Morgunblaðið - 20.10.2020, Side 20

Morgunblaðið - 20.10.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 ✝ Vilborg Sigríð-ur Árnadóttir fæddist 7. janúar 1946 á Lokastíg 7 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 9. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Árni Björnsson læknir, f 14.6. 1923, og Guð- ný Theódórsdóttir Bjarnar húsmóðir, f. 9.4. 1922. Þau eru bæði látin. Vilborg var elst sex systkina. Systkini hennar eru Kristín, f. 1948; Björn Th., f. 1950; Einar Sveinn, f. 1952; Árni, f. 1956; og Vilhjálmur Jens, f. 1964. Vilborg Sigríður giftist Ara Jóhannessyni lækni. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jóhannes, f. 12.9. 1970, hann var í sambúð með Bjarneyju Bjarnadóttur, börn þeirra eru Telma og Ari. 2) Árni Gautur, giftur Sólveigu Þórarins- dóttur, börn þeirra eru Vilborg Elísa- bet og Kristján Pét- ur. Vilborg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966. Hún lauk BA-prófi í sænskri bók- menntasögu frá Háskóla Íslands 1977. Hún stundaði söngnám hér heima og síðar við Guildhall School of Mu- sic í London 1969. Hún hélt svo áfram söngnámi í University of Hart í Hartford í BNA og lauk þaðan námi 1985. Hún söng með ýmsum kórum. Einnig söng hún með dúettinum Heimi og Jónasi. Vilborg starfaði við Heims- sýninguna EXPO í Kanada 1967. Útförin fór fram í kyrrþey. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hót- el okkar er jörðin.“ Með þessum ljóðlínum eftir Tómas Guð- mundsson við lag eftir Heimi Sindrason söng hún systir okkar svo fallega og eiga þær línur vel við hennar líf. Vilborg var elst sex systkina. Hún fæddist á Lokastíg 7, sem var mikið fjölskylduhús. Þarna eignuðust foreldrar okkar fjögur börn og það hefur því eflaust oft verið mikill hamagangur í öskj- unni í þessu yndislega húsi. Vil- borg, eins og við, ólst upp við mikið ástríki. Hún þurfti auk þess fljótt að taka ábyrgð á okk- ur systkinunum og tók það svo alvarlega að okkur fannst nú oft nóg um. Við fluttum til Svíþjóðar þar sem hún lærði m.a. að ganga á höndum í kringum íþróttahúsið við skólann. Við komum heim með Gullfossi og fluttum á Hringbrautina og þar fæddist enn einn bróðirinn. Í Melaskóla eignaðist hún dásamlegar vin- konur sem fylgt hafa henni alla tíð. Mörgum sumrum varði hún í sveit í Trostansfirði sem er fal- legur fjörður á sunnanverðum Vestfjörðum. Við fluttum svo í Hlíðarnar. Alltaf var þröng á þingi og vorum við systur saman í herbergi langt fram á unglings- ár. Enn bættist í fjölskylduna þegar Vilborg var átján ára með komu yngsta bróðurins og þurfti þá að stækka húsnæðið. Þá fyrst fékk hún eigið herbergi og syst- ur voru aðskildar. Vilborg fór í MR og lék í Herranótt og söng í kórum. Alla tíð naut hún sín við söng og leik hvar sem hún var. Hún heillaði alla með söng sínum og fasi sem einkenndist alltaf af vandvirkni og samviskusemi. Að loknu stúd- entsprófi fór hún til London í söngnám. Þar var hún svo blönk að hún sagðist lifa á Cadburys- súkkulaði. Að ári liðnu kom hún heim til að læra sænska bók- menntasögu. Hún giftist svo Ara og þau fluttu í fjölskylduhúsið á Lokastíg. Systirin fékk meira að segja að búa í hornherberginu sem amma var í áður. Þarna undum við okkur vel í eintómri hlýju og skemmtilegheitum. Jóhannes fæddist innan um allt þetta góða fólk. Hann var hlýr og fyndinn og var öllum til skemmtunar. Vilborg söng með Heimi og Jónasi og varð þekkt fyrir. Ari lauk sínu læknisfræði- námi og þau fluttu á Patreks- fjörð þar sem hinn rólegi og yndislegi Árni Gautur fæddist. Við systkinin