Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 2

Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DimmalimmReykjavik ÚLPUDAGAR 20% afsláttur af öllum ÚLPUM 23.-28. október Höfum opnað netverslun dimmalimmreykjavik.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 15 milljarðar af séreigninni  317 fyrirtæki fengið tíu milljarða vegna greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Frá því að stjórnvöld veittu tímabundið heimild til að taka út séreignarsparnað sl. vor vegna afleið- inga veirufaraldursins hafa landsmenn fengið greidda út úr séreignarsjóðum tæplega 15 millj- arða króna á tímabilinu apríl til og með sept- ember. Þetta kemur fram á nýju yfirliti Skattsins yfir aðgerðir sem embættið hefur umsjón með. Þar kemur einnig fram að 6. október sl. var bú- ið að afgreiða 854 umsóknir frá rekstraraðilum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti starfsfólks. Samtals var þá búið að greiða út rúma tíu millj- arða í stuðning vegna þessa til 317 fyrirtækja. Er Icelandair efst á listanum, hefur fengið tæpa þrjá milljarða í stuðning vegna 1.889 launamanna og Bláa lónið er í næstefsta sæti og hefur fengið tæp- lega 571 milljón vegna 545 launamanna. Á annað þúsund hafa fengið lokunarstyrki Minni fyrirtækjum og öðrum rekstraraðilum hefur verið gert kleift að sækja um lokunarstyrki til að mæta erfiðleikunum. Í fyrri hluta október var búið að greiða tæplega 888 milljónir króna í lokunarstyrki til 1.052 rekstraraðila skv. yfirlit- inu. Einnig var heimilað að sækja um viðbótarlok- unarstyrki frá og með 11. september til 1. október og er staðan sú að 54 umsóknir bárust og er búið að afgreiða 48. Samtals hafa verið greiddar út rúmlega 46 milljónir kr. í viðbótarlokunarstyrki. Heimildir til að fá endurgreiddan virðisauka- skatt voru útvíkkaðar til að létta róðurinn. Frá áramótum til 8. október hafa alls 27.713 sótt um endurgreiðslur samanborið við 8.308 umsóknir á sama tíma í fyrra. Búið er að afgreiða rúmlega 2,7 milljarða endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta og rúmlega 2,9 milljarða vegna nýbygginga frá áramótum. Frá því í vor og til 8. október sl. nema endurgreiðslur virðisauka- skatts vegna bílaviðgerða rúmlega 130 milljónum króna. Launagreiðendum sem eiga við verulega rekstrarörðugleika að stríða var heimilað að sækja um frestun þriggja greiðslna af stað- greiðslu og tryggingagjaldi. 5. október höfðu 1.748 sótt um frest á greiðslum fyrir rúma 8,4 milljarða vegna staðgreiðslu launamanna og 2,5 milljarða vegna tryggingagjalds. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í bæj- arráði Hafnarfjarðar samþykktu á fundi í gærmorgun að taka tilboði fé- lags 14 lífeyrissjóða auk einkafjár- festis í hlut bæjarins í HS veitum. Áður hafði meirihlutinn fellt sameig- inlegar tillögur minnihlutaflokkanna um að sölunni yrði vísað í íbúakosn- ingu og að sölunni yrði frestað. Sölu- verð 15,42% hluta Hafnarfjarðar er 3,5 milljarðar kr. Ákvörðun bæjarráðs verður lögð fyrir fund bæjarstjórnar í næstu viku til staðfestingar. „Það er að fást mjög gott verð fyr- ir þennan hlut. Enn fremur má benda á að lífeyrissjóðirnir eignast þennan hlut og hann verður því áfram í eigu almennings. Ekki er verið að einkavæða fyrirtækið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjar- stjóri. 