Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: Mán-fös: 11-18
Lau: 11-15
www.spennandi-fashion.is
& VELLÍÐAN
HEIMSENDING!
FRÍ
Ef verslað er fyrir
kr.15.000 eða meira.
FALLEG HÖNNUN
FYRIR
HEIMAVINNUNA
Umræða um stjórnarskrármál síð-
ustu daga hefur verið á nokkrum
villigötum varðandi nýlega umsögn
Feneyjanefndarinnar, en í svari
hennar við fyrirspurn kemur fram að
nefndin taki enga afstöðu til þess
hvort breytingar hafi orðið á fyrir-
liggjandi tillögum frá tillögum
stjórnlagaráðs.
Í umræðu hefur sérstaklega verið
tínt til að samkvæmt mati nefndar-
innar þurfi stjórnvöld að skýra sér-
staklega hvers vegna vikið hafi verið
frá tillögum stjórnlagaráðs.
Það gerði meðal annars Helgi
Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pí-
rata, á Alþingi á mánudag og sagði
nefndina álíta að „íslenska þjóðin
eigi að fá augljósar, skýrar og sann-
færandi útskýringar á leið ríkis-
stjórnarinnar og enn fremur að
ástæður þess að vikið sé í veigamikl-
um atriðum frá tillögum sem áður
voru samþykktar í ráðgefandi þjóð-
aratkvæðagreiðslu 2012 ætti að út-
skýra fyrir almenningi“.
Það er hins vegar ekki réttur
skilningur, samkvæmt svari Fen-
eyjanefndarinnar, sem hún veitti
Hirti J. Guðmundssyni alþjóða-
stjórnmálafræðingi. Hann taldi eitt-
hvað bogið við þýðinguna, eins og
Helgi Hrafn hafði hana eftir á Al-
þingi. Sendi hann því fyrirspurn um
þetta til nefndarinnar, sem svaraði í
gær. Svarið er svohljóðandi í þýð-
ingu blaðsins:
„Feneyjanefndin tekur enga af-
stöðu til þess hvort einhver frávik
eru í yfirstandandi umbótaferli frá
drögunum frá 2012. En séu þau ein-
hver ætti að útskýra það fyrir al-
menningi. Í nýlegu áliti nefndarinn-
ar er engin skipuleg samanburðar-
greining á drögunum tvennum.“
Feneyjanefndin
skýrir mál sitt
Tekur ekki afstöðu til breytinga
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Helgi Hrafn spurði for-
sætisráðherra um málið á dögunum.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sterka olíu- og brennisteinslykt
leggur nú frá Grænavatni við Krýsu-
vík og virkni í svonefndum Engja-
hver þarna skammt frá hefur aukist
verulega eftir jarðskjálfta sl. þriðju-
dag. Styrkur skjálftans mældist 5,6
og voru upptök hans í Núpshlíð-
arhálsi, 5 – 6 km norðvestan við fyrr-
greinda staði.
„Síðustu daga
hefur lagt afar
sterka lykt frá
Grænavatni, satt
að segja er eins
og risastórt olíu-
skip hafi strandað
þarna,“ segir
Óskar Sæv-
arsson, land-
vörður í
Reykjanesfólkvangi, sem sýndi
Morgunblaðinu aðstæður í gær.
Grænavatn er sprengigígur rétt
sunnan við Kleifarvatn og er grænt
vegna brennisteinstegunda. Engja-
hver er hins vegar oftast blátær
vegna vatnsinnstreymis.
Fyllur í flæðamáli
Í eftirköstum jarðskjálftans nú
sætir tíðindum að um 50 metra löng
og um að jafnaði 60 cm breið
sprunga, sannkölluð ógnargjá, hefur
myndast vestarlega í Krýsuvík-
urbergi. Þetta er á þeim slóðum sem
ferðamenn leggja leið sína helst um.
Segir Óskar að nú sé bókstaflega
hættulegt að vera þarna. Nokkrar
aðrar sprungur sem fyrir voru á
þessum slóðum gliðnuðu. Auk þess
má sjá hvar fyllur hafa fallið fram í
jarðskjálftanum svo eftir þær eru
bingir í grýttu flæðarmálinu 30-40
metrum neðar.
