Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
✝ Pétur MikkelJónasson fædd-
ist í Reykjavík 18.
júní 1920. Hann lést
á Pleje og rehabili-
teringscenter
Hegnsgården í
Nærum í Dan-
mörku 1. október
2020.
Foreldrar Pét-
urs voru Jónas
Halldór Guðmunds-
son skipasmiður, f. 2.9. 1891 á
Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, d.
20.2. 1970, og Margrét Guð-
mundsdóttir húsmóðir, f. 19.2.
1890 á Ingunnarstöðum í Kjós,
d. 10.12. 1964.
Eiginkona Péturs var Dóra
Kristín Gunnarsdóttir, f. 4.11.
1926 í Reykjavík, d. 2.2. 2018.
Dóra var húsmóðir og ritari í
Sáttmálasjóði. Þau gengu í
hjónaband 1964 í Kaupmanna-
höfn. Foreldrar Dóru voru hjón-
in Gunnar Árnason verkamað-
ur, f. 27.4. 1892, frá Tréstöðum í
Hörgárdal, d. 20.12. 1984, og
bænum. Fyrstu árin bjó fjöl-
skyldan á Stýrimannastíg 7 en
síðar byggðu foreldrar hans hús
á Framnesvegi 11. Árið 1939
flutti fjölskyldan síðan á Fjöln-
isveg 8.
Pétur útskrifaðist sem stúd-
ent frá MR árið 1939 og flutti í
kjölfarið til Danmerkur, þar
sem hann hóf nám í vatna-
líffræði við Kaupmannahafnar-
háskóla.
Eftir að námi lauk vann hann
sem sérfræðingur á sviði
straumvatnsrannsókna. Hann
helgaði líf sitt fræðistörfum og
var frumkvöðull í rannsóknum á
vistkerfum vatna víðsvegar um
heim, einkum þó á Mývatni og
Þingvallavatni.
Fyrir fræðistörf sín hlaut
hann fjölda viðurkenninga og
var virkur vísindamaður fram á
síðasta dag og lagði mikið af
mörkum til náttúruverndar.
Í Danmörku kynntist Pétur
Dóru eiginkonu sinni og lífs-
förunaut. Þau héldu lengst af
heimili í Hilleröd en árið 2017
fluttu þau í íbúð fyrir eldri borg-
ara í Gammel Holte, þar sem
Pétur bjó einn eftir að Dóra lést.
Útför Péturs fer fram frá
Skansekapellet í Hilleröd í dag,
20. október 2020, og hefst at-
höfnin klukkan 12.
Guðrún Halldórs-
dóttir verkakona, f.
18.8. 1895, fædd í
Pálsseli í Laxárdal í
Dalasýslu, d. 7.12.
1973. Þau voru bú-
sett í Reykjavík.
Dætur Dóru og
Péturs eru: 1) Mar-
grét, f. 15.9. 1964,
gift Claus Parum.
Þeirra börn eru:
Marcus, f. 1999, og
Liv, f. 2002. 2) Kristín, f. 3.10.
1967, gift Henrik Thorval og
eiga þau soninn Peter Vilhelm
Frederik, f. 2003. Börn Henriks
frá fyrra hjónabandi eru Andr-
eas og Natasia.
Systkini Péturs voru Guð-
mundur, f. 12.11. 1921, d. 14.10.
2015, skipasmiður í Reykjavík,
Jón Örn (Jón á ellefu), f. 25.2.
1923, d. 19.10. 1983, skipa-
smiður í Reykjavík, og Ása Val-
dís, f. 26.2. 1926, d. 15.6. 2001,
húsfreyja og verslunarkona í
Reykjavík.
