Morgunblaðið - 20.10.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
var tekið í notkun. Síðan þá hefur
húsið staðið sem geymsla og var það
farið að láta mjög á sjá á margan
hátt.
Endurgerð í samráði
við Minjastofnun
Nú er búið að laga kjallarann og
skipta þar um hurð og glugga. Þá er
búið að klæða austurhlið hússins
með bárujárni og skipta um glugga í
austur- og suðurhlið. Svo er búið að
skipta um burðarbita á milli hæða og
til stendur að klára vesturhliðina að
utan í haust. Lögð hefur verið
áhersla á að endurbæta ytra byrði
hússins til að byrja með og svo þegar
það er búið er hægt að snúa sér að
því að laga húsið að innan. Þakið er
aðeins sigið og það þarf að skipta um
járnið og bæta við sperrum. Allt er
þetta gert í samráði við Minja-
stofnun.
Upphaflega hugmyndin var sú að
gera húsið að laxveiðiminjasafni en
mikið er til enn þá af veiðistöngum
og öðrum veiðarfærum sem eldri
laxveiðimenn notuðu á síðustu öld.
En yfirleitt eiga slík einkasöfn erfitt
uppdráttar vegna mikils kostnaðar
við rekstur svo hugmyndin hefur
þróast í þá átt að gera húsið að frí-
stundahúsi þar sem hægt er að búa
og vera en halda jafnframt á lofti
minningunni um stangveiðarnar.
Búast má við að víða séu til gamlir
spúnar, veiðiflugur, veiðihjól og
önglar í geymslum, sem gaman væri
að safna saman, því allt eru þetta
heimildir um horfna tíma.
Merkir gestir og mörg spor
Gamla veiðihúsið geymir margar
sögur og þar sátu merkir menn til
borðs á hverju sumri. Nægir þar að
nefna Kekkonen Finnlandsforseta
sem kom sumarið 1958 með Ásgeiri
Ásgeirssyni forseta Íslands og
fylgdarliði til laxveiða. Var þá
bændum boðið að sitja með þessum
merku gestum til borðs og fór vel á
með öllum meðan snæddur var soð-
inn lax beint upp úr ánni. Borðið sem
þeir borðuðu við er enn þá til, þótt
auðvitað sé það farið að láta á sjá,
sem og aðrir munir sem í húsinu
voru.
Oft var þröng á þingi og voru fjög-
ur herbergi á efri hæðinni með
mörgum rúmum. Ráðskonurnar
höfðu í nógu að snúast og mikið var
lagt upp úr góðum og miklum mat
því oft komu veiðimenn svangir heim
á kvöldin eftir mikla og stranga
veiðidaga. Það er sannarlega eftirsjá
í félögum Laxárfélagsins en
umgengni veiðimanna hefur alltaf
verið til fyrirmyndar. Sporin eru
mörg meðfram ánni og vera þeirra
hefur sett svip á mannlífið.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Veiðihúsið Gamla veiðihúsið sem veiðimenn í Laxá notuðu í mörg ár, eða til 1969 að Vökuholt var tekið í notkun.
Endurbætur Veiðihúsið á Laxamýri gengur nú í gegnum miklar endurbætur að innan sem utan.
Laxárfélagið leggur árar í bát
Gamla veiðihús Laxárfélagsins geym-
ir margar minningar af bökkum Laxár í
Aðaldal Félagið var með stóran hluta
árinnar í leigu í 80 ár Ekki búið að
semja við nýja leigutaka árinnar
BAKSVIÐ
Atli Vigfússon
Laxamýri
Á bökkum Laxár í Aðaldal hafa
veiðimenn frá Laxárfélaginu staðið
og kastað fyrir lax í 80 sumur en nú
eru tímamót í vændum. Félagið er
að leggja árar í bát og löng saga er á
enda. Eins og fram hefur komið í
fréttum framlengdi félagið ekki
samning um leigu á Laxánni, eftir að
hafa verið með stóran hluta af ánni í
leigu í 80 ár.