og foreldrar okkar söknuðum fjölskyldunnar og heimsóttum þau oft, stundum um jól og stundum við að tína ber í stóra mjólkurbrúsa. Svo flutti fjölskyldan til Bandaríkj- anna þar sem þau bjuggu í átta ár. Vilborg taldi það ekki eftir sér að sækja og keyra út á Ken- nedy-flugvöll hvenær sem gesti bar að garði. Eftir heimkomu skildu þau Ari og Vilborg og var þá farið að bera á þeim sjúkdómi sem smám saman dró þessa tápmiklu konu frá okkur, sonum hennar og fjöl- skyldu til mikillar sorgar. Við minnumst hennar fyrst og fremst sem okkar fallegu og elskulegu systur. Síðustu ár naut hún frábærrar umönnunar á Hjúkrunarheimilinu Eir sem við erum þakklát fyrir. Þar kom- um við oft saman og spjölluðum. Hvíl í friði systir góð. Systkinin og fjölskyldur þeirra, Kristín Árnadóttir, Björn Th. Árnason, Einar Sveinn Árnason, Árni Árnason og Vilhjálmur Jens Árnason. Ég minnist mágkonu minnar, Vilborgar, með hlýju og virð- ingu. Vilborg var vel gefin, klár og dugleg og hafði dásamlega söngrödd sem margir minnast. Auk þess var hún ákaflega falleg og ljúf og elskuð af öllum sem kynntust henni. Vilborg var elst sex systkina og þegar ég kom inn í þessa stóru fjölskyldu fann ég strax að það var borin mikil virðing fyrir henni, hún var stóra systirin sem allir litu upp til. Það koma upp í hugann margar góðar samverustundir þar sem Vilborg var hrókur alls fagnaðar með sína skemmtilegu kímnigáfu og dillandi hlátur, hún var mjög gestrisin og frábær ferðafélagi. Umhyggja hennar fyrir vinum og fjölskyldu leyndi sér ekki, hún var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Vilborg eignaðist tvo drengi, Jóhannes og Árna Gaut, og ást hennar og stolt af þeim leyndi sér ekki, þeir eignuðust fjölskyldur sem hún fylgdist með meðan hún hafði getu til, væntumþykja hennar á þeim var auðsæ. Eftir að Vilborg veiktist sinntu Jóhannes og Árni Gautur mömmu sinni af natni og um- hyggju sem var aðdáunarvert að fylgjast með. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag; þessi ljóðlína er svolítið lýsandi fyrir ævi og örlög Vil- borgar. Við höfum fylgst með henni hverfa smám saman og höfum syrgt hana í langan tíma. Blessuð sé minning elsku Vil- borgar mágkonu minnar. Sigurlín Scheving. Vilborg var fáguð, hlý og allt- af langflottust. Hún töfraði okk- ur systurnar með smitandi hlátri, geislandi greind og mikilli gleði. Við nefndum dúkkurnar okkar eftir Vilborgu og hlökk- uðum til að fara í heimsókn, bæði á Patró og til Connecticut. Á Patró leyfði hún okkur að setjast að í dótaherberginu Jó- hannesar og Árna Gauts, sem var heil neðri hæð í nýbyggðum læknabústað. Við máttum hlaupa um, hafa hátt og gista hvenær sem var. Vilborg tók á móti okkur með stóru brosi og sterku faðmlagi. Sem börn skynjuðum við einstaka blíðu og þá birtu sem fylgdi henni. Vilborg var með fallegan smekk og að horfa á hana hafa sig til var eins og að vera í við- urvist kvikmyndastjörnu. Oft spurði hún okkur álits og þá stækkuðum við um helming. Fötin fylgdu nýjustu tísku- straumum, þykka liðaða hárið rammaði inn fíngert andlit og farðinn gerði stóru brúnu augun enn sýnilegri. Hún ljómaði af fegurð. Við sundlaugarbakkann í Connecticut spjölluðum við um bókmenntir og daginn og veg- inn. Hún átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Um- hyggjan og áhuginn var ómet- anlegur. Vilborg söng inn á plötur og lærði óperusöng í London og Bandaríkjunum. En skemmti- legast var þegar hún söng fyrir okkur. Vilborg var einstök. Engin var með stærra hjarta. Í okkar augum verður hún alltaf glæsi- lega