Pétur var alinn upp í Vestur-
Pétur átti farsælan starfsferil
og hlaut viðurkenningu sam-
starfsmanna sinna, nú síðast
með sérútgáfu af Náttúrufræð-
ingnum í tengslum við 100 ára
afmæli sitt í sumar. Áhuga fyrir
vatnalíffræði var sáð í hjarta
hans í sumarfríum hans hjá
ömmu hans og afa í Miðfelli í
Þingvallasveit. Fyrsti stóri
áfangi hans sem vatnalíffræðing-
ur var á fyrsta alþjóðafundi hjá
International Society of Limno-
logy (SIL) í Sviss árið 1948, þar
sem hann kynnti niðurstöður
sínar um rannsóknir á Suså í
Danmörku. Rannsóknin þótti
svo athyglisverð að hann varð
einn af aðalfyrirlesurum fund-
arins. Þessi áfangi mótaði upp-
haf að alþjóðlegu starfi hans. Ár-
ið 1972 hlaut hann doktors-
nafnbót og varð prófessor 1977.
Árið 1987 hlaut hann Naumann-
Thienemann-verðlaunin fyrir
framlag sitt til rannsókna á
ferskvatni. Hann var forseti SIL
á árunum 1989-1995 og félagi í
vísindafélögum í Danmörku, Ís-
landi og Noregi. Árið 2001 hlaut
hann heiðursnafnbót við raunvís-
indadeild Háskóla Íslands. Við
vorum og erum öll stolt af hon-
um og velgengni hans var hreint
ekki skrifuð í stjörnurnar, þegar
hann fæddist inn í tiltölulega fá-
tæka fjölskyldu á Íslandi árið
1920.
Lífið hafði ekki alltaf verið
dans á rósum hjá honum. Að
komast til Kaupmannahafnar ár-
ið 1939, sem ungur fátækur
námsmaður var erfitt. Námsárin
voru erfið, þar sem hann bjó í
köldu herbergi og þurfti fyrir-
hyggju til að eiga í sig og á.
Hann var duglegur námsmaður
og hlaut námsstyrki sem hjálp-
uðu honum mikið. En óttinn við
að skorta fjárráð einkenndi hann
alla tíð. Geymslan okkar var allt-
af full af mat og bílskúrinn var
fylltur með ýmsum vörum sem
erfitt gæti verið að fá á kreppu-
tímum.
Pabbi og mamma voru afar
samheldin. Með samvinnu náðu
þau að samtvinna fjölskylduna
ævistarfi pabba. Hann fékk
tækifæri til að helga sig rann-
sóknum, ferðast á ráðstefnur og
vera virkur í vísindasamfélaginu.
Mamma studdi hann og hvatti til
dáða alla tíð og pabbi missti
mikið þegar mamma lést árið
2018. Sem betur fer voru þau þá
flutt í íbúð fyrir eldri borgara,
þar sem hann gat borðað kvöld-
matinn í góðum félagsskap. Við
fundum hversu mikið hann sakn-
aði mömmu en hann kvartaði
aldrei.
Pabbi var jákvæður maður og
hvetjandi, sagði alltaf: „Why not
do it?“ Því ef maður fengi
tækifæri eða ætti sér draum
skyldi maður láta á reyna. Svo
sagði hann alltaf ,,Frågen er fri“
(sænska); ,,kostar ekki að
spyrja“. Hann sagði líka
„science is fun“ og meinti að
spennandi væri að varpa fram
nýjum hugmyndum. Hann hafði
þennan viljastyrk sem fræði-
maður en nýtti sér það einnig á
öðrum vettvangi. Hann var
óspar að hvetja okkur til mennta
og ól okkur upp við það að við
hefðum nákvæmlega sömu
möguleika og strákar.
Pabbi var með langan lista af
því sem hann ætlaði að fram-
kvæma í lífinu og listinn lengdist
með árunum. Ekki beint dæmi-
gert fyrir eldri mann og hann
gleymdi að verða gamall! Eitt á
listanum var að verða 100 ára og
það tókst! Hann var með bók í
smíðum og ætlaði að ljúka við
hana. Þegar mamma og pabbi
fluttu frá Hillerød í íbúðina var
ekki pláss fyrir bókasafnið. Þá
ákvað hann að gefa Náttúru-
minjasafni Íslands það.
Ef okkur væri til lista lagt að
mála mynd af mömmu og pabba
væri umhverfið íslenskt. Mál-
verkið myndi skarta íslenska
hestinum og fossi í baksýn.