Enn hefur ekki verið samið við
nýja leigutaka eða greint frá því
hvaða fyrirkomulag verði á veiðinni
á þeim jörðum sem Laxárfélagið
leigði áður.
Saga félagsins er örugglega efni í
heila bók því mikið er til af veiðisög-
um og saga veiðimannanna er sam-
ofnin sögum bændanna á bökkum
árinnar því sterk tengsl mynduðust
sem einkenndust af velvild og vin-
semd. Veiðimönnunum fylgdi alltaf
ákveðin gleði og þegar veiðin var
sem mest í ánni gerðust mörg æv-
intýri á bökkunum. Þá var líka gam-
an að kíkja í laxakælinn í kjall-
aranum í gamla veiðihúsinu sem var
sneisafullur af stórlöxum, sumir á
bilinu 25-30 pund. Og þá var reyk-
húsið á Hólmavaði fullt af einstökum
ilmi og reykti laxinn þaðan var góð-
gæti sem fáir gleyma.
Með eldri húsum
í Þingeyjarsýslum
Félagar í Laxárfélaginu byggðu
veiðihúsið Vökuholt árið 1969, en áð-
ur höfðu þeir verið í veiðihúsinu sem
stendur á hlaðinu á Laxamýri. Það
hús stendur enn og nú eru hafnar á
því endurbætur. Framkvæmdir
þessar byrjuðu fyrir nokkru þegar
farið var í að laga undirstöður húss-
ins og grafa undan austurhlið þess
þar sem gömul vegghleðsla hafði
sigið inn í kjallarann.
Húsið var upphaflega byggt sem
smiðja og dúnhreinsunarhús árið
1874 og er því að hluta til eitt af elstu
húsum í Suður-Þingeyjarsýslu sem
enn standa. Í húsinu voru einnig
hafðar miklar matargeymslur og um
tíma var þar ostagerð um aldamótin
1900. Burðarbitar í húsinu eru úr
rekaviði og eru í góðu standi enn
þann dag í dag. Aðrir viðir eru úr
gömlum sjóbúðum sem keyptar voru
á Siglufirði upp úr 1870 og kom það
mjög á óvart að burðargrind hússins
skuli hafa verið að mestu leyti ófúin.
Um 1920 var húsinu breytt í íbúð
að hluta og þakinu lyft. Seinna varð
húsið svo gestahús og veiðihús eftir
að stangveiðin hófst og allt fram til
1970 þegar veiðiheimilið á Vökuholti
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Smárabíó verður opnað í dag, eftir
tveggja vikna lokun sökum sótt-
varnareglna. Hefur bíóið aukið
sjálfvirkni og snertilausa þjónustu
til að draga úr smithættu.
Sjálfvirk hlið hafa verið sett upp
við inngang bíóhússins þar sem
gestir skanna sjálfir miðana sína
þegar gengið er inn. Sjoppan hefur
verið endurskipulögð og er nú
sjálfsafgreiðsla að mestu þar sem
gestir taka sjálfir sínar vörur og
skanna.
Því geta bíógestir Smárabíós
keypt bíómiða og veitingatilboð
fyrirfram í appi, skannað sig sjálfir
inn við inngang, sótt vörur úr
sjoppunni og skannað og gengið
svo í sitt sæti þar sem sjálfkrafa
tveggja metra sætisbil er þegar
tryggt á milli gesta, segir í tilkynn-
ingu frá Smárabíói í gær.
„Við munum halda áfram að þróa
sjálfvirkar lausnir til að bregðast
við breyttu landslagi í samfélaginu
og bjóða okkar bíógestum upp á
öruggt umhverfi,“ segir einnig í til-
kynningunni frá bíóinu.
Aukin sjálfvirkni í endurbættu Smárabíói
Smárabíó Snertilaus þjónusta hefur verið
aukin nú þegar bíóið verður opnað á ný.