Morgunblaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 27
Morgunblaðið/Eggert Formaður Guðni Bergsson. Framtíð Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020 skýrist í dag. Þetta staðfesti Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Stjórn KSÍ fundaði um framtíð mótsins síðdegis í gær en hlé var gert á allri keppni í fótboltanum 7. október síðastliðinn vegna kórónuveiru- faraldursins. Í dag taka nýjar reglur gildi þar sem félögum verður heimilt að æfa á höf- uðborgarsvæðinu en þó undir miklum takmörkunum. Þá verður áfram keppnisbann á höfuðborgarsvæðinu en félög úti á landi mega hins vegar áfram æfa og keppa. „Við áttum góðan fund í dag og við munum svo funda aftur í hádeginu á morgun [í dag] þar sem endanleg ákvörðun verður tekin,“ sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið. „Stemningin á fundinum var bara ágæt eins og alla jafna. Það þurfti að fara vel yfir málin enda stjórnvöld nýbúin að gefa út nýjustu reglugerðina varðandi sóttvarnareglur og annað. Það er að mörgu að huga í þessu, meðal annars stöðu liðanna í deildun- um, þeirra sjónarmiðum og þeirra rök- um, sem eru auðvitað fjölmörg.“ Guðni ítrekar að KSÍ muni senda frá sér tilkynningu síðar í dag. „Þetta er margþætt ákvörðun og mikilvæg þannig að við þurfum að gefa okkur smá tíma í þetta. Við munum svo bara kynna okkar niðurstöður í málinu þegar allt liggur fyrir síðdegis á morgun [í dag].“ bjarnih@mbl.is Margþætt ákvörðun og að mörgu að huga ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 Þegar við tökum tæknina í okkar þjónustu er tilgangurinn vanalega sá að gera okkur lífið einfaldara og betra. Oft verður það líka niðurstaðan. Þegar stærstu deildir og sambönd heimsfótboltans tóku upp myndbandsdómgæslu (VAR), átti hún að leysa öll vandamál og deilur um einstök atriði í leikjum. Fallega hugsað. En hefur það gengið eftir? Það er auðvelt að setja sig í spor stuðningsmanna Liverpool sem klóra sér í hausnum yfir rang- stöðunni sem dæmd var í lokin gegn Everton á laugardaginn og varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli en ekki með sigri þeirra rauðklæddu. Ég ætla ekki að krefjast þess að hætt verði með mynd- bandadómgæslu þótt tilkoma hennar hafi ekki kætt mig sér- staklega. En það þarf að nota hana rétt og Englendingar eru á algjörum villigötum. Nú situr hópur fólks í höfuðstöðvum í London og rýnir í atvik sem eiga sér stað á velli einhvers staðar í landinu og eyðir allt að þremur mínútum í að finna út hvort mögulega hafi verið um brot eða rangstöðu að ræða. Og það er ekki einu sinni sjálfgefið að það komist að réttri niðurstöðu. Þrátt fyrir tæknina. Það á að setja skeiðklukku á þetta fólk. Ef ekki er hægt að taka ákvörðun á 15 sekúndum um það sem dómarinn sá ekki á sekúndubroti á að láta leikinn halda áfram. Hvort olnbogi, handarkriki eða ofvaxið hælbein séu í rang- stöðu á ekki að vera það sem allt snýst um. Ef rangstaðan sést um leið, þá á að dæma hana, annars láta leikinn halda áfram. Ef vafi er til staðar, á sóknarmaðurinn að njóta hans. Einfalt mál. Svo er auðvitað galið að sleppa því að refsa fyrir ljót brot eins og þegar Jordan Pickford markvörður Everton slasaði Virg- il van Dijk á laugardaginn. Bara vegna þess að sá síðarnefndi var rangstæður. Samkvæmt VAR. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is UNGVERJAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ungverska liðið sem mætir því ís- lenska í úrslitaleiknum um sæti á EM karla í fótbolta í Búdapest 12. nóvember er með góða liðsheild, frekar en áberandi einstaklinga. Þetta segir Matyas Szeli, knatt- spyrnublaðamaður hjá ungverska fjölmiðlinum Nemzeti Sport, en hann hefur fylgst með ungverska landsliðinu og fjallað um það um langt árabil. Ungverjar hafa náð góðum úrslit- um í Þjóðadeildinni í haust og sigrað bæði Tyrki og Serba á útivöllum, ásamt því að gera jafntefli við Rússa í Moskvu í síðustu viku. Sá árangur er mun betri en í undankeppni EM á síðasta ári þegar liðið tapaði fjórum af átta leikjum sínum. „Ég er ekki viss um að þetta sé okkar sterkasta lið í seinni tíð ef horft er á það frá leikmanni til leik- manns. En liðsheildin er tvímæla- laust orðin sterkari núna en oft áður þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið á leikmannahópnum undan- farin ár,“ sagði Szeli við Morgun- blaðið í gær. Miklar breytingar eftir EM Ísland og Ungverjaland skildu jöfn, 1:1, í Marseille á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 þar sem Ungverjar jöfnuðu með sjálfsmarki rétt fyrir leikslok. Szeli segir að mik- ið hafi breyst frá þeim tíma. „Það urðu miklar breytingar á lið- inu eftir Evrópukeppnina 2016. Okk- ar leikjahæsti maður, markvörð- urinn Gábor Kiraly, hætti, rétt eins og Roland Juhász, lykilmaður í varn- arleik liðsins, og Zoltán Gera, okkar mest skapandi leikmaður. Við höfum í staðinn fengið nokkra unga og efnilega leikmenn sem hafa komið inn í mikilvæg hlutverk í lið- inu, og þá hafa aðrir öðlast meiri reynslu og eru komnir í stærri hlut- verk en áður. Þá er Nemanja Nikolic kominn aftur í liðið, hann lagði upp markið gegn Íslandi 2016, en hætti síðan með landsliðinu. Hann sneri aftur fyrir stuttu og hefur verið drjúgur í sóknarleiknum. Svo hefur Willi Orbán, leikmaður RB Leipzig, fengið ungverskan ríkisborgararétt og hann hefur styrkt varnarleik liðs- ins,“ sagði Szeli. Spilar alltaf 3-5-2 Ítalinn Marco Rossi tók við ung- verska liðinu sumarið 2018. „Rossi hefur gert talsverðar breytingar. Hann tók inn menn eins og Loic Nego og Dominik Szoboszlai en setti út Balázs Dzsudzsák fyrir- liða sem lék ekki í marga mánuði og fór svo að spila með B-deildarliði í Ungverjalandi. Þá breytti hann um leikaðferð og fór að spila 3-5-2. Rossi hafði aðeins notað þá uppstillingu tvisvar þar til liðið vann leikinn í Tyrklandi. Eftir það spilar hann alltaf þannig og það hefur gengið vel upp.“ Magnað að fá heimaleiki á EM Sigurliðið í leiknum í Búdapest fer í riðil með Frökkum, Þjóðverjum og Portúgölum á EM næsta sumar og tveir leikjanna fara einmitt fram á Puskás Aréna, heimavelli Ungverj- anna. Szeli sagði að ungverskir knattspyrnuáhugamenn væru að vonum afar spenntir fyrir þessum möguleika. „Já, það eru miklar væntingar í garð liðsins um að komast á EM. Við vitum að Íslendingar eru með betra lið en Búlgaría og leikurinn árið 2016 var geysilega erfiður, en Ísland er ekki óyfirstíganleg hindrun, eins og ef við værum t .d. að mæta Frökkum. Íslenska liðið virðist held- ur ekki vera alveg eins sterkt og það var 2016 þannig að það má vel orða þetta þannig að við Ungverjar séum bjartsýnir en samt varkárir. Auðvitað er það gríðarleg hvatn- ing að eiga fyrir höndum leiki á heimavelli í Búdapest ef liðið kemst á EM og vera í riðli með Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal. Hér hafa aldrei verið leikir af þessari stærð- argráðu. Vissulega var leikurinn um meistarabikar Evrópu leikinn á Pus- kás Aréna í september en þar voru aðeins áhorfendur í um 30 prósent- um sætanna. Það væri því magnað að spila á heimavelli á EM næsta sumar, og sérstaklega á fullum velli af áhorf- endum. Það myndi líka þýða að við hefðum komist áfram, og værum líka að mestu eða alveg lausir við veiruástandið, þannig að lífið væri aftur orðið nokkurn veginn eðlilegt.