Mamma væri hesturinn sem fer
á tölti og tryggir að vegurinn sé
greiðfær. Pabbi er fossinn sem
steypist fram í öllu sínu veldi,
flæðandi hugmyndum og áhrifa-
krafti til breytinga. Líf pabba
hafði sannarlega áhrif á framtíð-
ina.
Við kveðjum pabba með þakk-
læti. Viljastyrkur hans hefur
stuðlað að gæfu og vegsemd
okkar allra. Nú er hann farinn á
nýjar slóðir og vonandi hefjast
ný ævintýri þar sem hann mun
hitta mömmu, ættingja og gamla
vini. Við þökkum fyrir að hafa
fengið að hafa þig elsku Pétur,
pabbi og afi.
Ástarkveðjur frá
Margréti, Kristínu,
Claus, Henrik, Marcusi,
Liv og Pétri.
Meira: mbl.is/andlat
Það var ákveðið fyrir löngu að
vera viðstödd á 100 ára afmæl-
inu hans svila míns, en ástandið í
heiminum gerði það ekki mögu-
legt. Og nú þegar hann er jarð-
settur er það ekki heldur hægt.
Mikill samgangur og vinátta
var alltaf með fjölskyldunum
þótt Atlantshafið skildi okkur
að. Móttökurnar í Hilleröd voru
ávallt yndislegar og alltaf jafn
gaman að fá þau Pétur og Dóru
til Íslands. Nú eru þau bæði
komin yfir í sumarlandið til hans
Hilmars míns.
Þegar ég hugsa til baka minn-
ist ég skemmtilegrar ferðar sem
við fórum öll fjögur saman, við
Hilmar með Dóru og Pétri til
Stykkishólms fyrir nokkrum ár-
um. Veðrið lék við okkur og sól-
in skein í heiði. Það er svo fal-
legt á Snæfellsnesinu og Pétur
var alveg yfir sig hrifinn. Hann
hafði eytt svo miklum tíma í að
rannsaka Þingvallavatn og Mý-
vatn að lítill tími hafði verið til
að ferðast um landið. Hann fór
sem ungur maður til náms í
vatnalíffræði og það var fyrir
stríðið, allar götur síðan hafði
hann búið í Danmörku þannig að
hann hafði ekki skoðað landið
okkar mikið.
Það var gaman að bjóða Pétri
í mat, hann var ekki spar á hrós-
ið og naut þess að skála í rauð-
víni með. „Þetta er alveg geysi-
lega gott hjá þér, Steina mín,“
sagði hann ævinlega. Blessuð
veri minning hans.
Elsku Margrét og Kristín,
hugur minn er hjá ykkur öllum á
þessum erfiða tíma.
Steinunn (Steina).
Ég kynntist Pétri M. Jónas-
syni fyrst sem ritstjóra Nátt-
úrufræðingsins. Ég þekkti til
þessa mikla fræðimanns þegar
hann kom með grein til birtingar
2004, en hef líklega eins og fleiri
gert ráð fyrir því að hann væri
sestur í helgan stein þegar hér
var komið sögu, enda orðinn
84ra ára gamall. Ég komst fljótt
að hinu gagnstæða. Greinin var
um eitt helsta hugðarefni hans:
Baráttuna gegn mengun Þing-
vallavatns, sem á bláma sinn og
tærleika því að þakka að vatnið
er niturvana. Greinin var í anda
eldhugans Péturs: Barmafull af
röksemdum fyrir þeirri ályktun
hans að framandi barrtré í þjóð-
garðinum og vaxandi bílaumferð
myndu að endingu menga Þing-
vallavatn af nitri og gera það
grænt og gruggugt. Í greininni
sem bar fyrirsögnina: „Á að
fórna Þingvallavatni fyrir nitur-
mengandi hraðbrautir?“ tvinnast
saman á einstakan hátt ná-
kvæmni vísindamannsins og
sannfæringarkraftur náttúru-
verndarans, en þessum eigin-
leikum Péturs eigum við það að
þakka að Alþingi friðlýsti Mý-
vatn og Laxá 1974 og vatnasvið
Þingvallavatns 2005 á grunni
einstakra vistfræðirannsókna
sem hann stýrði.
