Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 STOFNAÐ 1956 Mark30 plus skrifstofustóll 7.418 kr. án arma 5.706 kr. með örmum TILBOÐ % afsláttur 6 7 0 Verð Verð 3 Mjúk hjól Hæðarstilling á baki Armar hæða- og dýptarstillanlegir, fæst með og án arma Pumpa í baki, stillir stuðning við mjóhrygg Hallastilling á baki Hæðarstilling setu og baks Samhæfð stilling setu og baks fylgir hreyfingu notandans Dýptarstilling á setu Hægt að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Einnig til í bláu Árið 1861 var fyrsta frumvarpið um síma flutt á Alþingi af sr. Arnljóti Ólafssyni. Það var um heimild til að leggja sæsíma til Ís- lands og starfrækja hann í 90 ár. Frum- varpið var samþykkt en ekki staðfest af kon- ungi. Íslendingar urðu að bíða í marga áratugi eða í 45 ár. Árið 1904 fer ráðherra, Hannes Hafstein, utan til að vinna að fram- gangi málsins. Samningar náðust um lagningu ritsímans til Íslands og skyldi henni lokið eigi síðar en 1. okt. 1906. Einkaleyfi á lagningunni fékk „Hið mikla norræna fréttaþráð- arfélag“ og gilti leyfið í tuttugu ár. Félagið skyldi fá allar tekjur af sím- anum á meðan samningar voru í gildi. Auk þess skyldi greiða 35. þús. kr. úr landssjóði og 54 þús. kr. úr rík- issjóði þennan tíma. Sæsíminn skyldi lagður um Hjaltland til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan til Seyðisfjarðar eða Reyðarfjarðar. Síðan landlína til Reykjavíkur. Mikil mótmæli Hannes ráðherra hafði skrifað undir samninginn án umboðs frá Al- þingi og reis upp mikil andstaða gegn samningnum. Bændur um allt land lýstu yfir andstöðu við hann. Sunn- lenskir bændur riðu hundruðum saman til Reykjavíkur til fundar um ritsímamálið. Utanbæjarmenn einir höfðu rétt til að greiða atkvæði á þeim fundi. Tillagan var á þá leið að skora á Alþingi að afstýra þeim stjórnarfarslega voða sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stæði af því að forsætisráðherra Dana undirskrifaði skipunarbréf Íslands- ráðherra. Einnig skor- aði bændafundurinn á Alþingi að hafna alger- lega ritsímasamn- ingnum og jafnframt skoraði fundurinn á þing og stjórn að skoða tilboð um loftskeyta- samband milli Íslands og útlanda og innan lands. Ritsímafrumvarpið samþykkt Þrátt fyrir kröftug mótmæli var frumvarpið samþykkt 21. ágúst 1905. Ritsímann skyldi leggja til landsins á Austfirði og svo þaðan til Reykjavík- ur. Vorið 1905 kom Olav Forberg símaverkfræðingur til Íslands og ferðaðist um Austur- og Norðurland, ásamt fylgdarmönnum, til að kanna hvar línulögn yrði sett og til að gera fjárhagsáætlun. Sæsíminn kemur á land á Seyðisfirði Sæsímastrengur, 534 sjómílna langur, var lagður til Seyðisfjarðar um Hjaltland og Færeyjar. Hann var tengdur við símstöðina á Seyðisfirði 24. ágúst 1906. Sama dag sendi for- maður Hins mikla norræna frétta- þráðarfélags fyrsta skeytið um að lagningu væri lokið. Hannes Hafstein ráðherra lagði af stað til Seyðis- fjarðar með varðskipinu Valnum til að vera viðstaddur opnunina. Val- urinn lenti í hrakningum á leiðinni og kom ráðherrann ekki til Seyðis- fjarðar fyrr en tveimur dögum síðar eða 26. ágúst. Skeyti bæjarfógetans Það kom því í hlut Jóhannesar Jó- hannessonar, bæjarfógeta á Seyðis- firði, sem samt beið til kl. 18.00 25. ágúst, að senda svohljóðandi skeyti: „Með því að hans excellence Íslands ráðherra hefur ekki getað verið hér viðstaddur, hefi ég samkvæmt heim- ild frá honum, þann heiður að til- kynna yðar hátign lotningarfyllst að sæsíminn til Íslands er fullbúinn.