Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. O K T Ó B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 250. tölublað 108. árgangur
GIRNILEG HELGI Í NETTÓ!
Wellington
Ungnautalund
5.939KR/KG
ÁÐUR: 8.999 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 22.—25. október
-34% -20%LambahryggurHeill
2.335KR/KG
ÁÐUR: 2.919 KR/KG
GRASKERIN ERU
KOMIN Í NETTÓ!
LJÓSMÆÐUR
FÓRU ÚT HVERNIG
SEM VIÐRAÐI
ÍSLAND ER
LANDIÐ
OKKAR NÚNA
GÆTI EKKI VERIÐ
ÁNÆGÐARI MEÐ
VERÐLAUNIN
FRUMKVÖÐLAR 26 BARNABÓK RUTAR 72HETJUSÖGUR 12
Sighvatur Bjarnason
sighvatur@mbl.is
Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í
Rotterdam í Hollandi hafa gert með
sér viljayfirlýsingu um svokallaða
forskoðun á útflutningi græns vetnis
frá Íslandi til Rotterdam. Sam-
kvæmt yfirlýsingunni samþykkja að-
ilar að deila þekkingu og reynslu,
með það í huga að finna flöt á sam-
vinnu og leita tækifæra í vetnismál-
um.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir í samtali við
Morgunblaðið að markaðurinn fyrir
grænt vetni á meginlandi Evrópu
verði án efa gríðarstór þegar fram
líða stundir, „og þessi viljayfirlýsing
mun gera okkur kleift að fylgjast
með þeirri þróun og taka þátt í henni
frá upphafi“.
Rotterdamhöfn er stærsta höfn
Evrópu og ein mikilvægasta orku-
höfn í heimi og hafa hafnaryfirvöld
sett fram metnaðarfull áform í vetn-
ismálum. Í þeim felst m.a. að hún
verði aðalinnflutningshöfn fyrir
vetni til orkukaupenda í Evrópu.
Hollensk yfirvöld hafa beðið hafnar-
yfirvöld í Rotterdam að kortleggja
hvar hægt væri að finna grænt vetni
og því hafi böndin borist að Íslandi.
Allan Castelein, forstjóri hafnar-
innar, gerir ráð fyrir miklum flutn-
ingi vetnis um höfnina til markaða í
álfunni. „Við erum þess vegna að
skoða möguleika á innflutningi vetn-
is frá löndum á borð við Ísland, sem
hafa getu til að framleiða mikið
magn græns vetnis á samkeppnis-
hæfu verði.“
Kanna útflutning vetnis
Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingu við hafnaryfirvöld í Rotterdam
MOpna á gríðarstóran ... »36
Vindhraði nam um 24 metrum á sekúndu af suð-
austri þegar Herjólfur lagði af stað frá Vest-
mannaeyjum í seinni ferð gærdagsins til Þor-
lákshafnar. Herjólfur III sér um siglingar á milli
lands og Eyja á meðan Herjólfur IV gengst undir
ábyrgðarskoðun í Hafnarfirði.
Búast má við austanátt, tíu til átján metrum á
sekúndu í dag, og víða rigningu með köflum.
Lægja mun á sunnanverðu landinu í kvöld.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Herjólfur siglir til lands frá Vestmannaeyjum
Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES)
kynnir í lok næsta mánaðar ráðgjöf
um upphafsaflamark loðnuvertíðar-
innar 2022. Reiknað er með að miðað
verði við 400 þúsund tonn í ráðgjöf
ICES, en samkvæmt reiknireglu er
þak sett við það hámark. Ráðgjöfin
verður síðan endurskoðuð næsta
haust og aftur í ársbyrjun 2022 og
gæti hækkað eða lækkað.
Í ráðgjöf ICES verður byggt á
mælingum á ungloðnu í leiðangri
Hafrannsóknastofnunar í sept-
ember. Í leiðangrinum mældust um
146 milljarðar einstaklinga, vísitala
146, og var það hæsta vísitala ung-
loðnu í 25 ár. Fyrir 20-30 árum þeg-
ar vísitala ungloðnu var í kringum
100 veiddust iðulega um og yfir
milljón tonn næsta fiskveiðiár á eft-
ir. Talsverðar umhverfisbreytingar
hafa orðið á þessum tíma. »32
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Á loðnuveiðum 2016 Óvissa er um
veiðar í vetur en bjartara útlit 2022.
Reiknað með
400 þúsund
tonnum
Ráðgjöf um loðnu-
veiðar 2022 eftir mánuð
Landsmenn fengu greidda tæpa 15
milljarða úr séreignarsjóðum á
tímabilinu frá apríl til og með sept-
ember. Eins var búið að afgreiða
854 umsóknir rekstraraðila um
greiðslu úr ríkissjóði vegna hluta-
bóta uppsagnarfrests. Af þeim hafa
317 fyrirtæki fengið greidda sam-
tals tíu milljarða. Í fyrri hluta októ-
ber var svo búið að greiða 1.052
fyrirtækjum tæpar 888 milljónir
vegna lokunarstyrkja sem minni
fyrirtæki gátu sótt um úr ríkissjóði.
Þetta kemur fram í nýútgefnu yfir-
liti Skattsins yfir þær aðgerðir sem
embættið hefur umsjón með. »2
Úttektir nema tæp-
um 15 milljörðum