og góða mamma Jóhann- esar og Árna Gauts. Kristín, Guðrún og Helga Zoëga. Við andlát Vilborgar koma upp myndir og minningar um góða tíma á ferðalagi lífsins. Minningar frá mennta- og há- skólaárunum, tveggja ára sam- veru á Patreksfirði og árunum í Ameríku. Vilborg var einstaklega hlý og gefandi. Fegurð, söngur og gleði einkenndu hana. Hún talaði mörg tungumál eins og innfædd enda hafði hún sem barn búið bæði í Svíþjóð og Skotlandi. Tónlist og bókmenntir léku stórt hlutverk á æskuheimili Vil- borgar og höfðu mótandi áhrif á hana. Hún var elst sex systkina á gestkvæmu heimili, þá var gott að vera léttur á fæti og létt- ur í lund. Á námsárum var Vilborg sís- yngjandi, söng með þekktum kórum, einsöng með hljómsveit- um og stundaði söngnám í Lond- on og síðar í Bandaríkjunum. Vilborg var fulltrúi Íslands á heimssýningunni í Montreal 1967, þar kom hennar fallega framkoma og tungumálakunn- átta sér vel fyrir land og þjóð. Vilborg giftist Ara Jóhannes- syni og þau eignuðust tvo syni. Jóhannes og Árni Gautur voru augasteinar móður sinnar, hún umvafði þá hlýju og kærleika og var svo stolt af. Árin á Patró voru viðburðarík og bundu okkur órjúfanlegum böndum. Börnin léku sér milli fjalls og fjöru því enginn var leikskólinn. Mikið var ferðast um Vestfirðina, Rauðasandur grandskoðaður og ótal ferðir á Látrabjarg. Við vinkonurnar ók- um um snarbrött fjöll með börn og gesti fyrir tíma bílbelta. Vin- áttan og samveran var mikil. Fljótlega eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum tóku veikindi Vilborgar að skyggja á. Það var erfitt að horfa á nána vinkonu hverfa hægt og hægt. En mest var raunin hjá Jóhannesi, Árna Gauti og barnabörnum, sem kynntust ömmu sinni ekki fyrir veikindin. Megi hæfileikar og góðvild Vilborgar lifa áfram í þeim. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til bræðranna Jóhannesar og Árna Gauts og til fjölskyldna þeirra og til systkina Vilborgar og fjölskyldna. Fríða Bjarnadóttir, Tómas Zoëga. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas Guðmundsson) Lengi, alltof lengi, höfum við, bekkjarsystur Vilborgar, búist við þessari fregn því að hún var án efa tilbúin að kveðja Hótel Jörð. Lífshlaup hennar varð á annan veg en við væntum. Hún var glæsileg og hæfileikarík þegar við áttum mesta samleið í menntaskóla og það er sárt til þess að hugsa hve lífið varð henni mótdrægt og langvinn veikindi rændu hana framtíðinni. Í okkar huga verður hún allt- af ljúfa stúlkan frá menntaskóla- árunum, fallega stúlkan með dökka hárið og brúnu augun, hýrt brosið og lífsgleðina sem geislaði af henni. Hún var já- kvæð og vinsæl og aldrei lá henni illt orð til nokkurs manns. Hún var bekkjarráðsmaður okkar í fjögur ár, driffjöður í fé- lagslífinu, hress og glaðleg. Hún söng eins og engill og sumar okkar minnast þess þegar við laumuðumst út úr söngtímum hjá Hirti söngkennara og hlup- um niður á Skalla án þess að hann yrði þess var. Vilborg sá til þess með sínum dásamlega söng sem heillaði hann eins og aðra. Ein okkar minnist líka kvöld- anna þegar hún sat með Vil- Vilborg Sigríður Árnadóttir ✝ SveinbjörnBjörnsson fæddist í Neskaup- stað 2. júní 1943. Hann andaðist á heimili sínu Gaukshólum 2, Reykjavík 30. september 2020. Foreldrar Sveinbjörns voru Björn Sveinlaugs- son, bifreiðastjóri á Seyðisfirði, f. 12.8. 1917, d. 16.5. 1990, og Ólöf Aðalbjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. 14.5. 1918, d. 10.3. 1969. Fóst- urfaðir Sveinbjörns sem ól hann upp var Hörður Hjálm- arsson, bóndi á Hofi á Kjal- arnesi, f. 21.8. 