1965, maki Magnús I. Guðjónsson Öfjörð, f. 22.3. 1957. Börn þeirra eru: a) Sævar Öfjörð, f. 3.8. 1983, maki Auður Örlygsdóttir, f. 17.5. 1983. Börn þeirra eru Steinunn Dís Öfjörð, f. 5.6. 2009, Magnús Kjartan Öfjörð, f. 13.6. 2012, og Úlfhildur Elín, f. 28.7. 2014. b) Bryndís Öfjörð, f. 8.1. 1990. 2) Gunnar, f. 15.2. 1967, maki Bára Hafliðadóttir, f. 30.5. 1968. Börn þeirra eru: a) Erla, f. 3.12. 1993, maki Bjarki Jónsson, f. 17.1. 1989, barn þeirra Máney, f. 6.11. 2019. b) Íris, f. 20.11. 2002 og c) Björk, f. 10.7. 2004. 3) Hjalti, f. 4.1. 1969, maki Martha Rut Sig- urðardóttir, f. 8.11. 1979. Börn þeirra eru: a) Sig- urður Fannar, f. 12.1. 2000, b) Styrmir Freyr, f. 22.10. 2007, og c) Kristín Ásta, f. 4.3. 2010. 4) Sólveig, f. 9.11. 1970, maki Viðar Þór Pálsson, f. 31.8. 1964. Börn þeirra eru: a) Ásta Rakel, f. 2.6. 1998, og Katrín Karítas, f. 7.9. 2000. 5) Ragnheiður Ásta, f. 24.5. 1976. Systkini Styrmis voru Ormur, f. 1927, d. 2016, Sigurður, f. 1928, d. 1983, Ölvir, f. 1932, d. 1988, Helga, f. 1936, d. 2012. Styrmir bjó í Laxárdal til 1954 er fjöl- skylda hans flytur suður að Eg- ilsstöðum í Villingaholtshr. Hann og Ásta stunda búskap þar frá 1965-1977 er þau flytja á Selfoss. Eftir það vann Styrmir ýmsa verkamannavinnu, síðast hjá Kjötvinnslunni Höfn á Sel- fossi. Styrmir og Ásta höfðu gaman af að ferðast um landið og gerðu mikið af því. Útför Styrmis fer fram frá Selfosskirkju 13. október 2020, klukkan 14. Streymt verður frá útförinni https://selfosskirkja.is Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Í dag kveð ég elsku pabba. Við vorum mjög lík með margt, höfðum til dæmis mikla ástríðu fyrir mat. Þú komst oft til mín og við elduðum saman. Nú eða fórum í pylsuvagninn í kók og pylsu. Tókum ófáa rúnta á Ravinum meðfram Þjórsá, en þá varstu að spá í hvernig gengi hjá bændun- um. Það var víst eftir því tekið hversu lágskýjað var í bílnum þegar við feðginin mættum á rúntinn, þá reyktum við bæði. Það var mjög gaman að fara með þér í bíltúra því þú vissir allt um stað- arheiti, hver bjó hvar og margt fleira. Þú kenndir mér margt, t.d. að prjóna, lesa og reima skó fyrir fyrsta skóladaginn. Þú fluttir á Sólvelli á Eyrar- bakka 2018 en þá ákvörðun tókstu sjálfur. Þar leið þér greinilega vel. Við töluðum saman í síma daglega og hittumst oft, 4-5 sinnum í viku. Vorum háð hvort öðru. Þú varst mjög stundvís og gott betur, snöggur hálftími var 20 mínútur hjá þér. Þú vissir að þinn tími væri kominn og varst búinn að sjá fal- lega laut í sumarlandinu. Ég veit að mamma tekur vel á móti þér. Þín elskandi dóttir, Ragnheiður Ásta (Gagga). Í dag fylgjum við afa Styrmi síðasta spölinn. Það er svo sárt að kveðja en við vitum og vonum að þér líði betur í sumarlandinu með ömmu Ástu. Síðustu mánuðir hafa verið þér ansi erfiðir þar sem þá mátti lítið sem ekkert heimsækja þig. Í heila tvo mánuði var rétt svo hægt að kíkja á þig á tröppunum fyrir utan Sólvelli. Þetta var alls ekki þinn stíll. Þú vildir vera um- kringdur fólkinu þínu og vera á flakki um landið og sveitirnar. Þú sagðir okkur fjölskyldunni frá því í vor að þig hefði dreymt draum, og í þessum draumi var afskap- lega falleg laut. Þetta var auðvitað sumarlandið, sagðir þú. Á svona kveðjustund koma minningar um gamla og góða tíma upp og eru okkur systkinunum ofarlega í huga allar þær stundir sem við áttum með þér og ömmu í Lamb- haga 18 þar sem þið bjugguð frá 1977 til 2012. Þar var aldrei dauð stund og þér féll aldrei verk úr hendi. Okkur krökkunum var allt- af treyst til verka við hæfi, hvort sem það voru garðyrkjustörf, hjálp við eldamennsku