Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 25

Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 ar- og snertiskilaboð sem þeim ber- ast. Þessi tækni gerir blindum kleift að fá strax upplýsingar um það sem myndavélin nemur.“ Haustið 2018 fengu Árni og Rúnar, ásamt sam- starfsmönnum sínum, nýsköp- unarverðlaun Evrópusambandsins, Innovation Radar Price, fyrir hug- myndina og útfærslu búnaðarins. Stór hluti fræðastarfsins er sam- starf við aðra fræðimenn og því fylgja mikil ferðalög. Árni hefur und- anfarin ár sinnt hlutastarfi sem leið- andi rannsóknarprófessor við Nat- ional Research University HSE í Moskvu í Rússlandi. Árni hefur yf- irleitt verið í einn mánuð á ári í Moskvu, sem hluta af samstarfinu, en ekkert varð úr því í ár. „Við höfum jú verið í sambandi í gegnum netið, en mín skoðun er sú að þegar verið er að vinna að nákvæmum og frumlegum hugmyndum á vísindasviðinu, þá kemur ekkert í staðinn fyrir að hitta fólkið. Það er einfaldlega betra að geta setið saman og rætt augliti til auglitis.“ Fjölskylda Eiginkona Árna er Anna María Hauksdóttir, f. 21.8.1970, uppeldis- og menntunarfræðingur og verkefn- isstjóri við Háskóla Íslands. For- eldrar hennar eru Haukur Matthías- son, f. 20.6. 1948, og María Kristín Lund Jörgensen, f. 31.3. 1949. Dætur Árna og Önnu Maríu eru María Kristín, f. 14.10. 1998, háskólanemi og Áshildur Margrét, f. 15.4. 2005, grunnskólanemi. Systur Árna eru Ragnheiður, f. 7.2. 1968, prófessor við Háskóla Ís- lands; Gunnhildur, f. 9.10. 1977, sér- fræðingur hjá VIRK og Nanna, f. 9.8. 1993, kennaranemi, allar búsettar í Reykjavík. Foreldrar Árna eru Kristján Árna- son, f. 26.12. 1946, prófessor við Há- skóla Íslands (seinni kona, Arna Em- ilía Vigfúsdóttir, f. 1.10. 1961) og Guðrún Ágústsdóttir, f. 1.1. 1947 (seinni maður, Svavar Gestsson, f. 26.06. 1944), fv. forseti borgar- stjórnar. Þau búa bæði í Reykjavík. Árni Kristjánsson Helga Geirsdóttir b. og húsfr. Ystafelli, Köldukinn, S.Þing. Jón Sigurðsson bóndi og rithöfundur Ystafelli, Köldukinn, Hólmfríður Jónsdóttir bókavörður á Akureyri Árni Kristjánsson menntaskólakennari á Akureyri Kristján Árnason prófessor við Háskóla Íslands í Rvk. Halldóra Sigurbjarnardóttir bóndi og húsfreyja á Finnstöðum, Köldukinn Kristján Árnason b. á Finnstöðum, Köldukinn, S.Þing. Áslaug Ágústsdóttir formaður KFUK, Reykjavík Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og vígslubiskup, Reykjavík Ágúst Bjarnason skrifstofustjóri í Reykjavík Ragnheiður Eide húsmóðir í Reykjavík Guðrún Jónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Hans Eide kaupmaður í Reykjavík Úr frændgarði Árna Kristjánssonar Guðrún Ágústsdóttir fv. forseti borgarstjórnar Reykjavíkur „EKKI LÁTA HANN TALA ÞIG INN Á AÐ BÍÐA Á BARNUM. ÞAR BYRJAR PENINGAPLOKKIÐ.” „VIÐ ÞURFTUM AÐ FJARLÆGJA HEILANN ÚR ÞÉR Í NOKKRA DAGA, SVO ÞÚ GETUR BARA SLAKAÐ Á.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar orð eru óþörf. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN, HEFURÐU BORÐAÐ PÖDDU?” KYNGDU FYRST KJAMS KJAMS KJAMS HRÓLFUR, NOKKRIR MANNANNA ÞURFA LÆKNISAÐSTOÐ EN ÞAÐ ER ENGINN LÆKNIR! ÉG REDDA ÞESSU! SOFÐU Á MAGANUM! Helgi R. Einarsson skrifar mérog segir að fólk sé ekki alltaf sammála öðrum: „V. Hauksdóttir“: Hefur allt sitt á hreinu, er nákvæm í öllu og einu. Vigdís er vitur og vandlát, en bitur. Því sammála sumu’ ekki’ í neinu. Og svo kemur hér alveg út í hött, bætir hann við. „Frygð“: Gegnum skráargatið hann skreið, því hún skjálfandi’ í rúminu beið eftir honum svo hlý. En það var af því að hann þekkti’ ekki aðra leið. Maðurinn með hattinn lætur að sér kveða og yrkir á Boðnarmiði: Eftir fréttum æ er sóst, á þær flestir hlýða. Mér hefur verið lengi ljóst að lygin ferðast víða. Dapur stundum styn ég þungan, stígi Gróa á Leiti dans. Lipur hefur lygatungan löngum kitlað eyru manns. Sigurlaug Ólöf svaraði: Lygin er oft fljót í för, flestra eyrna nær hún til Einatt á hún ótal svör, sem allir trúa, hér um bil. Ingólfur Ómar Ármannsson bætti við: Lygi beitir, lastar mest lævís eiturnaðra. Gróu á Leiti líkar best að ljúga og hreyta í aðra. Hallmundur Kristinsson kveður: Man ég það vel úr minni sveit: Misvel var tuggan þegin, og alltaf var talin betri beit á bakkanum hinum megin. Kristján H. Theodórsson tekur undir: Handan lækjar löngum þótti, ljúffengara grasið vera. Búfénaður brátt í sótti beit sem dygði stóði mera. Hjálmar Freysteinsson yrkir og kallar „Læknisráð“: Andleysi, athyglisbrest, uppþembu, hjartslátt og pest ættlæga galla, ilsig og skalla limrurnar lækna best. „Limrueðli“ eftir Ingvar Gíslason: Limrunnar æði er ljótt, og læst skal hún inni um nótt, því annars af hlýst það sem verður hún víst, vínóður klámhundur skjótt. Sigurbjörn á Fótaskinni orti: Lítils met ég mælskuglaum, meira þarf að skoða hvort mun betur standast straum steinn eða hreykin froða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sammála sumu ekki í neinu Scangrip vinnuljósin eiga heima í Fossberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.