“ Einn sá besti í Evrópu Eins og fram kom er markvörð- urinn reyndi og litríki Gábor Király horfinn úr liði Ungverja en eftir- maður hans er líklega enn betri, að sögn Szeli sem nefnir þrjá leikmenn sem þá bestu um þessar mundir. „Já, Péter Gulácsi er einn af bestu markvörðum í Þýskalandi og jafnvel í Evrópu. Zsolt Kalmár er mjög góð- ur hjá Dunajská Streda í Tékklandi og svo er það að sjálfsögðu Dominik Szoboszlai. Hann er bara rétt að verða tvítugur (næsta sunnudag) og hann er samt einn af lykilmönnum Salzburg og ungverska landsliðsins. Hann skoraði frábært mark gegn Tyrkjum og það kom dálítið á óvart að hann skyldi ekki fara til stærra félags í sumar, en með þessu áfram- haldi gerir hann það núna í vetur,“ sagði Matyas Szeli. Erum bjartsýnir en varkárir  Matyas Szeli segir Ungverja afar spennta fyrir heimaleiknum gegn Íslandi 12. nóvember  Heimaleikir á EM 2021 eru í húfi  Liðsheildin er styrkur AFP Ungverjar Varnarmað- urinn Áttila Szalai og Zsolt Kalmár sækja að rúss- neskum leikmanni í Moskvu í síðustu viku. Kalmár þekkir til Íslands en hann lék með Dunajská Streda gegn FH í Evrópudeildinni í Kaplakrika í ágúst. Andrew Johnston hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Þórs frá Akureyri í körfuknattleik. Johnston tók við liði Þórsara í ágústbyrjun á þessu ári og náði að- eins að stýra liðinu í einum leik, gegn Keflavík 6. október síðastlið- inn, áður en hann lét af störfum. „Uppsögn Andrews er fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis en körfu- knattleiksdeild Þórs treysti sér ekki í ljósi þeirrar stöðu sem nú er vegna Covid-19 til að standa við gerða samninga við hann,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Þórsara. Lætur af störfum eftir einn leik Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Hættur Fyrsti og eini leikur And- rews reyndist tap gegn Keflavík. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur ákveðið að fresta öllu mótahaldi til og með 3. nóvember næstkomandi. Þetta kom fram í til- kynningu sem sambandið sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að KKÍ sér fram á að leikið verði í úrvalsdeildum karla og kvenna, Dominos- deildunum, milli jóla og nýárs. Þá er ljóst að vegna landsliðsverkefna erlendis í nóvember munu íslenskir leikmenn þurfa að fara í sóttkví hér á landi og við það mun mótahald raskast enn frekar. Mótahaldi frestað fram í nóvember Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Akureyri Síðast var leikið í efstu deild karla hinn 6. október. Akureyrarliðið KA/Þór tekur í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni kvenna í hand- knattleik í vetur og í dag kemur í ljós hverjir and- stæðingar liðsins verða í 32 liða úr- slitum. KA/Þór sat hjá í fyrstu umferð keppninnar sem lauk um síðustu helgi. Nú hefur liðunum í 32 liða úrslitum verið skipt upp í tvö svæði og fjóra hópa. KA/Þór er í hópi tvö á svæði eitt og getur mætt einhverjum eftirtalinna átta liða: Elche (Spáni), Colegio de Gaia (Portúgal), Slavia Prag (Tékklandi), Lokomotiva Zagreb (Króatíu) Jomi Salerno (Ítalíu), Unirek (Hol- landi) Zug (Sviss)o, Wiener Neus- tadt (Austurríki). Fyrri leikirnir fara fram helgina 14.-15. nóvember og þeir seinni viku síðar. Mögulegir mótherjar KA/Þórs Rut Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.