Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Lesið vandlega upplýsingarnar á g
fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis
eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsing-
um umáhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Ibuprofen Bril
umbúðumo
Á hreint brilliant verði!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
400mg töflur - 30 stk og 50 stk
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT.
ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB.
ob.is
LÆGSTA
VERÐÓB
ARNARSMÁRI
BÆJARLIND
FJARÐARKAUP
HLÍÐARBRAUT AKUREYRI
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fjármálasvið Reykjavíkurborgar
telur að nauðsynlegur stuðningur
ríkisins við sveitarstjórnarstigið á
Íslandi vegna afleiðinga kórónuvei-
rufaraldursins sé að minnsta kosti 50
milljarðar króna á yfirstandandi ári
og á næsta ári.
Hlutur borgarinnar í þeim stuðn-
ingi yrði þá um 11,1 milljarðar á
þessu ári vegna tekjufallsins og út-
gjaldaaukans sem leiðir af fjármála-
kreppunni og á næsta ári þyrfti
stuðningurinn við borgina að nema
a.m.k. 11,6 milljörðum kr. eða sam-
tals 22,7 milljörðum kr. á yfirstand-
andi og næsta ári.
Áhyggjur af aðgengi að lánum
Þetta kemur fram í nýrri umsögn
fjármála- og áhættustýringarsviðs
borgarinnar við fjárlagafrumvarp
næsta árs og fjármálaáætlunina til
næstu fimm ára.
Afkomuhalli sveitarfélaganna
gæti stefnt í að verða svo alvarlegur
að ekki verði við ráðið, hvorki með
hagræðingu né með lántökum.
Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því
að sveitarfélögin muni við dýpkun
fjármálakreppunnar ekki fá aðgengi
að lánum á markaði á ásættanlegum
kjörum og jafnvel alls ekki.
Að mati borgarinnar væru það
hagstjórnarmistök að styðja ekki
betur við fjárhag sveitarfélaga.
Gagnrýnir borgin að stefna ríkis-
ins fram að þessu hafi gengið þvert á
ráðgjöf OECD til aðildarríkjanna og
bendir á að ríkisstjórnir á öðrum
Norðurlöndum virðist munu styðja
myndarlega við sveitarfélögin ólíkt
því sem eigi sér stað á Íslandi.
Í ítarlegri greiningu á stöðunni
kemur fram að svigrúm til niður-
skurðar sé afar lítið þar sem allar
helstu þjónustuskyldur sveitarfélaga
séu ákveðnar með lögum og þau séu
því þvinguð til að skera niður fjár-
festingar.
Spáð er stórauknu atvinnuleysi og
fjölgun einstaklinga sem fá fjárhags-
aðstoð hjá Reykjavíkurborg. Sam-
kvæmt dekkstu sviðsmyndum gæti
fjöldinn sem þarf fjárhagsaðstoð far-
ið úr 1.398 í ár í 3.196 á árinu 2022 og
aukning útgjalda borgarsjóðs vegna
fjárhagsaðstoðar mun nema allt að
5.560 milljónum kr.
19,1 milljarðs fall útsvarstekna
„Þrátt fyrir stuðningsaðgerðir
ríkisins í formi lengingar á tekju-
tengingu atvinnuleysisbóta og hluta-
starfaleið og úttektir einstaklinga á
séreignarsparnaði nemur áætlað fall
í útsvarstekjum 19,1 [milljarði kr.]
árin 2020-2022,“ segir í greinargerð
borgarinnar.
Útsvarstekjurnar gætu þannig
lækkað um 3,6 milljarða í ár frá því
sem fjárhagsáætlun borgarinnar
gerir ráð fyrir, um 7,5 milljarða á
næsta ári og minnkað um 8 milljarða
á árinu 2022.
