Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað Vinnsluhæð: 240 mm Vinnslubreidd: 250 mm Færanlegt vinnsluborð 47 Mótor: 550 w Hæð: 1.470 mm Þyngd: 58 kg Verð aðeins87 VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, RE DYNAMIX Frábær k með hakk ARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 0x6 .9 YKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFN jö a s 00 mm 00 kr. tsög fs.i Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar sem mæla á móti lagningu Arn- arnesvegar um Vatnsendahvarf telja að aðstæður hafi breyst svo mikið á þeim fjörutíu árum sem vegurinn hef- ur verið í umræðunni og frá því um- hverfisáhrifin voru metin að nauðsyn- legt sé að gera nýtt umhverfismat. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið undir þessi sjónarmið. Íbúarnir hafa með sér óformleg samtök og hóp á Facebook sem nefndur er Vinir Vatnsendahvarfs og er með um 300 fylgjendur. Bent er á að upphaflega hafi veg- urinn verið kallaður Ofanbyggðar- vegur. Hópur íbúa, ekki síst í efsta hluta Seljahverfis í Reykjavík, hefur mótmælt þessum áformum á öllum stigum skipulags og undirbúnings framkvæmda í þessi 40 ár. Helga Kristín Gunnarsdóttir, úr hópnum Vinir Vatnsendahvarfs, segir að margt hafi breyst á þeim átján ár- um sem liðin eru frá því gert var um- hverfismat sem grundvallaðist á mis- lægum gatnamótum. Nefnir hún að umferðarspá geri nú ráð fyrir mun meiri umferð. Byggð hafi færst nær vegstæðinu, nýjar götur bæst við og Vetrargarður í Seljahverfi ekki verið kominn á áætlun. Áhersla á aðra sam- göngumáta hafi aukist. Þá hafi græna svæðið verið að gróa upp, tré séu far- in að vaxa þar, og það sé orðið mik- ilvægt útivistarsvæði, í framhaldi af Elliðaárdalnum, og þyrfti að friða. Hún segir að íbúarnir geti ekki kraf- ist nýs umhverfismats. Reykjavíkur- borg hafi hafnað því með pólitískri ákvörðun. Leysir ekki vandamálin Helga segir að leysa þurfi vanda slökkviliðsins vegna viðbragðstíma og segist hafa skilning á vanda íbúa í Kórahverfi við að komast um gatna- mót Vatnsendahvarfs og Breiðholts- brautar. „Búið er að segja Kópavogsbúum að Arnarnesvegur muni leysa öll vandamál en það er draumsýn. Þeir gleyma því að þetta var hugsað sem Ofanbyggðarvegur til að stytta leið- ina og umferðin mun þyngjast. Öll umferð frá Reykjanesi og flugvell- inum til og frá Suðurlandi mun fara um þennan veg þótt leiðin og ferða- tíminn styttist lítið,“ segir Helga og bætir því við að vandamálin færist til. Hún segir að bent hafi verið á aðr- ar leiðir til að leysa vandamál slökkvi- liðsins og íbúa í Kórahverfi. „Við þurfum að setjast niður til að endur- skoða málið í heild og skoða alla möguleika. Taka þarf tillit til breyttra áherslna í samgönguháttum og um- hverfismálum. Helga Kristín hefur einnig áhyggj- ur af áformum Kópavogs um 4.000 manna byggð efst uppi á Vatns- endahvarfi. Hún standi allt of hátt og það muni valda vandræðum. Einnig telur hún að nýr Vatnsendavegur verði martröð fyrir snjóruðnings- menn. Þeir sem þekki til þarna viti að niðurgrafinn vegur verði fljótt ófær á veturna því það fenni ofan í hverja einustu gjótu á hæðinni á stuttum tíma. Telja forsendur framkvæmdar gjörbreyttar  Vinir Vatnsendahvarfs vilja fá nýtt umhverfismat fyrir Arnarnesveg Morgunblaðið/Hanna Vatnsendahæð Útvarpshúsið og möstrin standa hæst á hæðinni. Arnarnesvegur » Vegagerðin áformar að ljúka lagningu Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut, um 1,3 km leið. Tillaga er um að gatnamótin verði ljósastýrð, ekki full mislæg gatnamót eins og áður var áformað. Áður var lokið tveim fyrri áföngum Arn- arnesvegar, frá Reykjanes- braut að Rjúpnavegi. » Áformað er að bjóða verkið út á næsta ári. Talsvert meira var greitt fyrir síld sem landað var í Noregi heldur en á Íslandi á árunum 2012-2019. Hins vegar var minni munur á síldaraf- urðum frá löndunum tveimur á þessu tímabili og ýmist hvort landið fékk hærri verð. Það er Verðlags- stofa skiptaverðs sem hefur gert verðsamanburðinn. Um tilgang og tilurð birtingar- innar segir á heimasíðu Verðlags- stofu að í ljósi umræðu í samfélag- inu um verð á uppsjávarfiski, ásamt þeim umkvörtunum sem Verðlags- stofu hafi borist, hafi stofan ákveðið að taka sérstaklega til skoðunar uppsjávarverð í Noregi. Teknar hafi verið