Jarðskjálftinn sl. þriðjudag mæld-
ist 5,6 og átti upptök sín um 5-10 kíló-
metra frá Krýsuvíkurbergi. Áhrifa
hans gætti víða, þó mest á Reykja-
nesskaganum. Víða hrundi grjót úr
fjallshlíðum, lausir munir féllu úr
hillum í húsum og fleira slíkt þó
skemmdir væru aldrei miklar. Mikill
fjöldi skaðlausra eftirskjálfta fylgdi.
Strax eftir skjálftann á þriðjudag-
inn var settur upp leiðari á Krýsuvík-
urbergi, teinar sem band er strengt á
milli. Það gerðu starfsmenn Hafn-
arfjarðarbæjar, en Krýsuvíkurberg
er innan landamæra þess sveitarfé-
lags. Á vegum Reykjanesfólkvangs
verður svo haldið áfram með aðgerð-
ir í varnarskyni. Fyrir eru á svæðinu
skilti og skýrar merkingar sem vara
við hættum.
Stór atburðarás
Umbrotin við Krýsuvík nú segir
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur
vera hluta af stórri atburðarás, sem
séu hreyfingar á flekaskilum Am-
eríku og Asíu sem ganga eftir
Reykjanesskaganum endilöngum. Á
árunum 2009-2010 hafi land risið
nærri Krýsuvík og hið sama hafi
gerst við Grindavík fyrr á þessu ári, í
alls þremur lotum. Atburðirnir við
Krýsuvík séu hluti af þeirri atburða-
rás. „Hvernig mál þarna þróast
áfram kemur okkur vísindamönnum
sífellt á óvart og því er litlu hægt að
spá um framhaldið,“ segir Páll.
Ógnargjá og sterk olíulykt
Klofnar í Krýsuvíkurbergi og óvenjuleg lykt úr Grænavatni Fyllur í sjó
fram og sprungur víkka Hættulegur staður Hreyfingar á flekaskilunum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sprungan Horft til austurs eftir bjarginu sem víða er laust í sér. Fremst er nýja sprungan sem er um 50 metra löng.
Grænavatn Sterka lykt hefur lagt frá vatninu eftir jarðskjálftann. Litur
vatnsins ræðst af innstreymi brennisteins sem mikið er af á þessum stað.
Landvörður Óskar Sævarsson í roki
og rigningu á berginu í gær.
Páll Einarsson
„Þetta var ekki stórkostlegur at-
burður með tilliti til skemmda, að
því er okkur sýnist,“ sagði Hulda
Ragnheiður Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Náttúruhamfara-
tryggingar Íslands (NTÍ), um stóra
jarðskjálftann vestur af Krýsuvík
20. október.
„Þetta virðist hafa sloppið ótrú-
lega vel miðað við það sem við
höfum frétt af enn sem komið er.
Það virðast ekki hafa orðið neinar
stórar skemmdir,“ sagði Hulda í
gær. Þá hafði NTÍ fengið um tíu
tilkynningar um mögulegar
skemmdir af völdum jarðskjálft-
ans. Engar gátu talist miklar. Til-
kynningarnar bárust vítt og breitt
að af höfuðborgarsvæðinu og ein
úr Reykjanesbæ.
Hulda sagði að oft liðu nokkrir
dagar áður en fólk tilkynnti um
tjón af völdum náttúruhamfara.
Tilkynningunum gæti því fjölgað.
Þeir sem telja sig hafa orðið fyr-
ir tjóni vegna jarðskjálftans ættu
að tilkynna það strax. Tilkynning-
arfrestur er eitt ár. Eigin áhætta
er 2% af hverju tjóni, að lágmarki
200.000 krónur vegna tjóns á
innbúum og lausafé og 400.000
vegna húseigna. Hulda sagði að
við fyrstu sýn virtist meirihluti
tjónanna vera undir eigin áhættu.
Hvert mál er unnið sérstaklega.
Fólk er beðið um að áætla upphæð
tjónsins. Ef hún er hærri en eigin
áhætta eru matsmenn sendir til að
meta tjónið. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Jarðskjálftar Mikið tjón getur orðið
í jarðskjálftum. Mynd úr safni.
Tíu til-
kynningar
um tjón
Ekki vitað um
miklar skemmdir