„Annar stuðningur ríkisins hefur
einkum beinst að smáum sveitar-
félögum sem hafa orðið verst úti
vegna ferðaþjónustunnar. Það er
mat Reykjavíkurborgar að fjármála-
lega áfallið mælt í krónum á hvern
íbúa verði mest og þyngst í Reykja-
vík og þetta mat er stutt í nýrri
greiningu starfshóps sveitarstjórn-
arráðherra. Þrátt fyrir það beinist
lítill sem enginn stuðningur til borg-
arinnar og höfuðborgarsvæðisins,“
segir í umsögninni.
Kallar á beinan stuðning strax
Að mati fjármálasviðs borgarinn-
ar verða áhrif niðursveiflunnar mun
meiri á sveitarfélögin en forsendur
fjármálastefnu og fjármálaáætlunar
ríkisins gera ráð fyrir, bæði á tekju-
og útgjaldahlið. Það muni leiða til
enn lakari afkomu og meiri lántöku-
þarfar en gert er ráð fyrir í forsend-
um fjármálastefnu.
,,Þessar aðstæður kalla á beinan
stuðning ríkisins strax vegna tekju-
falls og útgjaldaauka og til framtíðar
þarf að endurskoða tekjustofna
sveitarfélaga og leikreglur um aukin
framlög ríkisins ef tekjur duga ekki
fyrir kostnaði vegna lögbundinnar
þjónustu við rekstur grunnskóla og
þjónustu við fatlaða,“ segir í umsögn
borgarinnar til fjárlaganefndar.
Borgin þarf 22,7 milljarða stuðning
Morgunblaðið/Golli
Ráðhús Stjórnvöld eru gagnrýnd.
Sveitarfélögin þurfa 50 milljarða fjárstuðning frá ríkinu að mati fjármála- og áhættustýringarsviðs
Reykjavíkur Aukning útgjalda borgarsjóðs vegna fjárhagsaðstoðar nemur allt að 5.560 milljónum kr.
„Það er mjög ánægjulegt að sjá
þessa miklu aukningu,“ segir Jón
Gunnarsson, samskiptastjóri Hug-
verkastofunnar.
Fyrstu níu mánuði ársins jukust
vörumerkjaskráningar um 56%
samanborið við sama tímabil í
fyrra og eru nú alls 3.142 talsins.
Á sama tímabili jukust alþjóðlegar
vörumerkjaskráningar um 26% og
eru nú 2.404.
Aðeins hefur hallað á fjölda evr-
ópskra einkaleyfa, sem eru rétt
undir fjölda síðasta árs, en eru þó
fleiri en árið 2018. Hins vegar
fjölgaði alþjóðlegum
PCT-einkaleyfis-
umsóknum ís-
lenskra aðila en
þær voru 19 á
fyrstu níu mán-
uðum ársins
samanborið við
11 árið 2019.
Þetta eru ljós-
ir punktar í
þessu ástandi
segir Jón, sem telur að fjöldi vöru-
merkjaskráninga geti gefið vís-
bendingar um stöðu nýsköpunar
og markaðsstarfs á Íslandi. Þessar
upplýsingar tengir Jón við þá al-
mennu áherslu sem lögð sé á ný-
sköpun sem birtist í t.d. sam-
keppnum, aðkomu ríkisstjórnar og
Samtökum iðnaðarins. Þarna birt-
ist m.a. afrakstur þess að frum-
kvöðlar séu að ná árangri á sinni
vegferð við að skapa ný verðmæti.
Hjá Hugverkastofu fer nú fram
átak í rannsóknum á vörumerkjum
sem hófst í byrjun árs og gera
áætlanir ráð fyrir að 4.500 vöru-
merki verði rannsökuð í ár. Fjöldi
starfsmanna Hugverkastofu vinn-
ur heima hjá sér í faraldrinum,
sem að sögn hefur ekki komið að
sök.
Skrá mikið fleiri vörumerki
Uppgrip í flestum flokkum á milli ára Ljósir punktar
Jón Gunnarsson
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Borgarstjóri telur ekki að álit reikn-
ingsskilanefndar sveitarfélaga kalli á
breytt vinnubrögð í reikningsskilum
hjá Reykjavíkurborg og stofnunum
hennar. Eyþór Arnalds, oddviti sjálf-
stæðismanna, telur hins vegar blasa
við að samræmi þurfi að vera í reikn-
ingsskilum rekstrareininga borgar-
innar í samstæðureikningi.