“ (Öldin okkar 1950:51.) Skeyti konungs Skeytið barst ekki konungi fyrr en næsta dag og sendi hann þá svohljóð- andi skeyti til baka: „Það gleður mig að frétta að hraðskeyta-sambandið við Ísland er komið á með því að sæ- síminn til Seyðisfjarðar er tekinn til starfa, og sendi ég nú þegar hina hjartanlegustu kveðju mína og heit- ustu hamingjuóskir, sannfærður um hina miklu víðtæku þýðingu, er sam- band þetta mun hafa fyrir framfarir Íslands eftirleiðis til heilla og ham- ingju fyrir oss alla.“ (Öldin okkar 1950: 51-52.) P.s. Skrifað var á þeim tíma að nú- tíminn hefði komið til Íslands með sæsímanum til Seyðisfjarðar 1906. Kom nútíminn til Íslands með sæsímanum til Seyðisfjarðar? Eftir Þorvald Jóhannsson Þorvaldur Jóhannsson » Sunnlenskir bændur riðu hundruðum saman til Reykjavíkur. Utanbæjarmenn einir höfðu rétt til að greiða atkvæði. Höfundur er fv. bæjarstjóri, nú eldri borgari, á Seyðisfirði. brattahlid10@simnet.is Þessi misserin eru þeir vitanlega margir sem draga mjög úr búðar- ferðum í þeirri von að covid-veiran læsi ekki klónum í þá. Kaupmenn, sem vilja ekki verða með öllu af við- skiptum, hafa þá farið að bjóða upp á „heimsendingu“ á varningi. Menn geti pantað gegnum síma eða tölvu og fengið vörurnar sendar „heim“. Þetta boð hafa margir þegið, en merkilega oft með þeim sama árangri að varan er alls ekki send heim, heldur á næsta pósthús. Veit ég vel að sending er dýrari ef póst- urinn fer með hana heim að dyrum, en það er aukaatriði hér. Ef auglýst er heimsending þá á hún að ná heim. „Heimsending“, sem ekki nær lengra en á pósthúsið, hlýtur að vera ætluð þeim viðskiptavinum sem taldir eru eiga heima á pósthúsinu. Heimsendur viðskiptavinur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Heimsending er ekki á pósthús Morgunblaðið/Rósa Braga Ofangreint er til- vísun í frægt lag um sægarpana frá Suð- urnesjum. Það er rétt að á Suðurnesjum býr harðduglegt fólk sem hefur mætt hverri áskoruninni á fætur annarri með æðruleysi, ákveðni og lausnamið- aðri nálgun. Síðan 2006 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á Suðurnesjum. Það ár hvarf varnarliðið af landi brott og í kjölfarið misstu margir íbúar Suð- urnesja vinnuna. Árið 2008 skall svo hrunið á með öllum sínum eyðingar- mætti, sem m.a. felldi Sparisjóð Keflavíkur sem var einn öflugasti sparisjóður landsins og öflugur bak- hjarl svæðisins. Árið 2010 rambaði Reykjanesbær á barmi gjaldþrots eftir ævintýralega fjármálastjórnun Árna Sigfússonar og Sjálfstæðis- flokksins sem seldi allar eigur bæj- arins sem hönd var festandi á á valda- tíma sínum. Var fjárhagsstaða bæjarins svo erfið að bæjarfélaginu var í raun stjórnað af eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í nokk- ur ár á eftir. Þungt var höggið fyrir Suðurnesin þegar flugfélagið WOW varð gjald- þrota og enn þyngra varð og er högg- ið fyrir sama svæði vegna yfir- standandi Covid-19-faraldurs. Til viðbótar þessu hafa hugmyndir um stóriðjuver á svæðinu, verkefni sem hafa lofað góðu, t.d. álver í Helguvík eða kísilverksmiðja, orðið að engu og óvíst um framhald þessara verkefna. Engar skurðaðgerðir hafa verið framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) í hátt í 15 ár, þrátt fyrir að sett hafi verið upp ein full- komnasta skurðstofa landsins á stofnuninni. Nú hefur sú skurðstofa verið lögð niður. Mikið var dregið úr fæðingarþjónustu HSS árið 