Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 LÉLEG RAFHLAÐA? Við skiptum um rafhlöðu samdægurs Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Ragnhildur Þrastardóttir Jóhann Ólafsson Ný reglugerð heilbrigðisráðherra vegna Covid-19-aðgerða tók gildi á miðnætti en aðgerðir sem hún boðar eru í meginatriðum þær sömu og þær aðgerðir sem hafa verið í gildi síðustu tvær vikurnar. Reglugerðin heimilar þó líkamsræktarstöðvum að opna á hóptíma með ákveðnum takmörk- unum. Eina aðaluppsprettu smita í þriðju bylgju má rekja til nokkurra líkamsræktarstöðva, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls greindust 42 ný kórónuveiru- smit innanlands á sunnudag. Af þeim voru 74% í sóttkví en 11 utan sóttkví- ar. Nítján bíða nú niðurstöðu mót- efnamælingar eftir að hafa greinst með smit á landamærunum en um var að ræða hóp sem kom til landsins frá Póllandi. 27 eru á sjúkrahúsi og af þeim eru þrír á gjörgæsludeild Land- spítalans. Færri smit en færri sýni Smitin sem greindust á sunnudag eru umtalsvert færri en dagana þar á undan. Í því samhengi er vert að hafa í huga að umtalsvert færri sýni voru tekin á sunnudag en dagana þar á undan eða um 1.200 talsins. Í tilkynningu sem almannavarna- deild ríkislögreglustjóra sendi frá sér í gær kemur fram að þrátt fyrir að smitum hafi farið fækkandi sé of skammur tími liðinn til þess að hrósa sigri. „Viðbúið er að í komandi viku og þeirri næstu gæti álag á heilbrigðis- kerfið farið vaxandi. Því er áríðandi að við höldum áfram að tryggja ein- staklingsbundnar smitvarnir. Það er að þvo og sótthreinsa hendur oft og reglulega, virða fjarlægðarmörk sem eru í gildi og nota grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra á milli fólks,“ segir í tilkynningunni. Þá mæla almannavarnir með því að fólk haldi sig heima og fari ekki í ferðalög út á land í vetrarfríum grunn- skólanna sem hefjast von bráðar. Þórólfur sagði á upplýsingafundi al- mannavarna í gær að ein aðal- uppspretta þriðju bylgju kórónuveiru- faraldursins væri rakin til líkams- ræktarstöðva; ekki einnar heldur fleiri. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að einhverjar líkamsræktarstöðvar opni dyr sínar í dag með ákveðnum tak- mörkunum þó. Það er vegna þess að reglugerð heilbrigðisráðherra heim- ilar slíkt. Í reglugerðinni segir meðal annars að heimilt sé með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborg- arsvæðinu ef um er að ræða skipu- lagða hóptíma þar sem allir þátttak- endur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða tveggja metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótt- hreinsaður á milli tíma. Sóttvarnalæknir mælti með því við heilbrigðisráðherra í minnisblaði sínu að halda núverandi aðgerðum áfram næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að kveða veiruna niður, fækka nýjum smitum og ná að vernda þannig heil- brigðiskerfið. Opna þrátt fyrir að vera uppsprettur smita  Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælti með sömu reglum og áður  Líkamsræktarstöðvar geta opnað á hóptíma  Rekja má fjölda smita til líkamsræktarstöðva, að sögn sóttvarnalæknis Ljósmynd/Lögreglan Sóttvarnalæknir Þórólfur á upplýsingafundi í gær. Þar sagði hann of snemmt að hrósa happi í baráttunni við veiruna þótt færri smit hafi greinst. Kórónuveirusmit á Íslandi Staðfest smit frá 30. júní 4.101 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 18. október: 287,7 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa Nýgengi, landamæri: 15,5 14 daga nýgengi 27 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu 42 ný inn an lands smit greindust 18. október 1.650 eru í skimunarsóttkví 100 80 60 40 20 0 99 75 16 2.878 einstaklingar eru í sóttkví 1.234 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október Landamæraskimun: Virk smit Beðið eftir mótefnamælingu Fjöldi smita innanlands 11 einstaklingar eru látnir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hættan á að smitast af nýju kórónu- veirunni eykst eftir því sem fleiri koma saman, að sögn Jóhanns Björns Skúlasonar, yfirmanns smit- rakningarteymis sóttvarnalæknis og almannavarna. Ef margmenni er á staðnum og einhver í hópnum er smitandi aukast líkurnar á að smit berist út ef loftræsting er léleg og eins ef mikil nálægð er á milli fólks. Sjaldnast er hægt að fullyrða um það hvernig smit fer fram þegar kór- ónuveiran