Reikningsskilanefnd sveitarfélaga
hefur skilað áliti á reikningsskilum
Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða
hf., þar sem fundið var að því að
reikningsskil Félagsbústaða væru
tekin óbreytt inn í samstæðureikning,
þó þar væri beitt öðrum reiknings-
skilareglum.
„Ég fæ ekki betur séð en að álitið
þýði að borginni sé heimilt að gera
upp með óbreyttum hætti,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í
samtali við Morgunblaðið. „Endur-
skoðunarnefnd mun væntanlega fara
yfir þetta á næstu dögum og veita sitt
álit, en hún er borgarráði og borg-
arstjórn til ráðgjafar í þessum efnum
og hefur á að skipa reynslumiklu fag-
fólki á þessu sviði.“
Hann telur ekki að borgin þurfi að
breyta vinnulagi við reikningsskil í
ljósi álitsins og fellst raunar ekki á að í
því felist nokkur gagnrýni. „Ég get
ekki séð að það feli í sér gagnrýni að
staðfesta það að Félagsbústaðir hafi
verið að gera upp með réttum hætti.
Nefndin segir einnig að borginni sé
heimilt að taka reikningsskil Fé-
lagsbústaða óbreytt upp í samstæðu-
reikning sinn, ef reikningsskil Fé-
lagsbústaða gera ráð fyrir sömu
matsaðferð og í samstæðureikningi
borgarinnar. Þetta kemur ekki á
óvart og kallar ekki á breytingar eftir
því sem ég fæ séð.“
Borgarstjóri telur alls ekki að eigið
fé samstæðureiknings borgarinnar sé
ofmetið miðað við þetta. „Nei, það
væri þvert á móti vanmetið ef fast-
eignir Félagsbústaða væru metnar á
einhverju öðru en markaðsverði.“
Borgarstjóri í afneitun
„Borgarstjóri er í alvarlegri afneit-
un við raunveruleikann,“ segir Eyþór
Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna.
„Málið snýst um tvennt: Annars veg-
ar er verið að bókfæra hagnað upp á
meira en 50 milljarða króna, sem
aldrei munu koma í kassann. Einfald-
lega vegna þess að það stendur ekki
til af hálfu meirihlutans að selja fé-
lagslegt húsnæði, ekki frekar en að
það á að selja skólana eða annað slíkt
húsnæði á vegum borgarinnar,“ segir
Eyþór. „Þessar íbúðir Félagsbústaða
eru ekki eignir á markaði og þess
vegna er þetta bara pappírshagnað-
ur.“
Hann segir hitt snúast um eðlileg
vinnubrögð, sem ekki ættu að vera
pólitískt bitbein. „Samstæða Reykja-
víkurborgar, sem sagt bæði borgin
sjálf og sjálfstæðar stofnanir á henn-
ar vegum, hefur verið gerð upp með
mismunandi hætti. Sumar einingar
með einni reikningsskilaaðferð og
aðrar með annarri. Þar með er mis-
ræmi í reikningsskilum og það er það
sem reikningsskilanefndin bendir á
að gangi ekki upp.“
Eyþór segir blasa við að það eigi að
gera borgina upp með einum og sam-
ræmdum hætti. „Þar með þarf að
bakfæra þennan pappírshagnað upp á
meira en 50 milljarða, því hann er
ekki innleystur og verður aldrei inn-
leystur.“ Hann segir að reikningsskil-
in hafi því ekki gefið rétta mynd og
fráleitt að tala um afgang af rekstri
með slíkum bókhaldssjónhverfingum.
„Það er ekki gott að blekkja aðra, en
verra þó að blekkja sjálfan sig, eins og
borgarstjóri er að gera.“
Deilt um reikningsskil
Reykjavíkurborgar
Borgarstjóri telur álit reikningsskilanefndar ekki gagnrýni
Dagur B.
Eggertsson
Eyþór
Arnalds