Lengi voru menn vantrúaðir á
kenningu Péturs um vaxandi nit-
ur í Þingvallavatni og hættuna
sem af því stafar. Það var hon-
um því mikils virði þegar í sum-
ar birtist ný vísindagrein þar
sem rennt er sterkum stoðum
undir kenningu hans: Styrkur
niturs í vatninu hefur aukist
vegna aukinnar ákomu niturs á
vatnasviðinu og/eða vegna auk-
innar virkni blágrænna baktería
í vatninu. Greinin birtist í þema-
hefti Náttúrufræðingsins um
Þingvallavatn, sem gefið var út
til heiðurs Pétri á aldarafmæli
hans. Þar segir að ljóst sé að
takmarka þurfi ákomu niturs á
vatnasviðið hvort sem hún sé
staðbundin eða lengra að komin.
Tíræður birtir Pétur í sama
riti síðustu ritsmíð sína – um
friðun Mývatns og Þingvalla-
vatns. Þar sýnir hann fram á
svart á hvítu að Þingvallavatn
allt nýtur UNESCO-friðunar,
samkvæmt sérstöku ákvæði í
skilmálum Heimsminjaskrárinn-
ar, sem búsvæði bleikjunnar og
kemur efalaust mörgum á óvart.
Baráttuþrek Péturs var
óþrjótandi. Hann kom hingað
heim á hverju ári og eggjaði
okkur sem stóðum í pólitískum
stafni til þess að standa betur
vörð um vatnið dýrmæta. Oft
óskuðum við okkur þess helst,
mörgum áratugum yngra fólk,
að hafa þó ekki væri nema helm-
inginn af eldmóði öldungsins.
Oft var þörf en nú er nauðsyn!
Ég átti þess kost að dvelja í
húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup-
mannahöfn 2015 í þeim tilgangi
m.a. að flytja á stafrænt form
gögn, myndir og minningar Pét-
urs. Því miður auðnaðist okkur
ekki að ljúka því verki, en ég
kynntist þeim Dóru vel í nær
daglegum heimsóknum mínum
til Hilleröd um nokkurra vikna
skeið. Pétur var ættrækinn og
kunni margar sögur af lífsbar-
áttu þeirra sem að honum stóðu
í báðar ættir. En alltaf voru það
þó Dóra og dæturnar, Margrét
og Kristín, sem voru honum efst
í huga. Á kveðjustund þakka ég
góða vináttu og samstarf sem
ritstjóri og þáverandi formaður
Þingvallanefndar við þennan
mikla náttúruvin, Pétur M. Jón-
asson, og sendi dætrum hans og
fjölskyldum þeirra samúðar-
kveðjur.
Álfheiður Ingadóttir.
Nú er hann allur, Pétur M.
Jónasson, eitt hundrað ára eld-
huginn, prófessor emeritus við
Hafnarháskóla, brautryðjandi á
alþjóðavísu í rannsóknum á vist-
fræði straum- og stöðuvatna og
ötull baráttumaður fyrir náttúr-
vernd.
Ég kynntist Pétri 1981, þá
nemi í líffræði við Háskóla Ís-
lands. Pétur stýrði þá rannsókn-
um á vistfræði Þingvallavatns og
fyrir hans tilstilli bauðst tveimur
stúdentum að taka þátt í rann-
sóknunum og nýta vinnuna til
háskólagráðu. Ég sló til og það
gerði einnig Skúli Skúlason, nú
prófessor við Háskólann á Hól-
um og sérfræðingur á Náttúru-
minjasafni Íslands. Við fengum
greidd laun fyrir rannsóknavinn-
una, sem var nýlunda á þessum
tíma meðal framhaldsnema.