berst á milli manna. Jó- hann segir að líkurnar á að smitast með snertismiti séu líklega minni en að smitast með dropasmiti. Droparn- ir koma t.d. þegar smitaðir hósta eða hnerra. Við dropasmit nægir að vera í sama rými og smitberinn. Það þarf ekki endilega að vera lítið rými. Einnig skiptir máli hvað maður hef- ur þar langa viðdvöl. Líkurnar eru meiri á að smitast í þröngu rými en rúmgóðu. Þannig fylgir því talsverð áhætta að ferðast í bíl með einhverj- um sem er smitandi. Eins aukast lík- ur á smiti ef samskipti við smitber- ann eru ítrekuð yfir daginn, eins og getur gerst á vinnustöðum. Andlits- grímur draga úr hættu á dropasmiti. Jóhann segir að svo virðist sem ekki fylgi mikil smithætta stuttum einskiptissamskipum þar sem gætt er að fjarlægð milli fólks, eins og t.d. við afgreiðslu. Þannig er ekki al- gengt að afgreiðslufólk í verslunum eða á gistihúsum hafi smitast í vinnunni. Jóhann segir ekki hægt að útiloka að á skemmtistöðum sem smit voru rakin til hafi bæði verið um dropa- smit og snertismit að ræða. Þar var margt fólk í sama rými, mikil nálægð á milli þess og margir sameiginlegir snertifletir. Hann segir að eftir smit á vinnustað segist fólk gjarnan bara hafa farið í kaffivélina. Snertifletirn- ir séu þó líklega fleiri, þótt fólk átti sig ekki alltaf á því. Flest smitin komu utan að „Kórónuveirusmit hafa komið upp hjá starfsmönnum Landspítala eins og öðrum landsmönnum. Flest smit starfsmanna hafa átt uppruna í sam- félaginu og hafa ekki náð að dreifast innan Landspítala nema í fáum til- fellum,“ segir Anna María Þórðar- dóttir, hjúkrunarfræðingur sem er í smitrakningarteymi Landspítalans. „Við vitum ekki til þess að smit hafi dreifst milli starfsmanna og sjúk- linga en dæmi er um hópsýkingu á deild og þá er erfitt að fullyrða hver smitaði hvern.“ Nýlega kom upp eitt smit á bráða- móttöku spítalans og kom það utan frá. Enginn annar á bráðamót- tökunni smitaðist. Anna María segir að Landspítali búi við afar þröngan húsnæðiskost og í sumum tilvikum uppfylli húsnæðið ekki nútímakröfur um sýkingarvarnir. Þrengsli í starfs- mannarýmum auki hættu á dreif- ingu smits milli starfsmanna. „Samkvæmt tilmælum sóttvarna- læknis á fólk að halda tveggja metra fjarlægð ef það er ekki með grímu. Það er ekki framkvæmanlegt á kaffi- stofum spítalans en þangað þarf fólk að fara í neysluhléum á vinnutíma. Við höfum haft miklar áhyggjur af þessu. Hins vegar getum við ekki fullyrt að smit hafi borist á milli starfsmanna á kaffistofum en mögu- leikinn er sannarlega fyrir hendi,“ segir Anna María. „Vitað er að kór- ónuveiran smitast auðveldlega með dropa- og snertismiti og því er mikil áhersla lögð á hreinsun snertiflata í sameiginlegum rýmum oft á dag til að rjúfa smitleiðir, samfara hand- hreinsun, fjarlægðarmörkum og notkun einnota skurðstofugríma. Einnig hafa verið innleiddar snerti- fríar lausnir, t.d. við inn- og útstimpl- un, til að fækka snertiflötum.“ Veirusmit í marg- menni og þrengslum  Þröngar kaffistofur Landspítalans valda áhyggjum Morgunblaðið/Golli Mannmergð Margmenni, mikil nálægð á milli fólks og léleg loftræsting í rými auka líkur á kórónuveirusmiti milli manna. Myndin er úr safni. Fyrirtækið Heilsuvernd getur tekið við 100 sjúklingum frá Landspítala án mikils tíma eða tilkostnaðar, og hefur sent heilbrigðisráðuneytinu bréf þess efnis. Um 100 sjúklingar á Landspítala eru einmitt búnir með sína meðferð og bíða þess að komast að á hjúkr- unarheimilum. 35 manns þarf að út- skrifa þegar í stað svo Landspítali geti tekist á við kórónuveirufarald- urinn með góðu móti. Þetta kom fram á fundi velferð- arnefndar Alþingis í gærmorgun. Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, segir að þrátt fyrir að hún tali fyrst og fremst fyrir opinberu heilbrigðiskerfi sé það sín skoðun að taka beri fagnandi þeim aðilum sem séu tilbúnir að tryggja jafnt að- gengi að sínum lausnum og und- irgangast þau skilyrði sem hið opinbera setur fyrir þjónust- unni. „Ég átta mig ekki á því hvers vegna þetta tekur svo langan tíma þegar þetta bara stendur til boða þarna. Þetta er fyrirtæki sem hefur nú þegar gert samning við Sjúkra- tryggingar varðandi heilsugæsl- una,“ segir Helga Vala í samtali við Morgunblaðið. Heilsuvernd getur tekið við sjúklingum Helga Vala Helgadóttir  Hundrað bíða eftir hjúkrunarrými ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.