Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 8

Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Meirihlutinn í Reykjavík varðfyrir því áfalli á dögunum að reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga komst að þeirri nið- urstöðu að reikningsskil samstæðu Reykjavíkurborgar standist ekki lög. Einar S. Hálfdánarson, sem sat í endurskoðunarnefnd Reykjavík- ur, sagði sig úr þeirri nefnd eftir að hafa gagnrýnt vinnubrögð borg- arinnar sem notaði eignir Félagsbú- staða til að gefa vill- andi upplýsingar um rekstur borg- arinnar. Borgin tekjufærði metna verðmætaaukningu íbúða Félagsbústaða sem borgin er vita- skuld ekki að fara að selja.    Meirihlutinn í borginni hefurekki sýnt neina iðrun í þessu máli nema síður sé. Fyrr í vikunni vildu sjálfstæðismenn í borgar- stjórn, sem eiga einn fulltrúa í end- urskoðunarnefnd borgarinnar, að Einar settist aftur í nefndina þar sem niðurstaða í ágreiningsmálinu lægi fyrir og Einar hefði haft rétt fyrir sér.    Viðbrögð Dags borgarstjóravoru að veitast að Einari og meirihlutinn hafnaði ósk sjálfstæð- ismanna. Næst þegar meirihluti borgarstjórnar hefur upp raust sína um lýðræði, opna stjórnsýslu, fagleg vinnubrögð eða annað álíka er ágætt að borgarbúar hafi þessa ótrúlegu valdníðslu í huga.    Og það vekur athygli að það varekki Dagur einn sem beitti sér í málinu. Pawel Bartozek, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Viðreisnar, tók fullan þátt í aðför- inni. Það var ekki mikil reisn yfir því. Dagur B. Eggertsson Valdníðsla meirihlutans STAKSTEINAR Pawel Bartozek Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hef- ur samþykkt niðurrif á friðuðu húsi að Skólavörðustíg 36, sem rifið var í óleyfi í september síðastliðnum. Jafn- framt hefur hann samþykkt bygg- ingu á nýju húsi á lóðinni. Í fundargerð byggingarfulltrúa frá sl. þriðudegi kemur fram að Birgir Örn Arnarson og Arwen Holdings ehf. sæki um leyfi fyrir áður fram- kvæmdu niðurrifi á húsi á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg. Þetta var sam- þykkt enda samræmdist það ákvæð- um laga um mannvirki frá árinu 2010. „Það athugist að um er að ræða sam- þykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar,“ segir í bókun á fundi byggingarfulltrúa. Borgin stendur frammi fyrir gerðum hlut og tryggja þarf að niðurrifi verðir lokið og úr- gangi fargað með lögbundnum hætti. Eigandi hússins sagði í fjölmiðlum í fyrri mánuði að niðurrifið hafi verið „óhapp“. Reykjavíkurborg kærði nið- urrifið umsvifalaust til lögreglu enda væri það óleyfisframkvæmd. Á sama fundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir beiðni JB ferða ehf. þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt hús með verslunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á annarri og þriðju hæð á um- ræddri lóð. Húsið er sagt verða 315 fermetrar. Byggingaleyfi var sam- þykkt með vísan til sömu laga og áður er getið. Frágangur á lóðamörkum skal gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. sisi@mbl.is Samþykktu niðurrif og nýtt hús Morgunblaðið/Eggert Niðurrif Ekkert er eftir af húsinu sem stóð við Skólavörðustíg 36. Magnús H. Magnússon rafvirkjameistari varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 19. október, 68 ára að aldri. Magnús fæddist á Hólmavík 2. febrúar 1952, sonur Magnúsar Ingimundarsonar og Sigrúnar Huldu Magn- úsdóttur. Magnús ólst upp á Hólmavík og vann þar ýmis störf frá 13 ára aldri og var með- al annars á sjó þar til hann fór í Iðnskólann í Reykjavík. Hann flutti til Hafnar í Hornafirði árið 1972 ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Magnúsdóttur, þar sem hann lærði rafvirkjun. Magnús starfaði sem raf- virkjameistari alla tíð, var mikill at- hafnamaður og tók virkan þátt í upp- byggingu ferðamála á Vestfjörðum. Hann rak hellusteypu, bílaleigu, verslun með rafmagns- og ljósabún- að, var vitavörður, umsjónarmaður flugvallarins um árabil, umboðs- maður Stöðvar 2 og fréttaritari Morgunblaðsins á Hólmavík. Hann fékk einkaflugmannspróf 1989. Magnús var einn af stofnendum Galdra- safnsins á Hólmavík og sat í stjórn Orkubús Vestfjarða. Hann sinnti félags- og sveitarstjórnar- málum um árabil, sat í hreppsnefnd og var oddviti Hólmavíkur- hrepps, síðar Stranda- byggðar. Magnús og Þorbjörg keyptu og gerðu upp elsta hús Hólmavíkur og ráku þar myndar- legan veitingstað, Café Riis, frá 1996. Að auki keyptu þau gamla fé- lagsheimilið, Braggann og gerðu upp í upphaflegri mynd. Magnús og Þorbjörg seldu reksturinn á Hólma- vík árið 2005 og fluttu til Kópavogs. Börn Magnúsar og Þorbjargar eru Sigrún Harpa fædd 1971 og Marín fædd 1976. Auk þess átti Magnús tvíburana Eyjólf og Sigur- björgu, fædd 1976. Andlát Magnús H. Magnússon ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga 10–17 Laugardaga 11–15 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.