og bakstur eða jafnvel að skipta um dekk á bílnum ykkar ömmu. Stundum var skroppið í veiði í Þjórsá og afl- inn auðvitað eldaður þegar heim í Lambhagann var komið. Þið amma nutuð þess að ferðast um landið, heimsækja fólk og staði og fá að drekka kaffi og spjalla um daginn og veginn. Þú varst alltaf með landafræðina á hreinu og ef þú fékkst veður af því að við vær- um að fara eitthvað í ferðalag eða bíltúr þá var sest niður og farið ít- arlega yfir leiðina, hvað við gæt- um átt í vændum og auðvitað það mikilvægasta að okkar mati, hvaða sjoppur væru nú góðar til að stoppa í á leiðinni. Nú ert þú á leið í þitt síðasta ferðalag í sum- arlandið eins og þú orðaðir það sjálfur. Hvar sem þú ert þá hugs- um við til þín og ömmu saman í sumarlandinu ykkar. Látum fylgja nokkrar línur úr ljóðinu eft- ir afa þinn sem lýsa vonandi þess- um fallega stað. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mín, búðu um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. (Sigurður Jónsson.) Sævar og Bryndís. Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund. Flestar helgar komum við í heim- sókn til þín, spjölluðum um dag- inn og veginn og alltaf áttir þú eitthvað gott handa okkur í skápnum þínum. Alla miðviku- daga komst þú til okkar og borð- aðir með okkur kvöldmat. Þegar við fórum í ferðalög vildir þú heyra í okkur þegar við vorum komin á leiðarenda. Þú gafst okk- ur oft smá ferðapeninga sem við máttum nota til að gera eitthvað skemmtilegt eða bara kaupa okk- ur smá nammi á ferðalaginu. Þetta ár er búið að vera skrítið og höfum við ekki getað hitt þig eins mikið og við vildum. Við söknum þín, elsku afi, en minningar um skemmtilegar samverustundir lifa í hjörtum okkar. Þín barnabörn. Sigurður Fannar, Styrmir Freyr og Kristín Ásta. Elsku afi okkar er fallinn frá. Eftir sitja margar minningar um samverustundir með elsku afa okkar. Þegar við komum í heim- sókn í Lambhagann og fengum afa rebba ís og tókum upp kart- öflur og tíndum rifsber í garðin- um. Afi hafði gaman af matargerð og gátum við alltaf treyst á það væri alvöru íslenskur matur heima hjá afa og ömmu. Afi passaði alltaf upp á okkur og fór ófáa túra eftir að hann flutti á Sólvelli í Pylsuvagninn til Írisar, fylgjast með pallasmíðum hjá Erlu og heilsa upp á yngsta langafabarn- ið, hana Máneyju. Afi hafði líka alltaf gaman af því þegar hann fór að versla í Krónunni og Björk að- stoðaði hann. Við vitum að amma Ásta tekur vel á móti þér með hlýju í sum- arlandinu. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.) Hvíl í friði, elsku afi. Þínar Erla, Íris og Björk. Styrmir Hreinsson Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HELGA HANSDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 30. september. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. október klukkan 11. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/FNRtbtqsdi0 Hlekkur inni á: https://www.mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/ á útfarardegi. Guðrún Þorsteinsdóttir Friðrik G. Olgeirsson Sigrún Þorsteinsdóttir Brynjólfur Markússon Hans Ragnar Þorsteinsson Helga Laufdal Sveinn Þorsteinsson Heiða Lára Eggertsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR MIKKEL JÓNASSON prófessor, dr. phil í vatnalíffræði við Kaupmannahafnarháskóla, lést í Nærum fimmtudaginn 1. október. Útförin fer fram frá Skansekirkegårdens kapel þriðjudaginn 20. október klukkan 12. Margrét Jónasson Claus Parum Kristín Jónasson Henrik Thornval Marcus, Liv, Peter Vilhelm Frederik, Andreas og Natasia Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GARÐARSSON, Boðaþingi 24, verður jarðsunginn frá Lindakirkju föstudaginn 16. október klukkan 16. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Margret Elíasdóttir Ólafía Sigurðardóttir Laufey Sigurðardóttir Ingi Rafn Bragason Steinunn Sigurðardóttir barnabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, ÁSDÍS R. ARTHURSDÓTTIR, Ársölum 3, Kópavogi, lést á deild 2A Landspítalanum, Fossvogi fimmtudaginn 1. október. Jarðarförin hefur þegar farið fram. Einar H. Einarsson Sigurlína Gísladóttir Sigrún Einarsdóttir Arnþór Einarsson Elín Þóra Dagbjartsdóttir Lára Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI HANNESSON, Lindarvaði 12, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. október. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 15. október klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Starfsfólki HERU sendum við sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju við heimahjúkrun. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort HERU líknarheimaþjónustu. Valgerður Jónsdóttir Svanlaug Guðnadóttir Sigurjón Kr. Sigurjónsson Jörgen Már Guðnason Einar Guðnason Arnar Guðnason Sigríður Mist Hjartardóttir Heiðar Guðnason Sandra Valsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HJARTARSON offsetprentari, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 7. október á A4 á Landspítala, Fossvogi. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 15. október klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir, en athöfninni verður streymt. Upplýsingar um streymið má finna á fésbókarsíðu Jóns. Ásta Jónsdóttir Einar A. Símonarson Vala Hrund Jónsdóttir Sigfús Kröyer Sólveig Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SÆBERGS ÞÓRÐARSONAR fasteignasala. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða 3. hæð fyrir alúð og góða umönnun. Magný Kristinsdóttir Hekla Karen Sæbergsdóttir Friðrik Guðmundsson Hulda Katla Sæbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku besti eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og hjartkær vinur, HALLDÓR ERLENDSSON, lést af slysförum sunnudaginn 4. október. Útför hans fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 16. október klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á https://livestream.com/luxor/halldor. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Fyrir hönd vina og vandamanna, Linda Björk Jóhannsdóttir Sigurrós Björg Halldórsdóttir Rix Erlendur Halldórsson Þorgerður Sveinbjörnsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞÓRIR GUÐJÓNSSON, bakarameistari frá Sauðárkróki, Álfaheiði 8b, Kópavogi, lést laugardaginn 3. október. Útför fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 15. október klukkan 15 og verður streymt frá athöfninni á slóðinni: https://www.facebook.com/groups/gunnar. Sólrún J. Steindórsdóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sigurjón Sæland Kristín Gunnarsdóttir Hákon Sigþórsson Gunnar Andri Gunnarsson Herdís Guðmundsdóttir Guðjón Baldur Gunnarsson Anna Lára Ármannsdóttir Guðjón, Þórður, Andrea, Aðalbjörg, Steindór, Sólrún, Iðunn, Hlín, Eydís, Eva og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, VILBORG SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 9. október. Útförin fer fram í kyrrþey. Jóhannes Arason Telma Jóhannesdóttir Ari Jóhannesson Árni Gautur Arason Sólveig Þórarinsdóttir Vilborg Elísabet Árnadóttir Kristján Pétur Árnason Bjarney Bjarnadóttir Kristín Árnadóttir Björn Th. Árnason Einar Sveinn Árnason Árni Árnason Vilhjálmur Jens Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.