1912, d. 28.10. 1974. Uppeldissystur Sveinbjörns eru Annabella Harðardóttir, f. 10.8. 1943, d. 9.7. 2014, gift Guðbrandi Hannessyni, f. 28.9. 1936, d. 25.10. 2018, og Anna Hjálmdís Gísladóttir, f. 13.3. 1954. Hálfsystkini Sveinbjörns eru Sveinlaugur A. Björnsson, f. 3.9. 1944, maki Þorgerður Jónsdóttir, f. 9.3. 1944; Guð- björg M. Björnsdóttir, f. 9. Borgarfirði ásamt uppeldis- systur sinni Önnubellu. Hann var ómetanleg hjálp við bú- reksturinn bæði á Jörfa og Hofi og var foreldrum sínum stoð og stytta. Hann var rúm tvö ár sem háseti á sjó á bátn- um Ólafi KE 49 hjá Einari Hannessyni sem var giftur móðursystur hans í Keflavík. Hörður fósturfaðir Svein- björns starfaði með búskapn- um sem vörubílstjóri á Þrótti og áfram eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Þegar heilsa hans versnaði tók Sveinbjörn við leyfi hans á Þrótti og starfaði þar sem vörubílstjóri það sem eftir var starfsævinnar. Sveinbjörn var mjög náinn Önnu Dís, uppeldissystur sinni, og hennar fjölskyldu. Anna Dís var í sambandi við hann daglega eftir að heilsu hans hrakaði og aðstoðaði hann. Einnig hélt hann góðu sambandi við hina uppeldis- systur sína, Önnubellu (Bellu), meðan hún lifði. Seinni ár hafði Sveinbjörn mikil samskipti við hálfsystk- ini sín, mága og frændsystk- ini, sem flestöll búa úti á landi. Útför Sveinbjörns fer fram frá Lágafellskirkju í Mos- fellsbæ í dag, 20. október 2020, klukkan 13. Jarðsett verður á Mosfelli. apríl 1949, d. 22. apríl 2008, maki Þórður Jónsson, f. 26.10. 1942; Re- bekka S. Björns- dóttir, f. 30.6. 1954, maki Tómas Guðmundsson, f. 25.8. 1951; Þór- gunnur H. Björns- dóttir, f. 28.10. 1958, maki Gunn- ar K. Gunnarsson, f. 30.8 1957. Auk þess ólst Böðvar Valdimarsson, f. 19.9. 1945, meira og minna upp með Sveinbirni á Kjalarnesinu. Voru þeir alltaf eins og bræð- ur. Sveinbjörn fæddist í Nes- kaupstað en fluttist sem ung- barn með móður sinni að Jörfa á Kjalarnesi þar sem hún gerðist ráðskona. Sveinbjörn ólst þar upp og flutti síðan að Hofi á Kjalarnesi með móður sinni og fósturföður. Þau brugðu búi sökum veikinda 1966 og fluttust í Dunhaga 18, Reykjavík ásamt fjölskyld- unni. Hann gekk i barnaskól- ann á Klébergi og fór síðan í framhaldsskólann í Reykholti í Ég veit þú heim ert horfinn nú og hafinn þrautir yfir svo mætur og góður, tryggur og trúr svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látinn lifir. (Steinn Sigurðsson) Þegar sólin lækkar á lofti og haustlitirnir skarta sínu feg- ursta kvaddi Svenni frændi þetta líf. Við fráfall hans rifjum við upp hlýjar og góðar minn- ingar frá liðnum árum af Kjal- arnesinu þegar við eldri systk- inin fórum í heimsókn á Jörfa og Hof, en þar bjó hann ásamt móður sinni Aðalbjörgu og Herði stjúpföður sínum. Móðir hans, sem alltaf var kölluð Alla, var hálfsystir móður okkar, en hún varð bráðkvödd langt um aldur fram. Síðar urðu enn meiri tengsl okkar í milli þegar hann réð sig á bát hjá föður okkar í Keflavík og var með honum til sjós í tvö ár á mb. Ólafi KE 49. Hélt hann þá stundum til á æskuheimili okkar. Svenni var alltaf einn af okkur enda aufúsu- gestur, kom í allar stórveislur fjölskyldunnar og nutum við samvista við hann alla jóladaga, þar sem hann var mættur manna fyrstur með konfekt- kassa upp á arminn. Mikill kær- leikur og sterkt samband var á milli hans og móður okkar og ófáir sunnudagarnir sem hann kom til Keflavíkur í heimsókn. Þar beið hans oftar en ekki heitt súkkulaði með rjóma og heima- bakað bakkelsi sem gladdi hann heldur betur enda mikill mat- maður. Oft