14 lífeyrissjóðir eiga 90,8% í HSV eignarhaldsfélagi sem kaupir bréfin. Segir Rósa að þessi sala létti verulega undir með bænum og dragi úr lánsfjárþörf sem við blasi í þeim erfiðu aðstæðum sem sveitarfélagið sé í. Málið keyrt í gegn Fulltrúar allra minnihlutaflokk- anna í bæjarstjórn, Samfylkingar, Miðflokks, Bæjarlistans og Viðreisn- ar, stóðu saman gegn sölunni og lögðu til að henni yrði vísað í íbúa- kosningu. Meirihlutinn hafnaði því og einnig að fresta sölunni. „Það er ekki spurning hvort heldur hvenær ríkið kemur með aðstoð til sveitarfé- laganna og hefði verið skynsamlegt að bíða eftir því. En meirihlutinn taldi málið ekki þola neina bið og að keyra þyrfti í gegn sölu á þessari al- menningseign,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar. Vekur hann athygli á því að meirihluti bæjarstjórnar hafi minnihluta atkvæða á bak við sig. Samtökin Íbúalýðræði hvetja til íbúakosningar. Rósa bendir á að samtökin hafi ekki náð tilskildum fjölda íbúa á bak við þessa kröfu í sumar. Tillögu minnihlutans um íbúakosningu hafnað  Samþykkt að selja hlutabréf Hafnarfjarðar í HS veitum Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra segir að ríkislög- reglustjóri muni funda með lög- regluráði til þess að ræða mál sem snúa að klæðnaði lögreglumanna og kynþátta- fordómum. Lögreglukona hefur ver- ið harðlega gagnrýnd undanfarið fyrir að hafa borið barmmerki sem tengd hafa verið við nýnasisma og kynþáttafordóma. Hún segir jafnframt að flestir geti verið sammála um að lögreglan leggi sig almennt fram við að koma fram við aðra af vinsemd og virðingu. Fræðsla lögreglumanna sé til skoð- unar og úrbætur á því sviði taki með- al annars til umræðu um kynþátta- fordóma og samfélagslegs skilnings. „Það er alveg skýrt, haturstákn og -sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né fram- vegis. Ef við þurfum að auka mennt- un eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það,“ skrif- aði Áslaug á Twitter í gær. Hún segir enn fremur það vera lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki merki um haturs- orðræðu frá sér. Funda um fordóma hjá lögreglu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  Haturstákn ekki liðin hjá lögreglu Maður á sextugsaldri lést í fyrrinótt í malarnámu við Lambafell þegar jarðýta sem hann ók féll fram af fjallsbrún. Í tilkynningu lögreglu segir að maðurinn hafi verið að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni þegar jarðýtan féll fram af með þessum af- leiðingum. Talið er að slysið hafi átt sér stað laust fyrir miðnætti í gærkvöldi en tilkynning um slysið barst lögreglu á sjöunda tímanum í gærmorgun. Þegar viðbragðsaðilar mættu á vett- vang var maðurinn látinn. Lögreglan á Suðurlandi rann- sakar nú málið og biður vegfarendur sem fóru um Þrengslaveg í gær- kvöldi að hafa samband við lögreglu ef þeir telja sig hafa upplýsingar um tildrög slyssins. Lést við vinnu í malarnámu Stöplarnir í vatnslistaverkinu Fyssu í Grasa- garðinum í Laugardal stóðu af sér jarðskjálftann stóra á Reykjanesi í vikunni, enda þykkir og standa á traustum grunni í garðinum. Listakon- an Rúrí hannaði verkið, sem vígt var árið 1995, en því er ætlað að tákna flekana tvo sem Ísland liggur á, Norður-Ameríkuflekann og Evrasíu- flekann. Skjálftinn í vikunni sýndi vel áhrif þess þegar flekarnir rekast á og fara hvor í sína átt- ina. Haustlegt er um að litast í Grasagarðinum þessa dagana, laufin falla af trjánum og gróð- urinn undirbýr sig fyrir vetrarmánuðina fram undan. Fyrsti vetrardagur er á morgun og því síðasti séns að fagna haustinu í dag. Fyssa stóð af sér árekstur flekaskilanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Haustlegt um að litast í Laugardalnum nú þegar vetur fer senn að ganga í garð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.