Þetta var Pétri að þakka og lýsir
atorku hans við að afla fjár til
rannsóknarverkefna sinna, jafnt
úr einkasjóðum sem frá hinu op-
inbera. Annar mikilvægur eig-
inleiki Péturs var djúpstæður
skilningur hans á vistfræðilegu
samhengi og gildi þverfaglegrar
nálgunar gagnvart viðfangsefn-
inu. Í krafti þessa lagði Pétur
sig fram um að fá til liðs við sig
úrval fræðimanna af ólíkum
sviðum og þannig bjó hann til
öfluga deiglu rannsakenda í
verkefnunum sem hann leiddi.
Fyrir áeggjan Péturs hélt ég
til framhaldsnáms í vatnavist-
fræði við Hafnarháskóla þar sem
ég lauk meistaraprófi 1989 og
doktorsprófi 1992. Viðfangsefnið
var vistfræði bleikjugerðanna
fjögurra í Þingvallavatni. Vinnu-
aðstaðan var ekki af verri end-
anum, í húsnæði Vatnalíffræði-
stofnunar Hafnarháskóla á
bakka Slotsøen, gegnt hinni
fögru Friðriksborgarhöll í Hill-
eröd. Þar deildi ég aðstöðu með
Pétri sem veitti stofnuninni for-
stöðu 1977-90. Við Pétur áttum
þar margar góðar stundir sam-
an, oft um helgar og langt fram
á kvöld, enda var Pétur ekki ein-
hamur til verka. Hann mætti
snemma dags, fékk sér stuttan
lúr á skrifstofunni um kl. tvö, fór
heim í kvöldmat á Helsevej en
kom gjarnan aftur og var fram á
kvöld. Hann og Dóra kona hans
studdu mig og fjölskyldu mína á
námsárunum með ráðum og dáð
og fyrir það er ég afskaplega
þakklátur.
Ferill Péturs sem náttúruvís-
indamanns og frumkvöðuls í
vatnavistfræði var einstaklega
farsæll og glæsilegur. Hann var
afar afkasta- og áhrifamikill og
telst meðal helstu vatnalíffræð-
inga seinni tíma. Hann skilur
eftir sig dýrmæta arfleifð sem
felst í stórbættum skilningi og
þekkingu í vistfræði, á tengslum
hins lífræna og ólífræna, á gang-
verki náttúrunnar. Ekki er síðra
framlag Péturs til náttúruvernd-
ar, þar sem er friðun vatnasviða
Laxár og Mývatns og Þingvalla-
vatns. Þá ber að geta framlags
Péturs til varðveislu menningar-
arfs þjóðarinnar sem felst í
rausnarlegum bóka- og tímarita-
gjöfum til Náttúruminjasafns Ís-
lands, sem Pétur afhenti í des-
ember 2018, þá 98 ára, þegar
Náttúruminjasafnið opnaði sýn-
inguna sína í Perlunni. Lands-
menn eiga Pétri mikið að þakka
fyrir framlag hans og gjafir –
þess vegna erum við sem þjóð
betur í stakk búin að fást við
framtíðina á farsælan og sjálf-
bæran hátt.
Pétur Mikkel
Jónasson
Elsku hjartans
Elma mín, ég veit
ekki í raun hvort
ég get skrifað eitt-
hvað af viti um þig eins og þér
sæmir.
Ég man þig, búandi heima
hjá ömmu og afa, háa og granna
og þá þegar orðin ansi mikill
töffari. Ég sitjandi inni í her-
berginu þínu, hlustandi á Elvis
Presley í plötuspilaranum sem
þú hafðir keypt þér og þér
dugði ekki bara að hlusta á
hann, heldur voru veggir her-
bergisins þaktir myndum af
honum, ein meira að segja í
fullri líkamsstærð, myndir sem
Hulda Elma
Guðmundsdóttir
✝ Hulda ElmaGuðmunds-
dóttir fæddist 16.
janúar 1943. Hún
lést 8. október
2020.
Útför fór fram
15. október 2020.
þú klipptir út úr
Bravo, keyptu í
Bókabúðinni hans
Dalla.