2010. Mikill skortur er á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum, m.a. var gamalt hjúkrunarheimili lagt niður í Garði árið 2011. Höggin hafa dunið á íbúum Suður- nesja og mætti halda að afleiðing- arnar væru skelfilegar, draugabæir og vonleysi. Nei, þrátt fyrir allt sem að ofan er nefnt hafa íbúar Suður- nesja sýnt hvað í þeim býr og mætt hverri áskoruninni á fætur annarri með æðruleysi, ákveðni og lausnum. Þessi áföll hafa ekki leitt til fólks- fækkunar á Suðurnesjum, heldur þvert á móti hefur íbúum svæðisins fjölgað úr 17.900 árið 2006 í 27.900 ár- ið 2019! Fólk og fyrirtæki á Suður- nesjum voru öflug í að þróa mögu- leika í vaxandi ferðaþjónustu og í raun lögðu þessir aðilar grunninn að ævintýralegri þróun í ferðaþjónust- unni, frá hruni fram að Covid- faraldrinum. Fyrirtæki tengd flug- starfsemi hafa blómstrað sem og Bláa lónið. Útgerðir, sérstaklega í Grinda- vík, hafa líka lagt sitt á vogarskál- arnar og þar eru mjög öflug útgerð- arfyrirtæki. Allt þetta gerðu íbúar á svæðinu án mikillar aðkomu eða afskipta hins opinbera, sem hefur talið nóg að styðja við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Vegna alls þessa mætti búast við að hið opinbera myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að auka opinbera fjár- festingu og styrkja sínar stofnanir á svæðinu. Því miður hefur það ekki orðið raunin, heldur þvert á móti, sbr. hve mikið hefur verið dregið úr þjón- ustu HSS. Hið opinbera getur gert svo margt til að styrkja þjónustu við vaxandi íbúafjölda á Suðurnesjum. Það getur gripið til eftirfarandi að- gerða: 1. Sett á stofn nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ, en það sveitarfélag er eina bæjarfélagið á landinu sem hefur ekki heilsugæslu eða heilsu- gæslusel. Íbúar þess eru um 3.500 og þurfa að sækja alla heilsugæsluþjón- ustu til Reykjanesbæjar. 2. Eflt þjónustu heilsugæslu í Reykjanesbæ og byggt viðbyggingu við heilsugæsluna eða byggt nýja. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma, þá nota um 30% íbúa svæðisins Læknavaktina í Reykjavík í stað þess að fá þá þjónustu í heimabyggð. 3. Byggt nýtt hjúkrunarheimili í Suðurnesjabæ og þar með aukið framboð á hjúkrunarrýmum. 4. Aukið framboð á framhaldsskóla- menntun á Suðurnesjum. Á öllu svæðinu er einn fjölbrautaskóli, Fjöl- brautaskóli Suðurnesja í Keflavík. Hægt væri að auka námsframboð við skólann og styrkja hann og efla eða byggja upp nýjan framhaldsskóla á svæðinu. Það eru mörg tækifæri til að efla nám á Suðurnesjum. 5. Eflt háskólanám í náinni sam- vinnu við Keili-Háskólabrú. Ofangreindar aðgerðir munu auka veltu og umsvif á Suðurnesjum. Þær munu einnig kalla á fólk til starfa og hækka menntunarstig í samfélaginu. Þessar aðgerðir munu hafa góð áhrif á samfélagið á Suðurnesjum um leið og þær munu auka velmegun, velsæld og samheldni í samfélaginu. Ég hef lýst þeim áskorunum sem íbúar Suðurnesja standa frammi fyr- ir. Hið opinbera getur gert svo margt til að bæta stöðuna. Til þess þarf áþreifanlegan vilja. Á góðviðrisdögum segja ráðamenn margt. Orð eru ódýr en enn verra er aðgerðaleysi. Fast þeir sóttu sjóinn … Eftir Gunnar Alex- ander Ólafsson Gunnar Alexander Ólafsson » Áföllin hafa ekki leitt til fólksfækkunar á Suðurnesjum, heldur þvert á móti hefur íbúum svæðisins fjölgað úr 17.900 árið 2006 í 27.900 árið 2019! Höfundur er heilsuhagfræðingur. gunnaralexander1212@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.