saman opinberar upplýs- ingar um hráefnisverð og afurða- verð norsk-íslenskrar síldar í Nor- egi og sett í samhengi við innlent verð. Hvað varðar hráefnisverð var meðalverð á NÍ-síld til vinnslu og bræðslu að meðaltali 128% hærra í Noregi en á Íslandi á fyrrnefndu tímabili. Á árinu 2019 var meðal- verð á NÍ-síld, til bræðslu og vinnslu, 51% hærra í Noregi en á Ís- landi en á því ári var minnsti munur á tímabilinu og minnkaði munurinn á árunum 2017-19. Mesti munur á milli landanna var 2015 en þá var verðið 186% hærra í Noregi. Á tímabilinu var meðalverð á NÍ- síld til vinnslu að meðaltali 125% hærra í Noregi. Meðalverð á NÍ- síld til bræðslu var á sama tíma að meðaltali um 34% hærra í Noregi. Meira fyrir heilfrysta síld Meðalverð á heilfrystri síld sem flutt var út frá Íslandi var um 8% hærra en meðalverð á sambæri- legum afurðum útfluttum frá Nor- egi á tímabilinu 2012-2019. Mesti munur var árið 2017 en þá var með- alverðið 14% hærra á afurðunum frá Íslandi en frá Noregi. Minnsti munur var árið 2015 þegar rúmlega 1% hærra verð fékkst á þessum af- urðum frá Noregi. Meðalverð á síldarflökum útflutt- um frá Noregi var að meðaltali 6% hærra en á síldarflökum sem flutt voru út frá Íslandi. Mesti munur var 2013 en þá var meðalverð 24% hærra á norskum afurðum. Meðal- verð á síldarsamflökum er svipað yfir tímabilið. Verðupplýsingar á NÍ-síld á Ís- landi eru unnar upp úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum innsendum af aflakaupa til Fiskistofu. Aðeins eru notaðar upplýsingar frá fyrirtækj- um á Íslandi sem kaupa afla í bein- um viðskiptum af innlendum skip- um og sem reka landvinnslu og bræðslu. Verðupplýsingar fyrir NÍ- síld í Noregi byggjast á upplýsing- um frá Norges Sildesalgslag og eiga við um norsk skip sem landa NÍ-síld til frekari vinnslu eða bræðslu í Noregi. Meðalgengi hvers árs á norskri og íslenskri krónu var notað til að skipta yfir í íslenskar krónur. Upplýsingar um afurðaverð voru sóttar fyrir heilfrysta síld, síldar- flök og síldarsamflök hjá Hagstofu Íslands og hagstofu Noregs fyrir árin 2012 til og með 2019. Á heima- síðu Verðlagsstofu er vakin athygli vakin á því að afurðaflokkar fyrir Noreg eiga við um NÍ-síld en fyrir síld almennt varðandi Ísland, þar sem gögn Hagstofu Íslands að- greina ekki í sundur veiðistofna ís- lenskrar síldar og norsk-íslenskrar. Ólíkir þættir hafa áhrif Verðlagsstofa vekur athygli á því að ólíkir þættir kunni að leiða til mismunandi verðlagningar hráefnis og afurða á milli landa. „Þar hafa verið tekin dæmi um uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfis, stöðu gjaldmiðils, millifærslur í formi nið- urgreiðslu og gjaldtöku hins opin- bera, gæði hráefnis og aðgang að mörkuðum. Einnig er líklegt að mismunandi samningar útgerða og sjómanna, ásamt mismun á laga- og regluverki samanburðarþjóða hafi þýðingu í þessu sambandi, til dæmis er varðar sölufyrirkomulag hráefn- is og samþættingu veiða og vinnslu. Athygli er auk þess vakin á því að ekki er um að ræða samanburð á launum sjómanna,“ segir á heima- síðu Verðlagsstofu skiptaverðs. Meðalverð á síld 128% hærra í Noregi  Verðlagsstofa ber saman verð á afla og afurðum 2012-2019 Samanburður Síldarflök renna eftir færibandi í íslenskri vinnslu. Riða á Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest, að sögn Matvælastofnunar (MAST). Undirbúningur að niðurskurði alls fjár á bænum stendur nú yfir. MAST ítrekar að allur flutningur líffjár innan Tröllaskagahólfs sé bannaður. Riða hefur ekki greinst á svæðinu síðan árið 2000. Beðið er eftir niðurstöðum sýna úr sauðfé sem flutt var frá bænum til annarra bæja innan varnarhólfsins. Sterkur grunur vaknaði um riðu- veiki á bænum í síðustu viku. Bónd- inn hafði samband við starfandi dýralækni sem tilkynnti héraðs- dýralækni um kind með einkenni riðuveiki. Henni var lógað og sýni send til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum. Bráðabirgðanið- urstöður bentu sterklega til þess að um riðuveiki væri að ræða. Á búinu eru um 500 fullorðnar kindur auk um 300 lamba eða alls um 800 fjár. gudni@mbl.is Riða staðfest í kind í Tröllaskagahólfi Morgunblaðið/Árni Torfason Kindur Reynt er með öllum ráðum að útrýma riðuveiki. Mynd úr safni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.