Ég man þig, þeg-
ar þið Nonni keypt-
uð fyrsta hreiðrið
ykkar, hann sjó-
maður og mikið að
heiman. Þú þá þeg-
ar farin að sýna
bæjarbúum hvers
þeir mættu vænta
af þér, brunandi á Bjöllunni,
ýmist farandi á fundi, æfingar
eða að sinna öðrum félagsstörf-
um. Ég held að ég hafi oftar sof-
ið í rúminu hjá þér á þeim árum
heldur en Nonni og við með
Petru á milli okkar.
Ég man þig vorið 1968, þegar
þú varst í Landsmótsnefnd
ásamt fjórum góðum félögum úr
UÍA, þú eina konan í hópnum.
Fundir gjarnan haldnir á Eiðum
þar sem mótið fór fram, snjó-
þungt vor og erfitt. Að Odds-
skarð kæmi í veg fyrir að þú
mættir á fundi kom aldrei til
greina en ekki voru allar þessar
ferðir auðveldar eða áhættulaus-
ar.
Ég man þig í Atlavík, því þá
fór ég með þér, þú á fullu í
gæslu og handboltakeppni, og
varðeldinn þar sem Dúmbó og
Steini fluttu lagið Angelia,
ógleymanleg stund.
Ég man þig á gullaldarárum
Þróttar bæði í handboltanum og
á fullu í félagsstarfinu, dugleg,
hvetjandi og klárlega fyrirmynd
ungra kvenna og stúlkna.
Ég man þig árið sem ég bjó
hjá ykkur í Starmýrinni, mín á
fullu og ef eitthvað var bara að
bæta í. Þar kom í ljós umburð-
arlyndi þitt og aldursleysi, vinir
mínir alltaf velkomnir, þú alltaf
reiðubúin í spjall og góð ráð og
margir þeirra eignuðust þig að
vini, aðrir alla vega sem góðan
kunningja, takk elskan.
Ég man þig á Mýrargötunni í
félagsmálum, bæjarpólitík og
blaðamennsku. Petra og Jóhann
ennþá búandi heima og þau tóku
allt það besta frá þér í arf, ynd-
isleg bæði tvö.
Ég man þig stundum eins og
þú værir stóra systir mín,
stundum eins og þú værir
mamma mín, en alltaf eins og
mína bestu vinkonu, takk fyrir
það, elskan.
Ég man þig líka, yndi, þar
sem líf þitt var ekki leikur og
það tók allt of mörg ár frá þér.
En seigla þín og viska gáfu þér
góðan tíma á milli.
Elsku Elma mín, nú er komið
að leiðarlokum og ég hef því
miður engin tök á að fylgja þér
nema í huganum. Öllu okkar
fólki og vinum votta ég mína
dýpstu samúð. Þér þakka ég allt
og allt, elsku Elma. Í mínum
huga ertu mesti kvenskörungur
Austurlands.
Hvíl í friði, kossar og ást, þín
Oddný (Odda).
Nú hefur hún Elma okkar
kvatt þetta líf og vil ég minnast
hennar með fáeinum orðum.
Hún afrekaði margt á lífsleiðinni
og var kröftug á mörgum svið-
um, svo sem íþróttum, stjórn-
málum og ritstörfum. Hún var
mikil fjölskyldumanneskja og
elskaði og dáði börn sín og
barnabörn.
Okkar vinátta varði í nokkra
áratugi. Við áttum óteljandi sím-
töl og hittumst þegar færi gafst,
en bjuggum hvor í sínum lands-
fjórðungnum. Hún var liðtækur
bridgespilari, elskaði að spila
golf og hafði gaman af margs
konar sönglagatónlist. Óhætt er
að segja að hún hafi haft sterkar
skoðanir á mönnum og málefn-
um, þar ríkti engin lognmolla.
Henni fannst ég ýmsum kostum
búin, en sagði mér líka til synd-
anna svo mér þótti oft nóg um.
Þetta var allt gert af tryggð og
kærleika, en af honum átti hún
nóg. Það bar aldrei skugga á
okkar vináttu. Að lokum þakka
ég fyrir að hafa átt yndislega
vinkonu sem kenndi mér margt
og votta öllum sem að henni
standa innilega samúð.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,
sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(E. Ben.)
Hvíl í friði.
Helga Hrönn Þórhallsdóttir.