Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Sjáum um allar
merkingar
Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is
Gísli, sölu- og markaðsstjóri
vinnufatnaðar
Sími 766 5555 | gisli@run.is
ÖRYGGIS-
SKÓR
VANDAÐUR
VINNUFATNAÐUR
6424
6202
55505536
3307 3407
SAFE & SMART
monitor
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þátttakendur á rafrænum íbúa-
fundum verkefnishóps um samein-
ingu fimm sveitarfélaga á Suður-
landi virðast almennt fylgjandi því
að verkefnishópurinn ljúki undir-
búningsvinnu og beri tillögu um
sameiningu undir íbúana í fyllingu
tímans.
Verkefnishópurinn hefur haldið
fjóra fundi, með íbúum Ásahrepps,
Rangárþings ytra, Rangárþings
eystra og Mýrdalshrepps og í næstu
viku verður fundað með íbúum
Skaftárhrepps. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu varð að nota fjar-
fundabúnað til að funda.
Fyrst kynnir verkefnishópurinn
vinnu sína og síðan er þátttakendum
skipt niður í smærri hópa til að ræða
einstök mál. „Fjallað er um málin á
breiðum grunni og reynt að fá sýn
íbúa á þessa hluti. Þetta hefur verið
virkilega skemmtilegt og gengið
vonum framar,“ segir Anton.
Stóra spurningin sem lögð er fyrir
íbúana á þessum fundum er hvort
sveitarfélögin fimm eigi að halda
áfram viðræðum og leyfa íbúum að
kjósa um sameiningu þeirra. Þátt-
takendur í fundunum virðast velja
þá leið, samkvæmt mati Antons, eins
og fram kemur í upphafi greinar.
Sveitarstjórnir ákveða
Næsta skrefið í ferlinu er að gera
skoðanakannanir meðal íbúa og
leggja málið fyrir sveitarstjórnir
sem þurfa að ákveða hver fyrir sig
hvort hefja eigi formlegar samein-
ingarviðræður sem lýkur með því að
tillaga um sameiningu verður lögð
fyrir íbúana á næsta ári.
Listakonurnar Rán Flygenring og
Elín Elísabet voru fengnar til að
lýsa á sinn hátt sjónarmiðum sem
fram hafa komið á fundunum og eru
nokkur dæmi sýnd hér til hliðar.
Jákvæðir fyrir
áframhaldandi
viðræðum
Sameining fimm sveitarfélaga á
Suðurlandi rædd á rafrænum fundum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ríkiseignir hafa ekki tekið ákvörðun
um endurnýjun eða úrbætur á loft-
ræstikerfum vegna kórónuveirunnar,
að sögn Sólrúnar Jónu Böðvarsdóttur
framkvæmdastjóra. Hún segir að
tíminn eigi eftir að leiða það í ljóst
hvort slíkt verði skoðað sérstaklega.
Reykjavíkurborg hefur ekki heldur
gert sérstaka úttekt á loftræstingum
með tilliti til kórónuveiru, samkvæmt
upplýsingum.
Morgunblaðið sendi fyrirspurnir til
Ríkiseigna og Reykjavíkurborgar
vegna þess að þýsk stjórnvöld ætla að
verja sem nemur 81 milljarði króna til
að bæta loftræstikerfi í opinberum
byggingum. Það verður gert í þeirri
viðleitni að stöðva útbreiðslu kórónu-
veirunnar. Spurt var hvort eitthvað
svipað væri í bígerð hér.
„Ríkiseignir eru sífellt að rýna í
verkferla og gæði framkvæmda
ásamt þjónustu við sína leigutaka.
Þegar endurnýjun eða lagfæring á
sér stað er alltaf skoðað í samvinnu
með ráðgjöfum Ríkiseigna hvaða
lausn er best fyrir verkefnið,“ sagði í
skriflegu svari Sólrúnar Jónu við fyr-
irspurn Morgunblaðsins.
Síur í loftræstisamstæðum í bygg-
ingum Reykjavíkurborgar eru yfir-
farnar með reglubundnum hætti til að
óhreinindi í útilofti berist ekki inn í
loftræstikerfin. Síuskipti eru árlega
hið minnsta og eru virkir þjónustu-
samningar vegna þessa í öllum stofn-
unum borgarinnar, samkvæmt upp-
lýsingum frá borginni.
Ítarlegt mat var gert á ástandi hús-
næðis skóla- og frístundasviðs á þessu
ári og hluti af því var skoðun á loft-
gæðum. Á grundvelli þeirrar heildar-
úttektar verða teknar ákvarðanir um
endurnýjun og viðhald. Þessa dagana
er unnið að úrvinnslu gagna og er
gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyr-
ir í nóvember.
Eignasafn Ríkiseigna nam rúmlega
500.000 fermetrum í byrjun árs 2019.
Í því eru m.a. framhaldsskólar, heil-
brigðisstofnanir, lögreglustöðvar,
söfn og skrifstofuhúsnæði. Reykja-
víkurborg á einnig um 500.000 fer-
metra húsnæði. Þar á meðal er skóla-
húsnæði, íþróttamannvirki, skrif-
stofuhúsnæði og húsnæði á vegum
félagsþjónustu borgarinnar.
Morgunblaðið/Frikki
Loftsía Þjóðverjar hafa ákveðið að endurbæta loftræstikerfi í opinberum
byggingum þar í landi í því skyni að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar.
Loftræstikerfi
og veiruvarnir
Ekki á dagskrá hér að breyta kerfum
Á miðvikudag greindust 33 ný til-
felli kórónuveirunnar hér á landi.
Þar af voru 20 í sóttkví við grein-
ingu. Af orðum Þórólfs Guðnason-
ar sóttvarnalæknis má dæma að
faraldurinn sé á niðurleið. Hann
segir þó, að þrátt fyrir að núna
sjáist árangur af hertum aðgerð-
um sé sigurinn hvergi nærri í
höfn.
„Þó við getum kannski hrósað
happi eins og staðan er núna þá er
sigurinn hvergi í höfn og því þurf-
um við að halda áfram okkar sam-
vinnu og samstöðu þannig að hægt
verði á næstunni að létta á ýmsum
íþyngjandi aðgerðum sem nú eru í
gangi,“ sagði Þórólfur á upp-
lýsingafundi almannavarna í gær.
Honum þykir leitt að misræmi
hafi verið í tilmælum hans og
reglugerð heilbrigðisráðherra um
núgildandi samkomutakmarkanir.
Vísar hann þá til þess að hann hafi
lagt til við ráðherra að líkams-
ræktarstöðvar yrðu áfram lok-
aðar, en Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra fór gegn þessu
og leyfði stöðvunum að hafa opið
með skilyrðum.
Kórónu-
veirusmit
Nýgengi smita
frá 1. sept.
Nýgengi innanlands
21. október:
248,7 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
291,5
248,7
22,9
1.159 eru með virkt
smit og í einangrun
Innanlands
Landamæri
september október
33 ný inn an lands smit greindust 21. október
Faraldurinn
á stöðugri
niðurleið
Segir að sér þyki leitt
að misræmi hafi orðið