var tekið í spil og þá fleiri kallaðir til. Hann sagðist sjálfur ekki hafa ánægju af að spila, en vildi vera gjaldgengur við spilaborðið og naut fé- Sveinbjörn Björnsson lagsskaparins. Hann fylgdist vel með ættmennum sínum og hafði gaman af að spjalla um menn og málefni. Svenni var drengur góður, trygglyndur, hógvær og hlýr og vildi öllum vel. Við þökk- um af alhug þá ræktarsemi og vináttu sem hann sýndi okkur fjölskyldunni alla tíð. Blessuð sé minning hans. Sigurlaug, Margrét Lilja, Hannes og Jón Ben. Nú er Sveinbjörn sterki fall- inn frá. Hann var kallaður það á Vörubílstjórastöðinni Þrótti. Þar gerði hann út vörubíl í nær hálfa öld. Minningar streyma fram frá bernskudögum á Jörfa og Hofi á Kjalarnesi. Þar ólst hann upp hjá Aðalbjörgu Jónsdóttur, móð- ur sinni, og Herði Hjálmarssyni, stjúpa sínum. Jafnframt sveit- arbúskap ók Hörður mörg ár mjólkurbíl um Kjalarnes og Kjós. Sveinbjörn varð snemma lið- tækur við að hjálpa móður sinni og stjúpa við búskapinn. Áhugi vaknaði fljótt á bílum og eign- aðist hann bíl strax og hann hafði aldur til. Eitt sinn á þeim ungdómsárum ók hann fram á vörubíl í vegarkanti á Kjalarnesi er staðnæmst hafði vegna vél- arbilunar. Sveinbjörn bauð þeg- ar fram hjálp sína. Fannst reyndar að hann kannaðist eitt- hvað við bílstjórann. Ekki tókst þeim tveimur að koma bílnum í lag þar á staðnum. Bauð Svein- björn þá bílstjóranum heim á Jörfa til að njóta þar góðgjörða og fá frekari hjálp með bílinn. Kom þá í ljós að bílstjórinn var enginn annar en Björn Svein- laugsson, faðir Sveinbjarnar. Og vörubíllinn komst í lag og Björn komst heim til sín um Norður- land til Seyðisfjarðar. Urðu kynni þeirra feðga mun meiri upp frá þessu. Aðra sögu af greiðvikni Sveinbjarnar sagði mér Ása Hjálmarsdóttir er ein lifir af 13 systkinum frá Hofi. Ragnar Konráðsson hét maður hennar og þau bjuggu í Hafn- arfirði. Hafði Ragnar þá nýlega upplifað það að frelsast á trúar- samkomu. Þau áttu þá gamla Skodabifreið af stationgerð, svo- kallaðan blöðru-Skoda. Á ferð þeirra heim til sín ofan af Kjal- arnesi springur á einum hjól- barða bílsins í Kollafjarðarkleif- unum svokölluðu. Ása spyr Ragnar: „Ætlarðu ekki að skipta um dekk, maður?“ Ragn- ar svarar að bragði: „Guð bjarg- ar þessu öllu, Ása mín.“ Sitja þau nú bara í bílnum og bíða, hartnær klukkustund. Svein- björn kemur þá aðvífandi á bíl sínum. Stansar og sér hvernig ástatt er. Skiptir nú engum tog- um. Sveinbjörn hefur snör hand- tök og á augabragði hefur hann skipt um dekk á Skodanum. Þau þakka hjálpina og aka af stað. Ragnar lítur þá brosandi til Ásu og segir: „Sagði ég þér ekki, Ása mín, að Guð myndi bjarga þessu.“ Margar slíkar sögur mætti segja af hjálpsemi Sveinbjarnar á vegum Almættisins. Kynni okkar tveggja voru náin frá unga aldri. Betri dreng hef ég ekki kynnst og fáum jafn góð- um. Hann ræktaði vel frænd- semi sína og vináttu við annað fólk. Margar ferðir fór hann til móðursystra sinna í Keflavík og til hálfsystkina sinna á Akureyri og Seyðisfirði. Þá var kunn- ingjahópur hans stór meðal vörubílstjóra. Margt fólk þekkti hann á Kjalarnesi, í Kjós og Mosfellssveit. Stálminnugur var hann, ekki síst um ættir fólks og uppruna. Mörg urðu símtöl okkar Sveinbjarnar í gegnum tíðina. Og jafnan á sama veg. Ég spurði og hann svaraði. Að leið- arlokum viljum við Hjálmar Óli sonur minn þakka honum allar góðu móttökurnar er við heim- sóttum hann. Blessuð sé minning Svein- bjarnar Björnssonar. Helgi Theódór Hauksson, Haugasundi, Noregi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.