Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 32

Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hljóðrituð handleiðsla í sjö flokkum í kristnu bænahaldi er nú aðgengileg á vefsíðunni amen.is og er síðan og efni hennar afrakstur vinnu sr. Grétars Halldórs Gunnarssonar, prests í Grafarvogskirkju. Grétar Halldór segir að upphafið megi rekja til beiðni frá ástvini í upp- hafi kórónuveirufaraldursins í byrjun árs. Hann hafi upplifað streitu vegna óvissuástandsins og beðið um leið- beiningu í bæn. „Ég veitti þá leiðbein- ingu og hugsaði á sama tíma hvað það væri fullkomið ef til væri efni á netinu sem gæti veitt fólki leiðbeiningu og stuðning í bæninni, svipað og finna má í heimi hugleiðsluforrita.“ Þegar hann fyrir tilviljun hafi frétt af svip- aðri hugmynd á Biskupsstofu hafi hann boðist til þess að leiða þetta til- raunaverkefni. Hann hafi sótt um og fengið styrk frá kirkjuráði, útbúið efnið og nú sé það tilbúið í þriðju bylgju faraldursins. „Vonandi gagnast það fólki sem upplifir ástandið flókið og erfitt og vill leita í bænina, rétt eins og fólk hefur gert í árþúsundir,“ segir Grétar Hall- dór. Hann bendir á að landsmenn geti enn notað guðsorðabækur, en fólk sé ekki alltaf með guðsorðabók á sér og þá sé ágætt að hafa efnið aðgengilegt í símanum eða tölvunni. Þeir sem vilji daglega áminningu um að biðja geti jafnframt fylgt amen.is á Facebook. Fjölbreytni Flokkarnir á amen.is eru kvöld- bænir barna, tíðasöngur að kvöldi, bænastundir, biblíuleg íhugun, kristi- leg íhugun, tíðasöngur að morgni og bænagjörð. „Fólk er mismunandi og kristin trúarhefð er fjölbreytt, miklu fjölbreyttari en þessir flokkar gefa til kynna, en þetta eru ákveðnir megin- flokkar,“ útskýrir Grétar Halldór. Einhver nái hugsanlega best sam- bandi við leidda kristilega íhugun. Annar tengist kannski best við tíða- söng og sá þriðji við einfalda bæna- stund. „Sumir eru óöruggir við að biðja með börnunum sínum og vilja nota kvöldbænir með börnum til að styðja við sig í stuttri kvöldbæn fyrir svefninn. Við erum mismunandi, þurfum mismunandi hluti og kristin trú er fjölbreytt. Flokkarnir sjö eru til þess að lýsa fjölbreytninni og mæta henni.“ Frumkvæðinu hefur verið vel tekið og Grétar Halldór segir að verkinu sé ekki lokið. Hlustað verði á allar til- lögur um hvað betur megi fara og hugsanlega verði bætt við flokkum og þannig byggt ofan á verkefnið. „Þetta er fyrsta skrefið og ég hef ýmsar hug- myndir um framhaldið,“ segir Grétar Halldór. „Við vissum að þetta væri þarft mál og það kemur berlega í ljós í samkomutakmörkunum. Á slíkum tímum er gott að gera tilraunir með andlega rækt. Sömu lögmál gilda um hana og líkamsræktina,“ leggur hann áherslu á. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Amen.is Sr. Grétar Halldór Gunnarsson aðstoðar fólk í bæninni og segir gott að sinna andlegri rækt. Handleiðsla í bæn og íhugun á netinu  Vefsíðan amen.is stuðningur fyrir kristið fólk í bæninni ... stærsti uppskriftarvefur landsins! ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 294. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Anton Sveinn McKee fór í gær til Ungverjalands til að keppa á sundmótum í atvinnumannadeild sem stofnuð var í fyrra. Kanadískt lið frá Toronto fékk Anton til liðs við sig en í deildinni er keppt í liðakeppni þar sem sundfólkið safnar stigum með árangri sínum í sinni grein. Anton ferðaðist frá Bandaríkjunum þar sem hann æfir til að keppa en kærkomið er fyrir hann að reyna sig gegn öflugum sundmönnum á þessum tíma. Anton keppti síðast á sterku móti í desember í fyrra en hann er með keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2021. »26 Anton Sveinn keppir fyrir Toronto í nýlegri atvinnumannadeild í sundi ÍÞRÓTTIR MENNING Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Hildur Guðna- dóttir tónskáld tóku á sunnu- dagskvöldið við hinum virtu þýsku Opus Klassik-tónlistar- verðlaunum í Konzerthaus í Berlín en afhendingin var í út- sendingu þýska ríkissjón- varpsins. Hildur fékk verðlaun fyrir nýstárlegustu tónleikana á árinu. Hún var ekki á staðn- um en rætt við hana í vefsp- jalli og fékk hún síðan að kynna Víking, þar sem hún rifjaði upp að hann hefði þegar heillað áheyrendur með leik sínum þegar þau voru tíu ára gömul í tónlistarnámi í Reykjavík. Víkingur flutti síðan verk af verðlaunaplötu sinni, Debussy Rameau, en hann hlaut annað árið í röð Opus-verðlaun fyrir bestu píanóplötu ársins. Meðal annarra verðlaunahafa sem komu fram voru fiðluleik- arinn Ann-Sophie Mutter og söngstjörnurnar Diana Damrau og Jonas Kaufmann. Víkingur Heiðar og Hildur tóku við Opus-verðlaununum í Berlín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.